Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Qupperneq 49
föstudagur 6. ágúst 2010 umsjón: páll svansson palli@dv.is tækni 49
Evrópubandalagið, Rússar og Japanir eru að taka við því forystuhlutverki í geimnum
sem Bandaríkjamenn hafa haft hingað til. Alþjóðageimstöðin leikur enn lykilhlutverk
í geimferðum og erfitt að spá fyrir um framtíð geimferða þegar hún verður óstarfhæf.
Forystuhlutverki Banda-ríkjamanna í geimnum er að ljúka ef fram held-ur sem horfir. Geimskutl-
ur NASA eru að syngja sitt síðasta og
verður lagt á næsta ári og lítill áhugi
er vestanhafs til að fjármagna önnur
verkefni en þau sem lúta að Alþjóða-
geimstöðinni næstu árin.
Geimstöðin, sem er samvinnu-
verkefni Evrópumanna, Banda-
ríkjamanna, Rússa og Japana, var
upphaflega ætlaður líftími til árs-
ins 2015 en sá líftími hefur nú ver-
ið lengdur til ársins 2020 þrátt fyrir
að búast megi við síauknu viðhaldi
og bilunum. Um síðustu helgi gaf sig
til dæmis pumpa í kælikerfi stöðvar-
innar en þeir geimfarar sem í stöð-
inni eru (þrír Bandaríkjamenn og
þrír Rússar) eru þó ekki í neinni
hættu að sögn NASA. Undanfarin ár
hafa geimskutlurnar flutt nánast alla
mögulega varahluti upp til stöðvar-
innar og komið þeim fyrir utan við
geimstöðina. Fjórar varapumpur
eru til staðar og þurfa geimfararnir
að fara tvær ferðir út fyrir stöðina á
dag til að klára viðgerðir á kælikerf-
inu.
Geimskutluþjónusta
Í júlí var lögð fram bráðabirgðatil-
laga í þinginu sem fól í sér að hætt
yrði við áætlun um mannaðar ferðir
til tunglsins á vegum NASA og fjár-
magni yrði frekar beint í að örva svo-
kallað „Human Spaceflight Program“,
verkefni sem er ætlað að fjárfesta í
bandarískum hátæknifyrirtækjum
með það að markmiði að koma á fót
nokkurs konar geimskutluþjónustu
og örva um leið bandarískan efna-
hag. Bandaríkjamenn eru ekki beint
hrifnir af því að verða háðir ESA
(European Space Agency) næstu
árin vegna flutninga til geimstöðv-
arinnar. Alþjóðageimstöðin er lykil-
atriði í þessu verkefni og ef hún yrði
óstarfhæf væri nánast öll geimferða-
áætlun Bandaríkjamanna komin á
hliðina um ókomin ár.
Óhappasaga
NASA byggði allt í allt fimm
geimskutlur, Columbia, Challeng-
er, Discovery, Atlantis og Endeavo-
ur en Columbia var sú fyrsta sem fór
á sporbaug um jörðu, í apríl 1981.
Þrjár skutlanna eru enn til, tvær
þeirra sprungu í loft upp. Challenger
fórst í flugtaki árið 1986, í tíundu ferð
sinni, og með henni sjö geimfarar.
Columbia fórst síðan árið 2003 þeg-
ar hún kom aftur inn í lofthjúp jarðar
og með henni sjö manna áhöfn. Nið-
urstöður rannsókna á þessum harm-
leikjum leiddu í ljós að sá gífurlegi
þrýstingur sem lagður var á NASA
um að standast áætlanir hafði dregið
verulega úr hæfni stofnunarinnar til
að meta þær hættur sem fylgja geim-
ferðum.
palli@dv.is
ÓljÓs Framtíð
geimferða
Geimskutlan phoenix Phoenix er enn á tilraunastigi en hún er byggð af Þjóðverj-
um og gæti orðið ein af framtíðargeimskutlum Evrópsku geimferðastofnunarinnar
(EsA).
atlantis Geimskutlan
séð út um einn af glugg-
um geimstöðvarinnar.
Vefrisinn Google gefst ekkert upp þótt á móti blási:
inn á samskiptamarkaðinn
Google-vefrisinn hefur samkvæmt
óstaðfestum heimildum keypt net-
leikjafyrirtækið Slide fyrir um 228
milljónir Bandaríkjadala. Slide hefur
sérhæft sig í leikjum fyrir samskipta-
síður (gerði meðal annars SPP Ranch
fyrir Facebook) og velta menn nú fyrir
sér hvort Google ætli að stíga enn eitt
skrefið inn á þann markað. Að auki
keypti vefrisinn fyrir skömmu hluta-
bréf fyrir um 150 milljónir Bandaríkja-
dala í Zynga, einu stærsta netleikjafyr-
irtæki í heimi.
Í febrúar ýtti Google úr vör Buzz,
samskiptakerfi sem er samofið Gma-
il-póstþjónustu fyrirtækisins og gerði
notendum Gmail kleift að deila inn-
an ákveðins hóps stöðuskilaboðum,
ljósmyndum, kvikmyndum og öðrum
upplýsingum, svipað því sem sam-
skiptasíður eins og Facebook bjóða
upp á. Ekki liðu þó nema nokkrir dag-
ar þar til samskiptakerfið var nánast
skotið í kaf af almenningi sem þótti
friðhelgi sín fótum troðin og Buzz náði
aldrei að festa rætur meðal notenda
Gmail. Þetta var þó síður en svo fyrsta
tilraun Google inn á þennan markað
en árið 2004 setti fyrirtækið á laggirn-
ar orkut.com, samskiptasíðu sem náði
töluverðum fjölda notenda í Brasilíu,
Indlandi og Eistlandi. Heildarfjöldi
virkra notenda orkut.com telur nú
um hundrað milljónir á heimsvísu en
Google virðist vera nær ómögulegt að
ná fótfestu meðal Bandaríkjamanna
og Evrópubúa sem flestir hverjir nota
Facebook og Twitter.
Fyrirtækið er þó ekkert á því að gef-
ast upp en í gegnum tíðina hafa fjöl-
mörg tilraunaverkefni þess verið sett
til hliðar og önnur ný tekið við.
spp Ranch frá slide Leikurinn felst í því að rækta sýndardýr á bændabýli og koma
þeim síðan á markað.
netleikir
og blogg
Samkvæmt nýjustu tölum frá grein-
ingarfyrirtækinu Nielsen fer nú
fjórðungur þess tíma sem Banda-
ríkjamenn eyða fyrir framan tölvur
sínar í það að spila netleiki og skoða
samskipta- og bloggsíður. Aukning-
in í notkun samskiptasíðna nemur
heilum 43 prósentum á aðeins einu
ári. Notkun farsíma í stað tölva til að
opna og senda póst hefur einnig stór-
aukist en tæp 42 prósent þess tíma
sem almenningur notaði farsíma sína
fór í póstsamskipti.
japanskt
sÓlar-
hjÓl
Þetta nýstárlega japanska vélhjól
nær 72 km hámarkshraða á klukku-
stund sem flestum þykir eflaust ekki í
frásögur færandi nema fyrir þá stað-
reynd að hjólið er knúið af sólarorku
og nær að ferðast um 220 kílómetra
leið á fullri hleðslu. „Solar Bike Fujin”
eins og hjólið nefnist er hannað af
japanska vélaverkfræðingnum Yama-
waki og gæti hentað prýðisvel hér
á landi yfir sumarmánuðina þegar
dagsbirtu nýtur við meirihluta sólar-
hringsins.
explor-
er 9 beta
Hægt verður að sækja beta-útgáfu
af Internet Explorer 9, netvafra Mic-
rosoft, í september næstkomandi en
útgáfu vafrans hefur verið beðið með
nokkurri eftirvæntingu, ekki síst af
vefhönnuðum sem vonast til að loks
náist viðunandi samhæfing meðal
stærstu netvafranna. Ekki er búist við
að endanleg útgáfa vafrans líti dags-
ins ljós fyrr en á næsta ári.