Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Qupperneq 40
90 ára sl. fimmtudag
40 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 27. ágúst 2010 föstudagur
Ævar Kjartansson
dagskrárgerðarmaður hjá rÚV
Ævar fæddist í Reykjavík en ólst upp
á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA 1971, BA-prófi í
stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands
1977, stundaði nám í hagfræði og
heimspeki við háskólann í Aix-en-
Provence í Frakklandi 1977-79 og
lauk embættisprófi í guðfræði frá Há-
skóla Íslands 2005.
Ævar var kennari við Gagnfræða-
skólann í Neskaupstað 1971-72, við
Menntaskólann í Kópavogi 1976-
77 og Fjölbrautaskólann í Breiðholti
1979-80. Hann var þulur hjá RÚV
1972-73 og í afleysingum næstu ár,
og hefur verið dagsskrárstjóri og dag-
skrárgerðarmaður hjá RÚV frá 1981.
Ævar sat í stjórn starfsmannafé-
lags RÚV og var formaður þess 1984-
85, sat í stjórn Íslandsdeildar Amn-
esty International 1983-89 og var
formaður hennar 1987-88.
Ævar stýrði menningarþættin-
um Víðsjá um árabil en hefur nú um
margra ára skeið séð um viðtalsþætti
á sunnudagsmorgnum á Rás 1 um
trúmál, heimspeki og pólitík.
Fjölskylda
Kona Ævars er Guðrún Kristjánsdótt-
ir, f. 22.8. 1950, myndlistarkona. Hún
er dóttir Kristjáns Friðrikssonar, f.
21.7. 1912, d. 26.4. 1980, iðnrekanda,
og Oddnýjar Ólafsdóttur, f. 6.1. 1920,
húsmóður.
Börn Ævars og Guðrúnar eru Odd-
ný Eir, f. 28.12. 1972, heimspeking-
ur og rithöfundur en maður hennar
er Ófeigur Sigurðsson rithöfundur;
Uggi, f. 26.4. 1974, fornleifafræðingur
og minjavörður Suðurlands, en kona
hans er Guðrún Alda Gísladóttir.
Börn Ugga og Huldu Proppé eru
Ævar og Krummi en dóttir Ugga og
Guðrúnar Öldu er Anna Eir.
Hálfsystkini Ævars, samfeðra:
Hjálmar Bernhard, f. 13.9. 1947, d.
11.5. 2000, trésmiður og bókbindari;
Tómas Már, f. 16.4. 1949, rennismið-
ur; Ingibjörg María, f. 10.6. 1953.
Hálfsystkini Ævars, sammæðra,
eru Sigríður Axels, f. 23.6. 1954;
Trausti Axels, f. 27.8. 1955, prentari.
Fóstursystkini Ævars: Bragi Bene-
diktsson, f. 6.8. 1937; Aldís Pála Bene-
diktsdóttir, f. 8.7. 1940, d.12.7. 2007,
bankastarfsmaður; Sigríður Kristjana
Benediktsdóttir, f. 17.9. 1951, banka-
starfsmaður, Sigurður Axel Bene-
diktsson, f. 19.7. 1955, starfsmaður
Íslensku óperunnar; Sigurður Braga-
son, f. 26.3. 1963, kerfisfræðingur.
Fósturforeldrar Ævars: Benedikt
Sigurðsson, f. 26.9. 1909, d. 22.6. 1990,
bóndi í Grímstungu á Hólsfjöllum, og
Kristín Axelsdóttir, f. 1.8. 1923, hús-
freyja.
Foreldrar Ævars: Kjartan Hjálm-
arsson, f. 7.9. 1920, d. 20.2. 1984,
kennari, og Áslaug Axelsdóttir, f.
16.12. 1927, d. 28.3. 1997, kennari.
Ætt
Kjartan var sonur Hjálmars, mynd-
skera á Blönduósi og síðar í Reykja-
vík, bróður Ingibjargar rithöfund-
ar á Blönduósi. Hjálmar var sonur
Lárusar, b. í Holtastaðakoti í Langa-
dal Erlendssonar, frá Móbergi Guð-
mundssonar. Móðir Lárusar var Sig-
ríður Símonardóttir. Móðir Hjálmars
var Sigríður ljósmóðir, dóttir Bólu-
Hjálmars.
Móðir Kjartans var Anna Halldóra
Bjarnadóttir, b. á Klúku í Bjarnarfirði
Þorbergssonar.
Áslaug var systir Auðar, móð-
ur dr. Axels Björnssonar, prófessors
við Háskólann á Akureyri. Áslaug
var dóttir Axels, b. og kennara á Ási
í Kelduhverfi Jónssonar, b. í Sultum
Egilssonar, b. í Tungugerði og á Ís-
ólfsstöðum á Tjörnesi Stefánssonar.
Móðir Axels var Kristín Stefánsdótt-
ir, b. á Halldórsstöðum í Reykjadal
Björnssonar.
Móðir Áslaugar var Sigríður Stef-
anía Jóhannesdóttir, b. á Sveinsströnd
við Mývatn Friðrikssonar, og Hólm-
fríðar Stefánsdóttur, systur Kristínar
í Sultum.
60 ára sl. fimmtudag
Björn fæddist í Meðalheimi á
Ásum í Austur-Húnavatnssýslu og
ólst þar upp fyrstu átta árin, síðan
á Hofsstöðum í Skagafirði til 1936,
átti heima á Hnausum í Þingi
1936-39 og á Guðrúnarstöðum í
Vatnsdal 1939-41.
Björn stundaði nám við ungl-
ingaskóla hjá séra Þorsteini Gísla-
syni í Steinnesi í tvo vetur og út-
skrifaðist frá Samvinnuskólanum
í Reykjavík 1940.
Björn flutti til Reyðarfjarð-
ar 1941, stundaði afgreiðslu- og
skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Hér-
aðsbúa á Reyðarfirði 1941-46, var
aðalbókari og skrifstofustjóri þar
1947-67, fulltrúi kaupfélagsstjóra
á Reyðarfirði 1967-76 og var deild-
arstjóri Reyðarfjarðardeildar KHB
og fulltrúi á aðalfundum um ára-
bil.
Björn flutti til Hafnarfjarðar
1977 og hefur átt þar heima síðan.
Hann starfaði á endurskoðunar-
skrifstofu SÍS í Reykjavík 1977-89.
Björn sat í hreppsnefnd Reyð-
arfjarðarhrepps 1955-58 og 1963-
74, var endurskoðandi sveita-
stjórnarreikninga 1955 og 1958-63,
hafði umsjón með byggingu fé-
lagsheimilis á Reyðarfirði og var
formaður byggingarnefndar 1952-
55, var bókavörður Lestrarfélags
Búðareyrarþorps 1946-76, sat í
stjórn þess 1943-76, hafði með
höndum framkvæmdir fyrir Bygg-
ingarfélag verkamanna á Reyðar-
firði frá stofnun 1952-74 er lögum
um byggingarfélög var breytt og
sat í stjórn félagsins á sama tíma,
var formaður Ungmennafélagsins
Vals á Reyðarfirði í nokkur ár, sat í
stjórn Ungmenna- og íþróttasam-
bands Austurlands og var fulltrúi
á þingum þess í nokkur skipti, var
endurskoðandi útgerðarfélagsins
Austfirðings hf. meðan það starf-
aði og hafði umsjón með ýmsum
framkvæmdum á vegum sveitarfé-
lagsins, s.s. byggingu barnaskóla.
Fjölskylda
Björn kvæntist 3.3. 1945 Sigrúnu
Jónsdóttur, f. 7.5. 1925, d. 10.4.
1973, húsmóður. Hún var dóttir
Jóns Árnasonar, skipstjóra á Reyð-
arfirði,og Gunnlaugar Ragnheiðar
Sölvadóttur húsmóður.
Börn Björns og Sigrúnar eru
Erna Guðrún, f. 9.2. 1944, kennari
við Ártúnsskóla, gift Ellert Borgari
Þorvaldssyni, fyrrv. skólastjóra og
ráðgjafa, og eru börn þeirra Sigrún
lyfjafræðingur, gift Ágústi Leós-
syni, fjármálastjóra hjá Medis og
eiga þau soninn Arnar Leó, Krist-
ín, leikskólakennari og eru börn
hennar Ellert Scheving nemi, í
sambúð með Sólveigu Magn-
úsdóttur, og tvíburarnir Erna og
Daníel Scheving, Björn Valur, lag-
ermaður en dóttir hans er Aníta
Sól; Eysteinn, f. 26.2. 1954, inn-
kaupastjóri hjá Bóksölu stúdenta;
Hanna Ragnheiður, f. 25.2. 1960,
MA í barnasálfræði og MA í félags-
ráðgjöf, en maður hennar er Haf-
þór Theódórsson stýrimaður og er
sonur hennar Jóhann Birnir Sig-
urðsson nemi.
Systkini Björns: Helga, f. 2.7.
1916, d. 9.9. 2009, húsfreyja að
Hrauni i Ölfusi, var gift Ólafi Þor-
lákssyni, sem einnig er látinn,
bónda og eignuðust þau sex börn;
Brynhildur, f. 4.2. 1918, d. 13.4.
2002, húsfreyja að Hrauni í Ölfusi,
var gift Karli Þorlákssyni bónda
sem einnig er látinn, og eignuð-
ust þau sex börn; Hólmfríður, f.
18.4. 1919, d. 5.8. 1984, húsfreyja
á Vilmundarstöðum í Borgarfirði
og í Reykjavik en sambýlismaður
hennar var Sigurður Geirsson sem
einnig er látinn og eignuðust þau
sex börn; Svanhildur, f. 9.11. 1921,
d. 7.12. 1983, húsmóðir í Þorláks-
höfn, var gift Georg Agnarssyni
bifreiðastjóra sem einnig er látinn
og eignuðust þau átta börn; Gest-
ur, f. 1.5. 1923, d. 13.11. 1997, lög-
fræðingur í Hveragerði og eign-
aðist hann tvö börn; Kári, f. 14.1.
1925, fyrrv. rannsóknarmaður hjá
Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins, búsettur í Hveragerði,
var kvæntur Fjólu Brynjólfsdótt-
ur húsmóður sem er látin, og á
hann eitt fósturbarn; Ásdís, f. 13.9.
1927, kennari í Reykjavík, var gift
Ásmundi Kristjánssyni kennara
sem er látinn og eignuðust þau tvö
fósturbörn.
Foreldrar Björns voru Eysteinn
Björnsson, f. 17.7. 1895, d. 2.5.
1978, bóndi á Guðrúnarstöðum
í Vatnsdal í Austur-Húnavatns-
sýslu, og k.h., Guðrún Gestsdótt-
ir, f. 11.12. 1892, d. 30.8. 1970, hús-
freyja.
Ætt
Eysteinn var sonur Björns Ey-
steinssonar, b. í Grímstungu, og
k.h., Helgu Sigurgeirsdóttur. Guð-
rún var dóttir Gests Guðmunds-
sonar, b. á Björnólfsstöðum.
Björn Eysteinsson
fyrrV. deildarstjóri
Kristinn Helgi Sævarsson
rappari og hljóðmaður
Guðlaugur Eyjólfsson
forstöðumaður hjá símanum
Kristinn Helgi fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í Árbænum. Hann var í
Árbæjarskóla og Selásskóla, stund-
aði nám við Menntaskólann við
Sund um skeið, lauk síðan prófum
í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í
Reykjavík 2001, lauk sveinsprófi í raf-
eindavirkjun 2004 og prófum í hljóð-
upptökustjórnun við SAE-skólann í
New York 2008.
Kristinn starfaði hjá Tæknibæ á
árunum 2002-2004, var hljóðmaður
við Þjóðleikhúsið á árunum 2005-
2006, starfaði hjá Símanum 2007-
2008 og hefur verið hljóðmaður við
sjónvarpsþættina Steindinn okkar á
Stöð 2 frá 2009.
Kristinn hefur rappað frá 2001
með Forgotten Lores en þeir gáfu út
diskinn Týndi hlekkurinn, 2003, og
diskinn, Frá heimsenda, 2006, sem
var tilnefndur til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna. Þá gaf Kristinn út
sólóplötuna Hesthúsið á þessu ári.
Kristinn stofnsetti heimasíðuna
og plötuútgáfuna Coxbutter.com
árið 2008, ásamt tveimur félögum
sínum, en þeir gáfu þar út átta plötur
sem fengu rúmlega tíu þúsund nið-
urhöl á fyrsta árinu.
Þá hefur Kristinn haldið feikivin-
sæl hiphop-kvöld undir nafni út-
gáfusíðunnar á undanförnum miss-
erum.
Fjölskylda
Kærasta Kristins er Ornella Thelmu-
dóttir, f. 9.7. 1989, fyrirsæta og leik-
listarnemi í Kaupmannahöfn.
Systir Kristins er Anna Bára Sæv-
arsdóttir, f. 20.8. 1983, hárgreiðslu-
kona, starfsmaður við leikskóla og
nemi.
Foreldrar Kristins eru Sævar
Magnússon, f. 20.2. 1957, vélstjóri hjá
Jarðborunum, búsettur í Reykjavík,
og Anna Margrét Aðalsteinsdóttir, f.
14.10. 1958, nuddari og sjúkraliði.
Guðlaugur fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Grindavík. Hann var í
Grunnskóla Grindavíkur, lauk stúd-
entsprófi frá Fjölbrautaskóla Suður-
nesja 2001, lauk BA-prófi í uppeld-
is- og menntunarfræði við Háskóla
Íslands, stundaði MA-nám í mann-
auðsstjórnun við Háskóla Íslands.
Guðlaugur starfaði á starfs-
mannasviði hjá Flugmálastjórn 2005
en hefur starfað hjá Símanum frá
2006, fyrst sem deildarstjóri og síðan
forstöðumaður þjónustu.
Guðlaugur hóf ungur að æfa og
keppa í körfuknattleik, hefur keppt
með öllum aldursflokkum Grinda-
víkur og leikið með meistaraflokki
félagsins frá 1996. Hann varð bikar-
meistari 1998, 2000 og 2006.
Fjölskylda
Eiginkona Guðlaugs er Sigríður
Anna Ólafsdóttir, f. 23.7. 1981, ís-
lenskukennari við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Dætur Guðlaugs og Sigríðar
Önnu eru Saga Guðlaugsdóttir, f.
25.8. 2004; Brynja Guðlaugsdóttir,
f. 3.1. 2009.
Systir Guðlaugs er Gígja Eyjólfs-
dóttir, f. 18.4. 1986, nemi í rekstrar-
verkfræði við Háskólann í Reykja-
vík.
Foreldrar Guðlaugs eru Eyjólf-
ur Þór Guðlaugsson, f. 29.7. 1959,
framkvæmdastjóri Reiknisstofu
fiskmarkaðanna, og Sigrún Guð-
ný Jónsdóttir, f. 18.4. 1960, lækna-
ritari.
30 ára á föstudag
30 ára á föstudag