Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 27
„Jú, ætli það ekki bara.“ Erlingur ingimundarson, 23 ára, bílstJóri. „Já, endilega.“ alExandra mjöll Young, 19 ára, lærlingur í blaðamennsku. „Ég veit það ekki, en það gæti vel verið.“ davíð Ólafsson, 28 ára, kvikmyndagerðarmaður. „Já.“ HEnrY ottÓ Haraldsson, 18 ára, starfsmaður á hótel núpi. „Já, ég mun örugglega gera það.“ EmilY Burton, 24 ára, lærlingur í blaðamennsku. Ætlar þú að sjá gleðigönguna á laugardaginn? gEorg Erlingsson mErrit skipulagði dragkeppnina sem markar upphaf gay pride-hátíðarinnar í ár. keppnin var haldin í íslensku óperunni, og að sögn viðstaddra var fullt út úr dyrum. georg sýndi mikil tilþrif í keppninni, en hann var kynnir ásamt því að vera skipuleggjandi. hann er reynslubolti í draginu, því hann er fyrrverandi dragdrottning og hefur skipulagt keppnina í fjölda ára eftir það. DragDrottningar borða ekki Um miðja 19. öld varð þjóðfrelsis- vakning í Evrópu. Baráttan fyr- ir sjálfstæði komst á dagskrá. Á Ís- landi var meðganga þess löng og erfið sem byrjaði með heimastjórn en endaði í lok styrjalda í einskonar fyrir burafæðingu 1918/1944. Fyrir- burar byrja iðulega sitt líf í öndun- arvél og þurfa síðan margskonar að- stoð. Þetta hefur einkennt sjálfstæði Íslendinga. Einhver heilagleiki er yfir barninu, því hefur fylgt trúboð og reynt hefur verið að bólusetja landsmenn gegn villutrú. En höfðu Íslendingar einhverja burði til að verða sjálfstæðir? forsendur sjálfstæðis Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1960 er lögð áhersla á sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða. Þar er með- al annars talað um að efnahagur, stjórnmálaástand, menntunarstig eða félagslegar aðstæður megi ekki verða átylla til að slá sjálfstæði á frest. Þessar áherslur á hið formlega sjálfstæði eru þó ekki nægilegar því nauðsynlegt er einnig að tryggja hið efnislega sjálf stæði. Skil herraþjóð- anna við fyrrverandi nýlendur hafa oft verið þannig að sjálfstæðið hefur ekki náð sér á strik. Vissar forsend- ur, eins og öflugt atvinnulíf og póli- tískan stöðugleika hefur skort. Þær þurfa einnig margs konar stuðning í stað alls kyns tollahafta sem mætti þeim eftir sjálfstæðið. Íslend ingar fluttu lengi óunnin fiskflök út vegna þess að tollur á hráefni var lægri en á unna vöru. Enn einkennir útflutn- ingur hráefna flestar fyrrverandi nýlenduþjóðir. Þær eru sjálfstæðar en eru víðast hvar á skilorði. Staða margra þeirra er vægast sagt skelfi- leg. Fyrir margar þeirra hefði sjálf- stjórn verið álitlegri kostur meðan innviðir þeirra þróuðust. Saga Íslands minnir dálítið á söguna af Robinson Crusoe. Þegar fólk settist að á Íslandi bar það með sér erlenda menn ingu og kunnáttu frá viðkomandi föðurlandi. Þannig hefur það verið alla tíð viðvíkjandi trúarbrögð, stjórn sýslu, félagslegar hreyfingar, menntun, menningu og fjölmiðla. Laga setning tekur fyrst og fremst mið af hinum Norðurlönd- unum. Með ESA hefur enn stærri hluti komið frá ESB. Því má spyrja sig hvað sé íslenskt og hver sé ávinning urinn af sjálfstæði fram yfir sjálfstjórn. Erindið og erfiðið Þrátt fyrir þessi ytri áhrif hefur Ís- land reynt að halda fram sjálfstæð- inu. Það hefur verið gert í þágu valdastöðu mismunandi stétta á hverjum tíma. Árið 1909 voru kratar orðnir stærsti flokkurinn í Dan- mörku; Stauning kominn með nærri 30 prósenta fylgi. Á lítt iðnvæddu Ís- landi voru menn vissulega farnir að nota hjólið en voru enn að rífast um vegalagningu. Undir þessu sjálfstæði varð til umtalsverður munur á stöðu verka- lýðs í Danmörku og á Íslandi í trygginga lög gjöf, húsnæð is málum, vinnutíma, launakjörum. Gjáin milli Íslands og Danmerkur hef- ur stöðugt aukist og með hruninu hefur hún breikkað enn meir, orðið sýnilegri því nú gengur ekki að fela hana með gengdar lausri yfirvinnu. Þessi staða vekur óneitanlega spurningar um efnahagslega hlið sjálf stæðisins sem kostað hef- ur ómældar upphæðir. Var ekki tilgangurinn sá að borg urunum myndi vegna betur en í samfylgd Dana? Hvað segir samanburðurinn? Á Íslandi eru hæstu launin greidd af erlendum fyrirtækjum. Að þeim undan skild um og örfáum öðrum er framleiðni íslenskra fyrir tækja langt undir því sem gengur og ger- ist hjá frænd þjóðunum. Þau standa ekki undir háum launum. Heilu iðngreinarnar hafa hrunið eins og spila borgir með aukinni sam- keppni. Hrikaleg gjaldþrotasaga hófst með Innréttingunum sem voru reknar með háum styrkjum frá Kaupmannahöfn. Nú er meira en helmingi fyrirtækja haldið í önd- unarvél. 35.000 störf hafa glatast og um 13.000 vinnufærir öryrkjar fá ekki störf. Þúsundir íbúða standa tómar og fólk kýs með fótunum. Samtök atvinnulífsins berjast gegn ríkis afskiptum, heimta verkefni frá hinu opinbera og að eftirlaunaaldur verði hækkaður. Ekki er það auður Dana, eins og fiskimið og orkulindir, sem skýrir velgengni þeirra. Þeir eiga á hinn bóginn afar öfluga stétt atvinnurek- enda sem standa að rannsóknum, nýjungum, vöruþróun/hönnun og öflugu markaðsstarfi. Eiginlega er með ólíkindum hversu samkeppn- ishæfur útflutningur Dana er þrátt fyrir há laun. Er ekki ljóst að sjálfstæði Íslend- inga hvílir nú á brauðfótum? Eilífðarblóm sjálfstæðisins (II) myndin Hver er maðurinn? „georg erlingsson merritt.“ Hvað drífur þig áfram? „Ég er nú frekar ofvirkur og vill hafa mikið að gera. ætli að ég vilji ekki bara sjá hluti gerast og klárast. skemmtilegast að taka á verkefnum sem fólk fær að njóta.“ Hver er fyrirmyndin? „madonna she is the shit.“ Hver eru áhugamál þín? „tónlist, myndlist, auðvitað að fara stund- um í drag. sund er líka gaman.“ Hvað verður gert um helgina? „um helgina er það gleðigangan og ætla ég að taka þátt í henni. fer örugglega dansandi niður laugarveginn eins og í fyrra og fæ fólk til að hlæja og skemmta sér.“ Hvað skilur dragdrottningar frá dragbítunum? „ætli drottningarnar séu ekki bara jákvæðari og hressari.“ Hver er morgunmatur dragmógúls? „makeup... nei svona í alvöru þá borðum við ekki.“ Hver er uppáhalds kvikmyndin? „scary movie-myndirnar. Ég get horft á þetta bull aftur og aftur og alltaf hlegið jafn mikið.“ Hver er hápunktur gay-Pride? „dragkeppnin og gleðigangan.“ Hvað er framundan? „núna er ég bara að hætta í sumarfríi og fer að snúa mér aftur að daglegri vinnu og halda áfram að skipuleggja nokkur verkefni sem eru framundan hjá mér. síðan er aldrei að vita nema maður sendi lag á útvarpsstöðvarnar.“ maður dagsins dómstóll götunnar kjallari föstudagur 6. ágúst 2010 umræða 27 „Gjáin milli Íslands og Danmerkur hefur stöðugt aukist og með hruninu hefur hún breikkað enn meir.“ sævar tjörvason doktor í félagsfræði skrifar Þreyttir fætur hvíldir Það voru þreyttir ferðamenn sem tylltu sér á bekk við reykjavíkurtjörn síðdegis á fimmtudag og virtu sér mannlífið. veðrið í reykjavík hefur verið með ágætum undanfarna daga. mYnd rÓBErt rEYnisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.