Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 31
... leikritinu
Hallveig ehf.
Skemmtilegt og
fræðandi leikrit í
öðruvísi rými.
... leiksýningunni Hetja
Gleðilegt þegar íbúarnir standa
svona vel að því
að halda sinni
eigin menningu
á lofti og taka svo
myndarlega á móti
gestum sínum.
... myndinni A
Nightmare on Elm
Street
Martröð af
leiðindum.
föStudAgur
n Ghozt á Jacobsen
Skífusnillingurinn Ghozt þeytir
plötunum í allar áttir á Jacobsen í kvöld.
Um að gera að henda sér í það og dansa
frá sér allt vit.
n Plastic Gods á Factory
Rokksveitin Plastic Gods heldur veislu
á Factory. Ásamt DLX ATX, The Heavy
Experience, Hylur.
n Gay Pride á Barböru
Landlegudansleikur á Barböru. Aðgangs-
eyrir 1.000 kr.
lAugArdAgur
n Reggí á Hemma og Valda
Mánaðarlegur reggíviðburður Rvk
Soundsystem fer fram á Hemma og
Valda.
n Hinsegin hátíðardansleikur: NASA
við Austurvöll
DJ Páll Óskar. Þeir sem vilja kynna sér
dagskrá Gay Pride frekar er bent á
heimasíðuna gaypride.is
n Danni Deluxxx á Prikinu
Snillingurinn Daníel Deluxxx fær sér
sveittan snúning á Prikinu í kvöld.
Hvað er að
GERAST?
Búferlaflutningar, einelti og kúngfú í keisarans Kína:
Jackie Chan buffar 12 ára bekk
Dre litli (Jaden Smith) og einstæð
móðir hans Sherry Parker (Taraji P.
Henson) eru um það bil að flytjast bú-
ferlum. Bílaiðnaðurinn er að færast frá
Detroit til Kína og þau fljóta með. Þar
nýtur Sherry sín en Dre er ekki hrifinn
af umbreytingunni. Hann þarf að læra
kínverska tungu og siði og kemst fljót-
lega upp á kant við strákagengi nokk-
urt sem er leitt áfram af kúngfú-meist-
aranum Cheng (Zhenwei Wang). Ef
ekki væri fyrir litla sæta fiðluspilandi
Kínastelpu, Meiying (Wenwen Han),
gæti hann alveg eins gefið skít í allt.
En þegar neyðin er stærst er hjálpin
næst og að þessu sinni í formi aldr-
aðs meistara í austurlenskum slags-
málafræðum. Hr. Han (Jackie Chan)
tekur að sér að hjálpa Dre að yfirvinna
hræðsluna og endurheimta líf sitt úr
höndum eineltiskúkalabbanna. Eins
og fólk gerir sér fljótlega grein fyr-
ir er um frekar nákvæma endurgerð
af gömlu Karate Kid-myndinni. Arf-
taki Hr. Miyagi er með beinagrindur í
skápnum og nýja útfærslu á „wax on,
wax off“, ástarsagan er til staðar, einelt-
ishrekkjusvínin eru svæsin, áherslu-
punktur myndarinnar er eins og áður
stórmót í kúngfú og boðskapurinn er
hinn sami. Þá er spurningin sem ýms-
ir hafa velt fyrir sér hvort þessi endur-
gerð eyðileggi ekki minninguna um
upprunalegu myndina eins og oft vill
verða? Þrátt fyrir að fylgja vandlega
eftir innihaldi upprunalega handrits-
ins er heildarútlitið allt annað. Mynd-
in fer fram í Kína sem gerir myndina
mun meira spennandi í útliti. Mynd-
in skartar mörgum flottum senum af
Kínamúrnum, Forboðnu borginni,
hofum, borgarmyndinni í Beijing og
eins úti í náttúrunni. Það er kímið á
köflum að sjá Dre litla venjast Kína
sem hann leikur alveg ágætlega enda
kominn af skemmtikröftum í báða
ættliði. Lærifaðirinn úr upprunalegu
myndinni, Hr. Miyagi, var Japani sem
af einhverjum undarlegum ástæðum
barðist með Bandaríkjaher í seinni
heimsstyrjöld. Það og fleira við hann
var ekkert sérstaklega sannfærandi og
fáir geta neitað að hann standi Jack-
ie Chan langt að baki í slagsmálum.
Chan á hér góða spretti og fer á kost-
um þar sem hann buffar heilan tólf
ára bekk einn síns liðs. Kínapían hans
Dre er sæt og sniðug en Sherry Parker
er á hinn bóginn ýkt og frekar kjána-
leg. Auðvitað eru síðan kjánahrolls-
augnablik eins og þegar þeir Dre og
Han teyga á kúngfú-vatni og lokabar-
dagamót myndarinnar er út í hött. Þar
er um að ræða „full contact“-barna-
slagsmálamót með beinbrotum og
öðru tilheyrandi sem minnir meira á
ólöglegan slagsmálaklúbb í Úkraínu.
En í grunninn má segja að þessi mynd
geri betur en hin upprunalega. Menn
eru oft að ofmeta upprunalegu mynd-
irnar og gildi þeirra „í minningunni“.
Horfðu á Gremlins, Goonies, E.T. og
gömlu Karate Kid til að fá staðfest að
þær eru fyrst og fremst góðar „í minn-
ingunni“.
...
myndinni
Inception
Lagskipt
snilld, sem
talar til
manns á ótal
sviðum.
... myndinni Boðberi
Mislukkað þrekvirki.
föstudagur 6. ágúst 2010 fókus 31
28 vErk SýNd á ArtfArt í ár
spennandi verk á artfart
VAkt
HöFuNDuR: HAllDóR ARmAND áSGeiRSSoN
leikARAR: HeRA HilmARSDóttiR oG eiNAR AðAlSteiNSSoN
tRue loVe
ANNA mARíA tómASDóttiR
HNoð
Tveir læknar standa frammi fyrir vandamáli sem engin Wikipedia-grein um
siðferði getur hjálpað þeim að leysa og allar hugmyndir um rétt og rangt virðast
sveipaðar móðu.
Hann er harður eins og Bruce Willis. Hann er skoskur eins og Ewan McGregor.
Hann grætur eins og Johnny Depp. Hann er hetja eins og James Bond. Hann er
draumaprinsinn.
Læknadrama í fyrsta skipti á íslensku leiksviði. „Singalong“ væntanlegt. Sviðs-
listahópurinn HNOÐ sérhæfir sig í íslenskum dansi. Stúlkurnar stunda nám við
dansdeild LHÍ og P.A.R.T.S. í Brussel.
FJölteNGi
Homo luDeNS
eR SýNiNGiN ByRJuð?
leikStJóRi: HlyNuR Páll PálSSoN
FlytJeNDuR: áSRúN mAGNúSDóttiR, AuDe mAiNA ANNe
BuSSoN, iNGiBJöRG HulD HARAlDSDóttiR, mARíA ÞóRDíS
ólAFSDóttiR, oDDuR JúlíuSSoN, ólöF HARAlDSDóttiR,
RAGNHeiðuR HARPA leiFSDóttiR, ÆVAR ÞóR BeNeDiktSSoN
Karate Kid
leikstjóri: Harald Zwart
Aðalhlutverk: Jaden Smith, Taraji P.
Henson og Jackie Chan
kvikmyndir
... heimildarmynd-
inni Babies
Skemmti-
leg
heimild-
armynd
hér á
ferð.
karate kid Hægt að hafa gaman af henni.