Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Qupperneq 33
föstudagur 27. ágúst 2010 úttekt 33
Fórnarlömb ólaFs skúlasonar
Stefanía Þorgrímsdóttir varð fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Ólafs
árið 1963, tólf ára gömul. Þegar hún steig fram og sagði sögu sína í fjöl-
miðlum árið 1996 stóð fjölskylda hennar ekki með henni heldur biskupn-
um. Hún hefur aldrei fyrirgefið kirkjunni þann gjörning að draga hana
inn í lögreglurannsókn fyrir að segja sannleikann. Þetta var sársaukafull
reynsla, bæði fyrir hana og börnin.
Börnin mín fengu að kenna á því
stefanía Þorgrímsdóttir var tólf ára þegar Ólafur Skúlason áreitti hana kynferðislega. Hún var á sundn-ámskeiði og hann var æskulýðs-
prestur með fermingarnámskeið á sama
stað. Þegar málið komst í hámæli var
hún vænd um lygar. Prófastur á Þingeyri
hélt því jafnvel fram að sundnámskeið og
fermingarfræðsla hefðu aldrei farið fram
á sama tíma á Laugum í Reykjadal. Þá var
einnig bent á bréf sem bæði systir henn-
ar og bróðir skrifuðu þar sem þau sögðust
ekki kannast við frásögn hennar.
Af því að fjölskyldan stóð ekki með
Stefaníu heldur Ólafi varð málið enn erf-
iðara og flóknara en ella. Hún er ekki til-
búin til þess að rifja það upp eða fara aft-
ur ofan í gamlan sársauka varðandi þetta
atriði. Engu að síður segir hún þetta af-
skaplega einfalt mál — kirkjan hafi brot-
ið á henni. „Kirkjan braut á okkur með því
að draga taum Ólafs Skúlasonar sem dró
okkur í gegnum ítarlega lögreglurannsókn
og dreifði óhróðri um okkur í fjölmiðlum.
Mér leið mjög illa. Af hverju ætti ég núna,
14 árum eftir þessa meðferð, að rifja aftur
upp þann sársauka sem ég og börnin mín
upplifðum vegna þessa máls?“
Þurftu að horfast í augu við lygarnar
Ólafur brást við ásökunum kvennanna
með því að kæra þær til lögreglunnar fyr-
ir ærumeiðingar. „Það virðist gleymast í
umræðunni núna að það fór fram opinber
rannsókn á þessu máli þar sem saksókn-
ari kallaði 200 manns til vitnis. Það endaði
með því að Ólafi Skúlasyni var ráðlagt að
láta málið niður falla þar sem ekki þóttu
efni til þess að halda því áfram. Það kom
bersýnilega í ljós að við vorum að segja
sannleikann. Ég hnykki á því. Kirkjunnar
menn þurftu að horfast í augu við það að
Ólafur og fleiri höfðu logið. Það er vanda-
mál kirkjunnar. Ekki mitt. Ég botna hvorki
upp né niður í því hvernig hægt er að
horfa fram hjá því í dag. Ákveðnir valda-
menn innan kirkjunnar gátu aldrei sam-
þykkt þessa niðurstöðu.“
Missti barnatrúna
Stefanía var ráðgjafi hjá Stígamótum þeg-
ar mál Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og
Dagbjartar Guðmundsdóttur kom upp
árið 1996. Þar sem hún bjó sjálf yfir þess-
ari reynslu af Ólafi ákvað hún að stíga fram
og segja sögu sína til þess að styrkja þær.
Hún tók sér leyfi frá Stígamótum en sneri
aldrei aftur til starfa. Aðeins einu sinni
hefur Stefanía greint nákvæmlega frá því
sem Ólafur gerði henni — í yfirheyrsl-
um lögreglunnar. Hún ætlar ekki að gera
það aftur. „Það þjónar engum tilgangi.
En hann sýndi af sér perrahátt. Það kom
í ljós að hann var ekki í lagi. Mér varð það
ljóst að hann var perri. Ég slapp vel en mér
leið ekki vel. Þetta var áfall fyrir ungt barn.
Börn gera alveg greinarmun á því hvað
er eðlileg snerting og hvað ekki. Það sem
mér þykir alvarlegast var að þessi maður
í þessu starfi rændi mig barnunga trúnni
á presta og þar með fékk ég efasemdir um
Guð. Ég missti barnatrúna. Hann hrakti
mig frá trúnni því ég missti traust og trú á
kirkjuna.“
Fórnarlömb valdabaráttu
Í fyrstu virtist ekkert styðja frásögn Stef-
aníu. En eins og hún segir er til gott fólk
og vitni gaf sig fram. „Ég mundi ekkert eft-
ir þessu vitni. Það var langt um liðið, ég
var ekki nema tólf, þrettán ára þegar þetta
gerðist. Þessi manneskja vissi meira en ég
hélt. Ég var heppin því hún sannaði vitnis-
burð minn. Prófastur á Þingeyri gekk svo
langt að ljúga því til að það hefði aldrei
verið sundnámskeið á sama tíma og ferm-
ingarfræðsla. Ég veit ekki hvað þeim gekk
eiginlega til því þetta var allt skrásett. En
þess ber að gæta að það var enginn smá-
ræðisæsingur í kringum þetta mál. Við
vorum fórnarlömb valdabaráttu innan
kirkjunnar þar sem svartstakkar tókust á
við Ólaf Skúlason. Þeir höfðu hag af því að
kjafta frá þessum leyndarmálum og sverta
mannorð Ólafs. Hann brást við með því
að ráðast á okkur. Við vorum fórnarlömb
þessara átaka innan ríkiskirkjunnar. Það
er mín skýring.“
Fullkunnugt um sannleikann
Stefanía hafði treyst einum presti fyrir
reynslu sinni og telur að hann hafi sagt til
hennar. „Það getur ekki annað verið. En
hann var eini maðurinn innan kirkjunn-
ar sem rengdi mig ekki. Hann benti mér
líka á að það væri ekki hægt að dæma
eikina út frá skemmdu epli. Kirkjan væri
góð stofnun sem hugsaði um smælingj-
ana í nafni Jesú Krists. Hún væri að vinna
að mannbætandi málefnum.
Ég vona að hún beri gæfu til þess að
hreinsa til hjá sér og moka út sinn flór.
Það hefur aldrei sakað félagasamtök eða
einstaklinga að viðurkenna mistök og
biðjast afsökunar. Þeim er fullkunnugt
um það að þetta er sannleikurinn.“
Börnin fengu að finna fyrir því
Sannleikurinn er sagna sárastur er
stundum sagt. Sigrún Pálína Ingvars-
dóttir segir að prestar hafi reynt að þagga
niður í sér á sínum tíma. En Stefanía seg-
ir að það hafi enginn haft slík afskipti af
sér. „Þeir lögðu ekki í mig, höfðingjarn-
ir. Þú heyrir hvað ég er erfið. En eftir því
sem ég best veit tók Karl Sigurbjörnsson
þátt í þessum aðgerðum. Ég trúi þessum
konum betur en honum.“
Aðspurð gerir hún ráð fyrir því að lög-
maður Ólafs Skúlasonar hafi haft milli-
göngu um það að systkini hennar sendu
bréf þar sem þau sögðust ekki kannast
við frásögn Stefaníu. Lögmaður Ólafs var
nefnilega í kunningsskap við fjölskyldu
Stefaníu. Hún veit þó ekki alla söguna
og getur því ekki sagt nákvæmlega til um
það.
En hún fékk að finna fyrir því. Börnin
hennar líka. „Fólk skiptist í tvo hópa. Við
vorum sagðar geðsjúkar, bilaðar og jafn-
vel lygarar. Mín börn fengu heldur betur
að kenna á því. Fólk veittist að dætrum
mínum hálfuppkomnum og hellti sér
yfir þær. Það virðist vera í mannlegu eðli
að leggjast svo lágt að níðast á börnum
vegna þess hverra manna þau eru þegar
fólk leggur ekki í foreldrana. Ég vildi að
það væri svo gott að þær konur sem fram
komu hafi verið að ýkja eða fara með
rangt mál. En Ólafur hafði þetta óeðli í
sér. Slíkir menn hætta ekki nema þeir séu
stoppaðir af og það greip enginn í taum-
ana á Ólafi.“
Fyrirgefur ekki kirkjunni
„Ég vil ítreka að það kemur enginn
ósærður frá slíkri píslargöngu sem þessi
lögreglurannsókn var, frá fjölmiðlafár-
inu og aðkastinu sem við urðum fyrir frá
fólki. En alvarlegast þótti mér að missa
barnatrúna. Ég hef aldrei fyrirgefið þess-
ari stofnun. Ég veit ekki af hverju ég ætti
að gera það. Ég er sátt við sjálfa mig og
ég er sátt við niðurstöður lögreglurann-
sóknarinnar. Sem betur fer var tekið á
málinu í dómskerfinu en ekki innan
kirkjunnar. Lögreglan tók eiðsvarið vitni
trúanlegt.“
Ólafur SkúlaSon
guðrún ebba
Sigrún pálína
Sr. pálmi
matthíaSSon
n Sigrún Pálína leitar til séra
Pálma Matthíassonar í raun-
um sínum en hann lætur hjá
líða að koma málinu áfram.
Sr. vigfúS
þÓr árnaSon
n Sigrún Pálína leitar til séra
Vigfúsar Þórs Árnasonar sem
lætur einnig hjá líða að koma
málinu áfram. Í framhaldi kærði
Sigrún Pálína séra Pálma til
siðanefndar kirkjunnar.
áSakanir þriggja
kvenna á hendur Ólafi
n Í febrúar 1996 kom fram í DV að Sigrún Pálína hefði kært
séra Vigfús Þór og kvartaði undan Pálma Matthíassyni til
siðanefndar Prestafélags Íslands. Í framhaldinu birtust í
helgarblaði DV ásakanir þriggja kvenna á hendur Ólafi
Skúlasyni biskupi um kynferðislega misnotkun og tilraun
til nauðgunar. Sú eina sem kom fram undir nafni var Sigrún
Pálína Ingvarsdóttir. Allar sögðu þær frá kynferðislegu
ofbeldi þáverandi biskups. Siðanefnd vísaði kæru Sigrúnar
Pálínu á hendur biskupi til stjórnar Prestafélagsins sem tók
þá formlega ákvörðun um að siðanefnd skyldi fjalla um
kæruna.
1994 1995 1996
Ólafur og
preStarnir fimm
n Árið 1996 var haldinn árangurslaus
sáttafundur í Grafarvogskirkju með
Sigrúnu Pálínu og Ólafi Skúlasyni Sigrún
skrifaði fundargerð af þeim fundi
sem hún sendi að honum loknum til
siðanefndar kirkjunnar. Á fundinum voru
séra Vigfús Þór Árnason, Ólafur Skúlason
biskup, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir og
eiginmaður hennar. Á fundinum gekkst
Ólafur ekki við brotunum og að sögn Sigrúnar Pálínu sagði hann frá því
að hann byggi yfir vitneskju um fimm óleyst mál tengdum kynferðis-
brotum innan kirkjunnar. „Því næst sagði hann okkur að hann hefði ofan
í skúffu hjá sér mál fimm presta sem væru ásakaðir um kynferðislega
áreitni og hann hygðist ekki gera neitt við þær ásakanir.“ (Sigrún
Pálina-Vikan, 2. júlí 2009, s. 29).
framhald á
næstu opnu