Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Side 30
EndurrEisn í skálholti Laugardaginn og sunnudag-
inn 7. og 8. ágúst verður sérstök ítölsk helgi þar sem kammerkórinn Libera
Cantoria Pisani frá Lonigo á Ítalíu, undir stjórn Filippo Furlan, flytur annars
vegar ítalska endurreisnartónlist og hins vegar íslenska og ítalska nútíma-
tónlist. Meðal þess sem er á dagskrá er erindi í Skálholtsskóla um ítalska
endurreisnartónlist í umsjón Filippo Furlan, verk eftir Bruno Bettinelli,
Gaetano Lorandi, Gigi Sella, Sigurð Sævarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og
Úlfar Inga Haraldsson. Flytjendur eru Gigi Sella sópran sax og klarinetta,
Libera Cantoria Pisani kammerkórinn, stjórnandi er Filippo Furlan.
Pönk á Patró Laugardaginn 7. ágúst verður Pönk
á Patró haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í annað sinn í
sumar. Dagskráin er glæsileg en það er Amiina sem fetar í fótspor
hljómsveitarinnar Pollapönks sem gerði góða ferð til Patreksfjarð-
ar 26. júní. Amiina mun stjórna tónlistarsmiðju á sinn einstaka
hátt en svo flytur hljómsveitin frumsamda tónlist sína við sígildar
hreyfiklippimyndir Lotte Reiniger um þau Þyrnirós, Öskubusku og
Aladdín. Kvikmyndunum verður varpað á tjald og tónlistin leikin
undir.
Hátíðin Extreme Chill Festival er haldin um helgina:
rafmögnuð stemning
„Það er allt í fullri keyrslu, við erum
á leiðinni upp eftir,“ segir Andri
Már Arnlaugsson sem skipulegg-
ur raftónlistarhátíðina Extreme
Chill Festival ásamt Pan Thoraren-
sen en hún fer fram á Hellissandi
á Snæfellsnesi um helgina. Um er
að ræða fyrstu raftónlistarhátíð Ís-
landssögunnar þar sem átján inn-
lendir raftónlistarmenn koma fram
ásamt tveimur þekktum erlendum
tónlistarmönnum. „Hugmyndin að
þessu kviknaði í fyrra þegar við vor-
um með tónleika á sama stað. Þetta
er ótrúlegur staður, alveg við jökul-
inn,“ segir Andri. Hugmyndin er svo
sú að halda hátíðina árlega hér eftir
og færa út kvíarnar jafnóðum. „Það
eru strax komnar hugmyndir um að
flytja inn bönd á borð við Boards of
Canada og Biosphere á næsta ári.“
Þeir erlendu tónlistarmenn sem
spila í ár eru Frakkinn Moonlight
Sonata og Norðmaðurinn Xerxes.
„Þeir eru alveg að deyja úr spenn-
ingi, af því að þetta er þarna en ekki
í Reykjavík,“ segir Andri. Búist er við
að það seljist upp á hátíðina en hægt
er að kaupa armbönd á 2.500 krón-
ur í 12 Tónum og Smekkleysu en
þau gilda á tónleikana og inn á tjald-
stæðið. Einnig verða seld armbönd
við félagsheimilið á staðnum.
30 fókus 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
lEiðsögn um
Eirík smith
Sunnudaginn 8. ágúst kl. 15, verður
leiðsögn um sýninguna Formlegt að-
hald þar sem sýnd eru verk listmálar-
ans Eiríks Smith frá 1951–1957.
Leiðsögnin er í umsjón aðstoð-
arsýningarstjórans Heiðars Kára
Rannverssonar. Heiðar er listfræð-
ingur og hefur undanfarna mánuði
unnið rannsóknarvinnu á verkum
Eiríks í Hafnarborg. Á sýningunni eru
verk frá fyrstu árunum eftir að Eiríkur
sneri heim frá námi í Kaupmanna-
höfn og París, síðari hluta árs 1951.
Þá var mikill umbrotatími í íslenskri
myndlist og var hann þátttakandi í
þeirri formbyltingu sem átti sér stað.
Sýningin stendur til 22. ágúst 2010. Í
Hafnarborg er opið alla daga 12 – 17
nema þriðjudaga og vakin er athygli á
því að opið er á fimmtudögum klukk-
an 12.00 -21.00.
hljóðaklEttar
mEð tónlEika
Hljóðaklettar kynna tón- og
listviðburð í Venue við Tryggva-
götu. Hljóðaklettar er útgáfa sem
einbeitir sér að tilraunakenndri
tónlist og annarri list. Þegar hafa
komið út USB-lykill með tón og
mynd efni og útgáfa Jakka/hljóð-
snældu. Í burðarliðnum er meðal
annars útgáfa á röð 10“ hljóm-
platna með tónlistarfólki eins og
Jóhanni Jóhannssyni, Sigtryggi
Berg Sigmarssyni, Pétri Eyvinds-
syni, Rúnari Magnússyni, Evil
Madness og fleirum. Tónleika-
kvöldið sem um ræðir verður
12.ágúst og þar koma fram Rept-
ilicus, Evil Madness, Vindva Mei,
Pétur Eyvindsson, The Crying
Cowboy og Dj Musician. Tónleik-
arnir hefjast kl 21.30 og kostar
500 krónur inn.
BrEiða á
akurEyri
Breiða, sýning Arnþrúðar Dagsdótt-
ur, verður opnuð laugardaginn 7.
ágúst kl. 15.00 á Café Karolínu. Sýn-
ingin stendur til 3. september.
Breiða samanstendur af ljós-
myndum sem spyrja spurninga um
mörk hins almenna og hins einstaka
og um tímann í efnislegum hlutum.
Arnþrúður Dagsdóttir lauk mast-
ersnámi í myndlist frá Sandberg
Instituut í Amsterdam haustið 2007.
Hún útskrifaðist 2003 frá myndlist-
arskólanum AKI, Academie voor
Beeldende Kunst en Vormgeving,
Enschede, í Hollandi. Algeng þemu
í verkum hennar eru samskipti
manns við náttúruna og náttúruna
í sér, sjálfsmyndin, kynja- og kyn-
ímyndir. Café Karolína er opið frá kl.
17.00 og fram eftir nóttu alla daga
nema laugardaga þá er opið frá kl.
15.00.
28 vErk sýnd á artFart í ár
Sviðslistahátíðin artFart hófst í gær með
pompi og prakt. Um er að ræða eina veg-
legustu sviðlistahátíð landsins, sem fagn-
ar fimm ára afmæli um þessar mundir.
DV talaði við Örnu Ýri Sævarsdóttur einn
skipuleggjenda hátíðarinnar, sem segir
dagskrána aldrei hafa verið glæsilegri.
„Þetta er fimmta árið sem hátíðin
er haldin, við eigum því fimm ára
afmæli og af því tilefni er dagskrá-
in extra vegleg í ár,“ segir Arna Ýr
Sævarsdóttir einn skipuleggjenda
artFart hátíðarinnar sem fer fram
í Reykjavík 5.-22. ágúst. Hátíðin
var fyrst haldin árið 2006 og hef-
ur vaxið með hverju árinu. Í fyrra
tók hún sinn stærsta vaxtakipp
þegar 24 verk voru sýnd í heild-
ina. „Þetta er sviðslistahátið sem
snýst um unga listamenn. Þarna
gefum við ungum sviðslistamönn-
um tækifæri til að sýna verk sín á
opinberum vettvangi,“ segir Arna,
en hátíðin er nú sú stærsta sinnar
tegundar á Íslandi.
Nemar í aðalhlutverki
Arna segir að þáttakendur á art-
Fart séu að stærstum hluta nem-
ar. „Þetta eru annaðhvort nemar
í sviðslist eða fólk sem er tiltölu-
lega nýútskrifað. Mikið af fólki
kemur úr Listaháskóla Íslands,
Rose Brusford í Bretlandi og Royal
Scottish Academy. En annars eru
það skólar sem eru dreifðir um
Evrópu.“ Í ár verða 28 verk sýnd
og á meðal þeirra má finna út-
skriftarverkefni þeirra Snædísar
Lilju og Smára Gunnarssonar úr
Rose Brusford, en í kjölfar sýning-
ar verkanna á artFart halda þau
á hina margrómuðu Edinborgar-
leiklistarhátið með þau.
List alls staðar
Yfirþema hátíðarinnar í ár er list
í almenningsrými, en af því til-
efni var sett á laggirnar sérstakt
prógram, Reykjavik Public Space
Programme, en í því felast ýms-
ar vinnustofur og málfundir. „Er-
lendir listamenn leiða þessar
vinnustofur og málþing. Nú er til
dæmis breski sviðslistamaðurinn
Richard DeDominici með „works-
hop“ í fullum gangi og afrakstur-
inn verður sýndur í vikunni,“ seg-
ir Arna. Að halda utan um hátíð
eins og artFart er bæði tímafrekt
og kostnaðarsamt, en hátíðin er
styrkt af bæði Reykjavíkurborg,
mennta-og menningarmálaráðu-
neytinu, Kultur Kontakt Nord,
Vodafone og fleiri fyrirtækjum, en
án þeirra væri ómögulegt að bjóða
upp á jafn margþætta dagskrá.
„Við kunnum þeim bestu þakkir.“
Norskur sirkus á leiðinni
Aðspurð um atriði á hátíðinni sem
enginn má láta framhjá sér fara
segir Arna að af ýmsu sé að taka.
„Til dæmis erum við að flytja inn
norskan sviðslistahóp, Stella Pol-
aris. Hann kemur til landsins í
samstarfi við Vodafone og Menn-
ingarnótt. Þetta er ofboðslega
sjónrænn sirkus sem sýnir verk
sitt á Menningarnótt, kl 22.00, í
Hljómskálagarðinum, rétt fyrir
flugeldasýninguna. Af íslenskum
verkum er afar erfitt að velja. Þau
eru mörg svo spennandi.“ Allar
nánari upplýsingar um artFart má
finna á heimasíðunni artfart.is, en
þar er hægt að kynna sér dagskrá,
miðaverð og fleira í þeim dúr.
dori@dv.is
Arna Ýr Sævarsdóttir
Segir artFart vaxa á
hverju ári.
Andri Már Arnlaugsson
Heldur raftónlistarveislu
undir jökli um helgina.