Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Page 50
50 lífsstíll umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 6. ágúst 2010 föstudagur
sólbruna-
smyrsl
Ekkert er verra en að brenna í sterkri
sumarsólinni. Hér er uppskrift að
einföldu og áhrifaríku smyrsli sem
auðvelt er að gera.
n 5 msk. Aloe Vera-safi
n 1 egg
n 1/2 tsk. sítrónusafi
n 3 tsk. sykur
n 1 1/2 tsk. hrein jógúrt
n smávegis maizenamjöl (ef þarf að
þykkja blönduna)
Byrjað er á þeyta saman Aloe Vera-saf-
anum og eggi með gaffli þar til blandan
er jöfn. Blandið síðan sykrinum saman
við og hrærið þar til hann er uppleystur.
notið aðra skál til að hræra jógúrt í þar til
hún þynnist og bæta henni svo saman við
blönduna. Ef blandan er ekki nógu þykk til
að haldast á húðinni þá er tilvalið að bæta
smá maizenamjöli út í hana. Kælið blönd-
una í ísskáp. smyrjið svo á sólbrennda húð
og látið liggja á eftir þörfum. Þvoið af með
volgu vatni og mjúkum klút.
Kartafla
við baugum
Erfitt getur ver-
ið að losna við
dökka bauga
og þrútin
augu. Svefn
er oft talin
góð lausn en
stundum nægir
hann ekki einn og sér. Mörg
rándýr krem eru til sem eiga að
draga úr baugunum en sjaldnast
virka þau að viti. Leitið ekki langt
yfir skammt því kartöflur munu
vera góðar í baráttunni við baug-
ana. Gott er að skera kartöfluna í
þunnar sneiðar og leggja yfir aug-
un. Einnig er hægt að skera hana
niður með rifjárni og setja í grisju
yfir augun. Kartöflur eru sagðar
lýsa húðina undir augunum og
minnka þrotann. Hvort það virk-
ar skal ósagt en það sakar ekki að
prófa!
Eldhús-
sKápa-
sKrúbbur
Það þarf ekki alltaf rándýrar
snyrtimeðferðir til að gera húð-
ina fína. Stundum er nóg að kíkja
í eldhússkápana því þar er ýmis-
legt að finna sem hægt er að nota
til að búa til góðan andlitsskrúbb.
Þessi skrúbbur er einfaldur, fljót-
gerður og virkar vel.
n 1 msk. matarsódi
n 1 msk. hunang
n 1 msk. ólífuolía
Blandið hráefnunum saman í þykkni.
makið yfir hreint andlit. Ef blandan
dreifist illa þá má bæta smá vatni
út í þykknið. Þegar blandan er
skoluð af andlitinu byrja agnirnar í
matarsódanum að virka. Klárið að
skola af og njótið þess að hafa mjúka
og slétta húð.
Inni á vefsíðunni cosmeticsdata-
base.com er hægt að slá inn nafn á
snyrtivörum til að sjá hversu örugg-
ar þær eru. Það kemur á óvart hversu
mikið af eiturefnum leynast í snyrti-
vörunum okkar. Í flestum snyrtivör-
um eru nefnilega ótal mörg efni sem
ekki eru í öllum tilvikum talin góð
fyrir okkur. Mikið hefur verið fjall-
að um efnið paraben sem leynist í
flestum snyrtivörum. Efnið er tal-
ið geta valdið krabbameini og hefur
meðal annars verið tengt við fjölg-
un á brjóstakrabbameinstilvikum á
undanförnum árum. Er það þá tal-
ið tengjast því að paraben er yfirleitt
að finna í svitalyktareyði. Paraben og
önnur efni sem eru talin hættuleg
og leynast í snyrtivörum hafa verið
tengd við hina ýmsu kvilla nútíma-
mannsins. Það hafa þó ekki komið
fram neinar beinar sannanir ennþá
en margar vísbendingar benda til
skaðsemi þessara efna. Það er alla-
vega áhugavert að athuga málið.
Hægt er að fá paraben-lausar vörur
á Íslandi, meðal annars í Body Shop.
viktoria@dv.is
Hversu öruggar eru
snyrtivörurnar þínar?
Úrval snyrtivara
snyrtivörur innahlda ýmis efni og ekki
öll góð.
poppaðu upp
Við könnumst flestar við að vilja líta vel út þegar við förum út á lífið eða í
fínni boð. Það getur kostað skildinginn að kaupa nýtt dress í hvert skipti og
ekki allir sem hafa efni á því. Hér eru nokkur góð ráð um hvernig má gefa
gömlu fötunum nýtt líf með nokkrum einföldum aukahlutum.
gamla dressið
1. Næla
Oft þarf ekki meira til en eina litla
nælu til að fríska upp á gaml-
an kjól. Hægt er að festa hana
hjá brjóstmálinu eða hvar sem
er. Stundum leynast svona gaml-
ar fallegar nælur hjá mömmum,
ömmum eða frænkum. Annars
er líka hægt að fá flottar nælur í
skartgripabúðum eða jafnvel á
mörkuðum. Einnig er fallegt að
nota nælurnar í klúta eða trefla.
2. Sokkabuxur
Fallegar sokkabuxur gera
heilmikið fyrir gamla kjólinn.
Alls konar litir, mynstur, bara
hvað sem er. Blómasokka-
buxur hafa verið vinsælar í
sumar og gera auðveldlega
nýtt dress úr gamla kjóln-
um. Sokkabuxur kosta mun
minna en nýtt dress og hægt
er að leika sér með mismun-
andi liti.
3. Flottir skór
Hælaháir skór gera hvaða dress sem er
miklu fínna. Ef þú ætlar að fara beint eft-
ir vinnu að fá þér drykk þá er sniðugt að
geyma par af háhæluðum skóm í vinnunni
og þannig geturðu poppað vinnufötin upp á
auðveldan hátt. Maður virkar hærri og flott-
ari í háum skóm en það eru þó ekki allir sem
geta gengið á hælum. Þá er gott að tryggja sér
par af skóm með fylltum botni sem hafa ver-
ið mikið í tísku undanfarið, það er þægilegra að
ganga í þeim en þeir gefa manni samt aukna hæð og reisn í leiðinni.
4. Rauður varalitur
Hljómar kannski ekki sannfærandi en
rauður varalitur getur gert kraftaverk
fyrir útlitið á stuttum tíma. Maður
verður svo sannarlega meira „eleg-
ant“ með rauðan varalit. Allar
helstu dívur fyrri áratuga notuðu
rauða varaliti við svörtu kjólana
sína. Það þarf oft ekki mikið til,
rétti varaliturinn gerir heilmikið til
að tryggja manni nýtt útlit.
5. Hárskraut
Auðveld og falleg leið. Finndu fallega
hárspöng með skrauti eða skreyttan
kamb og gerðu eitthvað nýtt við hárið
á þér. Fallegt er til dæmis að setja hárið
upp og festa kambinn til hliðar – þar sem
hann sést. Ef þú ert handlagin þá er auð-
velt að búa til svona hárskraut sjálf. Þá er
bara að kaupa spöng, kamb eða spennu
og festa á skraut. Ef þú ert ekki handlag-
in þá er hægt að fá hárskraut í mörgum
tískubúðum.
6. Fallegir skartgripir
Nýir eyrnalokkar, fallegt hálsmen eða
armband geta gert mikið fyrir gamla
dressið. Litríkir skartgripir gera heild-
arútlitið glaðlegra. Fallegir eyrnalokk-
ar og hárið tekið upp gefa fallegt sígilt
útlit og síðir eyrnalokkar og slegið hár
gefa frjálslegra útlit. Þó gildir það hér að
minna er meira, það er ekki fallegt að
hlaða of mörgum skartgripum á sig og
líta út eins og illa skreytt jólatré.
7. Hárgreiðsla
Láttu gera eitthvað nýtt við
hárið á þér. Önnur skipt-
ing, greiðsla eða blást-
ur getur breytt útlitinu
heil mikið og forðað þer
frá kjólakaupum. Fléttu-
greiðslur hafa verið mjög
vinsælar undanfarið. Auð-
veld og ódýr aðferð til að
öðlast algjörlega nýtt útlit á
stuttum tíma.
8. Belti
Fallegt belti við gamla kjólinn
getur gert mikið. Falleg belti fást
í flestum búðum og oft er hægt að
fá skemmtileg gamaldags belti í
búðum sem selja notuð föt. Rétta
beltið getur poppað upp gamla
kjólinn á mettíma. Ef þú ert að
fara eitthvað fínt þá er betra að
nota belti sem er mjótt og jafnvel
gyllt eða silfrað. Það gefur fínna
útlit.