Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 4
Svört Sál EiðS
n Eiður Guðnason, fyrrverandi
sendiherra, á ekki von á góðu. Ás-
gerður Jóna Flosadóttir, umsjónar-
maður þáttarins Á flugi með Iceland
Express hótar
að kæra hann og
nafnleysingja
Eyjunnar fyrir
meiðyrði. Þetta
gerist í framhaldi
þess að Eiður lýsti
„auglýsingahór-
eríi“ á Útvarpi
Sögu og tilgreindi
sérstaklega Ásgerði og samvinnu
hennar við flugfélagið. Í samtali við
Pressuna segir Ásgerður að Eiður
Guðnason sé „bara ljótur maður í sál-
inni“. Þá er spurning hvort Eiður hafi
ekki ástæðu til að fara í mál líka.
sandkorn
4 fréttir 6. ágúst 2010 föstudagur
Í frétt DV sagði ranglega að arður fyrir 2007 hefði verið greiddur til hluthafa:
Þorsteinn beðinn afsökunar
Í frétt í DV miðvikudaginn 4. ágúst
var sagt frá því að Þorsteinn Jónsson,
kenndur við Vífilfell eða kók, hefði
greitt sér rúmlega 320 milljóna króna
arð árið 2008 út úr eignarhaldsfélagi
sínu, Sólstöfum, vegna rekstrarársins
2007. Félagið tapaði nærri 6 milljörð-
um króna árið 2008. Þetta er ekki rétt.
Upplýsingarnar um hina meintu arð-
greiðslu voru í fréttinni sagðar teknar
upp úr ársreikningi Sólstafa fyrir 2008.
Umræddur arður var ekki greiddur
út til hluthafa Sólstafa, en Þorsteinn
Jónsson er eini eigandi félagsins. Rétt
er að umræddur arður hafi komið inn
í félagið úr þeim fjárfestingum sem
Sólstafir höfðu átt í, meðal annars
fjárfestingum í Vífilfelli, Kaupþingi og
sparisjóðnum Byr. Arðurinn af fjár-
festingum Sólstafa var því áfram inni í
félaginu en rann ekki til Þorsteins, líkt
og haldið var fram í frétt DV.
Misskilningur DV stafaði með-
al annars af því að í skýrslu stjórnar
Sólstafa í ársreikningnum árið 2008
er ekki rætt um arðgreiðslur út úr fé-
laginu. DV mat ársreikninginn því
sem svo, vegna þess að arðgreiðslan
er færð til bókar í tekjuhluta ársreikn-
ingsins og ekki er tekið fram að stjórn
félagsins hafi tekið ákvörðun um að
greiða arðinn ekki út, að arðurinn
hefði runnið til hluthafa Sólstafa, Þor-
steins M. Jónssonar. Þetta var rangt
mat hjá DV.
DV biður Þorstein Jónsson, og les-
endur blaðsins, afsökunar á þessari
rangfærslu um útgreiðslu arðsins út
úr Sólstöfum.
Afsökunarbeiðni DV biður Þorstein
Jónsson afsökunar á rangri frétt um
arðgreiðslu út úr einkahlutafélagi hans.
MatthíaS í Skotlínu
n Það sem fer líklega mest fyrir
brjóstið á Ásgerði Jónu Flosadóttur
í málflutningi Eiðs Guðnasonar er
að hann bendir
á að Matthías
Imsland er bæði
forstjóri Ice-
land Express og
stjórnarformaður
Fjölskylduhjálpar
Íslands sem Ás-
gerður stjórnar af
festu og mann-
úð. Eiður gefur til kynna að ástæðu
þess að Iceland Express styrkir þátt
Ásgerðar á Sögu megi einmitt rekja til
þessa. Sjálf er hún á allt öðru máli og
vill Eið fyrir dómstóla.
launagæðingur
vEStfjarða
Einn helsti launagæðingur Vest-
fjarða er Þorsteinn Jóhannesson,
yfirlæknir á Ísafirði. Greinilegt er
að ekki væsir um hann því lánin
eru hátt í þrjár milljónir króna á
mánuði. Fæstir hafa skýringar á
því óskaplega vinnuframlagi sem
hlýtur að vera að baki. Undanfarin
ár hefur heimilislæknum á Vest-
fjörðum verið fækkað. Ofurlaun
yfirlæknisins eins myndu duga til
að standa undir þremur venjuleg-
um læknum.
Sultarlaun
drottninga
n Sjónvarpsdrottningarnar Friðrika
Geirsdóttir og Inga Lind Karlsdóttir
eru illa haldnar
ef litið er til launa
þeirra. Inga Lind
er með aðeins 110
þúsund krónur
í mánaðarlaun
samkvæmt tekju-
blaði DV. Friðrika
er með ívið meira,
eða 185 þúsund
krónur. Hún var áberandi á síðasta
ári með matreiðsluþátt sinn og í lykil-
hlutverki í Wipeout-þáttum Stöðvar 2.
Greinilegt er að launum hennar hefur
verið haldið rækilega niðri af Ara Ed-
wald vinnuveitanda hennar og Stef-
áni Hilmarssyni framkvæmdastjóra
sem einnig er eiginmaður hennar.
Formaður LÍÚ telur raunsætt að fylgja aðildarumsókn að ESB til enda úr því sem
komið er. Það sé þó ekki til marks um breytta stefnu útvegsmanna enda sé vonlítið
að ná ásættanlegum samningum við ESB um sjávarútvegsmál. Ákaft er tekist á um
aðildarumsóknina á hægri væng stjórnmálanna.
Adolf Guðmundsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir að úr því sem komið er
sé best að ljúka aðildarumsókn að
Evrópusambandinu með áherslu á að
ná sem bestum samningi.
Orð í þessa veru lét Adolf falla í
Síðdegisútvarpi Rásar 2 fyrr í vikunni
og vöktu þau spurningar um það
hvort LÍÚ hefði breytt um stefnu varð-
andi aðild að ESB.
Adolf segir það ekki vera. „Útvegs-
menn eru andvígir aðild. Afstaða LÍÚ
er óbreytt. Ég horfi einungis til þess að
ríkisstjórnin ætlar ekki að hætta við í
miðjum klíðum og draga umsóknina
til baka. Þess vegna er ekki um ann-
að að ræða en að reyna að ná ásætt-
anlegum samningum. Miðað við þau
gögn sem við höfum farið yfir, meðal
annars um reglugerðirnar 900, tel ég
útilokað að ná viðunandi samningum
fyrir íslenskan sjávarútveg.“
Viljum sjálf setja lög
Adolf tekur sem dæmi að útilokað sé
að Íslendingar fái áfram að hafa lög-
gjafarvald yfir fiskveiðilögsögu Ís-
lands. „Við viljum hafa samningsrétt
um svokallaða deilistofna eins og
makríl. Allir fjölþjóðlegir samningar
verða á forræði ESB í Brussel ef við
göngum í ESB, þannig að mér virðist
útilokað að viðunandi samningur ná-
ist.“
Adolf bætir við að langskynsam-
legast hefði verið að hefja ekki við-
ræðurnar en slíkt sé ekki á dagskrá
stjórnvalda. „Við vitum hvað við vilj-
um en enginn veit raunverulega hver
vilji stjórnvalda er, því samnings-
markmiðin eru ekki skýr.“ Adolf bend-
ir á mismunandi afstöðu ráðherra í
ríkisstjórninni og andstöðu innan VG
við aðildarumsókn. „Þessi mál hafa
ekki verið rædd í nefnd Jóns Bjarna-
sonar, sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra, sem hefur endurskoðun
kvótakerfisins með höndum, en það
hefði ef til vill verið eðlilegt og rök-
rétt ef menn vissu hvert ferðinni væri
heitið. Ég endurtek að ekki er um
neina stefnubreytingu LÍÚ að ræða,
samtökin eru á móti aðild að ESB
og telja fullvíst að engir ásættanlegir
samningar náist,“ segir Adolf.
Niðurstaða viðræðna liggur hvergi
nærri fyrir. Ljóst er því að nokkur
skoðanamunur er kominn upp um
framhald málsins milli formanns LÍÚ
og forystu Sjálfstæðisflokksins sem
nú þarf að framfylgja harðri ályktun
landsfundarins í júní síðastliðnum
um að slíta aðildarviðræðunum með
tillöguflutningi á Alþingi. Hörð af-
staða landsfundarins vakti litla hrifn-
ingu Evrópusinna innan Sjálfstæðis-
flokksins og bar nokkuð á úrsögnum
úr flokknum eftir fundinn auk þess
sem samtökin Sjálfstæðir Evrópu-
menn lýstu miklum vonbrigðum og
blésu til fundarhalda.
Harðnandi átök á hægri væng
Athygli vekur að tekist er á um Evr-
ópumálin af mikilli hörku á síðum
Morgunblaðsins sem hefur sig mjög
í frammi gegn aðildarumsókninni,
meðal annars í leiðara um síðastliðin
mánaðamót.
Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi
dómkirkjuprestur, ritar grein í Morg-
unblaðið 5. ágúst, en hann er einn
þeirra sem sagði sig úr Sjálfstæðis-
flokknum eftir landsfundinn vegna
samþykktarinnar gegn aðildarum-
sókninni. Í greininni segir hann að
sér lítist illa á óvænta samstöðu Jóns
Bjarnasonar og Morgunblaðsins um
harða andstöðu við aðildarumsókn-
ina. Þórir segir mörg dæmi þess að
ESB breyti stefnu sinni til samræm-
is við mikilvæga hagsmuni einstakra
ríkja. „Ég nefni einnig að í 349. grein
Lissabonsáttmálans er tekið fram, að
Asoreyingar, Kanaríeyingar og önnur
fjarlæg eyjasamfélög hafi sinn land-
búnað og sjávarútveg fyrir sig með
miklum stuðning frá ESB.“
Þórir bætir við að hann líti á aðild-
arviðræðurnar sem áskorun og tæki-
færi. „Ég vil því láta reyna til þrautar
á það, hvort við getum náð framan-
greindum samningsmarkmiðum.“
Merki eru um að deilurnar innan
Sjálfstæðisflokksins um afstöðuna
til ESB og aðildarumsóknarinnar fari
harðnandi. „Þeir verða nú æ fleiri sem
undrast ritstjórnarstefnu Mbl., sem
einkennist af einelti við þá menn,
sem eru á öndverðum meiði við það.
Persónulegt hnútukast er þar snöggt
um sterkari þáttur en málefnaleg um-
ræða,“ segir Þórir í grein sinni.
Formaður LÍÚ
veLdur titringi
JóHAnn HAuKSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þess vegna er ekki um annað að ræða
en að reyna að ná ásætt-
anlegum samningum.
Ljær máls á því að halda áfram Adolf Guðmundsson telur útilokað að ná
viðunandi samningum en leggst ekki gegn aðildarviðræðunum.
Sagði sig úr flokknum Séra Þórir
Stephensen sendir Jóni Bjarnasyni og
Morgunblaðsritstjóra tóninn.
ÓviSSa uM
SpaugStofuna
n Algjör óvissa virðist ríkja um það
hvort Spaugstofan verði áfram á dag-
skrá Sjónvarpsins næsta vetur. Pálmi
Gestsson segir í samtali við Bæjarins
besta á Ísafirði
að „Spaugstofan
hætti aldrei sem
fyrirbæri“ en það
kæmi honum
ekkert á óvart
þó hún yrði lögð
niður. „Það virðist
komið að þeim
tímapunkti að
eigendur stofn-
unarinnar þurfa að ákveða hvort þeir
ætla að leggja hana niður alfarið,“
segir Pálmi. Ef marka má nýleg um-
mæli Páls Magnússonar útvarps-
stjóra um hugsanlegan niðurskurð
eru líkurnar á að dagar Spaugstof-
unnar séu taldir meiri en minni.