Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 26
Árið 1996 var aðeins fyrir fjór-tán árum en það virðist hafa verið fornöld engu að síður. Fórnarlömb kynferðisbrota
biskups voru hrakin og smáð í stað
þess að vera studd. Þetta hljómar meira
eins og Afganistan en Ísland. Þetta
kennir okkur að stundum finnst okkur
við vera komin lengra en við erum í
raun og veru.
Árið 1989 var kvikmyndin Aft-ur til framtíðar 2 frumsýnd. Í henni ferðaðist Michael J. Fox til ársins 2015 sem kemur
eftir fimm ár. Samkvæmt framtíðarsýn
myndarinnar gátu bílar flogið, hjóla-
bretti svifið og pítsum var stungið inn í
ofn sem stækkaði þær margfalt. Jakkar
þurrkuðu sig sjálfir og svo framvegis.
Þetta rættist ekki en í staðinn er til int-
ernet, farsímar, myndsímtöl, gps-tæki
og fartölvur. Til eru fljúgandi smábílar
en þeir þykja of dýrir og út í hött, rétt
eins og Segway og iPad.
Eftir 14 ár, árið 2024, verð-ur margt breytt. Allir verða með staðsetningartæki á sér. Þannig verður auðvelt að finna
fólk. Sífellt fleiri dvelja í sýndarveru-
leika þar sem þeir öðlast gerviham-
ingju. Fólk lifir tvöföldu lífi. Einhleyp-
um fjölgar, börnum fækkar.
Bankaleynd auðmanna og fyrirtækja verður álitin hið undarlegasta skálkaskjól forn-aldar, óvinur hins upplýsta,
frjálsa markaðar. Fæstir munu nota
einkabíl til samgangna innanbæj-
ar þar sem vitundarvakning verður
orðin um hagkvæmni almennings-
samgangna og stjórnmálamenn leggja
peninga í þær. Í framtíðinni verður litið
á Reykjavík nútímans, með allar sínar
ógeðfelldu umferðaræðar, eins og við
lítum á mengaðar borgir Bretlands í
iðnbyltingunni. Það verður í auknum
mæli álitið heimskulegt að hafa eytt
stórfé í einkabíl í stað þess að stunda
hreyfingu og spara pening. Engir
bensínbílar verða til heldur aðeins raf-
magnsbílar. Fólksflutningar til borg-
arinnar snúast við því sífellt fleiri kjósa
að búa úti á landi í stað fjölbýlishúsa-
hverfa höfuðborgarsvæðisins.
Líkamsræktarstöðvar munu að stórum hluta heyra sögunni til þegar fólk áttar sig á því að það getur hreyft sig hversdagslega
og hlaupið úti í stað þess að borga stór-
fé fyrir að keyra að líkamsræktarstöð
til þess að hlaupa á bretti og lyfta með
einum vöðva í einu. Engin sólbaðsstofa
verður til árið 2024 og engin vídeó-
leiga. Öllum að óvörum verða til bæk-
ur, dagblöð og bíó. Dagblöðin verða
hins vegar líkari nettengdum dúkum
en blöðum. Kirkjum landsins verður
breytt í félagsmiðstöðvar. Í stað presta
verða heimspeki- og sálfræðimenntað-
ir starfsmenn fengnir til að hjálpa fólki
að leita hamingjunnar og bregðast við
áföllum. Og fangar verða ekki vistaðir í
fangelsum lengur. Hinir brotlegu verða
þess í stað sítengdir staðsetningartæki
og upptökutæki sem fylgist nákvæm-
lega með öllum þeirra hreyfingum.
Þegar þeir brjóta af sér verður það birt
á netinu og þá verður nýtt mikilvæg-
asta uppfinning nánustu framtíðar,
„dislike“-takkinn á Facebook.
Spádómurinn „Stundum leið mér eins og ég væri kominn inn í glæpasamtök.“
n Séra Fólki Kristinsson um starfshætti
kirkjunnar á Íslandi. Hann segir kirkjuna skorta
leiðtoga og að tími sé kominn til hreinsunar innan
hennar.-DV.
„Á sonur minn ekki að
eiga rétt á líf- og sjúk-
dómatryggingu?“
n Sunna Albertsdóttir sem fékk ekki að tryggja
sjö ára gamlan son sinn hjá Sjóvá, en hann er
greindur með ofvirkni og athyglisbrest. Hún veltir
því fyrir sér hvort hann muni ekki njóta sama
réttar og aðrir í framtíðinni-Fréttablaðið.
„...ekki verra að fá
einhverjar
prósentur af
þessu.“
n Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafn-
ar, sem tryggði liði sínu sæti í Meistaradeild
Evrópu og þar af leiðandi rúma þrjá milljarða
íslenskra króna.-Fréttablaðið.
„Þeir geta heldur
ekki bætt í
heimilisbók-
haldið tugþús-
undahækkun.“
n Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um að íbúar
borgarinnar geti ekki bætt við sig þeim
tugþúsunda útgjöldum sem hækkun á einu bretti
á gjaldskrá Orkuveitunnar hafi í för með
sér.-Morgunblaðið.
Sama sauðahúsið
Svo virðist sem vandræðagangur ríkisstjórnarinnar eigi sér lítil tak-mörk. Öll helstu mál hennar standa föst vegna innri illdeilna. Það er
einungis að þakka styrk samfélagsins að
ekki er allt í kaldakoli,
beinlínis vegna
stjórnarinnar.
Nýjasta uppá-
koman á stjórn-
arheimilinu
snýst um aðild-
arumsókn að
Evrópusamband-
inu. Báðir stjórn-
arflokkar sam-
þykktu umsóknina
á sínum tíma og
var ákvörðun
þeirra skráð í
sáttmála.
Fyrir lá
að Sam-
fylking
stóð einhuga að umsókn um aðild og hef-
ur á stefnuskrá sinni að Ísland gangi inn
í sambandið. Vinstri grænir hafa aftur á
móti efasemdir um aðildina en hafa þá yf-
irlýstu stefnu að þjóðin eigi að fá að
gera upp hug sinn. Þetta er allt sam-
an fallegt á yfirborðinu og eðli-
legt. En síðan kemur babb í bátinn.
Einstakir þingmenn og ráðherrar
Vinstri grænna treysta ekki leng-
ur þjóðinni til þess að taka um það
ákvörðun hvort Ísland eigi að ganga
í samband Evrópuþjóða. Ráð-
herrann Jón Bjarnason
hefur sett fram þá
kröfu að hætt verði
við aðildarumsókn-
ina. Það kom fram í
morgunþættinum
Í bítið á Bylgjunni
að Pétur Blöndal,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, er
sama sinnis.
Þeir stjórnmálamenn sem vilja svipta
þjóðina þeim rétti að kjósa um aðild eða
ekki eru á lægsta mögulega plani hvað
varðar framkvæmd lýðræðis. Dólgarn-
ir eru sannfærðir um að þjóðinni
sé ekki treystandi til að taka upp-
lýsta ákvörðun. Og þeir vísa til
skoðanakannana sem sýna að
minnihluti þjóðarinnar aðhyll-
ist aðild. Þetta er gróf móðgun
við alla kosningabæra einstak-
linga á Íslandi. Engu skiptir hvort
líklegt sé að menn segi já eða nei
við aðild. Þjóðin á skýlaus-
an rétt á því að greiða
atkvæði um ESB.
Krafa um annað er
vitleysisgangur og
tilhneiging til þess
að sniðganga rétt
almennings. Pét-
ur og Jón eru af
sama sauðahúsi.
reynir TrauSTaSon riTSTjóri Skrifar: Þjóðin á skýlausan rétt á því að greiða atkvæði
leiðari
svarthöfði
bókstaflega
Hinn brúni baggalútur
Í dag er það sagt vera í tísku að bagga.
En iðjan sú arna er fólgin í því að
hnoða munntóbak í vænan bagga
og troða svo bagganum undir efri-
vörina. Einkum eru ungir karlmenn
hér að verki. En ósiðurinn þekkist
þó meðal eldri karla og svo er þessi
slæmska farin að sjást meðal ungl-
inga, jafnvel hjá drengjum. Mér er
tjáð að í nokkrum skólum sé talað
um baggavandamál.
Þeir sem reykja tóbak, lykta eins
og svín, þeir sem taka tóbak í nefið
líta út eins og svín, en þeir sem éta
tóbak þeir eru svín. Eitthvað í þessa
veruna á Gústaf nokkur Adolf, sem
sagður var göfuglyndur konungur í
Svíþjóð, að hafa sagt. Og víst er það
að göfuglyndi yfirvalda verður alla-
jafna í hávegum haft. En um leið
verðum við að skoða grandgæfilega
lesti og misbresti.
Auðvitað þarf þjóðin að rífast
um það hversu mikið sprek á að
fara á bálköst villutrúar og viðbjóðs-
legra hneigða hins hempuklædda
hégóma. Og fólk getur, mín vegna,
haldið því fram að Guð eigi að segja
af sér vegna þess að hann sé ófær um
að gæta þeirra starfsmanna sem mis-
nota ungar stúlkur.
Ég ætla að leyfa öðrum þann mun-
að að bæta gráu á svart í umræðu um
helgispjöll og hrylling hinna svo-
nefndu góðu guðsmanna. Í dag vil ég
krefjast þess að yfirvöld geri eitthvað
í því að hindra aðgang ungmenna að
munntóbaki. BAGGIÐ BURT!
Já, auðvitað má gagnrýna allt kukl
yfirvalda og þeir eru ófáir sem bent
hafa á þá vá sem baggið er. Þetta er
að verða afar þungur baggi og er til-
slökun yfirvalda og forráðamenna
ungviðisins hér fyrst og fremst um
að kenna. Merkileg er sú staðreynd,
að í dag þykir fagnaðarefni hjá ríkis-
valdinu að nú hafi mönnum loks tek-
ist að margfalda sölu munntóbaks.
En fyrir það klink sem inn er komið
þarf að efla forvarnir – ekki seinna en
akkúrat núna. Eins verða foreldrar að
vakna til vitundar um þá vá sem er
komin innúr gættinni.
Ég held að ég sjái ekkert aum-
ingjalegra en unga karlmenn með
úttroðna efrivör af tóbaki. Þetta er
hin versta sjón. Og svo spýta þeir
ófögnuði sínum hvar sem þeim
sýnist að slummu verði við komið.
Kannski má lögurinn, sem ungviðið
spýtir, kallast baggalútur, þar eð lút-
sterkum bagga er skyrpt.
Við ættum kannski að leyfa unga
fólkinu að kíkja á nokkrar velvaldar
myndir af ungum og flottum köpp-
um sem þurft hafa að þola kvöl og
pínu vegna munnholskvilla. Kvilla
sem munntóbak hefur orsakað.
Margt í heimi miður fer
ef málefnin fá núning
því kvalræði vort kannski er
klætt í fagran búning.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Ég held að ég sjái
ekkert aumingja-
legra en unga karl-
menn með úttroðna
efrivör af tóbaki.“
skáldið skrifar
26 umræða 27. ágúst 2010 föstudagur
Daðrað við um-
hverfissinna
n Bréf Kanadamannsins ross Beaty,
aðaleiganda Magma, til katrínar
júlíusdóttur iðn-
aðarráðherra þar
sem hann lýsti
eindregnum vilja
til að selja orku til
umhverfisvænna
verkefna hefur
vakið athygli.
Þykir Suðurnesja-
mönnum, sem
aðhyllast álver við
Helguvík, þeir vera illa sviknir. Meðal
þeirra heyrist það sjónarmið að Beaty
sé að gera örvæntingarfulla tilraun til
að ná hylli umhverfissinna sem hafa
beinlínis hatast við skúffufyrirtækið
í Svíþjóð.
Davíð og Jón Ásgeir
saman
n Þorbjörn Broddason fjölmiðla-
fræðingur er ekki líklegur til vinsælda
á meðal eigenda Fréttablaðsins og
Morgunblaðsins
eftir að hann lýsti
því í samtali við
Pressuna að stöð-
ugur taprekstur
beggja blaðanna
væri vonlaus og
eitthvað hlyti
að láta undan.
Leiddi hann
getum að því að
risarnir á brauðfótunum myndu sam-
einast. Það myndi, eins og staðan er
nú, þýða sameiningu Davíðs odds-
sonar og jóns ásgeirs jóhannesson-
ar sem þykir álíka líklegt og að Ísrael
og Palestína gengju í eina sæng.
spunameistari
biskups
n karl sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands, hefur ekki látið neinn bilbug á
sér finna þrátt fyrir að hafa allar götur
frá því biskups-
málið kom upp í
DV árið 1996 bar-
ist, leynt og ljóst,
gegn meintum
fórnarlömbum
gamla biskups-
ins. Hundruð
hafa snúið baki
við þjóðkirkjunni
undanfarna daga vegna stórundar-
legra viðbragða biskupsins sem ýmist
trúir ásökunum á hendur forvera síns
eða ekki. Einn nánasti ráðgjafi Karls
er séra halldór reynisson samstarf-
maður hans á Biskupsstofu. Talið er
að hann stýri biskupnum í skákinni
við hinar forsmáðu.
Leigupenni í önnum
n Sú aðgerð Björgólfs thors Björ-
gólfssonar útrásarvíkings að opna
heimasíðu þar sem hans sannleikur
kemur fram hefur mistekist ef marka
má viðbrögð
þeirra sem um er
fjallað. Í sumum
málum stend-
ur vart steinn
yfir steini og
einhverjir hefðu
talið betur heima
setið. Launaður
leigupenni Björ-
gólfs, ragnheiður
sverrisdóttir fyrrverandi blaðamaður
Moggans, hefur í nógu að snúast við
að reyna að snúa ofan af allri vitleys-
unni.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
framkvæmdaStjóri:
Bogi örn emilsson
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
erró. gleymd framtíð