Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Síða 32
32 VIÐTAL 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR HÆTTANleið ekki hjá P áll Óskar lítur næstum óeðlilega vel út miðað við aldur. Glottið er strákslegt og nærveran er þægileg þar sem hann hittir blaðamann DV á kaffihúsi í miðbænum. Ætli hann verði einhvern tíma gamall? „Mér finnst yndislegt að eldast. Ég hlakka bara til að verða sextugur og sé mig í anda fyr- ir aftan myndavélina. Ég er svo mikið kvik- myndanörd að það er svolítið óafgreitt mál hjá mér.“ Pál Óskar Hjálmtýsson þarf ekki að kynna fyrir fólki. Langflestir Íslendingar þekkja þennan frábæra söngvara sem hefur verið einn sýnilegasti samkynhneigði einstakling- urinn í fjölda ára. Hann segist hafa uppgötv- að það mjög snemma að hann væri skotinn í strákum. „Ég sagði bestu vinkonu minni frá þessu þegar við vorum þrettán ára á trúnó. Hún er fyrsta manneskjan sem ég segi að ég sé kannski mögulega samkynhneigður. Og hún hélt nú ekki,“ rifjar Palli upp og brosir. „Þarna er ég þrettán ára og kynhvötin far- in að vakna, ég er farinn að stunda sjálfsfróun. Og fantasíur mínar snerust einvörðungu um karlmenn. Taktu eftir að þetta er árið 1983 og ekkert internet eða upplýsingaflæði sem hægt var að nálgast eins og hendi væri veifað. Ég fór á bókasafnið í Hagaskóla til þess að leita mér að einhverju lesefni og ég fann eina kynfræðslu- bók. Í þessari bók var einn kafli sem hét: Það sem þið ættuð að vita um kynvillu. Í þessum kafla fólust þau skilaboð að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af, flestir strákar á þessum aldri yrðu skotnir í hvor öðrum því hormón- arnir væru alveg í grasserandi yfirvinnu. Ekki hafa áhyggjur, sagði bókin, hættan mun líða hjá. Ég stóð þarna með þessa bók og yppti öxl- um og hugsaði með mér að ég myndi þá hin- kra, fyrst hættan myndi líða hjá.“ ÁSTARSUMARIÐ MIKLA 1987 Palli hinkraði en fantasíurnar sýndu ekki á sér neitt fararsnið. „Fjórum árum síðar þeg- ar ég er orðinn sautján ára þá er ég hreinlega orðinn hund- leiður á þessu. Flestir jafnaldr- ar mínir voru farnir að stunda kynlíf og monta sig af því í bún- ingsklefanum í leikfimi. Aldrei hafði ég neinar sögur að segja og var ekki jafnöldrum mínum sam- ferða,“ segir hann. Hann prófaði aldrei að vera með konum og segir það aldrei hafa komið til greina. „Á endanum tók ég af skarið og reyndi við gaur sem ég var búinn að vera skotinn í í tvö ár. Það tókst, ég hafði ekki hugmynd um hvort hann væri gay eða hvað, en hann var það. Þannig að á þessum tíma var ekki nóg með að ég vissi að ég væri gay heldur var ég líka kominn með radarinn á aðra stráka. Ég var mjög skotinn í þessum gaur, því miður var hann reyndar ekki nógu skotinn í mér en það var ýmislegt gott sem kom út úr þessu stutta sambandi ástarsumarið mikla 1987,“ segir Palli og hlær við. Hann segir kærastann hafa stungið upp á því að hann gerði kynhneigð sína opinbera fyrir fjölskyldunni. „Hann spurði mig: Jæja Palli, ætlar þú ekki að koma út úr skápnum? Ég hafði ekkert hugsað úti í það en hann hvatti mig hrein- lega til þess og stillti mér eiginlega upp við vegg. Hann spurði mig hvort ég ætlaði að lifa tvöföldu lífi það sem eftir væri ævinnar eða einföldu lífi. Hann sagði líka að ef ég ætlaði að koma út úr skápnum þá þyrfti ég að fara að afla mér upplýsinga, lesa bækur, skoða bíómyndir til þess að geta svarað öllum þeim spurn- ingum sem á mér myndu dynja af fjölskyld- unni þegar ég kæmi út. Hann benti mér á það að fara upp í Samtökin ’78.“ „LOFAÐU MÉR ÞVÍ AÐ SEGJA PABBA ÞÍNUM EKKI FRÁ ÞESSU.“ Páll Óskar varð fljótlega mjög virkur í starfi Samtakanna og las sér mikið til um sína líka. „Til þess að gera langa sögu stutta þá tók Þorvaldur Kristinsson á móti mér í Samtökunum ’78 og reyndist mér rosalega vel. Ég fór strax inn á stærsta gay- bókasafn á Íslandi og áreiðanlega öllum Norður- löndunum og sökkti mér í fróðleik. Smám saman þá verð ég aktívari og aktívari hjá Samtökunum, var meðal annars á tímabili farinn að svara í símann hjá þeim,“ segir Páll og hlær. En ég var ekki kominn út úr skápn- um fyrir fjölskyldunni.“ Áður en Palli fékk tækifæri til þess að segja fjölskyldunni frá varð forvitni móður hans henni yfirsterkari. „Það var yndislegt augnablikið sem ég átti með mömmu. Ég var búinn að undirbúa það að koma út úr skápnum fyrir henni formlega, en hún var svo forvitin að hún komst eiginlega að þessu sjálf. Þannig var mál með vexti að ég varð strax áskrifandi að fréttabréfi Samtakanna ’78 og það var sent heim til viðtakenda í brúnu ómerktu umslagi, svaka leyndó. Og mamma var að tryllast úr forvitni yfir því hvað væri eig- inlega í umslaginu. Einn daginn kem ég heim úr MH og ég og mamma erum ein heima. Það var sjaldgæft þar sem ég er yngstur af sjö systkinum. Þá greip hún tækifærið og sveiflaði brúna um- slaginu sem hún var búin að opna. Hún spurði mig hreint út, Palli hvað ER þetta? Og ég svara henni bara, þetta er fréttabréf Samtakanna ’78, félags homma og lesbía á Íslandi. Og hún spyr á móti: Og ert þú slíkur? Ég svaraði því ját- andi og ég man að hún þurfti að fá sér sæti.“ Móðir hans dró fram prjónana og fór að prjóna af miklu kappi án þess að horfa fram- an í hann. „Svo dundu á mér spurningarnar eins og kærasti minn hafði spáð fyrir um. Þetta voru ofsalega sætar spurningar eins og til dæmis hvort þetta væri eitthvað í heilastarfseminni. Ég gat auðvitað alveg fallist á það og sagði henni að þetta væri genatískt atriði sem réðist á fjórða mánuði meðgöngu. Svo spurði hún líka hvort ég gæti breytt þessu. Ég sagði: Nei og ég vil það ekki. Ég hef ekki áhuga á því að breyta þessu. Nú er ég orð- inn skotinn í ákveðnum strák og þessar tilfinn- ingar sem ég finn til hans, eru mjög raunveru- legar. Þetta var mjög fallegt samtal sem við áttum þennan eftirmiðdag en í lokin á sam- talinu bað mamma mig um að lofa að segja pabba ekki frá þessu, því hann ætti eftir að fá hjartaáfall. Ég horfði í framan í hana og sagði nei. Þetta er slæmur, ljótur díll.“ Foreldrar Páls voru bæði álíka grunlaus um kynhneigð hans en systkini hans vissu öll að hann væri hommi alla tíð. „Þau horfðu bara á mömmu og sögðu kommon, manstu ekki eftir öllum dúkkulís- unum sem hann hannaði föt á þegar hann var sex ára. Hann kann Öskubusku utan að!“ Páll Óskar Hjálmtýsson minnist þess þegar hann hannaði föt á dúkkulísur sex ára gamall, kom út úr skápnum og gekk til liðs við Samtökin ’78 eftir að eldri hommar ruddu brautina. Hann hefur áhyggjur af sýndarveruleika þeirra ungu, samkynhneigðu karla sem nú eru að koma út úr skápn- um. Strákarnir á Borginni eru kannski ekki barðir á götum úti, en þeim er sannarlega mismunað á vettvangi veraldarvefsins. Orkubolti Það er brjálað að gera hjá Páli en alltaf gefur hann sér tíma til að taka virkan þátt í Gay Pride.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.