Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Page 14
14 FRÉTTIR 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR VBS fjárfestingarbanki afhenti Reykjanesbæ, rétt fyrir gjaldþrot bankans, 70 prósent af landinu Hjallar 1. Landið var veðsett fyrir milljarð og samþykkti Árni Sigfússon veðsetninguna með undirskrift sinni. Óljóst er hvort að VBS hafi haft heimild til þess að afhenda Reykjanesbæ landið án þess að bærinn greiddi fyrir það. Veðsetning upp á milljarð situr eftir á 30 prósent landi VBS, sem nú er í eigu ríkisins. Slitastjóri VBS segir að málið verði skoðað. Böðvar Jónsson, formaður bæjar- ráðs Keflavíkur, staðfestir í samtali við DV að 70 prósent lóðarinnar Hjallar 1, sé aftur komin í hendur Reykjanesbæjar. Hann segir Reykja- nesbæ ekkert hafa greitt fyrir lóð- ina, og ekki hvíli lengur nein veð á landinu. Hugsanlegt er að gjörn- ingnum verði rift en ljóst er að kröfuhafar bankans, sem er gjald- þrota, þar á meðal Seðlabanki Ís- lands, eiga kröfu í veðin. 30 prósent byggingarlandsins er að sögn Böðv- ars ennþá í eigu VBS. Milljarða veð- setningin hvílir því áfram á þeim hluta landsins. Ólíklegt er að kröfu- hafar samþykki slíkan gjörning og mögulegt er að afhendingu lands- ins aftur til Reykjanesbæjar verði rift. Hróbjartur Jónatansson, for- maður slitastjórnar VBS, staðfestir að málið verði skoðað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, samþykkti með undirskrift sinni veðsetningu á byggingarlandinu Hjallar 1, upp á milljarð króna þann 22. janúar 2008. Þetta kemur fram á veðskjali sem DV hefur undir höndum. Bygg- ingarfulltrúi Reykjanesbæjar, Ein- ar Júlíusson, skrifaði undir veðskjal sem DV hefur undir höndum, þar sem hann samþykkti veðsetningu lóðarinnar, þann 22. janúar 2008. Þessum gjörningi var þinglýst hjá sýslumanninum í Keflavík þann 24. janúar 2008, eins og fram hefur komið. Í DV á miðvikudaginn var fjallað um að í júní 2006 hafi einkahluta- félagið Toppurinn, innflutningur ehf. og Reykjanesbær gert með sér samkomulag um lóðarleigusamn- ing á byggingarlandinu Hjallar 1, en leigutíminn var 75 ár, frá og með 1. júní 2006. Þann 26. júní sama ár gaf VBS út 200 skuldabréf, að samtals virði eins milljarðs króna, til trygg- ingar á lánum bankans til Toppsins. Eigendur Toppsins, sem eiga sér langa sögu gjaldþrota og vanskila, fengu þannig milljarð króna í lán frá VBS, sem ekki var greitt til baka. Tryggingin fyrir láninu, voru veð í landinu sem Reykjanesbæ hefur aftur verið afhent veðlaust. Á svæð- inu átti að reisa kappakstursbraut- ir og hótelmannvirki. Á veðbanda- yfirliti frá Creditinfo kemur fram að í dag séu Hjallar 1, að 69,67 pró- sentum í eigu Ríkissjóðs Íslands og að 30,33 prósentum í eigu Reykja- nesbæjar. Afhenti landið á síðustu metrunum „Þeir skila bara þarna um það bil 70 prósent af þessum 182 hekt urum sem áður hafði verið úthlutað,“ segir Böðvar Jónsson og bætir við að VBS hafi haldið 50 hekturum og deili- skipulagt þá. Þórólfur Halldórsson, sýslumaðurinn í Keflavík, staðfest- ir að nauðungarsala á landinu hafi farið fram þann 4. september 2008. Salan fór fram vegna vanskila Topps- ins við kröfuhafann VBS, en bankinn var með fyrsta veðrétt og fékk land- ið til sín fyrir tvær milljónir. Bank- inn átti landið þar til nú í mars þeg- ar Reykjanesbæ var aftur afhent það. Sýslumaður staðfestir að til sé þinglýst afsal, þar sem fram kemur að hluti landsins hafi aftur farið til Reykjanesbæjar. Jón Þórisson fyrr- verandi forstjóri VBS kannaðist ekki við afhendingu eða sölu landsins til Reykjanesbæjar þegar DV náði tali af honum, en útilokaði ekki að slíkt hefði átt sér stað. Á þeim tíma sem afhending landsins aftur til Reykjanesbæjar átti sér stað var VBS fjárfestingarbanki í raun tæknilega gjaldþrota. Því er óljóst hvort bankinn hafi í raun haft heimildir til þess að afhenda Reykja- nesbæ landið. DV hefur áður fjallað um slitameðferð bankans, sem hófst í apríl, en þá þegar var staða bankans svo alvarleg að ekki þótti ástæða til að bíða endurskoðunar fyrir síðast- liðið ár áður en óskað yrði slita. Tveir af þremur stærstu eigendum VBS eru Sparisjóður Keflavíkur og Byr. Bæði fjármálafyrirtækin féllu nær ógjald- fær í hendur ríkisins fyrir skemmstu eftir árangurslausa samninga við lánardrottna. Einn af stærstu kröfu- höfum VBS er íslenska ríkið vegna kaupa Seðlabanka Íslands á svoköll- uðum „ástarbréfum“ sem verið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum. Mögulega riftanlegt Aðspurður um það á hvaða forsend- um VBS hafi gefið landið aftur til Reykjanesbæjar segir Böðvar: „Þeir sjá fram á það að 2011 renni veðið út, við sömdum um það að uppbygging- in yrði samkvæmt þeim hraða sem lóðaleigusamningurinn sagði til um og þeir semja um að skila þarna 70 prósentum af landinu og að veðsetn- ingin hvíli áfram á þessum 50 hekt- urum.“ Þá segir hann að VBS, sem nú er í höndum ríkisins, fái tveggja ára viðbótartíma til þess að byggja sinn hluta upp, en ef engin uppbygging verði á landinu þá fái Reykjanesbær þann hluta aftur til baka þann 1. ág- úst 2013, „og veðin falla bara niður“. Ólíklegt er að kröfuhafar VBS, þar á meðal íslenska ríkið, muni sætta sig við að verðmæt veð í stóru bygg- ingarlandi verði felld niður. Því er vel hugsanlegt að samningurinn sem Böðvar vísar í sé riftanlegur. Hró- bjartur Jónatansson, formaður slita- stjórnar VBS, getur ekki tjáð sig um málið en tekur fram að vinna slita- stjórnarinnar felist í því að varðveita eignir, hámarka þær og snúa til baka gerningum sem eru óeðlilegir og skaða kröfuhafana. Hann staðfestir að þetta mál verði skoðað eins og öll stór lánamál bankans, en framkæmd þeirra sé nú til skoðunar. Motopark-skýjaborgin Eigendur Toppsins voru samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2006, og skýrslu stjórnar sem gengið var frá 21. júní 2010, bræðurnir Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson, Vilhjálmur Þór Vil- hjálmsson og móðir þeirra Þórlína Jóna Ólafsdóttir. Eigendur Toppsins voru einnig á bak við einkahlutafé- lagið Iceland MotoPark en markmið þess var að byggja upp aksturssvæði á landi Hjalla, svæðisins sem var veðsett. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fór með framkvæmdastjórn í félag- inu og með honum í stjórn sat faðir hans Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson. Ekkert átti að spara til við uppbygg- ingu svæðisins, sem var hugsað sem keppnis-, æfinga-, og tilraunasvæði þar sem hægt væri keppa í nánast öllum akstursíþróttum. Í frétt á vef FÍB um aksturssvæðið kom fram að þar ætti að rísa lystigarður, hótel, veitinga- og skemmtistaðir, íbúða- byggð og atvinnustarfsemi, eins og til dæmis rannsóknir, kennsla og tækniþróunarvinna. Þá var, samkvæmt frétt Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í heild- arhönnun svæðisins gert ráð fyr- ir kvikmyndahúsum, veitinga- og skemmtistöðum, verslunum og ferðaþjónustu frá svæðinu til ann- arra ferðamannastaða um allt land. Tekið var fram að einn af hönnuðum akstursbrautanna væri Clive Bowen sem hannaði formúlubraut í Dubaí. Þá var því haldið fram að viðræður stæðu yfir við alþjóðlegar hótelkeðj- ur um byggingu og rekstur hótela á svæðinu. Þess má geta að Árni Sig- fússon bæjarstjóri var forstjóri FÍB á þessum tíma. Stofnandi MotoPark var Eldgjá ehf., en það félag er skráð á heimili Vilhjálms og Þórlínu móður hans að Kirkjubraut 7, Reykjanesbæ. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Þeir skila bara þarna um það bil 70 prósent af þessum 182 hekturum sem áður hafði verið úthlutað. Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar Skrifaði undir veðskjalið til staðfestingar á veðunum. Undirskrift Árna Sigfússonar bæjarstjóra fyrir veðsetningu landsins. Undirskrift Einars Júlíussonar byggingarfulltrúa fyrir veðsetningu landsins. MOTOPARK-SKULDIR TIL SKATTBORGARA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.