Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Qupperneq 24
24 fréttir 27. ágúst 2010 föstudagur „Hún er algjör himnasending og er bara eins og engill. Sefur og drekk- ur til skiptis,“ segir Petra Sif Gunn- arsdóttir sem eignaðist sitt fyrsta barn þann 29. júlí. Petra Sif og eig- inmaður hennar, Þráinn Brjánsson, glímdu við ófrjósemi og höfðu lengi reynt að eignast barn saman en Þrá- inn á fullorðinn son frá fyrra sam- bandi. Eftir átta tæknifrjóvgunar- meðferðir var ákveðið að reyna með gjafaeggi og það gekk í fyrstu til- raun. Egggjafinn er yngri systir Petru, Íris Rún Gunnarsdóttir. Íris bauð Petru fyrst egg fyrir þremur árum en þá vildu læknar reyna betur með egg Petru. Petra Sif hefur reyndar sex sinnum orðið ófrísk en alltaf misst í upphafi meðgöngu en í hana vant- ar nokkra litninga sem læknar telja mögulega geta valdið fósturmiss- inum. Í eggheimtu náðust tuttugu egg en vegna sýkingar voru aðeins tvö frjóvguð og sett upp. „Auðvitað voru það vonbrigði en maður getur ekki verið annað en sáttur. Við erum mjög ánægð og þakklát,“ segir Petra Sif en þau Þráinn nefndu dótturina Írisi Björk í höfuðið á egggjafanum og systur Þráins. Eins og önnur systkinabörn Íris Rún er einnig himinlifandi með nýju frænkuna og nöfnuna og seg- ist vel geta hugsað sér að gera þetta aftur. „Ég er stundum spurð hvort mér finnist þetta ekki skrítið en svo er alls ekki, hvorki á meðgöngunni né eftir að hún kom í heiminn. Íris Björk er bara eins og önnur syst- kinabörn mín. Mér þykir ofsalega vænt um hana en ég veit að ég á ekkert í henni,“ segir Íris Rún, sem á sjálf tvö börn og er hætt barneign- um. Petra og Þráinn höfðu ekki tekið ákvörðun um hversu oft skyldi reyna með gjafaeggi þar til þau myndu gef- ast upp og snúa sér að ættleiðingu enda reyndist þess ekki þörf. „Petra var alveg viss um að þetta myndi ganga um leið og við fengum gjaf- aegg. Við hefðum viljað skipta yfir fyrr en læknarnir töldu ekki fullreynt með okkar egg. Það var ekki fyrr en við nefndum litningasjúkdóminn sem ákveðið var að skipta,“ segir Þrá- inn og Petra Sif bætir við: „Þetta voru bara mistök. Upplýsingarnar um litningagallann höfðu týnst í skjala- bunkanum og það var asnaskapur í okkur að nefna þetta ekki fyrr. Við héldum bara að læknarnir væru með þetta á hreinu.“ Erfiðleikarnir gleymdir Það er óhætt að segja að Þráinn og Petra séu í sjöunda himni enda margra ára barátta loks á enda. „Þetta ferli tók verulega á en núna er eins og ég hafi gleymt öllum erfið leikunum. Þetta er örugglega svipað og þegar konur fæða, þá er það sárt en þegar barnið er komið gleymist allt,“ seg- ir Petra en Íris Björk var tekin með keisaraskurði. Þráinn tekur undir orð Petru: „Við vorum einmitt að tala um það í gær hvað það virðist núna stutt síðan við byrjuðum að reyna. Það er alls ekki eins og þetta hafi tekið öll þessi ár.“ Þráinn bætir við að það sé ekki svo mikill munur á að eignast barn í dag og fyrir 20 árum. „Ég hef ekki áður eignast stelpu svo það er ólíkt,“ segir hann brosandi. Naut ekki meðgöngunnar Petra Sif segir meðgönguna hafa gengið eins og í sögu. „Það voru bara tvær, þrjár síðustu vikurnar sem voru erfiðar. Svona rétt eins og gengur og gerist. Ég var slæm í baki til að byrja með en eftir að ég hætti að vinna á 25. viku, samkvæmt læknisráði, lag- aðist það. Ég hef alltaf haft of háan blóðþrýsting og blóðsykur en það lagaðist hvort tveggja á meðan ég var ófrísk.“ Petra viðurkennir að hún hafi ekki náð að slaka almennilega á og njóta meðgöngunnar sökum sögu sinnar. „Þetta var áhættumeð- ganga og ég hafði áhyggjur allan tím- ann og náði rétt svo að njóta mín síð- ustu vikurnar. Ég gekk með í slétta 41 viku en þar sem ég fór ekki almenni- lega af stað var ég send í keisara- skurð sem ég var mjög sátt við,“ segir Petra sem vill senda þakkir til starfs- fólks Sjúkrahússins á Akureyri. „Ég er ofsalega þakklát fyrir allt það sem var gert fyrir okkur á þeim tveimur dög- um sem við vorum þarna. Við feng- um frábæra þjónustu þótt það hefði verið brjálað að gera.“ Móðurhlutverkið yndislegt Petra segist hafa verið mun afslapp- aðri gagnvart þessari níundu og síð- ustu meðferð en þeim átta sem á undan voru. „Íris gekk náttúrulega í gegnum það erfiðasta, það var hún sem þurfti að sprauta sig meira og gangast undir eggheimtu. Ég var einhvern veginn miklu kærulausari núna en áður og gerði bara það sem mig langaði til. Áður hafði ég reynt allt sem bauðst en núna pældi ég lít- ið í þessu.“ Aðspurð segir hún móð- urhlutverkið vera jafnyndislegt og hún hafði talið. „Þetta er alveg ynd- islegt en ég er enn að átta mig á því að ég eigi hana. Við þurfum ekki mik- ið fyrir henni að hafa, hún fæddist mannaleg og hefur verið þannig síð- an,“ segir Petra, en Íris Björk var við fæðingu 16 merkur og 54 sentímetr- ar, með dökkt þykkt hár. Aðspurð hvort samband systr- anna sé enn nánara eftir þessa lífs- reynslu horfa þær hvor á aðra og brosa. „Við höfum alltaf verið nán- ar og ég efast um að samband okk- ar gæti orðið betra,“ segir Petra og Íris tekur undir: „Það er notaleg til- finning að hafa gefið þeim þessa gjöf.“ „Mér fannst þetta svo sjálfsagt og myndi gera þetta aftur. Ég veit líka að ef ég væri í þeirra sporum myndu þau gera þetta fyrir mig,“ segir Íris að lokum. Eignaðist barn mEð Eggi systur sinnar Draumur hjónanna Petru Sifjar Gunnarsdóttur og Þráins Brjánssonar varð loks að veruleika í sumar þegar þau eignuðust yndislega stúlku. Hjónin fengu gjafaegg hjá systur Petru og gætu ekki verið hamingjusamari. Egggjafinn fékk litla frænku og nöfnu og er alsæl. iNdíaNa áSa hrEiNSdóttir blaðamaður skrifar: indiana@dv.is Ég er stundum spurð hvort mér finnist þetta ekki skrítið en svo er alls ekki, hvorki á meðgöngunni né eftir að hún kom í heiminn. Falleg ÍrisBjörkkomíheiminnmeðdökkt,þykkthár. MyNd BjarNi EiríkSSoN Nánar systur PetraSifogÍris Rúnsegjastalltafhafaveriðnánar. MyNd BjarNi EiríkSSoN Loksins foreldrar PetraSifsegirmóðurhlutverkiðverajafndásamlegtoghúnhafði taliðenÞráinnáfullorðinnsonfráfyrrasambandi. MyNd BjarNi EiríkSSoN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.