Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Síða 33
FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2010 VIÐTAL 33
BILAÐIST VIÐ AÐ KOMA ÚT ÚR
SKÁPNUM
Páll segist hafa farið í ákveðið hlutverk þegar
hann kom loksins út úr skápnum fyrir fjölskyldu
og vinum.
„Ég fer að fá athygli frá karlmönnum, allt
öðruvísi athygli en ég hafði upplifað áður. Ég
hafði verið svo mikið nörd alla ævi, nördið í
bekknum sem hafði engan áhuga á fótbolta,
bara Öskubusku og Walt Disney-myndum. Ég
lék mér aðallega við stelpurnar og var manna
klárastur í sippó og snúsnú.
En þarna fer ég að stunda skemmtistaði eins
og 22 grimmt. Ég fer að fá kynferðislega athygli
frá mönnum í fyrsta sinn á ævinni og ég bilað-
ist hreinlega. Allir vinir mínir geta borið vitni um
það. Ég fór í hommahlutverk.“
Palli er með kenningu um það hvers vegna
ungt samkynhneigt fólk virðist oft fara á flug
þegar það kemur út úr skápnum.
„Margir hommar sem koma út seint, jafn-
vel eftir tvítugt, fara að upplifa unglingsárin,
kannski sjö eða átta árum á eftir jafnöldrum sín-
um. Þessu er oft líkt saman við krakkann í nam-
mibúðinni að þegar þú kemur út úr skápnum þá
ertu eins og krakki sem er sleppt lausum í sæl-
gætisbúð og sú kenning er ekkert algalin. Það
er eins og menn séu að vinna upp tímann sem
þeir misstu af. Þessu fylgir ákveðið tilfinninga-
legt frelsi og þessi frelsistilfinning er mjög sterk.
Bæði er gaman og brjálað stuð og fólk fyllist af
lífsgleði sem diskómússíkin endurspeglar mjög
vel. En síðan eru margir hommar og lesbíur
sem hafa alist upp við mikið mótlæti og mikið
andstreymi og eru þess vegna kannski svolítið
sködduð á sálinni eftir það. Eftir ævilöng hróp,
köll, aðdróttanir og aðfinnslur, bæði í vinn-
unni og einkalífinu. Þegar þetta fólk kemur út
úr skápnum og á ennþá eftir að gera upp þessi
gömlu sár. Þá blandast saman stolt yfir því að
koma út úr skápnum og skömm úr fortíðinni.
Ég er með kenningu um ákveðna stærðfræðifor-
múlu: Stolt + skömm = hroki,” segir Páll og rekur
nefið upp í loft með leikrænum tilburðum.
„Þetta eru drottningarnar sem eru stoltar af
sér á sama tíma og þær eiga margt eftir óupp-
gert. Þetta fólk setur sig oft á háan hest og finnur
öðrum allt til foráttu, er með stæla og er dóm-
hart. Þær ganga svona um [rigsar um á gólfinu
með dramatískum mjaðmahnykkjum] og sýna
falskt stolt.
Ég tók þennan pakka með trompi. Þetta er
líka varnarmerki, þú ert að skrapa saman sjálfs-
mynd þinni með því að fá alls konar stæla að
láni frá fólki sem þú lítur kannski svolítið upp
til og notar hana sem skjöld til þess að verja þig.
Ég er ekki hissa á því að þessar drottningar séu í
vörn, því hver vill labba í gegnum lífið og koðna
niður af því að það er alltaf verið að særa þig?
Það tekur flesta þessa stráka nokkur ár að
jafna sig og ná jafnvægi eftir að þeir koma út úr
skápnum. Ég tek eftir þessu hjá mörgum ung-
um drottningum en ég fyrirgef þeim hrokann á
staðnum því ég veit að þetta á eftir að eldast af
þeim og þær eiga eftir að ná jafnvægi.“
ÓSKAR ENGUM ÞESS AÐ VERA HÚMORS-
LAUS HOMMI
Palli segir húmorinn sem svífur yfir vötnum í
samfélagi samkynhneigðra lífsnauðsynlegan og
í raun hluta af ástæðu þess hve árangurinn í bar-
áttu þeirra fyrir réttindum sínum á Íslandi hefur
verið skjóturi.
„Ég fékk minn skammt af skömm, aðfinnsl-
um og aðdróttunum sem krakki og ég gerði
mikið í því að slá um mig með bröndurum um
sjálfan mig. Ég var með versta munnsöfnuðinn
af öllum og gerði grín að sjálfum mér og særði
sjálfan mig óspart áður en aðrir gátu fengið
tækifæri til að gera það. Þetta er ákveðin varnar-
tækni og það tók mig mörg ár að ná jafnvægi og
læra að halda því.
Það er mjög mikilvægt fyrir samkynhneigða
að bera virðingu fyrir allri þessari sköpunargáfu
sem mörgum okkar er gefin en besta gjöfin sem
mörgu samkynhneigðu fólki er gefin er húmor.
Húmorslaus samkynhneigð manneskja er mjög
fátæk manneskja. Ég óska engum þess að vera
húmorslaus hommi. Þegar þú hefur þennan
húmor og þjálfar hann upp með þér þá nærðu
að hugsa abstrakt. Flestir húmoristar ná að
hugsa abstrakt og sjá lausnir í stærra samhengi
en hinir. Ég get lofað þér því að öll þessi réttinda-
barátta hefur unnist á skapgerð okkar og þessari
virðingu hvort fyrir öðru.“
Ennfremur segir Páll að sýnileiki samkyn-
hneigðra hafi verið gífurlega mikilvægur í gegn-
um árin.
„Ég vil meina að upp úr 1990 fari að mæta
á svæðið opinber andlit, ekki bara mitt, held-
ur gáfu margir hommar og lesbíur andlit sitt
og persónu í baráttuna og lögðu þannig hönd á
plóg í réttindabaráttunni. ”
FÓLK ÞORÐI EKKI AÐ ÞVO SÉR UM
HENDURNAR
Að mati Páls er hið ógnvekjandi tímabil frétta
af alnæmi sem var nýr sjúkdómur á þeim tíma
órjúfanlegur þáttur í sögu samkynhneigðra sem
hafði ekki bara neikvæð áhrif á baráttu þeirra á
Íslandi.
„Já, eins hræðileg hryllingssaga og það er.
Árið 1987 þegar ég er að koma út þá þorði fólk
ekki að þvo sér um hendurnar á almennings-
salernum af ótta við að smitast. Það vissi enginn
hvað þetta var. Ég kem út undir þessum kring-
umstæðum og það var jákvætt við þá umræðu
að samkynhneigðir fóru að fá ábyrgar upplýs-
ingar, eins og til dæmis frá landlækni sem opn-
aði á sér munninn og fór að tala um samkyn-
hneigð opinberlega í fyrsta sinn. Þarna gerði ég
mér líka grein fyrir að ég er ekki einn í heimin-
um. Þetta er grunnástæða þess að við förum í
Gay Pride-gönguna – sýnileiki, til að sýna fólki
að það er ekki eitt í heiminum.
Ég var svo heppinn að lenda á ábyrgum
manni, minn fyrsti kærasti kenndi mér ábyrgt
kynlíf og þannig þurfti ég ekki að óttast veiruna,“
segir Palli og bætir við:
„Fyrir utan það hvað hann var sætur!”
Hann hefur áhyggjur af þróun samskipta
ungra samkynhneigðra karla í dag og segir
fyrstu reynslu homma í dag oft ekki vera eins já-
kvæða og eðlilega og hann sjálfur upplifði.
„Ég þurfti ekki að upplifa það að vera á net-
inu á einhverju spjalli, sautján ára og vera plat-
aður í rúmið af einhverjum snarrugluðum sex-
tíu ára gömlum giftum gaur. Það er ekki mín
saga, en eitthvað sem ég hef miklar áhyggjur af.
Það sem kallað var að krúsa, finna sér elsk-
huga, átti sér stað í gamla daga í görðum og á
öðrum opinberum stöðum er nú allt komið á
netið. Ég hef áhyggjur af þessu og mér stend-
ur ekki á sama. Ef þetta er kynning ungs fólks á
samfélagi samkynhneigðra er ég ansi hræddur
um að sjálfsvirðing þeirra gæti beðið einhverja
hnekki. Ég set stórt spurningarmerki við það
hvert virðing samkynhneigðra fyrir sjálfum sér
er komin þegar þeir girða niður um sig og sýna á
sér afturendann eða kynfærin á netinu.
Ég lærði það af eigin reynslu að þegar maður
girðir niður um sig, þá er frekar erfitt að ætlast til
þess að fá virðingu fólks á móti. Ég er alveg bú-
inn að prufa að vera í rasslausu buxunum,“ segir
hann og hlær.
ENN FORDÓMAR Á ÍSLANDI
„Það tala voðalega margir um Ísland sem ein-
hverja paradís fyrir samkynhneigða. Fólk sem
talar þannig hlýtur að vera með bleik sólgler-
augu á nefinu alla daga vegna þetta er ekki það
sem ég upplifi. Vissulega erum við komin með
öll réttindi, en lög og reglur eru ekki neitt nema
stafir á A4-blaði, einskis virði fyrr en samfélagið
fer að virða reglurnar og fara eftir lögunum. Við
megum heldur ekki gleyma því að enn er síðasti
hálfvitinn ófæddur og það verða alltaf einhverjir
svartir sauðir þarna inni á milli sem eiga eftir að
finna samkynhneigðum allt til foráttu það sem
eftir er. Vissulega er allt annað líf að búa á Íslandi
en fyrir tíu eða fimmtán árum síðan. Við megum
bara ekki sofna á verðinum. Frelsið er það fyrsta
sem er hægt að taka frá manni,“ segir Páll og ít-
rekar að enn finnist fordómar á Íslandi, sérstak-
lega með tilkomu veraldarvefsins.
„Ennþá grassera hér á Íslandi fordómar, að-
finnslur og mjög ljót skot sem er oftar en ekki
að finna á netinu undir nafnleynd. Í gamla daga
var fólk einfaldlega kallað öllum illum nöfn-
um á Laugavegi. Ég þekki fólk persónulega sem
var rekið úr íbúðum, sagt upp störfum, rekið af
skemmtistöðum og beitt líkamlegu og andlegu
ofbeldi á götum úti. Lögreglan horfði stundum
upp á ofbeldið aðgerðalaus eða tók sjálf þátt í
því. Þetta var raunveruleiki margra þeirra sem
eru eldri en ég sem ég þekki persónulega. Unga
kynslóðin í dag þarf að díla við þessa sömu for-
dóma á internetinu. Mjög hommafóbísk komm-
ent eru á youtube, facebook, einkamal.is, blogg-
um og spjallsíðum.
Svo ekki sé talað um sjálfshatrið sem ein-
kennir fjölskyldufeður, gifta menn sem lifa tvö-
földu lífi, heima með fjölskyldunni og svo á int-
ernetinu að pikka upp unga stráka,“ segir hann.
HEFUR SKIPT UM NÓG AF
KÚKABLEYJUM
Páll segist vera hamingjusamur, einhleypur og
önnum kafinn eins og vanalega, en það kemur
reglulega fram í fjölmiðlum að hann sé bókaður
marga mánuði og jafnvel ár fram í tímann.
„Ég er á laflausu og hef engar áhyggjur af því.
Mér finnst gott að vera singúl og hef í raun bara
nóg að gera. Ég skil það mætavel þegar ég les í
slúðurblöðum um Hollywood-pör sem hætta
saman vegna þess að þau hafa ekki tíma hvort
fyrir annað.“
Fjölskyldulífið sem er ekki besta blandan við
skemmtibransann hefur aldrei heillað Pál.
„Nei, það hefur bara aldrei blundað í mér.
Mig hefur aldrei langað í barn. Ég er yngstur af
sjö systkinum og þegar ég var krakki þá hrúguð-
ust barnabörnin inn og ég var látinn passa þau
öll. Ég hef skipt á sirka 3.000 kúkableyjum um
ævina og fékk bara nægju mína á sínum tíma.
Svo eru plöturnar mínar líka börnin mín. Það
þurfti að sýna þeim sömu nærgætni og natni og
maður sýnir litlu barni. Þær vaka á nóttunni, eru
stöðugt að krefjast athygli frá mér og alltaf með
tannpínu.“
KVENNABARÁTTAN NÆST Á DAGSKRÁ
Palli kemst á flug þegar kvenréttindabaráttuna
ber á góma og er þeirrar skoðunar að stelpurnar
eigi enn langt í land.
„Mér finnst stelpur hafa svolítið sofnað á
verðinum og ég vil kasta boltanum yfir til þeirra.
Stelpur, þið sofnuðuð á verðinum þegar Hólm-
fríður Karlsdóttir var kjörin fegurðardrottning
alheims 1985. Eftir það héldu stelpur kjafti og
fóru að taka þessum útlitsfasisma gagnrýnis-
laust. Upp spruttu tímarit, slúðurblöð og ákveð-
inn kúltúr sem gengur út á það að finna konum
allt til foráttu og hjakka á útliti þeirra. Öll ork-
an fór af réttindabaráttunni yfir í það hvort þær
væru með appelsínuhúð eða ekki. Tímaritin
sögðu þeim að svelta sig og þær hlýddu.
Það er engu líkara en allur snyrtivörubrans-
inn eins og hann leggur sig hafi það að mark-
miði að halda öllum konum í heiminum pínulít-
ið óhamingjusömum. Því ef þær væru ánægðar
með það hvernig þær litu út myndi þessi útlits-
bransi allur hrynja til grunna.
Vaknaðu Þyrnirós og stelpur farið þið í göngu
niður Laugaveginn! Það eru droparnir sem hola
steininn. Það er ennþá launamisrétti, karllæg og
kvenlæg störf og mikið ójafnvægi inni á heim-
ilunum sjálfum. Ég vildi að konur stæðu meira
saman, því þegar þær standa saman er við ofur-
efli að etja,“ segir hann ákveðinn.
Þegar blaðamaður gengur út af kaffihús-
inu hljómar dúndrandi diskótaktur í lagi Páls
Óskars, International, í hátölurunum og setur
stemninguna fyrir helgina. Flauelsmjúk rödd
Palla fyllir eyrun: „Y te quiro, mein Liebe, my
love, Je’ t’aime, mi amora, þú finnur að ástin er
international.“ Það er ekki hægt að enda samtal
við Pál Óskar um stolt samkynhneigðra á meira
viðeigandi hátt. brynja.bjork@dv.is
HÆTTANleið ekki hjá
Ég þekki fólk persónu-lega sem var rekið úr
íbúðum, sagt upp störfum,
rekið af skemmtistöðum og
beitt líkamlegu og andlegu
ofbeldi á götum úti. Lögreglan
horfði stundum upp á ofbeldið
aðgerðalaus eða tók sjálf þátt
í því.
Bilaðist Páll Óskar segist
hafa gengið í gegnum
skrýtið tímabil þegar hann
kom út úr skápnum.
Fordómar finnast enn „Það tala
voðalega margir um Ísland sem einhverja
paradís fyrir samkynhneigða. Fólk sem
talar þannig hlýtur að vera með bleik
sólgleraugu á nefinu alla daga.“