Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 2
HRAKTIST FRÁ SÓKNINNI, RÚ- INN ÆRUNNI n Séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri, starfaði í Langholtskirkju árið 1996 þegar Sigrún Pálína Ingvarsdóttir leitaði til hans. Í kjölfarið sendi Ólafur Skúlason út fréttatilkynningu, þar sem Flóki var sagður hafa feng- ið konurnar til að ljúga ofbeldinu upp á Ólaf. Hann segir Karl Sigur- björnsson hafa stutt Ólaf og hefur aldrei treyst honum síðan. Nú sé aftur kominn tími til að gera þessi mál upp. LEYFT AÐ HALDA LÁTLAUST HEIMILI n Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudag að heimila skuli skiptastjóra þrotabús Stefáns Hilmars Hilmarssonar, fjármála- stjóra 365, aðgang að inn- búi Stefáns. Stefán áfrýjaði úrskurðinum til hæstaréttar og er vongóður um að niðurstöðunni verði snúið. Stefán og eiginkona hans, Friðrika, fá að halda því sem telst nauðsynlegt til þess að halda látlaust heimili. Þau munu að öllum líkindum missa málverk eftir Kjarval til kröfuhafa. JÓHANNES KARL KEYPTI GLITNISBRÉF Í HRUNINU n Jóhannes Karl Guðjónsson knatt- spyrnumaður keypti og seldi hlutabréf í Glitni skömmu fyrir hrun og græddi á þeim. Glitnir keypti bréf- in af félagi hans á hærra verði en þau höfðu verið seld á jafnvel þó bankinn hefði verið kom- inn á hliðina. Jakob Valgeir Flosason og Tómas Hermannsson gerðu þetta einnig. Jóhannes segir að viðskiptafélagi hans hafi haft allsherjarumboð til að skuldbinda félagið og að hann hafi ekki komið að ákvörðuninni. 2 3 1 SKIPTASTJÓRI SÆKIR Á HEIMILI STEFÁNS OG FRIÐRIKU: mánudagur og þriðjudagur 23. – 24. ÁgÚST 2010 dagblaðið vísir 96. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 fréttir „KARL BIRTIST MÉR SEM ALLT ANNAR MAÐUR“ INNBÚIÐ TEKIÐ AF ÞEIM brÚðkaUP aNítU brieM: „allir með tárin í augunum“ fólk sigrÚN PálíNa: n Segir hann hafa þrýSt á Sig að þegja n „ég hef aldrei treySt honum eftir þetta“ Chelsea: 29-0 í SíÐUSTU FIMM LEIKjUM Sport ÓTTAST SPRENGI- HÆTTU n af gaSfélagi Bjarna ármannS ÞEGAR ÁFENGI DREPUR úttekt fréttir n fyrrVerandi fjármálaStjóri BaugS SViptur eigum SÍnum n fá að halda „látlauSt“ heimili n flutti húSið á móður SÍna n „Vona að þeir Snúi þeSSu Við“ n „alltaf erfitt fyrir fólk að takaSt á Við SVona“ vitNað UM aðild sigUrðar eiNarssoNar: þeSS Vegna er hann grunaður fréttir Séra Flóki hraktiSt úr kirkjunni: miðvikudagur og fimmtudagur 25. – 26. ÁgÚST 2010 dagblaðið vísir 97. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 fréttir EINS OG GLÆPA- SAMTÖK Ósætti við nágranna: fólk FREKAR VÉLAR EN LÍFVERUR ErlENt n Stóð mEð SigrÚNu PÁlÍNu gEgN ólafi SkÚlaSYNi n „StuNdum lEið mér EiNS og ég væri komiNN iNN Í glæPaSamtök“ n „kallað Á Eftir mér og Hrækt Á mig“ n „SPilliNg“ iNNaN kirkJuNNar n „NÚNa Er komiNN tÍmi Á HrEiNSuN“ n trEYStir Ekki karli GLITNIR BORGAÐI ALLT FYRIR BJARNA n lJÚft lÍf Í NorEgi M Yn d r Ó be rt r eY n is sO n ENdINGAR- BESTU FAR- TÖLVURNAR kEYPti Í glitNi rétt fYrir HruN n „ég taPaði,“ SEgir JóHaNNES karl fréttir alHeiMUrinn: bretland: ÍSLENSKUR KÚLULÁNÞEGI Í EFTIRLITIÐ fréttir STARFSMENN MERKTIR MEÐ LÍMMIÐUM álverið á grUndartanga: NEYtENdur fréttir ÞÓRUNN FLYTUR MEÐ HUNDANA jóhannes karl keypti glitnisbréf í hruninu 2 fréttir 25. ágúst 2010 miðv ikudagur Félag í eigu Jóhannesar Karls Guð- jónssonar, knattspyrnumanns hjá Huddersfield Town, keypti og seldi umtalsvert magn hlutabréfa í Glitni banka rétt fyrir hrun bankans haust- ið 2008. Þetta kemur fram í yfirliti frá Glitni yfir viðskipti bankans með hlutabréf í sjálfum sér frá því í maí 2008 fram að hruninu í september sem DV hefur undir höndum. Heima- síðan Wikileaks lét DV fá yfirlitið um þessi eigin viðskipti bankans en bók- in sem hýsti þessi viðskipti var kölluð „Bók 1000“ hjá Glitni. Í yfirlitinu er fjallað um kaup og sölu Glitnis á eigin hlutabréfum á um- ræddu tímabili og kemur meðal ann- ars fram í því sú sala á hlutabréfum til lykilstarfsmanna bankans sem fram fór í maí 2008. Nokkra athygli vekur í yfirlitinu að í flestum tilfellum er mót- aðili Glitnis í viðskiptunum yfirleitt bankinn sjálfur, starfsmenn hans eða viðskiptavinir sem, eins og síðar hefur komið fram, voru í eignastýringu hjá bankanum. Glitnir virðist því í flest- um tilfellum hafa verið að eiga við- skipti við sjálfan sig með bréf í sjálfum sér á umræddu tímabili. Bréfin seld á hærra verði Félag Jóhannesar heitir JH Trad- ing en hann er ennþá skráður fyr- ir því ásamt Hlöðver Geir Tómassyni hugbúnaðar sérfræðingi. Jóhannes og Hlöðver eiga helmingshlut í félaginu hvor. Í yfirlitinu frá Glitni kemur fram að Glitnir hafi selt JH Trading 24,5 milljónir hluta í Glitni þann 23. sept- ember 2008 og er söluverðið skráð sem „3,64 E + 0,8“. Þremur dögum síð- ar, þann 26. september 2008, kaup- ir Glitnir svo nákvæmlega eins mikið magn bréfa í bankanum af JH Trad- ing og greiðir fyrir þau hærra verð en bankinn hafði selt þau á nokkrum dögum áður. Kaupverð Glitnis á bréf- um JH Trading er þar skráð sem „3,85 E + 0,8“. Athygli vekur að þetta var degi eftir að þáverandi stjórnarformaður Glitnis, Þorsteinn Már Baldvinsson, fór þess á leit við Seðlabanka Íslands að hann veitti Glitni 600 milljóna evra lán til að hann gæti staðið í skil- um með skuldbindingar sínar og ein- ungis þremur dögum áður en tilkynnt var að íslenska ríkið myndi yfirtaka 75 prósent eignarhlut í Glitni. Bréf JH Trading í Glitni voru því keypt á þessu hærra verði þrátt fyrir þessa þróun og yfirvofandi fall bankans. Í yfirlitinu kemur fram að sams konar viðskipti áttu sér stað á milli Glitnis og tveggja þekktra viðskipta- vina bankans, Tómasar Hermanns- sonar bókútgefanda og Jakobs Val- geirs Flosasonar, útgerðarmanns í Bolungarvík, sem kenndur er við Stím, á dögunum fyrir yfirtöku Glitn- is. Þann 19. september keypti eignar- haldsfélag Tómasar 28 milljón hluti í Glitni af Glitni og seldi bankanum þá svo fjórum dögum síðar á hærra verði. Þann 22. og 25. september gerði eignarhaldsfélag Jakobs Val- geirs, Ofjarl, slíkt hið sama en einnig þá fékk félagið meira fyrir bréfin frá Glitni en greitt hafði verið fyrir þau. Glitnir tapaði því á öllum þessum viðskiptum á þessum tíma og verð- ur ekki séð að þau hafi þjónað hags- munum bankans nema að því leyti að með þeim komst hreyfing á við- skipti með bréf bankans og svo virt- ist sem framboð væri eftir bréfum á markaði. Hlutabréfaverð í Glitni hafði farið hríðlækkandi frá því að það náði hámarki í kringum 30 á hlut um sumarið 2007 og verður því að telja sérstakt að Jóhannes, Tóm- as og Jakob Valgeir hafi keypt bréfin á þessum tíma og enn sérstakara að Glitnir hafi greitt meira fyrir bréfin en þau voru seld á. Segist ekki hafa komið að viðskiptunum Jóhannes Karl segir aðspurður, í spjalli frá Bretlandi, að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að kaupa bréfin í Glitni á þessum tíma heldur viðskiptafélagi hans, Hlöðver Geir, sem hafi haft allsherjarumboð fyrir hans hönd til að skuldbinda félag- ið. „Ég hef voða lítið getað verið með puttana í mínum viðskiptum heima á Íslandi út af minni vinnu hér úti,“ segir Jóhannes Karl. Hann segist hafa vitað af því á sínum tíma að félagið hefði keypt hlutabréfin í Glitni en að ákvörðunin hafi ekki verið hans. Jó- hannes segist ekki vita hvernig hluta- bréfakaupin í Glitni voru fjármögn- uð. Staða JH Trading í dag er á þann veg að félagið tapaði 70 og 88 millj- ónum króna árin 2008 og 2009, sam- kvæmt ársreikningum fyrir þessi ár, og er eiginfjárstaðan neikvæð. Í skýringum með ársreikningunum kemur fram að efast sé um rekstr- arhæfi félagsins vegna skuldastöðu þess gagnvart Glitni banka en í árs- reikningi síðasta árs kemur fram að þessir skuldir nema meira en 210 milljónum og að þær séu tilkomnar vegna uppgjörs á gjaldmiðlaskipta- samningum við Glitni. Félagið er því tæknilega gjaldþrota. Þar er einnig tekið fram að félagið hafi fjárfest fyr- ir 364 milljónir í hlutabréfum í félög- um og selt hlutabréf fyrir 384 millj- ónir árið 2008. Hugsanlegt er að hluti þessa hagnaðar sé tilkominn vegna sölunnar á Glitnisbréfunum. Aðspurður hvort hann hafi ekki tapað fjármunum á félaginu segir Jó- hannes Karl að vissulega hafi hann gert það. „Jú, jú, ég tapaði á þessu fé- lagi, tryggingum og öðru slíku. Þetta er ekki allt saman tekið út með sæld- inni,“ segir Jóhannes en meðal þess sem hann segir að hafi komið sér illa fyrir félagið er að það tók þátt í skulda- bréfaútboði í gegnum Glitni sem síð- ar hafi „farið til fjandans“. Viðskipti þessara þriggja aðila með bréfin í Glitni þetta skömmu fyr- ir hrunið renna því hugsanlega enn frekari stoðum undir þá niðurstöðu sem komist er að um eigin viðskipti Jóhannes Karl Guðjónsson knattspyrnu- maður keypti og seldi hlutabréf í Glitni skömmu fyrir hrun og græddi á þeim. Glitnir keypti bréfin af félagi hans á hærra verði en þau höfðu verið seld á jafnvel þó bankinn væri kominn á hliðina. Jakob Valgeir Flosason og Tómas Hermannsson gerðu þetta einnig. Jóhannes segir að viðskiptafélagi hans hafi haft allsherjar- umboð til að skuldbinda félagið og að hann hafi ekki komið að ákvörðuninni. inGi F. VilHJálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ég hef voða lítið getað verið með puttana í mínum við- skiptum heima á Íslandi út af minni vinnu hér úti. Tölvupóstur Rósants til Lárusar Weldings og fleiri 2. september 2008: „Vil vekja athygli á því að staða bankans í eigin bréf- um er orðin mjög þung og því skynsamlegt að nálgast nýja aðila með það í huga að koma gömlum bréfum í lóg. RMT“ HeiMild: SkýRSla RannSóknaRnefndaR alþingiS Úr skýrslunni Keypti líka bréf Bókaútgefandinn Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu. Grætt á bréfunum félag Jóhannesar karl græddi á viðskiptunum með hlutabréfin í glitni sem félagið hélt utan um. miðvikudagur 25. ágúst 2010 fréttir 3 Glitnis í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis; að starfsmenn eigin við- skipta Glitnis hafi haft óeðlilega að- komu að viðskiptum með hlutabréf í bankanum og að þessi afskipti hafi miðað að því að koma röngum eða misvísandi upplýsingum um stöðu Glitnis út á markaðinn. Viðskiptin foru fram í maí 2008 og er rætt um þau í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og koma þau einnig fram á yfirlitinu frá Wikileaks. Félag Starfsmaður Lánsfjárhæð í milljónum Gnómi ehf Jóhannes Baldursson 782 AB 154 ehf Vilhelm Már Þorsteinsson 787 Strandatún ehf Rósant Már Torfason 782 Margin ehf Magnús Arnar Arngrímsson 787 Einarsmelur 18 ehf Einar Örn Ólafsson 782 HEKT ehf Eggert Þór Kristófersson 510 Langidalur ehf Magnús Pálmi Örnólfsson 519 AB 158 ehf Ingi Rafnar Júlíusson 519 Skebbi ehf Rúnar Jónsson 346 Hlutabréfakaup í Glitni Einn helsti starfsmaður gamla Kaupþings, Guðni Níels Aðal- steinsson, starfar nú fyrir breska fjármálaeftirlitið. Hlutverk Guðna er að fylgjast með lausafjárstöðu breskra banka. Guðni fékk nærri 1.300 milljóna kúlulán hjá Kaupþingi. Samstarfsmað- ur Guðna hjá breska fjármálaeftirlitinu segir hann vera í fríi. Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri fjárstýr- ingar gamla Kaupþings og einn af þeim sem fékk kúlulán frá bankan- um til að kaupa hlutabréf í honum, hefur verið ráðinn sem starfsmað- ur breska fjármálaráðuneytissins (FSA). Í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis kemur fram að við fall bankans hafi Guðni og eignarhalds- félag hans, RST ehf., verið búin að fá nærri 1.300 milljónir króna að láni frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum. Reikna má með að slitastjórn Kaupþings krefji Guðna um þessa fjármuni líkt og aðra háttsetta starfsmenn Kaup- þings. Þessi staðreynd virðist skipta litlu máli fyrir breska fjármálaeft- irlitið þegar það metur hæfi Guðna til að vinna fyrir stofnunina en hún skipti miklu máli þegar hæfi Guðna var metið hér heima á Íslandi. Ís- lenska fjármálaeftirlitið vék Guðna úr skilanefnd gamla Kaupþings í ágúst í fyrra vegna tengsla hans við bankann á sínum en Guðni hafði þá setið í skilanefndinni frá hrun- inu 2008. Nokkrum mánuðum eft- ir þetta réði Guðni sig yfir til breska fjármálaeftirlitsins. Einn af fjórum Guðni Níels var einn af fjórum skilanefndarmönnum sem Fjár- málaeftirlitið vék frá störfum í ágúst í fyrra með þeim rökum að ekki væri lengur þörf á þekkingu þeirra. Svo vildi reyndar til að hinir mennirnir þrír höfðu allir unnið fyrir bankana fyrir hrun. Þeir sem um ræddi auk Guðna voru Ársæll Hafsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri lög- fræðisviðs Landsbankans, Sigur- jón Geirsson, innri endurskoðandi Landsbankans, og Kristján Óskars- son, sem var yfir viðskiptabanka- sviði Glitnis. Líklegt verður því að telja að þrátt fyrir þá ástæðu sem Fjármála- eftirlitið gaf upp hafi helsta ástæð- an fyrir brottvikningu mannanna úr starfi verið þátttaka þeirra í starfi bankannanna fyrir hrun. Heimildir DV herma að Guðni hafi þann starfa innan breska fjár- málaeftirlitsins að fylgjast með lausafjárstöðu breskra banka. Í fríi Þegar DV hafði samband við breska fjármálaeftirlitið til að ræða við Guðna lenti blaðamaður á sessu- nauti Guðna sem sagði að hann væri í fríi. „Hjá Guðna Níels Aðal- steinssyni [...] Hann er í fríi,“ sagði sessunautur Guðna sem ekki gaf upp nafn sitt. Samstarfsmaður Guðna vildi ekki gefa upp hvenær von væri á honum úr fríi og bar því við að það væri trúnaðarbrot ef hann færi að ræða um einkahags- muni samstarfsmanna sinna við blaðamenn. Ljóst er að öfugt við íslenska fjármálaeftirlitið vill það breska nota starfskrafta Guðna þrátt fyr- ir aðild hans að íslenska efnahags- hruninu og tengdum málum. iNGi F. viLhjáLmSSoN fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Hjá Guðna Aðal-steinssyni [...] Hann er í fríi. Frá Íslands til Bretlands Guðni Níels fór frá því að vinna undir íslenska fjármálaeftirlitinu, í skilanefnd Kaupþings, og yfir til þess breska á innan við ári. frá kaupþingi í eftirlitsstörf Verð aðeins 17.950 krónur Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is • Shiatsu nudd • Infrarauður hiti • Titringur • Fjarstýring Fjölnota nuddpúði Opið virka daga frá kl. 9 -18 ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ÞETTA HELST Karl Gústaf Svíakonungur fékk sér sundsprett í Þingvallavatni í ferð sinni til Íslands og skoðaði meðal annars gosstöðvarnar undir Eyjafjallajökli. Konungurinn dvaldi hér í nokkra daga ásamt föruneyti. Hópurinn var við veiðar í Heið- arvatni í Mýrdal. Karl Gústaf missti af tuttugu og fimm punda urriða í veiðiferðinni. HITT MÁLIÐ 2 FRÉTTIR 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 23.750 kr. KONUNGUR SYNTI Í ÞINGVALLAVATNI Karl Gústaf, Svíakonungur, dvaldi hér á Íslandi í nokkra daga við veið- ar. Konungurinn var hér á landi á eigin vegum á meðan hann var í sumarfríi. Hann var eini meðlim- ur sænsku konungsfjölskyldunnar sem kom hingað til lands en hann var hér ásamt föruneyti, lífvörðum og vinafólki, alls átta manns. Talið er að Karl Gústaf hafi síðast komið hingað til lands árið 2004. Veiddi í Heiðarvatni Karl Gústaf kom til landsins um síð- ustu helgi og stóð til að hann héldi utan á ný á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum frá sænska sendiráð- inu. Hann var við veiðar í Heiðar- vatni í Mýrdal en hann hafði næt- ursetu á Hótel Rangá við Hellu. Konungurinn skoðaði sig um, ásamt hópnum, á Suðurlandi og fór meðal annars um gosstöðvarnar undir Eyjafjallajökli. Þar ræddi Karl Gústaf við Ólaf Eggertsson, bónda á Þorvaldseyri. Hann fór einnig til Þingvalla þar sem hann fékk sér sundsprett í norðanverðu vatninu. Veiðiferð hópsins var gjöful. Sá sem stærsta fiskinn veiddi krækti í tuttugu og fimm punda urriða. Karl Gústaf veiddi sjálfur fimm fiska, en enginn þeirra var þó jafnvænn og sá sem minnst er á að framan. Ferðinni lauk síðan í Reykjavík þar sem föruneytið gerði sér glaðan dag og fékk sér meðal annars drykki á veitingastaðnum Austur í Reykja- vík. Langar að koma aftur Björn Erikson, hótelstjóri Hótels Rangár, slóst í för með hópnum hluta af ferðalagi hans, en hann er sjálfur sænskur að uppruna. Hann segir Karl Gústaf hafa skipu- lagt ferðina fyrir um ári síðan. „Það voru rosalega stórir urriðar þarna. Sá stærsti sem ég hef fengið var 27 pund fyrir fimm árum. Karl Gúst- af er mjög ánægður með Ísland og langar að koma aftur. Þarna komu átta strákar saman til þess að veiða og höfðu gaman af. Veðrið var rosa- lega fínt, veiðin góð og náttúran fal- leg,“ segir hann. Björn segir að Karl hafi þó ekki talað um hvenær hann hygðist koma aftur, vegna öryggisreglna konungsembættisins. Verndari Garðarsstofu Áður hefur verið sagt frá því þegar Haraldur fimmti Noregskonungur kom hingað til lands en hann var við veiðar í Vatnsdalsá í Húnaþingi, sömu á og tónlistarmaðurinn Eric Clapton hafði verið við veiðar í skömmu áður. Haraldur kom, líkt og Karl Gústaf, hingað til lands í einkaerindum með vinum sínum. Karli Gústaf hefur verið boðið að vera viðstaddur opnun Garðarsstofu á Húsavík á næsta ári, en hann hefur gerst verndari verkefnisins auk þess sem sænska sendiráðið hefur stutt framgang þess, þar á meðal að gera landnámi Garðars Svavarssonar skil. Á Húsavík hafa einnig verið haldnir sænskir dagar árlega. RÓBERT HLYNUR BALDURSSON blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Karl Gústaf er mjög ánægður með Ísland og langar að koma aftur. Karl Gústaf var í strákaferð Konungsfjölskyldan var ekki með í för í veiðiferðinni. Haraldur veiddi í Húna- þingi Stutt er síðan Haraldur Noregskonungur var við veiðar í Vatnsdalsá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.