Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Page 10
„Það er alveg skýrt að slíkt var ekki
heimilað,“ segir Jón Pétur Jónsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn lögregl-
unnar á Suðurnesjum, um beiðni
starfsmanna ísraelska ríkisins um
heimild til að bera vopn utan flugvél-
ar ísraelskra yfirvalda, sem millilenti
á Keflavíkurflugvelli á sunnudag og
fór aftur á mánudag. DV greindi frá
málinu á miðvikudaginn.
Áhöfnin gisti á Park Inn-hótel-
inu í Ármúla í Reykjavík. Flugvélin
var á leið vestur um haf en frá áhöfn-
inni kom fram beiðni um heim-
ild fyrir vopnaða öryggisverði sem
skyldu gæta vélarinnar á flugvernd-
arsvæðinu. Ríkislögreglustjóri hafn-
aði beiðninni. Gæsla á íslensku flug-
verndarsvæði er á hendi íslenskra
yfirvalda, í þessu tilviki lögreglunnar
á Suðurnesjum.
Ekki vopnaleit
„Þetta er náttúrulega á öryggissvæði,
þetta er öryggismál. Eftirlitsaðilar í
þessu tilviki eru lögregla og tollgæsla.
Nákvæmlega um framkvæmdina er í
sjálfu sér ekkert gefið upp, og er talið
mjög óeðlilegt að gefa slíkt upp,“ segir
Jón Pétur. Aðspurður hvort menn fari í
gegnum vopnaleit áður en þeir koma
inn í landið segir Jón Pétur að í þess-
um tilvikum sé ekki um vopnaeftirlit
að ræða. „Það er alveg tekið fram að
ekki er heimilt að fara vopnaðir inn
í landið. Viðkomandi aðilum er gert
það alveg ljóst að þeim er ekki heimilt
að bera vopn frá borði. Eftirlits aðilar
ganga úr skugga um að það sé ekki
gert,“ segir Jón Pétur.
Mikil leynd
Hann sagðist ekki geta tjáð sig að öðru
leyti um eftirlitið og ekki sagt til um
hvaða menn þetta voru sem dvöldu
hér á landi til að hvíla sig. Samkvæmt
sjónarvottum DV samanstóð ísraelski
hópurinn af tveimur eldri mönnum
og mönnum á fertugsaldri sem allir
voru í mjög góðu líkamlegu ástandi og
afar snyrtilegir til fara.
Flugvélin sem þeir komu í til lands-
ins var geymd á lokuðu svæði á Kefla-
víkurflugvelli samkvæmt heimildum
DV.
Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist
í samtali við DV á miðvikudaginn ekki
geta sagt hvaða menn var um að ræða.
10 fréttir 27. ágúst 2010 föstudagur
birgir olgEirsson
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is
Starfsmenn ísraelska ríkisins sem komu til landsins á sunnudag þurftu ekki að fara í gegnum vopnaleit
er þeir stigu frá borði flugvélar ísraelska ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Var þeim einfaldlega gert að skilja
vopnin eftir í flugvélinni og gengu eftirlitsmenn úr skugga um að þeir færu ekki vopnaðir frá borði.
VILDU VOPNAÐA VERÐI
HJÁ FLUGVÉLINNI
... alveg ljóst að þeim er ekki
heimilt að bera vopn
frá borði.
Ekki heimilað Starfsmennísraelska
ríkisinsmáttuekkihafavopnaða
verðifyrirutanvélinasemmillilentiá
Keflavíkurflugvelliásunnudag.