Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Page 38
60 ára á föstudag
38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 6. ágúst 2010 föstudagur
Kristján Sigurður
Elíasson
stýrimaður á Venusi
Kristján fæddist á Siglufirði og ólst
þar upp á Brekkunni. Hann var í
Grunnskóla Siglufjarðar, stund-
aði nám við Stýrimannaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan fiskimanna-
prófi hinu meira 1986.
Kristján hefur stundað sjóinn frá
unga aldri en hann hóf sjómanns-
ferilinn á Hafliða SI 2 um sextán ára
aldur. Hann var m.a. á Stálvík SI-1 og
Siglfirðingi SI-150.
Kristján var skipstjóri á Ögmundi
RE-94 og fyrsti stýrimaður á Sigli
SI-250 og er nú fyrsti stýrimaður á
Venusi HF-51.
Fjölskylda
Kristján kvæntist í Siglufjarðarkirkju
16.9. 1973 Lilju Eiðsdóttur, f. 8.9.
1955, húsmóður. Foreldrar Lilju voru
Ágústa Fanney Lúðvíksdóttir hús-
móðir og Eiður Jóhannesson skip-
stjóri.
Börn Kristjáns og Lilju eru Gott-
skálk Hávarður Kristjánsson f. 22.7.
1973, verkefnastjóri hjá Eimskip, bú-
settur í Reykjavík en kona hans er
Ragnheiður Kristín Vignisdóttir, f.
16.5. 1979 og er sonur hennar Auð-
unn Berg Haraldsson, f. 25.5. 2004 en
sonur Gottskálks er Kristján Elmar
Gottskálksson, f. 26.7. 1998 auk þess
sem dóttir Gottskálks og Ragnheiðar
Kristínar er Gabríela Von Gottskálks-
dóttir, f. 27.5. 2010; Brynhildur Þöll
Kristjánsdóttir, f . 17.6. 1975, fyrrv.
viðskiptastjóri, búsett í Reykjavík en
maður hennar er Skarphéðinn Jónas
Karlsson, f. 7.7. 1974 en dóttir Bryn-
hildar er Telma Dögg Björnsdóttir, f.
1.12. 1996; Eiður Ágúst Kristjánsson,
f. 23.9. 1982, lagermaður hjá ÁTVR,
búsettur í Reykjavík en kona hans
er Fjóla Guðbjörg Traustadóttir, f.
13.12. 1985 og er dóttir þeirra Lilja
Þöll Eiðsdóttir, f. 17.3. 2008.
Systkini Kristjáns eru Árni Þor-
kelsson, f. 20.9.1945 , búsettur á
Siglufirði; Jóna Þorkelsdóttir, f.
1.7.1947, búsett í Grindavík; Þor-
steinn Elíasson, f. 23.8. 1951, bú-
settur í Reykjanesbæ; Rafn El-
íasson, f. 29.7. 1953, búsettur á
Akureyri; Gísli Jón Elíasson, f.
20.2.1956, búsettur á Siglufirði;
Dagmar Elíasdóttir, f. 11.6.1957,
búsett í Hafnarfirði; Heiðar Elías-
son, f. 17.4. 1959, búsettur á Akur-
eyri; Sólrún Elíasdóttir, f. 9.5. 1960,
búsett á Siglufirði; Sigurbjörg Elías-
dóttir, f. 19.12. 1961, d. 12.7. 2008,
var búsett á Siglufirði; Sverrir Gísla-
son, f. 8.2. 1963, búsettur á Siglu-
firði.
Foreldrar Kristjáns voru Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir húsmóðir og
Elías Ísfjörð sjómaður.
60 ára á laugardag
Hanna María fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp, á Sólvallagötunni
og á Austurbrún. Hún varð stúd-
ent frá máladeild MH 1970 og nátt-
úrufræðideild 1971. Hún stundaði
nám í lyfjafræði við HÍ 1971-73,
nam síðan lyfjafræði við Dan-
marks Farmaceutiske Højskole og
lauk þaðan kandidatsprófi 1978.
Hanna María var lyfjafræðing-
ur í Norðurbæjarapóteki og síðan
deildarlyfjafræðingur töfludeild-
ar Lyfjaverslunar ríkisins 1979-83.
Hún var lyfjafræðingur í Holts Ap-
óteki 1983-86, stundaði kennslu
við Lyfjatæknaskóla Íslands 1982-
86, var stundakennari í lyfjafræði
við Hjúkrunarskóla Íslands 1978-
1981 og kenndi verklega lyfjagerð-
arfræði við Háskóla Íslands haust-
ið 1985.
Hanna María var lyfsali í Stykk-
ishólms Apóteki 1986-95, með
lyfjaforða í Grundarfirði og lyfsali
í Apóteki Vestmannaeyja 1995-
2006. Þá varð hún apótekari í
Laugarnesapóteki og er enn sjálf-
stætt starfandi apótekari þar.
Hanna María var gjaldkeri
Lyfjafræðingafélags Íslands 1984-
86. Hún hefur setið í heilbrigðis-
ráði Vesturlands frá 1990 og gegnt
stöðu formanns Apótekarafélags
Íslands frá 1999. Hún var formað-
ur stjórnar Kertaverksmiðjunnar
Heimaey í Vestmannaeyjum 1997-
2006. Hún hefur starfað í ýmsum
nefndum fyrir FKA (Félag kvenna
í atvinnurekstri) og verið rótarýfé-
lagi síðan 1996 og félagi í Zonta-
klúbbnum Emblu, Reykjavík frá
2006.
Fjölskylda
Hanna María giftist 15.6. 1981 Er-
lendi Jónssyni, f. 26.4. 1948, próf-
essor í heimspeki við Háskóla
Íslands. Hann er sonur Jóns Júlíus-
sonar og Signýjar Sen.
Börn Hönnu Maríu og Erlends
eru Jón Helgi Erlendsson, f. 28.2.
1982 en sambýliskona hans er
Martina Vigdís Nardini; Guðberg-
ur Geir Erlendsson, f. 22.3.1986.
Systkini Hönnu Maríu eru Vil-
hjálmur Siggeirsson, f. 8.9. 1951,
viðskiptafræðingur; Jóna Sigg-
eirsdóttir, f. 10.6.1953, hjúkrunar-
fræðingur; Siggeir Siggeirsson, f.
30.9.1959, rafeindavirki.
Foreldrar Hönnu Maríu voru
Siggeir Vilhjálmsson, f. 15.6.1912,
d. 29.9. 1998, stórkaupmaður, og
Sigríður Hansdóttir, f. 6.7. 1916, d.
17.3.2003, húsmóðir
Hanna María
Siggeirsdóttir
lyfsali
30 ára á föstudag
Kristinn fæddist í Reykjavík
og en ólst upp í Kópavogin-
um. Hann var í Þingholts-
skóla og Kársnesskóla, lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Kópavogi árið
2000, stundaði nám í lækn-
isfræði við Háskóla Íslands
og lauk þaðan embættis-
prófi í læknisfræði 2007, og
hefur síðan verið í framhaldsnámi
hérlendis.
Kristinn hefur verið læknir við
Landspítalann frá 2007.
Kristinn æfði og keppti í knatt-
spyrnu og handbolta með Breiða-
blik í flestum aldursflokkum, er
mikill hlaupari og harður Bliki.
Fjölskylda
Eiginkona Kristins er
Sara Hlín Sigurðar-
dóttir, f. 16. 1981, flug-
maður og lögfræðing-
ur.
Sonur Kristins og
Söru Hlínar er Grímur
Logi, f. 9.11. 2006.
Systkini Kristins eru
Björn Þór Hallgrímsson, f. 21.9.
1987, veitingamaður, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Kristins eru Ágústa
Björnsdóttir, f. 22.6. 1955, bú-
sett í Hafnarfirði, og Hallgrímur
Kristinsson, f. 8.7. 1951, d. 1.6.
1994, rennismiður.
Kristinn Logi
Hallgrímsson
læknir í reykjaVík
30 ára á föstudag
Arnar fæddist á Akureyri og ólst
þar upp í Þorpinu. Hann var í Síðu-
skóla og lauk þaðan samræmdum
prófum.
Arnar Þór starfaði hjá Toyota á
Akureyri 1998-2003, vann hjá Ljós-
gjafanum á Akureyri 2003-2006,
starfaði hjá SP-Fjármögnun um
skeið en hefur starfað hjá Verði frá
2009.
Arnar er mikill áhugamaður um
akstur vélsleða og fjórhjóla.
Fjölskylda
Kona Arnars er Arna Arnardótt-
ir, f. 12.4. 1983, starfsmaður Arion
banka.
Sonur Arnars og Örnu er Örn
Kató Arnarsson, f. 14.12. 2005.
Bræður Arn-
ars eru Rún-
ar Þór Sigur-
steinsson, f.
26.1. 1974, við-
skiptastjóri Ís-
landsbanka
á Akureyri;
Hrannar Örn
Sigursteinsson,
f. 23.3. 1979, vélamaður á Akureyri;
Sigursteinn Unnar Sigursteinsson,
f. 21.8. 1986, húsasmiður á Akur-
eyri.
Foreldrar Arnars eru Sigur-
steinn Þórsson, f. 7.11. 1954, bíl-
virki og rafvirki á Akukreyri, og
Margrét Sveinbjörnsdóttir, f. 14.3.
1960, sjúkraliði í Reykjavík.
Arnar Þór
Sigursteinsson
Viðskiptaráðgjafi hjá Verði - tryggingum
Þröstur Sverrisson
húsasmíðameistari og kennari
Þröstur fæddist á Selfossi en ólst
upp í Hafnarfirði til átta ára aldurs
og í Borgarfirði til sextán ára aldurs.
Hann gekk í Lækjarskóla í Hafn-
arfirði, í Kleppjárnsreykjaskóla,
stundaði nám við Héraðsskólann
í Reykholti 1975-76 og lauk þaðan
landsprófi, var á námssamningi hjá
Gunnari Dagbjartssyni húsasmíða-
meistara frá 1981, lauk sveinsprófi í
húsasmíði frá Iðnskólanum í Hafn-
arfirði 1985 og lauk meistaranámi og
öðlaðist meistararéttindi frá Iðnskól-
anum í Hafnarfirði í árslok 1988.
Þröstur hóf síðar nám við KHÍ og
lauk námi sem grunnskólakennari
auk þess sem hann öðlaðist kennslu-
réttindi fyrir framhaldsskóla í tréiðn-
greinum árið 2004.
Þröstur vann að mestu við bús-
törf á unglingsárunum, til dæmis
í Brautartungu í Lundarreykjadal,
sumrin 1973 og 1974 hjá þeim hjón-
um Eðvarð Torfasyni bónda og Guð-
finnu Guðnadóttur og á Skálpastöð-
um í Lundarreykjadal, sumrin 1975
og 1976, hjá hjónunum Guðmundi
Þorsteinssyni og Helgu Bjarnadóttur.
Þröstur vann hjá Trésmiðju Björns
Ólafssonar 1976-77, hjá Útihurðum
hf. 1977-78, hjá Sævari Gunnlaugs-
syni húsasmíðameistara 1978-81,
var á samingi hjá Gunnari Dagbjarts-
syni húsasmíðameistara og starfaði
hjá fyrirtæki hans, Þrídrangi hf., til
1984, vann síðan um tíma hjá tveim-
ur aðilum, fyrst Kristjáni Finnssyni
húsasmiðameistara og svo hjá Virki
sf., starfaði hjá verktakafyrirtækinu
Byggðaverki 1985-89.
Vorið 1989 tók Þröstur við starfi
mælingafulltrúa hjá Félagi bygg-
ingariðnaðarmanna í Hafnarfirði
og gegndi því starfi til hausts 1994,
ásamt því að gegna hinum ýmsu
trúnaðarstörfum fyrir félagið.
Hann var sjálfstætt starfandi
sem húsasmíðameistari 1994-96,
var sölumaður og síðan sölustjóri
hjá glerverksmiðjunni Öspan ehf. í
Kópavogi 1996-2002, kenndi hönn-
un og smíði við Víkurskóla 2003-
2006 og við Engidalsskóla í Hafnar-
firði 2006-2007 en hóf þá störf hjá
Verksýn, fyrirtæki sem sérhæfir sig í
umsjón, eftirliti og ráðgjöf varðandi
viðhald húsnæðis, og hefur starfað
þar síðan.
Þá hefur Þröstur kennt í Meistara-
skólanum við Tækniskóla Íslands sl.
tvö ár.
Fjölskylda
Þröstur hóf sambúð 1980 með Sigríði
Maríu Jónsdóttur, f. 9.4.1963, skóla-
liða. Þau giftu sig á gamlársdag 1988.
Sigríður María er dóttir Jóns Egils
Sigurjónssonar járniðnaðarmanns
og Jóhönnu Gísladóttur, starfsstúlku
á Hrafnistu.
Börn Þrastar og Sigríðar eru Mar-
ín Þrastardóttir, f. 2.1. 1982, grunn-
skólakennari í Svíþjóð en maður
hennar er Christian Vilppola; Fjöln-
ir Þrastarson, f. 29.5. 1990, nemi í
húsasmíði en unnusta hans er Ingi-
björg Sigurðardóttir; Sverrir Þrast-
arson, f. 11.3.1998, grunnskóla-
nemi.
Systkini Þrastar eru Fjölnir Sverr-
isson, f. 26.11.1961, garðyrkjumaður
í Svíþjóð; Dagný Sverrisdóttir, f. 14.6.
1964, röntgentæknir í Hafnarfirði;
Alvar Sverrisson f. 18.9. 1971, starfs-
maður Icelandair, búsettur í Hafnar-
firði.
Foreldrar Þrastar eru Sverrir Val-
garður Guðmundsson og Hulda
Þórðardóttir. Þau eru bæði kenn-
arar. Þau hófu búskap á Selfossi og
hafa síðan verið búsett í Hafnarfirði,
Borgarfirði, Kjós og nú síðast aftur í
Hafnarfirði.
Ætt
Sverrir Valgarður er sonur Guð-
mundar Ágústs Jóhannessonar og
Þuríðar Sigurðardóttur.
Hulda er dóttir Þórðar Runólfs-
sonar, bónda í Kvíarholti í Holta-
hreppi, og Margrétar Filippíu Kristj-
ánsdóttur húsfreyju.
50 ára á föstudag