Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 23
FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2010 ERLENT 23
en það er hægt og verður að gera með
blandaðri aðferð skattlagningar og
reglugerða,“ skrifaði Nóbelshagfræð-
ingurinn Joseph Stiglitz í nýlegri grein
sem birtist meðal annars í Fréttablað-
inu. Hann segir að afnám regluverks
á fjármálamörkuðum heimsins hafi
reynst ömurleg mistök. Nú verði að
regluvæða en ekki með hálfum hug.
„Það þarf ekki að koma á óvart þótt
fjármálageirinn vilji ekki láta koma
taumhaldi á sig. Fyrirkomulagið hent-
aði honum vel eins og það var. Þar
sem lýðræðið er veikt og spilling land-
læg hefur fjármálageirinn úrræði til
að sporna við breytingum. En góðu
heilli hafa íbúar Evrópu og Banda-
ríkjanna fengið sig fullsadda. Stundin
til að koma böndum á markaðinn er
runnin upp. Það er enn margt ógert í
þeim efnum.“
Fimm nýjar leiðir
Til eru þeir sem vilja fara nýstárlegar
leiðir til að skapa hagkerfi sem byggi á
lýðræðislegum gildum samfélagsins.
Katrin vanden Heuvel, blaðamaður
Washington Post, skrifaði nýlega um
fimm leiðir að réttlátara hagkerfi sem
nú sé verið að reyna í Bandaríkjunum.
„B-fyrirtæki“
Fyrirtæki nútímans eiga það sameig-
inlegt að eltast við eitt heilagt mark-
mið: að græða sem mest. Í Banda-
ríkjunum geta hluthafar stefnt
fyrirtækjum ef þeim þykir þau ekki
fara eftir því. Í Maryland hafa ný lög
verið sett sem leyfa fyrirtækjum að
skrá sig sem „B-fyrirtæki“. Fyrirtæki af
þeirri gerð verða bæði að vinna að hag
hluthafanna og stuðla að almanna-
hagsmunum, svo sem minni meng-
un eða húsnæði á raunhæfu verði. Á
meðan fylgist sjálfstæður þriðji aðili
með því að fyrirtækið fari eftir þessum
markmiðum um að bæta almanna-
hag.
Lög um B-fyrirtæki hafa einnig
verið sett í Vermont-fylki og í bígerð
er að koma þeim á í fylkjunum New
York, Pennsylvaníu, New Jersey, Or-
egon, Washington og Colorado.
Bankar fyrir fólkið
„Hundruðum milljarða dala af al-
mannafé var varið í að bjarga bönk-
unum á Wall Street sem hafa þakkað
okkur fyrir með því að halda áfram að
borga starfsmönnum sínum hneyksl-
anlega há laun og bónusgreiðslur án
þess þó að koma hjólunum aftur af
stað,“ skrifar vanden Heuvel en bend-
ir á að einn banki hafi ekki þurft á
neinum björgunarhringjum að halda
frá ríkinu. Það var Norður-Dakóta-
banki, sem er í eigu samnefnds fylk-
is. „Hann var stofnaður árið 1919, lifði
undirmálslánakreppuna og afleiðu-
vandræðin af og hefur fjóra milljarða
dollara í sjóðum sínum til að lána við-
skiptavinum,“ skrifar blaðamaðurinn
frá Washington Post.
DV ræddi á dögunum við Jón
Þór Ólafsson en hann er meðlimur í
vinnuhópi um úrbætur á fjármálakerfi
Íslands og hefur lagt til við borgaryfir-
völd í Reykjavík að þau stofni banka en
hugmyndin er að mörgu leyti sótt til
Norður-Dakótabanka. „Fylkisbanka-
módel Bank of North Dakota hef-
ur tryggt að fylkið er ekki skuldugt og
skilar hagnaði í bankakreppunni,“ seg-
ir Jón Þór. Hann telur að stöðugleiki
náist með fjármálastofnun sem hafi
hagsmuni fólksins í borginni að leiðar-
ljósi. Banki af þessari gerð myndi leið-
rétta óréttlætið sem felist í því að fjár-
magnseigendur njóti meiri réttinda en
venjulegir launþegar. Borgarstjórn-
arflokkur Besta flokksins og Samfylk-
ingarinnar vegur nú kosti og galla
þessarar hugmyndar en samkvæmt
heimildum DV eru nokkrir borgarfull-
trúar mjög spenntir fyrir henni.
Peningar færðir úr
stóru bönkunum
Fjölmiðlakonan Arianna Huffington
hefur stofnað til átaksins „Move Your
Money“ sem miðar að því að neytend-
ur geti látið skoðun sína á stóru bönk-
unum í ljós og haft áhrif á afkomu
þeirra. Með átakinu er fólk hvatt til að
færa sparifé sitt og viðskipti til minni
banka. Mörg verkalýðsfélög hafa farið
sömu leið og hótað að færa lífeyrinn
úr stóru bönkunum ef þeir taka ekki
betur á vandamálum húsnæðislána
sem urðu til í kreppunni. „Verkalýðsfé-
lög geta notað þessa aðferð til að láta
bankana vita að ef þeir hegða sér ekki
á réttsýnan hátt muni þau flytja pen-
inga sína til banka sem hegða sér vel.“
Spilavítið skattlagt
„Braskararnir sem veðjuðu hluta-
bréfum, afleiðum og gjaldeyri í spila-
vítinu á Wall Street voru lykilmenn í
hruni hagkerfisins. Slík skammtíma-
viðskipti gera ekkert gagn en við get-
um haft hemil á þeim með því að
skattleggja spákaupmennsku,“ skrifar
Katrin vanden Heuvel. „Ef við leggjum
25 sent á hver viðskipti myndi það ekki
skipta máli fyrir venjulega fjárfesta en
yrði skammtímafjárfestum til trafala.
Slíkt myndi afla góðra tekna; sam-
kvæmt nýútkominni skýrslu myndi
skatturinn afla 180 milljarða dollara á
ári.“
Þessi hugmynd virðist njóta
stuðnings yfirvalda víða um heim en
Angela Merkel, kanslari Þýskalands
og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands,
styðja hana.
Starfsmennirnir ráði
Fimmta leiðin sem Katrin vanden
Heuvel gerir að umtalsefni í grein
sinni snýr að rétti verkamanna gagn-
vart vinnuveitendum sínum og að
þeirri staðreynd að á meðan mik-
ið atvinnuleysi ríki í Bandaríkjun-
um græði mörg fyrirtæki á tá og
fingri. Í Cleveland hafa verkamenn
stofnað samvinnufélögin Evergreen
Cooperatives. Þar eiga starfsmenn-
irnir saman ýmis fyrirtæki sem rekin
eru fyrir hagnað sem á að dreifast inn-
an nærsamfélagsins. Starfsmennirnir
byggja upp hlut sinn í félögunum en fá
greidd laun á sama tíma.
Fjármálakerfið þjóni
en drottni ekki
„Þeir eiga eftir að taka vel í þessar hug-
myndir sem finnst að fjármálageir-
inn eigi að þjóna hagkerfinu en ekki
drottna yfir því. Þær eru róttækar og
framkvæmanlegar. En til að hægt sé að
nota þær þurfum við að vera ákveðin í
hugsjónum okkar og skipuleggja okk-
ur vel á komandi árum,“ skrifar Katrin
vanden Heuvel að lokum í grein sinni í
Washington Post.
FJÁRMÁLAGEIRINN
ÞJÓNI HAGKERFINU Þeim sem finnst að fjármálageir-inn eigi að þjóna hag-kerfinu en ekki drottna yfir því munu taka vel í þessar hugmyndir.
Lögin hert Obama
setti nýjar reglur fyrir
fjármálakerfið en munu
þær duga? MYND REUTERS
Banki í ríkiseigu Norður-Dakótabanki er
eini banki Bandaríkjanna sem er í eigu hins
opinbera. Hann lifði kreppuna af og hefur ekki
látið bilbug á sér finna í henni. MYND REUTERS
KOMDU Í ÁSKRIFT!
512 70 80
dv.is/askrift
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ