Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Qupperneq 48
Ég fékk ungur áhuga á föt-um og tísku en klæddi mig fyrst alltaf í svart. Þeg-ar ég óx upp úr því og fór að skoða það sem er í boði þróaðist smekkur minn,“ segir Helgi Ómars- son fyrirsæta og áhugaljósmyndari. Helgi hefur alltaf haft áhuga á tísku en hans uppáhaldsmerki er All Saint. „Ég er All Saint-frík. Annars líkar mér við flest vintage – American Appar- ell, Urban Outfitters og svo er hægt að detta á margt flott í H&M.“ Helgi er nýlega fluttur heim frá Danmörku. Aðspurður segir hann tískuna á Íslandi flotta. „Það er svo gaman að fylgj- ast með tískunni fara í endalausa hringi. Ís- lenskir hönnuðir eru að gera ótrúlega góða og flotta hluti og eru að blómstra núna,“ seg- ir hann og bætir við að Mundi og Arndís Ey séu í sérstöku uppáhaldi. „Eins er Sara „Forynja“ að gera geggjaða hluti og strákap- eysurnar hennar Sonju Bent eru geðveikar. Ég get ekki beðið eftir að fjárfesta í einni þeirra.“ Helgi segir eigin stíl rokk- aðan og flippaðan. „Minn stíll er dash af rokki og worn- out-fötum og eins finnst mér gaman að finna flott vintage. Ég er bæði rokkaður og flippaður. Stundum hendi ég mér bara í einhverjar tusk- ur en oftast nenni ég að vera flottur og sætur,“ segir hann og bæt- ir við að hann sé alls ekkert merkjafrík. „Ég elska þegar ég finn ódýr, flott föt sem ég get notað og ég versla óhikað í Rúmfatalagern- um. Auðvitað er gaman að eiga flott merki en hitt er líka æði. Ég fylgist líka vel með útsölunum og geri þá góð kaup.“ Helgi starfar sem áhugaljósmyndari og er þessa dagana að vinna að blaði sem heitir 50+. „Svo fer ég fljótlega til Indlands með Dís Guð- mundsdóttur sem er með Disdis Design og mynda þar fyrir hana. Þaðan fer ég svo til Malasíu að hitta vinkonu mína og þaðan til London þar sem ég ætla að skoða mig um og athuga hvort einhver tækifæri séu á vinnu,“ segir Helgi sem starfar einn- ig sem fyrirsæta. „Ég er svo heppinn að hafa fengið að sitja fyrir og það heillar mig mikið að geta fengið að taka þátt í þessum heimi. Ég vil lifa og hrærast í tískuheiminum og reyna gera eitthvað skemmti- legt úr þessu stutta lífi sem við eigum.“ indiana@dv.is 48 útlit umsjón: Indíana Ása HreInsdóttIr indiana@dv.is 27. ágúst 2010 föstudagur RakaðaR stjöRnuR Söngkonurnar Kelis og Rihanna voru líklega fyrstar til að ríða á vaðið með þessa svölu klippingu sem felst í því að raka undir aðra hliðina en aðrar stjörnur sem hafa fylgt í kjöl- farið eru ungstirnið Willow Smith, R&B-söngkonan Cassie, fyrrver- andi kryddstúlkan Mel B, leikkonan Carmen Electra, söngkonan Eve og brasilíska fyrirsætan Alice Dellal. Úr Mad Men í káp- urnar Kápuframleiðandinn London Fog hefur valið leikkonuna Christinu Hendricks til að aug- lýsa haustlínuna 2010. Hin rauð- hærða Hendricks er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Mad Men og þykir taka sig afar vel út í svart/ hvítum auglýsingum tískumerk- isins en auglýsingaherferðin hefst ekki fyrr en í október. London Fog er einn stærsti framleiðandi á kápum, frökkum og regnkápum í heimi og hefur framleitt yfirhafn- ir frá árinu 1923. Aðdáendur geta fengið forsmekk á síðunni www. londonfog.com Íslenska hönnunarfyrirtækið Stáss er komið inn í nokkrar verslanir í Skandinavíu. Nýtni í fyrirrúmi „Við vorum að koma úr söluferð og erum komnar inn í nokkrar búðir í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn,“ segir Helga Vilmundardóttir, ann- ar eigandi Stáss, en framleiðslu þess er að finna í tólf verslunum víðs vegar um Ísland. Helga og Árný Þórarinsdóttir, sem báðar eru arkitektar, hafa rekið Stáss frá ár- inu 2008. „Við byrjuðum strax eftir hrun og fórum rólega af stað. Okk- ur langaði að gera eitthvað skap- andi þótt við værum ekki lengur að teikna hús,“ segir hún og bætir við að það sé erfitt að bera saman hönnun skartgripa og heimilisvöru og hönnun húsa. „Við þurfum alla- vega ekki að bíða í fimm ár til að sjá árangurinn eins og í arkitekt- úrnum. Nú sjáum við strax hvort hlutirnir eru að virka eða ekki.“ Stáss var koma með nýja skart- gripalínu sem heitir Á milli hluta. „Fyrri línan var unnin upp úr ís- lensku útsaumsmunstri en í nýju línunni notumst við við fleiri frjáls form og liti. Áherslan er lögð á nýtni og það hentar vel andrúms- loftinu í dag,“ segir Helga. indiana@dv.is Helgi ómarsson, fyrirsæta og áhugaljósmyndari, lifir og hrærist í heimi tískunnar. Helgi er á leiðinni til Indlands og ætlar eftir það að freista gæfunnar í London. MeRkið skiptir ekki Máli Flottur Helgi í svörtum þröngum gallabuxum sem hann fékk fyrir lítið á markaði hér á landi og í bol úr Tik Tok, uppáhalds „vintage“-búðinni sinni í Danmörku. „Gallaskyrtuna fékk ég í H&m og leðurjakkinn er Anderson & Lauth en þessi jakki hefur alveg bjargað lífi mínu,“ segir Helgi sem klæðist skóm frá All saint. Húðflúr Bolurinn er úr Tik Tok en húðflúrið var gert af Thomasi Asher og er eitt af mörgum á líkama Helga. svalur með sólgleraugu Ray Ban-eftir- líking, Levi’s buxur og belti en leðurjakki, bolur og peysa úr All saint. Mega stór og sæt Helgi í gömlum snjáðum Lacoste-skóm og stutt- buxum frá Cheap monday. Bolinn fékk hann í American Aparell í Los Angeles en skyrtuna á 1.200 krónur í Rúmfatalagernum. „Ég elska þessa skyrtu, hún er mega stór og sæt.“ M yn d Ir s Ig tr yg g u r a rI Minn stíll er dash af rokki og worn-out- fötum og eins finnst mér gaman að finna flott vintage. arkitektar Helga og Árný unnu báðar sem arkitektar þar til hrunið skall á. Þá vildu þær halda áfram að gera eitthvað skapandi og eru nú í tólf verslunum víðs vegar um landið. Mynd róbert reynIsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.