Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Qupperneq 26
Svarthöfði hlustaði agndofa á málsvörn Runólfs Ágústsson-ar, fyrrverandi umboðsmanns skuldara, í Kastljósi Sjónvarps-
ins í vikunni. Engu líkara var en að
rektorinn og umboðsmaðurinn fyrr-
verandi hefði verið í læri fyrir viðtalið
hjá flestum helstu útrásarvíkingum
þjóðarinnar. Þannig voru tilsvör skóla-
mannsins fyrrverandi við eðlilegum
spurningum blaðamannsins.
Í ljós kom að Runólfur var með álíka svör á reiðum höndum og dunið hafa á landanum frá öllum helstu útrásarfuglunum allt frá banka-
hruninu árið 2008. Öll miðuðust þessi
svör að því að hvítþvo Runólf af þeim
siðlausu viðskiptum sem hann tók
þátt í í krafti stöðu sinnar sem fram-
kvæmdastjóri hjá menntafyrirtækinu
Keili í Reykjanesbæ. Þar fékk Runólfur
lánafyrirgreiðslu sem aðeins útvald-
ir gátu fengið, menn eins og Steinþór
Jónsson, Jónmundur Guðmarsson,
Tryggvi Þór Herbertsson, Bjarni Ár-
mannsson, Jón Ásgeir Jóhannesson,
Finnur Sveinbjörnsson og svo ótal
margir aðrir.
Tvö af betri svörum Runólfs voru þau að viðskiptin sem hann tók þátt í hafi verið „eðlileg“ á þeim tíma sem þau
voru stunduð og að sala hans á hinu
stórskulduga eignarhaldsfélagi Ob-
duro hafi farið fram á „viðskiptalegum
forsendum“. Skuldir félagsins námu
fleiri hundruð milljónum króna þegar
Runólfur seldi vini sínum félagið eftir
bankahrunið og eina eign félagsins
voru verðlítil hlutabréf í Icebank. Run-
ólfur sagðist sömuleiðis ekki muna
hvað hann fékk fyrir félagið en sagði að
kaupverðið hefði verið um 100 þúsund
krónur. „Viðskiptalegar forsendur“ að
mati Runólfs eru því þegar einhver
selur vini sínum eignarhaldsfélag, sem
skuldar fleiri hundruð milljónir og á
nánast engar eignir, fyrir hundrað þús-
und krónur. Þessi svör þótti Runólfi við
hæfi að bera á borð fyrir landsmenn.
Runólfur virðist vera svo blind-ur að hann áttar sig ekki á því að viðskiptin sem hann stundaði voru ekki eðlileg á
þeim tíma sem hann tók þátt í þeim og
eru ekki eðlileg í dag. Slík viðskipti eru
aldrei eðlileg því þau byggjast á því að
gæðingar tiltekinna samfélagsafla fái
fyrirgreiðslu eingöngu í krafti stöðu
sinnar. Það var slík fyrirgreiðsla sem
Runólfur fékk. Eins áttar Runólfur sig
ekki á því að ekki nokkur maður trúir
því að viðskiptin með Obduro eftir
hrun hafi farið fram á viðskiptalegum
forsendum þar sem kaupandi félags-
ins ætlaði sér að græða á því að taka
félagið yfir.
Þessi tvö tilsvör umboðsmanns-ins fyrrverandi sýna að þrátt fyrir að hann hafi komið fram í sjónvarpi og sagt af sér sá hann
ekki eftir neinu sem hann gerði og átt-
aði sig ekki á því að hann hefði tekið
þátt í neinu sem vafasamt gæti talist.
Þvert á móti reyndi hann að réttlæta
viðskiptin og má fingraför sín af þeim
á sama tíma og hann tilkynnti um
starfslok sín.
Runólfur er því eins og Bjarni Ármannsson og fleiri þekktir auðmenn að því leyti að hann viðurkennir þátttöku sína í
siðferðislega vafasömum viðskiptum
en reynir á sama tíma að réttlæta sömu
viðskipti. Runólfur hefði eins getað
sagt, og tekið undir gullkorn Bjarna Ár-
mannssonar, að það hefði verið óábyrg
meðferð á fjármunum að taka ekki
þátt í viðskiptunum með hlutabréf-
in í Icebank og jafnframt að það hefði
verið ábyrgðarlaust að losa sig ekki við
félagið.
Sérhyggja Runólfs er því alger bæði fyrir og eftir hrun. Hann er engu skárri en versti stór-kapítalisti og bokki sem finnst
allt réttlætanlegt sem miðar að því
að hann græði meira og tapi minna.
Svarthöfði er gáttaður á því að þessi
sérhyggjusöngvari hafi átt að vera tals-
maður skuldara þessa lands og er enn-
þá furðu lostinn yfir því að félagsmála-
ráðherra hafi talið þennan stórgrósser
hæfan til þess. Runólfur á líklega frek-
ar heima á öðrum stað en í Samfylk-
ingunni sem hefur gefið sig út fyrir
samhyggju og jafnaðarstefnu frekar
en persónulegan dans hvers og eins í
kringum gullkálfinn. Samfylkingin
situr hins vegar uppi með skandalinn.
Rökin hans Runólfs „Hún á örugglega eftir að
halda áfram að vefja íslensk-
um fjölmiðlum um fingur sér
og úr því að Jóni Gnarr tókst að
verða borgarstjóri í Reykjavík
gæti Ásdís Rán allt eins orðið
forseti lýðveldisins.“
Eiríkur Jónsson ritstjóri, í leiðara Séð og heyrt
um gæðastuðul Playboy í Bandaríkjunum, og
hvernig Ásdís Rán spilar á fjölmiðla. -DV
„Þetta er allt gert til þess að
níðast á veikum manni sem er
að berjast við krabbamein. [...]
Hagar Jóhannesar eru
sambærilegir og Norvik Jóns
Helga. Skyldi bankastjóri
Arion sofna vel á kvöldin
vitandi af þessari mismunun?“
Bubbi Morthens á bloggi sínu um hugsanlega
uppskiptingu Arion banka á Högum, og hvernig
Jón Helgi Guðmundsson fær óvenju góða
meðferð hjá Morgunblaðinu. –Pressan
„Nokkra góða menn þarf til
þess að halda þessu þjóðfélagi
gangandi. Runólfur Ágústs-
son er einn af þeim mönnum.
Síðan eru þeir sem gera sér
starfsvettvang úr þeirri iðju að
ráðast að mönnum eins og
honum.“
Gunnar Waage, trommuleikari og meðlimur í
félagi sjálfstæðissinna í Evrópumálum, á bloggi
sínu til varnar fyrrverandi umboðsmanni
skuldara. -blogg.is
Þögnin í háskólunum
Katrín Jakobsdóttir menntamála-ráðherra gerir rétt með því að láta rannsaka þátt háskólanna í aðdraganda hrunsins. Mönn-
um hefur orðið tíðrætt um ábyrgð stjórn-
málamanna, fjölmiðlafólks og embættis-
manna á því sem gerðist. Allir eru sammála
um ábyrgð útrásarmanna á því sem gerð-
ist en umdeilt er hvaða ábyrgð aðrar stéttir
bera. Minna hefur verið rætt um þögnina og
skeytingarleysið sem ríkti í háskólasamfé-
laginu. Sú þögn verður vonandi rofin nú.
Spillingin liggur eins og slæða yfir Há-
skóla Íslands. Þar er í vinnu prófessor sem
dæmdur var fyrir að taka ófrjálsri hendi
texta Nóbelsskálds. Sá hinn sami mærði út-
rásina gagnrýnislaust út í eitt og varð þekkt-
ur fyrir þann frasa sinn að hámark lífsfyll-
ingar væri að „græða á daginn og grilla á
kvöldin“. Annar háskólakennari vildi næla í
styrk með því að nefna stöðu sína eftir Björg-
ólfi Guðmundssyni. Af því varð ekki því
hann réði sig til starfa hjá útrásarvíkingum
en flaug síðan inn á þing eftir hrunið. Í kjöl-
fari hans er hruninn banki.
Háskólinn í Reykjavík var í gríðarlegum
hagsmunatengslum við þá sem framarlega
stóðu í útrásinni. Í þeirri stofnun bólaði ekki
á gagnrýni á íslensku fjármálamennina eða
-kerfið. Til þess að toppa vitleysuna var hald-
ið úti rannsóknarmiðstöð um einkavæðingu
innan skólans. Sú stofnun var styrkt af risa-
fyrirtækjum í útrás.
Enginn fræðingur virðist hafa séð að það
væri vá fyrir dyrum. Þögn þeirra sem mesta
menntun höfðu til að greina ástandið var
nær algjör. Í andvaraleysinu liggur ábyrgð
þeirra sem áttu að hafa gleggsta yfirsýn en
sáu ekkert. Annaðhvort blindaði kæruleysið
þá eða þá að hagsmunatengslin byrgðu þeim
sýn.
Það eina gagnrýnisverða við rannsókn
menntamálaráðherra er að fyrrverandi há-
skólarektor er falið að stjórna henni. Nær
hefði verið að fá hlutlausan aðila til þess.
En viðleitni ráðherrans er jákvæð og niður-
staðan af rannsókninni verður vonandi lær-
dómsrík.
ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Í andvaraleysinu liggur ábyrgð þeirra
leiðari
svarthöfði
bókstaflega
Grillað með góðu fólki
Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi
hjálparkokkur frjálshyggjusukkara,
ákvað um daginn að hæðast að því
fólki sem vill bæta ástand mála á Ís-
landi með jöfnuði og öðru því sem
allajafna verður að þyrnum í augum
sjálfstæðismenna. Tryggvi Þór kýs að
ráðast að þeim sem vilja að sanngirni
og réttlæti nái fram að ganga í sam-
félagi okkar. Hann er einn af þeim
ágætu mönnum sem fyrir löngu
hafa gert sér grein fyrir því að í raun
og veru ætti Sjálfstæðisflokkurinn
einungis að rúma 5% þjóðarinnar,
þ.e.a.s. glæpamenn sem gera ekki
annað en græða á daginn og grilla
á kvöldin. Og þá erum við að tala
um menn sem helst græða á óför-
um samborgara sinna og grilla svo
þjófstolinn varning í skjóli myrkurs.
En Tryggvi Þór veit að flokkur hans
getur alltaf treyst á millisleikjur, bitl-
ingaþega og aðra hlandaula.
Það var hér í eina tíð, að smjör-
greiddir dillibossadrengir íhalds-
ins mærðu sinn mikla leiðtoga Dav-
íð Oddsson. Einsog slefandi hundar
eltust dusilmennin við dýrðlinginn
sjálfan og löptu upp þá helgislepju
sem hann í hógværð og af mann-
gæsku og heilagleika leyfði lýðnum
að njóta.
Í dag kannast dratthalarnir ekki
við að hafa látið yfirgripsmiklar lof-
rullur óma í tíma og ótíma. Menn eru
svo skyni skroppnir að þeir hafa ekki
einu sinni vit á að skammast sín. Að
vísu má þó hugsa sér að skömminni
sé kastað á glæ af ótta við að hið inni-
haldsrýra lof verði rifjað upp.
Hér ríkti andleg hungursneyð á
meðan Davíð Oddsson, landsliðs-
kokkur útrásarsukksins, grillaði fyrir
Tryggva Þór Herbertsson og þær af-
ætur íhaldsins sem héldu því fram,
að Íslandi væri stjórnað af góðu fólki.
Og í dag, þegar búið er að hlekkja
Davíð við skrifborð hjá LÍÚ-tíðind-
um, þá er hádegismórallinn slíkur
að engan skyldi undra þótt ástmegir
auðs og valda fengju andlegan niður-
gang eftir allt þeirra eiturbras. Nú er
það nefnilega svo að menn keppast
við að rægja ríkisstjórn Jóhönnu og
Steingríms. En íhaldsbullurnar vita
það nú samt, nánast jafn vel og við
hin, að þótt valdhafar dagsins í dag
verði seint taldir til þeirra sem virki-
lega geta af vitinu státað, þá er það
nú þó svo, kæru landsmenn, að rík-
isstjórn Jóhönnu og Steingríms er sú
besta ríkisstjórn sem þjóðin hefur
haft síðastliðinn aldarfjórðunginn.
Samanburður við það ástand sem
ríkti, á meðan þjófaflokkar réðu öllu,
er eiginlega ekki raunhæfur.
Í martröð engist margur þræll
af myrkraverkum kokksins
á meðan Davíð sefur sæll
í syndabæli flokksins.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Það var hér í eina
tíð, að smjörgreiddir
dillibossadrengir
íhaldsins mærðu
sinn mikla leiðtoga
Davíð Oddsson.“
skáldið skrifar
26 umræða 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
Gunnar í kuldanum
n Sú ákvörðun bæjarráðs Árborgar að
ráða ástu stefánsdóttur í samein-
að starf bæjarritara og bæjarstjóra
mælist almennt
vel fyrir. Þó sitja
eftir með sárt
ennið þau inga
jóna Þórðardótt-
ir, fyrrverandi
oddviti sjálfstæð-
ismanna í Reykja-
vík, og Gunnar
Birgisson, fyrr-
verandi leiðtogi
sama flokks í Kópavogi. Fyrir Gunnar
er höfnunin örugglega sár þar sem
hann hafði sótt um að minnsta kosti
þrjá bæjarstjórastóla og hvergi hlotið
náð fyrir augum ráðamanna.
Ármann svekktur
n Sá sem er væntanlega svekktastur
yfir því að Gunnar Birgisson, bæj-
arfulltrúi í Kópavogi, skuli ekki fá
bæjarstjórastól úti á landi er ármann
kr. Ólafsson,
oddviti Sjálf-
stæðisflokks-
ins í Kópavogi.
Ármann felldi
Gunnar með eft-
irminnilegum
hætti í prófkjöri
fyrir kosning-
arnar þannig að
gamli leiðtoginn
hrapaði niður í þriðja sæti. Þrátt fyrir
yfirlýsingar um að hann myndi ekki
taka neitt annað en oddvitasætið
situr hann sem fastast sem bæjar-
fulltrúi. Og ískuldi ríkir milli hans og
Ármanns.
auðuGri en
útrÁsarvíkinGur
n Davíð oddsson, ritstjóri Moggans,
hefur gert það gott ef marka má auð-
legðarskatt sem hann þarf að borga.
Viðskiptablaðið
vekur athygli á
því að hann hafi
„nurlað saman“
159 milljónum
króna á starfsferli
sínum sem mest-
an part er í opin-
berri þjónustu.
Davíð er þannig
mun betur stæð-
ur en útrásarvíkingurinn Lýður Guð-
mundsson, kenndur við Bakkavör
sem samkvæmt álagningu á aðeins
140 milljónir króna. Þetta er dæmi
um það hvernig opinberir starfs-
menn geta komið undir sig fótunum
með hagsýni og útsjónarsemi.
davíð Á 190
milljónir
n Eignir Davíðs oddssonar og eig-
inkonu hans, ástríðar thorarensen,
losa 190 milljónir króna samkvæmt
útreikningum
DV. Þetta er 30
milljónum hærra
en Viðskiptablað-
ið heldur fram.
Hvað sem því líð-
ur er Davíð mjög
vel settur. Hann
á glæsihús í Vest-
urbæ Reykjavík-
ur og heljarmikið
óðal á jörð á Suðurlandi sem Ástríð-
ur eiginkona hans erfði. Til þess að
halda þessu öllu gangandi var hann
síðan með um fjórar milljónir í mán-
aðarlaun í fyrra.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
framkvæmdaStjóri:
Bogi örn emilsson
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.