Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Qupperneq 6
SjaldSéður
borgarStjóri
n Lítið hefur farið fyrir Jóni
Gnarr borgarstjóra síðan hann
tók við starfinu í byrjun sumars.
Helstu fregn-
irnar sem hafa
verið sagðar af
honum snú-
ast um heim-
sókn hans til
Múmínálfanna
í Finnlandi og
annað slíkt
sprell. Hann
reynir þó að halda lesendum sín-
um upplýstum í gegnum Face-
book-síðu sína en færslurnar eru
hinsvegar tiltölulega innihalds-
rýrar þó þær veki jafnan mikla
athygli lesenda hans. Eins og er
lítur borgarstjóratíð Jóns Gnarr út
eins og autt blað – enn sem komið
er veit enginn hvað Jón hefur gert,
né hvað hann ætlar að gera og
enn síður fyrir hvað hann stend-
ur pólitískt séð. Borgarastjóra-
tíð aumingja Jóns Gnarr lítur því
út eins og einn stór brandari. En
kannski var það eini, og aðeins
eini, tilgangurinn til að byrja
með, enda nokkuð ljóst að til eru
hæfari menn í starfið.
Sigur dagS
n Sá sem hefur grætt hvað mest
á borgarstjóratíð Jóns Gnarr er
tvímælalaust Dagur B. Eggerts-
son, oddviti
Samfylking-
arinnar, sem
myndar meiri-
hluta ásamt
Besta flokkn-
um. Öfugt við
Jón Gnarr og
Besta flokkinn
biðu Dagur B.
og Samfylkingin afhroð í borg-
arstjórnarkosningunum. Afhroð
Dags var svo mikið að framá-
menn innan Samfylkingarinnar
kölluðu eftir því að hann viki til
hliðar sem oddviti. Dagur gerði
þetta ekki heldur hóf þess í stað
samstarf við Besta flokkinn og er
nú formaður borgarráðs. Vegna
reynsluleysis Jóns Gnarr í stjórn-
málum má segja að Dagur sé og
verði því „de facto“ borgarstjóri
jafnvel þó hann gegni ekki starf-
inu formlega séð. Dagur getur
því ráðið nokkurnveginn því sem
hann vill. Sjaldan hefur íslenskur
stjórnmálamaður því tapað jafn
stórt í kosningum og Dagur en
samt sem áður unnið svo stóran
sigur í kjölfar þeirra. Dagur er
með pálmann, og stjórnartauma
Reykjavíkurborgar, í höndunum.
Haraldur er brúin
n Einn af þeim sem brúar bilið
á milli Samfylkingarinnar og
Besta flokksins er Haraldur Flosi
Tryggvason,
lögfræðingur
og núverandi
stjórnarfor-
maður Orku-
veitunnar.
Haraldur Flosi
mun hafa verið
lykilmaður í
því að tryggja
samstarf f lokkanna. Haraldur
sat fundi með forráðamönnum
flokkanna tveggja áður en sam-
starf þeirra var innsiglað og vakti
það þó nokkra athygli aðstand-
enda Besta flokksins. Ástæðan
er meðal annars sú að Haraldur
Flosi hefur í gegnum tíðina verið
yfirlýstur Samfylkingarmaður
og var meðal annars varamað-
ur í stjórn flokksins í Reykjavík
og hefur verið stuðningsmaður
margra þekktra samfylkingar-
manna í gegnum tíðina. Har-
aldur varð hins vegar stjórnar-
formaður Orkuveitunnar vegna
tengsla sinna við Besta flokkinn.
Annar ótvíræður sigurvegari í
borgarstjórnarkosningunum er
því Haraldur Flosi því hann átti
þátt í að sameina flokkanna tvo
og fékk svo eitt besta starfið í
borgarkerfinu.
sandkorn
6 fréttir 6. ágúst 2010 föstudagur
Undirbúningur að stofnun Sparibankans langt á veg kominn:
Nýr banki í burðarliðnum
„Um þetta leyti á næsta ári getum
við vonandi fagnað nýjum banka,“
segir Ingólfur H. Ingólfsson, fjár-
málaráðgjafi og einn af eigendum
Sparnaðar. Undirbúningur að stofn-
un nýs viðskiptabanka er langt á veg
kominn og segist Ingólfur vonast til
þess að hann muni hefja starfsemi
á næsta ári.
Ingólfur fer fyrir hópi einstakl-
inga sem hafa unnið að undirbún-
ingnum að undanförnu og er nú
verið að vinna að útboðsgögnum.
„Fjármálaeftirlitið þarf að sam-
þykkja þau útboðsgögn. Síðan verð-
ur farið í hlutafjárútboð á einhverj-
um tímapunkti,“ segir Ingólfur, en til
að stofna banka þarf að hafa fimm
milljónir evra, jafngildi um átta
hundruð milljóna króna, í hlutafé.
„Síðan þarf að uppfylla skilyrði
laga um fjármálastofnanir. Fjár-
málaeftirlitið fylgist með að svo sé
og að uppfylltum þessum skilyrð-
um munum við væntanlega fá leyfi
og hefja bankareksturinn. Við áætl-
um það geti tekið um tólf mánuði
að fá leyfið,“ segir hann.
Aðspurður hvort bankinn verði
frábrugðinn viðskiptabönkunum
sem þegar eru á íslenskum markaði
segir Ingólfur: „Þetta verður banki
sem verður leiðbeinandi. Bank-
inn er með ákveðna sérfræðiþekk-
ingu á meðferð fjármuna og þess-
ari fjárþekkingu ætlum við að miðla
bæði til heimila og fyrirtækja,“ seg-
ir Ingólfur og bætir við að bank-
inn, sem hlotið hefur vinnuheitið
Sparibankinn, muni leiðbeina fólki
um hvernig best sé að nýta pen-
ingana til að láta draumana rætast
og ná markmiðum í lífinu. „Þetta
snýst um skynsamlega nýtingu fjár-
muna.“
einar@dv.is
Stofnar nýjan banka Ingólfur
segir að bankinn muni leiðbeina
fólki um hvernig best sé að nýta
peningana til að láta draumana
rætast. MynD RakEl ÓSk SiGuRðaRDÓTTiR
Fjöldaferð er framundan hjá með-
limum MC Iceland-mótorhjóla-
samtakanna íslensku til Englands
þar sem þeir sækja ráðstefnu Evr-
ópudeilda Hells Angels-mótor-
hjólasamtakanna. Samkvæmt
heimildum DV eru nokkrar líkur á
því að á ráðstefnunni verði klúbb-
urinn lýstur fullgildur meðlimur í
alþjóðlegu samtökunum.
Tæpt ár er liðið frá því að MC
Iceland náði því skrefi að verða
svokallaður „prospect“-klúbbur
Vítisengla en það er í raun síðasta
skrefið sem taka þarf áður en mót-
orhjólaklúbburinn verður fullgild-
ur meðlimur Hells Angels. Fast-
lega er búist við því að fullgildingin
gangi nú í gegn þar sem venjan sé
að ári eftir að síðasta skrefið er tek-
ið falli síðasti þröskuldurinn. Nú
þegar hafa samtök Vítisengla verið
stofnuð hérlendis, HA Iceland, og
ráðstefnan sem framundan er hefst
28. ágúst næstkomandi, nákvæm-
lega upp á dag ári eftir að MC Ice-
land hlaut „prospect“-nafnbótina.
Fjölmenna til leiks
Ráðstefna Evrópudeilda Vítis-
engla fer fram á Englandi síðla
ágústmánaðar, nánar tiltekið í
hinni heimsfrægu knattspyrnu-
borg Manchester. Eftir því sem DV
kemst næst stefna flestir meðlim-
ir MC Iceland að því að fara á ráð-
stefnuna með það í huga að vera
til staðar ef fullgildingin gengur í
gegn. Vandi meðlimanna er sá að
fyrirfram er þeim ekki tilkynnt um
hvort það gerist eður ei og mæta
þeir því til leiks upp á von eða
óvon.
Áður gekk mótorhjólaklúbbur-
inn undir nafninu Fáfnir og und-
ir því heiti hlaut hann nafnbótina
„hangaround“, sem þýðir að með-
limir klúbbsins máttu sækja við-
burði hjá alþjóðasamtökunum.
Eftir því sem DV kemst næst tók
það mörg ár fyrir Fáfni að hljóta
þessa stöðu innan Hells Angels.
Það var svo síðastliðið haust, í lok
ágústmánaðar, sem næsta skref var
tekið og klúbburinn, sem þá hét
ekki lengur Fáfnir heldur MC Ice-
land, hlaut nafnbótina „prospect“.
House of Pain
Samkvæmt heimildum DV und-
irbúa hinir væntanlegu Vítisengl-
ar hérlendis opnun nýrrar húðflúr-
stofu í höfuðborginni sem tilheyrir
mun alþjóðlegri keðju húðflúrstofa
tengdum Hells Angels-mótor-
hjólasamtökunum. Sú keðja heitir
House of Pain.
Á hinni íslensku House of Pain-
húðflúrstofu mun almenningi gefast
kostur á að fá húðflúr og húðgötun
ýmiskonar. Heimildir DV herma að
þar verði einnig boðið upp á skart-
gripi af ýmsum toga ásamt minja-
gripum tengdum keðjunni og al-
þjóðlegu mótorhjólasamtökunum.
Ágóði af minjagripasölunni kemur
til með að renna í styrktarsjóð fyrir
meðlimi íslensku Hells Angels-sam-
takanna sem koma skulu.
Við þröskuldinn
Í samtali við DV á dögunum full-
yrti formaður MC Iceland, Einar
Ingi Marteinsson, að mótorhjóla-
klúbburinn væri í raun orðinn hluti
af Vítisenglum og að þeir verði ekki
stöðvaðir á leið sinni inn í samtökin.
Hann vísaði þá þeim fullyrðingum
lögreglu á bug að klúbburinn væri
glæpasamtök og lagði á það áherslu
að mótorhjólaksamtökin væru fjöl-
skylduklúbbur.
Ljóst er því að MC Iceland er á
þröskuldi þess að gerast fullgildur
meðlimur Vítisengla og að íslensk
yfirvöld vinna hörðum höndum að
því að koma í veg fyrir það.
Nákvæmlega einu ári eftir að íslenski mótorhjólaklúbburinn MC Iceland tók síð-
asta skrefið í átt að fullgildingu sem Hells Angels-klúbbur halda meðlimir hans
á ráðstefnu samtakanna á Englandi 28. ágúst næstkomandi. Búist er við því að á
ráðstefnunni verði íslensku mótorhjólakapparnir gerðir fullgildir Vítisenglar.
verða brátt
vítisenglar
TRauSTi HaFSTEinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglu-
stjóri á Suðurnesjum, segir lögreglu vita af
fyrirhugaðri ráðstefnu á Englandi og ferð
íslensku mótorhjólamannanna þangað.
Aðspurð telur hún það ekki ólíklegt að MC
Iceland-meðlimir verði þá skipaðir fullgildir
Vítisenglar. Að öðru leyti vill hún ekki tjá sig
um aðgerðir lögreglunnar á þessu stigi. „Við
höfum nú búist við því í ákveðinn tíma að
þeir fengju inngöngu og hefur það verið í
samræmi við allar spár. Það gekk ekki eftir
á síðasta fundi og kannski ekki ósennilegt að það gerist núna. Biðtíminn
er í kringum ár og þetta stemmir við þær upplýsingar sem lögreglan hefur.
Meira tjái ég mig ekki að svo stöddu,“ segir Sigríður Björk.
PaSSar við Heimildir lögreglu
Á leið til Englands Samkvæmt
heimildum DV eru Einar og félagar
á leið til Manchester þar sem
líkur eru á að MC Iceland verði
fullgildur meðlimur Hells Angels.