Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Qupperneq 14
14 fréttir 6. ágúst 2010 föstudagur
Jonathan Rowland, núverandi forstjóri Havilland-bankans í Lúxemborg, neitar því að fyrirtækið Consolium vinni
eða hafi nokkurn tímann unnið fyrir bankann. Consolium er félag í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar og Ingólfs
Helgasonar. Rowland segir að það hafi verið jákvætt fyrir Havilland að Magnús Guðmundsson hafi látið af störfum.
HANDTAKA MAGNÚSAR
GÓÐ FYRIR HAVILLAND
„Ég get staðfest það að Consolium
vinnur ekki fyrir Havilland-bank-
ann í Lúxemborg. Fyrirtækið hefur
aldrei unnið fyrir bankann,“ svarar
Jonathan Rowland, núverandi for-
stjóri Havilland-bankans, fyrirspurn
DV um tengls bankans við Consoli-
um. Rowland tók við forstjórastarf-
inu þegar Magnús Guðmundsson
var rekinn í maí eftir að hann var
dæmdur í gæsluvarðhald á Íslandi.
Lengi hefur verið orðrómur að
fyrirtækið Consolium, sem er með-
al annars í eigu þeirra Hreiðars Más
Sigurðsson og Ingólfs Helgasonar,
starfi að mestu við að þjónusta Ha-
villand-bankann í Lúxemborg. Eins
og kunnugt er fluttu þeir Hreið-
ar Már og Ingólfur til Lúxemborg-
ar sumarið 2009 stuttu eftir að úti-
búi Kaupþings þar í landi var breytt
í Havilland-banka sem nú er í eigu
bresku Rowland-fjölskyldunnar. DV
sagði frá því í maí að bæði Sigurður
Einarsson og Hreiðar Már Sigurðs-
son væru að starfa fyrir Havilland-
bankann en þess væri vel gætt að
nöfn þeirra kæmu hvergi fram í op-
inberum skjölum.
Fáir Íslendingar eftir í Havilland
„Þeir eru færri en fimm,“ segir Jona-
than Rowland aðspurður um hversu
margir Íslendingar vinni enn fyrir
Havilland-bankann. Vísir sagði frá
því í maí að íslenskir starfsmenn
bankans hefðu verið sendir í leyfi
í kjölfar gæsluvarðhaldsúrskurðar
yfir Magnúsi Guðmundssyni. Sam-
kvæmt heimildum DV er Eggert
Hilmarsson, fyrrverandi yfirmað-
ur lögfræðisviðs Kaupþings í Lúx-
emborg, enn starfandi hjá Havill-
and-bankanum. Fáir Íslendingar
hafa eins mikla þekkingu og Eggert
í stofnun fyrirtækja á aflandseyjum
eins og Tortóla og Bresku Jómfrúa-
eyjunum.
Eftir að útibúi Kaupþings í Lúx-
emborg var breytt í Havilland-banka
sumarið 2009 fóru 14 Íslendingar að
vinna fyrir hinn nýja banka en áður
en Kaupþing fór í þrot höfðu 19 Ís-
lendingar unnið hjá útibúi Kaup-
þings í Lúxemborg. DV birti nöfn
þeirra 14 starfsmanna sem hófu
störf hjá Havilland í febrúar 2010.
Handtaka Magnúsar
jákvæð fyrir bankann
„Handtaka Magnúsar hafði eng-
in slæm áhrif á orðspor Havilland-
bankans. Ég myndi frekar segja að
hún hafi haft jákvæð áhrif. Fólk sá
þetta frekar sem endalok á stjórn-
arháttum gamla Kaupþings,“ segir
Jonathan Rowland aðspurður hvort
handtaka Magnúsar Guðmunds-
sonar í maí hafi ekki haft slæm áhrif
á orðspor bankans. Eins og áður
var nefnt þá var Magnúsi vikið frá
bankanum og í kjölfarið tók Jonat-
han Rowland við stjórnartaumun-
um. Magnús starfaði sem banka-
stjóri Kaupþings í Lúxemborg allt frá
því að bankinn stofnaði útibú þar í
landi árið 1998 og þar til nafni hans
var breytt í Havilland-banka árið
2009. Frá þeim tíma starfaði hann
áfram hjá hinum nýja banka þar til
hann var rekinn í maí 2010. Það að
Rowland-fjölskyldan hafi ekki vik-
ið Magnúsi frá störfum strax þegar
hún tók yfir bankann árið 2009 þótti
renna stoðum undir að Hreiðar Már
Sigurðsson og Sigurður Einarsson
færu enn með völdin bak við tjöldin.
Skrif Sigrúnar Davíðsdótt-
ur um tengsl Consolium og Havil-
land-bankans í pistli í maí 2010
gefa til kynna að þau séu meiri en
forsvarsmenn Havilland vilja vera
láta. Þannig sagði Sigrún frá því að
Magnús Guðmundsson hefði kynnt
Ítalann Umberto Ronsisvalle fyrir
forsvarsmönnum Consolium. Rons-
isvalle hafi síðan komið til Íslands
og fundað á skrifstofum Consoli-
um um kaup sín á fasteignafélaginu
Immo Croissance sem áður var í eigu
Baugs, FL Group, Landic Property
og síðar Skúla Þorvaldssonar. Immo
Croissance var þá í eigu Kaupþings
í Lúxemborg og seldi Magnús Rons-
isvalle félagið þrátt fyrir að tvö önn-
ur fyrirtæki hafi átt hærra tilboð það.
Ronsisvalle gat síðar ekki staðið skil
á lánum og fór þá Immo Croissance
í þrot.
Kaupþingsklíkan
hefur það gott
DV birti í júlí myndir af húsum og bíl-
um þeirra Hreiðars Más Sigurðsson-
ar og Ingólfs Helgasonar en þeir eiga
og reka fyrirtækið Consolium bæði
á Íslandi og í Lúxemborg. Fjögurra
hæða hús Hreiðars Más er vart met-
ið á minna en eina milljón evra eða
sem nemur 160 milljónum íslenskra
króna. Ingólfur býr líka í fjögurra
hæða húsi sem er metið á sama verði
og hús Hreiðars Más. Hreiðar Már
á síðan Audi S8-glæsibifreið, Land
Cruiser 200-jeppa og BMW-jeppa.
Verðmæti bílaflota hans er vart und-
ir 40 milljónum króna. Ingólfur ekur
um á Audi-bifreið sem metin er á 15
milljónir króna.
Ekki slæmt hjá þessum fyrrver-
andi starfsmönnum Kaupþings sem
fengu nærri tíu milljarða kúlulán
hjá Kaupþingi til hlutabréfakaupa
í bankanum – lán sem slitastjórn
Kaupþings hefur nú stefnt Hreiðari
Má og Ingólfi til að greiða. Slitastjórn-
in hefur líka stefnt öllum öðrum fyrr-
verandi starfsmönnum Kaupþings
sem fengu lán til hlutabréfakaupa til
þess að greiða þau. Heildarlán allra
starfsmanna Kaupþings stóðu í 60
milljörðum króna við fall bankans
í október 2008, samkvæmt skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis.
DV sagði frá því fyrir tveimur vik-
um að þeir Hreiðar Már Sigurðsson,
Ingólfur Helgason og Magnús Guð-
mundsson hefðu verið við laxveiðar
í Kjarrá í Borgarfirði í þrjá daga um
miðjan júlí. Er talið að hver stöng
þeirra félaga hafi kostað um 600 þús-
und krónur fyrir þriggja daga veiði.
annaS SIGMundSSon
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Litlar upplýsingar um Consolium
n Skrifstofur Consolium eru við
Grand Rue í miðbæ Lúxemborgar,
eina dýrustu götu þar í landi. Auk
þeirra Hreiðars Más og Ingólfs
þá starfa Steingrímur P. Kárson,
fyrrverandi yfirmaður áhættustýr-
ingar Kaupþings hjá Consolium,
Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi
fjármálastjóri Kaupþings, og Guð-
mundur Þór Gunnarsson, fyrrverandi
viðskiptastjóri á útlánasviði Kaup-
þings. Athygli vekur að samkvæmt
fyrirtækjaskrá í Lúxemborg eru makar
Guðnýjar Örnu og Guðmundar Þórs
skráðir sem eigendur að Consolium.
Auk þess að eiga Consolium eiga
Hreiðar Már og Ingólfur líka fyrirtæk-
ið Vinson Capital en litlar upplýsingar
liggja fyrir um fyrirtækið. Sem dæmi
um það var vefsíðu Vinson Capital
lokað fyrir stuttu eftir að DV hafði
fjallað um það.
Consolium
Þeir eru færri en fimm
Færri en fimm Forstjóri Havilland-
bankans segir að færri en fimm Íslend-
ingar vinni nú fyrir Havilland. Hann
hafnar tengslum við ráðgjafarfyrirtæki
Hreiðars Más Sigurðssonar, Consolium.
Frekar jákvæð Forstjóri Havilland-
bankans segir að handtaka Magn-
úsar Guðmundssonar, fyrrverandi
forstjóra Havilland-bankans, hafi
verið frekar jákvæð fyrir bankann.