Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Side 37
föstudagur 6. ágúst 2010 viðtal 37 misseri? „Ráðgjafarstofan var þá fámenn- ur vinnustaður og þar unnu sjö manns. Þrátt fyrir að vinnustaðurinn væri lítill var nóg að gera því hér á landi hefur alltaf verið til staðar greiðsluvandi eins í öðrum löndum og verkefn- in jafn brýn og þau þykja í dag. Eftir hrun jókst ásóknin jafnt og þétt og vinnustaðurinn stækk- aði með. Þegar annirnar voru sem mestar vor- um við rúmlega þrjátíu talsins og vinnuálagið mikið. Við breyttum líka um aðferðafræði til að mæta þessari miklu ásókn og buðum upp á svokallaða Ráðgjöf af götunni til að mæta eftir- spurninni og ýmislegt annað.“ Hvernig líður skuldsettum fjölskyldum í landinu og hvað hefur áunnist? „Mörg heim- ili eiga erfitt með að láta enda ná saman og greiðsluvandinn er misjöfn byrði. Fólk er mis- jafnt að upplagi og það glímir við fjárhagserf- iðleika á ólíkan máta. Líðanin fer að sjálfsögðu einnig eftir því í hvaða stöðu hver og einn er í þá stundina. Viðhorf hvers og eins er mikil- vægt og þá fyrst viljinn til að vinna sig úr erfiðri stöðu. Hlutverk Ráðgjafarstofunnar var fyrst og fremst að veita skuldsettum einstaklingum og fjölskyldum endurgjaldslausa fjárhagsráðgjöf og með hruninu þróaðist hún frekar með auk- inni þörf. Með nýju embætti hefur starfsemin verið þróuð enn frekar með hagsmuni skuld- settra í huga.“ Nú gerum við eNN betur Hver er þín tilfinning fyrir nánustu framtíð hvað varðar þessa einstaklinga og fjölskyldur? Ertu bjartsýn fyrir þeirra hönd? „Bjartsýni er mikilvæg, hún er númer eitt, tvö og þrjú. Með nýju embætti umboðsmanns skuldara verður til breytt viðhorf sem er nauð- synlegt til að ná fram úrbótum. Hinn 24. júní voru samþykkt á Alþingi frumvörp sem miða að því að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í greiðsluerfiðleikum. Meðal annars á að stofna embætti umboðsmanns skuldara á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Einn- ig voru samþykkt lög um greiðsluaðlögun ein- staklinga , breyting á lögum nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveð- krafna á íbúðarhúsnæði. Loks var samþykkt tímabundið úrræði fyrir einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota. Einnig var sam- þykkt breyting á lögum um tekjuskatt þess efn- is að heimilt verði að telja ekki eftirgjöf skulda fram til skatts nema að hluta til tekjuárin 2009 til 2010. Lögin hafa þegar tekið gildi og því má vænta nokkurra úrbóta frá því sem áður var. Fjölmargar ábendingar Ráðgjafarstofunnar hafa orðið hvati að lagabreytingum og breyt- ingum á umhverfi skuldara og nú getum við gert enn betur.“ ÁhugiNN réð ÁkvörðuNiNNi Hvernig fór ráðningarviðtalið fram? Varstu spurð um fjölda óafgreiddra umsókna? „Ráðningarviðtalið tók um klukkutíma og mér fannst það ganga nokkuð vel. Ég var ekki spurð um fjölda óafgreiddra umsókna og veit eiginlega ekki enn hvaðan þær staðhæfingar eru komnar.“ Óháð fjármálasögu Runólfs, telur þú samt að þú sért hæfari? Óháð því tel ég að ég – já – að ég sé að minnsta kosti jafnhæf og Runólfur. Í fréttatilkynningu segir félags -og trygg- ingamálaráðherra að hann hafi alltaf borið fullt traust til þín og hlakki til að vinna með þér að uppbyggingu embættis umboðsmanns skuld- ara. Hlakkar þú líka til að vinna með honum og berðu til hans fullt traust? „Ég sótti um þetta starf þar sem ég hef mikinn áhuga á að sinna því og hef haldgóða reynslu sem nýtist afar vel í starfinu. Þær for- sendur hafa ekkert breyst frá upphafi. Ég met traustið sem mér er sýnt og hlakka mjög til að leiða uppbyggingarstarf embættis umboðs- manns skuldara og hugsa ekki frekar um fárið tengt ráðningunni.“ Kristjana Guðbrandsdóttir að minnsta kosti jafnhæf Runólfi Bjartsýni er mikilvæg, hún er númer eitt, tvö og þrjú. Ásta Sigrún helgadóttir Tók við starfi umboðsmanns skuldara eftir að Runólfur Ágústsson lét af því. myNd róbert reyNiSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.