Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Qupperneq 19
föstudagur 6. ágúst 2010 fréttir 19 Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is skuldir og deilur Baltasars inn, Mýrin og Hafið sem allar hafa hlotið mjög góðar viðtökur. Hann hefur hins vegar einn- ig sent frá sér kvikmynd sem hefur orðið stórtap á. Í kringum gerð kvik- myndarinnar A Litle Trip to Heaven var einkahlutafélagið Litle Trip ehf. stofnað til að framleiða myndina. Al- gengt er í íslenskri kvikmyndagerð að stofnuð séu einkahlutafélög í kring- um hverja kvikmynd og jafnvel þó kvikmyndagerðamaður stórgræði á einni mynd en tapi svo á þeirri næstu, þá eru skuldirnar oftast eftir í öðru félagi. Því má segja að ef gróði verður á íslenskri kvikmyndagerð, þá rennur hann til framleiðanda mynd- arinnar. Verði hins vegar tap á mynd- inni, þá verða skuldirnar eftir í félag- inu og kröfuhafarnir tapa. A Litle Trip to Heaven var mjög metnaðarfull mynd og skartaði með- al annars stórstjörnum á borð við Juliu Stiles og Forest Whitaker í að- alhlutverkum. Myndin gekk hins vegar ekki eins vel og vonir stóðu til og félagið var tekið til gjaldþrota- skipta. Lýstar kröfur í búið námu alls 388 milljónum króna. Engar eign- ir fundust hins vegar í búinu. Kaup- þing banki var langstærsti kröfuhaf- inn með veðkröfu upp á 341 milljón króna. Þá gerði framleiðslufyrirtæki í eigu Baltasars, Sögn ehf., einnig nefnt Blueeyes Productions, 31 millj- ónar króna kröfu í hið eignalausa fyr- irtæki. Segja má því að Baltasar hafi verið meðal stærstu kröfuhafa í sitt eigið gjaldþrota og eignalausa fyrir- tæki. Greiddi ekki tugmilljóna tjón Við tökur á kvikmyndinni Hafið sem Baltasar leikstýrði og kom út árið 2002, varð stórtjón á gamla frystihús- inu í Neskaupstað, þegar efsta hæð hússins gereyðilagðist í bruna. Kveikt hafði verið í húsinu og voru meðal annars gaskútar notaðir til verksins. Verið var að kvikmynda eldsvoða fyrir myndina, þegar eldurinn fór úr bönd- unum og varð hæðin alelda án þess að nokkur fengi við ráðið. Afleiðingar brunans voru að húsið var gjörónýtt. Síldarvinnslan í Neskaupstað, sem var eigandi frystihússins, stefndi kvikmyndafyrirtæki Baltasars, Sögn ehf., og krafðist 76 milljóna króna í skaðabætur frá félaginu. Árið 2004 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í málinu og var Sögn gert að greiða Síldarvinnslunni rúmar 73 milljónir króna, auk 3,5 milljóna í málskostn- að. Dómurinn taldi að félagið bæri skaðabótaábyrgð á tjóninu. Málið flæktist fram og aftur fyrir dómstólum næstu ár þar á eftir. Sögn ehf. áfrýj- aði ekki dómi Héraðsdóms, en lýsti því yfir að félagið ætti enga fjármuni til að greiða kröfurnar, en gæti hugs- anlega reitt fram 14 milljónir upp í kröfuna. Sögn lýsti því yfir að félagið yrði gjaldþrota ef gengið yrði að því. Síldarvinnslan samþykkti að taka við 14 milljón króna innborgun og því var ekki gengið að kvikmyndafyrir- tækinu. Sögn lýsti því hins vegar yfir að félagið ætlaði að freista þess að sækja þá peninga sem upp á vantaði hjá tryggingarfélaginu Sjóvá-Almenn- um, en félagið hafði keypt tryggingar þaðan. Sögn taldi sig eiga beina kröfu á hendur tryggingarfélaginu. Sjóvá neitaði hins vegar að greiða fyrir tjón- ið og því fór málið fyrir dóm þar sem Sögn gerði tæplega 14 milljóna króna kröfu á Sjóvá. Héraðsdómur taldi óumdeilanlegt að Sögn hefði keypt frjálsa ábyrgð- artryggingu hjá Sjóvá en að eldsvoð- inn í frystihúsinu félli ekki undir skil- mála tryggingarinnar og því var Sjóvá sýknað af kröfunni. Eftir áralangan málarekstur sat Síldarvinnslan í Nes- kaupstað hins vegar uppi með mik- ið fjárhagstjón. Í samtali við DV segja forsvarsmenn Síldarvinnslunar að tjón fyrirtækisins af brunanum nemi tugum milljóna króna. Tjónið var hvorki bætt af tryggingarfélaginu né af fyrirtæki Baltasars. Risaverkefni í burðarliðnum Þrátt fyrir ýmis skakkaföll hefur Balt- asar ávallt haldið sjó og eru mörg spennandi verkefni framundan hjá honum. Auk kvikmyndarinn- ar Djúpið eru nokkrar aðrar mynd- ir sem Baltasar tengist í burðarliðn- um. Þeirra á meðal er stórmyndin Vikingr, sem fjallar um víkinga sem setjast að á Íslandi og sækir innblást- ur í Íslendingasögurnar. Áætlað- ur kostnaður við myndina er um 60 milljónir dollara eða sem nemur um 7,1 milljarði íslenskra króna. Myndin yrði þar með langdýrasta kvikmynd Íslandssögunnar. Allt síðasta sum- ar unnu um 30 manns við að smíða leikmyndina, heilt víkingaþorp sem staðsett er á Horni í Hornafirði. Enn á eftir að smíða stóran hluta leik- myndarinnar, en framleiðsla mynd- arinnar var sett í bið. Orðrómur hef- ur verið á kreiki um að ekkert verði af gerð myndarinnar, en því hefur Balt- asar neitað. Stórstjarnan Mel Gibson áform- ar einnig að gera dýra víkingamynd sem átti að skarta leikaranum Leon- ardo DiCaprio í aðalhlutverki, en hann hefur nú dregið sig út úr mynd- inni í kjölfar þess að upptökur þar sem Gibson hótar barnsmóður sinni öllu illu voru gerðar opinberar. Gerð þeirrar myndar er nú í uppnámi og það gæti greitt götu Baltasars til að halda áfram með Vikingr. Baltasar áformar einnig að leik- stýra endurgerð af kvikmynd- inni Reykjavík-Rotterdam, þar sem bandaríski stórleikarinn Mark Wahlberg á að fara með aðalhlut- verk. Ekki liggur hins vegar fyrir hve- nær tökur hefjast á þeirri mynd. Ekki allra Við upptökur á kvikmyndinni Hafinu frá 2002 var kveikt í frystihúsi í Neskaupstað sem brann til grunna. Eftir áralöng málaferli sat eigandi frystihússins uppi með tugmilljóna króna tjón, þrátt fyrir að félag Baltasars hefði borið ábyrgð á brunanum. mynd bRaGi þóR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.