Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Qupperneq 12
12 fréttir 6. ágúst 2010 föstudagur Óhætt er að segja að Runólfur Ág- ústsson, fyrrverandi umboðsmað- ur skuldara, sé maður vikunnar í íslenskri þjóðmálaumræðu, en ís- lenskir fjölmiðlar hafa keppst við að fjalla um skuldamál hans og þá ákvörðun Árna Páls Árnasonar fé- lags- og tryggingamálaráðherra að ráða hann í embættið. Runólfur starfaði sem umboðsmaður skuld- ara í einn dag en hætti á þriðjudag- inn í kjölfar frétta DV þess efnis að afskrifa þurfi skuldir upp á tugi millj- óna sem hann stofnaði til í gegnum eignarhaldsfélagið Obduro á árinu 2007. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að mál tengd Runólfi valda fjaðrafoki en hann hrökklaðist úr starfi rektors við Háskólann í Bifröst í kjölfar mik- illa deilna í skólanum. Runólfur gegndi embætti stjórn- arformanns Vinnumálastofnun- ar sem og Atvinnuleysistrygginga- sjóðs áður en hann var skipaður umboðsmaður skuldara. Þar á und- an tók hann þátt í að stofna háskóla- samfélagið Keili á gamla varnar- svæðinu í Keflavík og sinnti stöðu framkvæmdastjóra hjá menntafyr- irtækinu til ársins 2009. Hann var fulltrúi sýslumanns Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu 1992 og fulltrúi sýslu- mannsins í Borgarnesi 1992-1998. Þá starfaði Runólfur í Háskólanum á Bifröst frá 1992, tók við sem rekt- or skólans 1999 og sinnti þeirri stöðu allt til 2006. Heimildir DV herma að Runólfur hafi fengið á bilinu 15 til 20 milljóna króna starfslokasamning þegar hann hætti á Bifröst og notað hluta af þeirri fjárhæð í fjárfestingar þær sem verið hafa til umfjöllunar upp á síðkastið. Runólfur, sem er 47 ára gamall, er mikill ferðalangur og ferðaðist um Ástralíu þvera og endilanga vor- ið 2009 og skrifaði um það reisubók sem vakti nokkra hylli gagnrýnenda. Þá er hann einnig mikill áhuga- maður um veiði og bókmenntir, en á Facebook-síðu sína, kvöldið áður en DV opinberaði skuldamál hans, reit hann: „[L]es Kósakkana eftir Tolstoj og bíður DV morgundagsins.“ Nær- myndin hefst á því kuldakasti sem reið yfir landið daginn sem Runólfur fæddist. Kom með kuldakasti í heiminn „Ég er fæddur í hjónaherberginu uppi á lofti að Teigi í Fljótshlíð hinn 9. apríl 1963. Þann dag brast á með versta páskahreti sögunnar, hitinn féll um rúmar 20 gráður og strádrap trjágróður víða um land sem frægt varð.“ Á bloggsíðu sinni segir hann að það hafi verið mikil forréttindi að fá að alast upp í íslenskri sveit á síð- ari hluta síðustu aldar, en bætir við að sú sveit sé nú að mestu horfin úr íslensku samfélagi, „og hvað Fljóts- hlíðina varðar eru bæir þar flestir komnir í eyði og orðnir sumardval- arstaðir efnaðra höfuðborgarbúa.“ Runólfur ólst upp að Teigi til níu ára aldurs þegar hann fluttist með for- eldrum sínum á Selfoss árið 1972. Eftir það dvaldi hann löngum stund- um í sveit hjá Árna Jónssyni bónda í Hlíðarendakoti. Runólfur segir á bloggi sínu að Árni þessi, fóstri hans, eigi því líklegast allt að því jafnan þátt í uppeldi hans og foreldrarnir. Ljóst er að uppvaxtarárin í sveit- inni mótuðu Runólf mikið og af lýs- ingum að dæma ber hann heilmikla hlýju til sveitabæjarins og ekki síður íslenskrar sveitamenningar almennt. Á bloggsíðu Runólfs er að finna safn örsagna sem allar eiga það sammerkt að fjalla um lífið í sveitinni á þeim tíma sem hann var að alast upp. Run- ólfur tekur þó fram að sumt sem þar komi fram eigi sér enga stoð „nema í óljósum minningum þess sem hugs- ar til baka og reynir að endurvekja ímyndunarafl sem eitt sinn var.“ Run- ólfur er lipur penni og sögurnar eru skrifaðar í einföldum, naívískum stíl: „Það var gaman að fara með pabba og mömmu í fjósið til að mjólka. Við gengum í myrkrinu frá bænum upp brekkuna um niðurgrafna tröð- ina, fram hjá fjóshaugnum og inn úr kuldanum og snjónum í hlýtt fjósið. Þar bauluðu beljurnar til okkar og kýrin mín, hún Grása lyfti upp hal- anum þegar hún sá mig því þá vildi hún láta klappa sér. Grása var lang best og hún mjólkaði líka mest af öll- um kúnum í fjósinu.“ Þannig hefst 3. kafli safnsins, sem ber heitið „Að fara í fjósið.“ Samferða Árna Runólfur flutti að heiman sextán ára, þegar hann fór í Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Að sögn kenn- ara sem kenndi Runólfi í þeim skóla var hann nokkuð áberandi nem- andi og virkur í félagsstarfi skólans. Þá mun hann hafa verið í róttækari kantinum á þessum árum, og hall- ast að sósíalisma. Árni Páll, núver- andi félags- og tryggingamálaráð- herra, var nemi í MH á sama tíma og Runólfur, en Runólfur útskrifað- ist ári á undan Árna, 1984. Þeir áttu eftir að feta svipaðar slóðir eftir stúd- entspróf. Báðir voru þeir virkir í starfi fyrir Alþýðubandalagið, námu lög- fræði við Háskóla Íslands þar sem þeir störfuðu með Röskvu, samtök- um félagshyggjufólks við Háskóla Ís- lands, en Runólfur var framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands árið 1988. Þá unnu þeir báðir með háskólanámi sem stundakennarar í MH. Í MH kynntist Runólfur fyrr- verandi konu sinni, Ásu Björk Stef- ánsdóttur frá Litlu Brekku á Mýrum. Saman eiga þau þrjá drengi. Að loknu stúdentsprófi fór Run- ólfur í skiptinám til Bandaríkjanna en ævintýramennskan hefur lengi loðað við hann og hann farið víða. Árið 2008 fór hann meðal annars til Tansaníu í Afríku og reit meðal ann- ars þetta um reynsluna: „...Nú ligg ég undir moskítóneti í kofa djúpt inn í norðurhluta Tanzaníu, ekki langt frá rótum Kilimanjaro og horfi á ljósa- peruna sem lafir niður úr loftinu og varpar sérkennilegum skuggamynd- um á mig í gegnum netið. Ég hlusta milljónir af krybbum nudda sam- an vængjum sínum í skóginum fyr- ir utan og heyri reglubundið ámót- legt jarm í geit einhvers staðar ekki fjarri. Stundum geltir hundur og inn í þennan kór blandast skyndilega öskur í einhverju dýri bak við kofann sem kemur blóðinu á hreyfingu.“ Að loknu skiptináminu í Bandaríkjun- um starfaði Runólfur í tvö ár sem leikhúsritari Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó. Að því loknu hóf hann nám í lagadeild HÍ og útskrifaðist árið 1992, ári á eftir skólafélaga sínum, Árna Páli Árnasyni. Rauður samningamaður Runólfur hóf að starfa við Háskólann á Bifröst að loknu laganámi, varð lektor við skólann árið 1994 og rekt- or skólans árið 1999, ári eftir að hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Eitthvað hafði róttækn- in farið þverrandi því á morgun- verðarfundi Samtaka atvinnulífs- ins þann 20. mars árið 2002, komu áherslur rektorsins í skólastarfi skýrt fram. Hann sagði að í gegnum tíð- ina hefði menntun verið of mikið sniðin að þörfum skólanna sjálfra, en að framtíðin væri sú að menntun yrði sniðin að þörfum fyrirtækja, at- vinnulífs og samfélagsins alls. Hann sagði Viðskiptaháskólann á Bifröst skilgreina sig sem þekkingarfyrirtæki í samkeppnisumhverfi og að við- skiptavinirnir væru nemendur, at- vinnulífið og samfélagið í heild. Sem dæmi um jákvæð áhrif samkeppn- innar fjallaði Runólfur um nýjungar í framboði á námi í viðskiptalögfræði á Bifröst og í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og þær miklu breyting- ar sem í kjölfarið urðu við lagadeild Háskóla Íslands. Sagði Runólfur að þar hefði samkeppnin leitt til hruns „Berlínarmúrs einangrunar og ein- okunar“ sem umlukið hefði laganám á Íslandi. DV ræddi við nemanda Runólfs sem sat hjá honum í frumgreinadeild Bifrastar á þeim tíma sem hann var rektor skólans, en hann ber honum söguna vel: „Hann er einhver sá best lesni maður sem að ég hef kynnst, hugsar einhvern veginn hraðar held- ur en annað fólk og er algjör jarð- ýta í öllu sem hann tekur sér fyr- ir hendur. En hann tekur ekki alveg eftir öllu sem er fyrir framan og kem- ur sér þar af leiðandi í klandur með hraðanum.“ Þessi fyrrverandi nem- andi Runólfs segir hann vera mjög skemmtilegan og kraftmikinn kenn- ara. Hann lýsir innkomu Runólfs í fyrirlestrasal skólans: „Hann kom labbandi inn, með bindi og byrjaði á því að rífa af sér bindið og fleygja því frá sér,“ segir neminn sem man vel eftir þessum tilþrifum Runólfs, enda var þetta fyrsti tími vetrarins. „Hann opnaði með svona miklum látum og útskýrði að til væru tvenns kon- ar samningamenn. Það væru bláir samningamenn og rauðir samninga- menn. Þessir bláu væru mjúkir og færu mjúka leið til þess að ná samn- ingum, en þessir rauðu samninga- menn væru yfirleitt með eitthvað „edge“, þannig að þeir þyrftu ekki að vera bláir og hann væri nær undan- tekningalaust rauður samningamað- ur. Þannig hófst kennslan.“ Bifröst í hlutafélag og útrás Frásögnum starfsmanna og nem- enda háskólans, sem DV hefur haft samband við, ber saman um að Run- ólfur hafi fyrstu árin sem rektor stað- ið sig vel í starfi. „Hann byrjaði mjög vel, var kraftmikill og gerði marga mjög góða hluti. Fyrstu árin var hann jarðbundnari og fylgdi fókusaðri stefnu í uppbyggingunni,“ segir fyrr- Runólfur Ágústsson var umdeildur á meðal kennara og nem- enda við lok starfsferils síns sem rektor á Bifröst. Honum er lýst sem kraftmikilli jarðýtu sem sjái stundum ekki fram fyr- ir sig. Samkvæmt heimildum DV fékk hann um 20 milljónir í starfslokasamning, sem hann notaði til hlutabréfakaupa þegar hann hætti á Bifröst. Tilfinningasamur og vel skrifandi, segir bókmenntagagnrýnandi. RektoRinn sem þRáði útRás Hann kom labb-andi inn, með bindi og byrjaði á því að rífa af sér bindið og fleygja því frá sér. jón BjaRKi magnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Ég hef sagt skilið við óreglu Yfirlýsing frá Steinbergi Finnboga- syni, sem keypti félagið Obduro af Runólfi Ágústssyni, vegna um- fjöllunar DV um dóma sem hann hlaut: „Kaup mín á félaginu Obduro af Runólfi byggðust á allan hátt í samræmi við þau lög sem um slík viðskipti gilda. Í þeim hafði ég sem kaupandi von um verðmætaaukn- ingu enda þótt ljóst væri að óhjá- kvæmilega þyrfti að leita eftir nið- urfellingu skulda sem félagið hafði stofnað til. Hvað varðar fréttaflutn- ing blaðsins af dómum sem ég hef hlotið vil ég vekja athygli á því að brotin sem málunum tengjast eru annars vegar fimmtán og hins veg- ar tuttugu ára gömul. Ég var þá rúmlega tvítugur að aldri, lifði lífi sem engin framtíð var í og gerði mig sekan um bókhaldsóreiðu og mistök sem því miður verða aldrei tekin til baka. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan ég sneri blaðinu við hef ég sagt skilið við óreglu, stofnað fjölskyldu, mennt- að mig á sviði lögfræði og unn- ið störf mín af eins mikilli alúð og mér er unnt. Ég geri mér grein fyr- ir því að þeir dómar sem ég hlaut munu fylgja mér alla ævi en ég vonast jafnframt til þess að á mér, eins og öðrum sem bæði hafa tek- ið sig á og tekið út refsingu sína, fái hið fornkveðna að sannast að batnandi mönnum sé best að lifa.“ Rithöfundur og rektor RunólfurÁgústssonvar umdeildurfyrirstörfsínáBifröstoghrökklaðistúr starfirektorsárið2006.ViðmælendumDVberþó samanumaðhannsékraftmikill.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.