Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 53
föstudagur 27. ágúst 2010 tækni 53
netflix í
iPhone
Netflix hefur sent frá sér viðbót fyrir
iPhone-síma sem gerir notendum
kleift að streyma myndböndum af
síðunni í símann. Fyrir var í boði
Netflix-viðbót fyrir iPad notendur en
skjárinn á iPad er umtalsvert stærri
en á iPhone. Netflix býður notend-
um upp á að streyma kvikmynd-
um og sjónvarpsþáttum gegn gjaldi.
Fyrirtækið býður upp á þjónstu fyrir
Bandaríkjamarkað. IPhone og iPad
geta tengst við annaðhvort þráðlaust
net, WiFi, eða 3G-farsímanet. Kostn-
aðurinn við að streyma kvikmynd
í símann getur verið mikill, því auk
áskriftarinnar að Netflix þarf að borga
fyrir það gagnamagn sem streymt er
í símann.
tivo til
evróPu
Tivo-fyrirtækið hyggst sækja á alþjóð-
lega markaði
innan skamms.
Tom Rogers,
forstjóri fyrir-
tækisins, sagði í
vikunni að fyr-
irtækið væri að
skoða mögu-
leikana á því að
bjóða þjónustu
sína á stórum
evrópskum
markaðssvæðum eins og á Bretlandi
og Spáni. Áætlanir fyrirtækisins um
landvinninga í Evrópu koma í kjölfar
þess að fyrirtækið tapaði 15,3 millj-
ónum Bandaríkjadala á bandarískum
markaði. Tivo býður upp á stafrænar
sjónvarpsáskriftir svipað og Digital Ís-
land og Sjónvarp Símans.
froyo frá
SamSung
Samsung hefur í þróun töflutölvu
svipaða og iPad frá Apple. Tölvan
hefur hlotið nafnið Froyo og kemur
til með að keyra á Android 2.2-stýri-
kerfinu frá Google. Tölvan er búin
myndavél sem snýr að notanda tölv-
unnar en hún er sniðin fyrir mynd-
símtöl. Tölvan býður upp á þráð-
lausa nettengingu og möguleikann
á SDHC-minniskorti. Hlutföll tölvu-
skjásins er 16:10. Útlit tölvunnar er
ekki ósvipað iPad en skjárinn á Froyo
er sjö tommur.
garmin
innkallar
gPS-tæki
Garmin ætlar sér að innkalla um 1,25
milljónir Nüvi GPS-staðsetningar-
tækja. Tækið sjálft er ekki gallað held-
ur rafhlaðan sem fylgir tækinu sem
Garmin keypti af öðrum framleið-
anda. Rafhlaðan getur ofhitnað og
valdið eldhættu við ákveðnar kring-
umstæður. Garmin segir í tilkynningu
að ekki sé um fleiri en tíu tilfelli að
ræða þar sem rafhlaðan hafi valdið
„umtalsverðum skemmdum“ eða
slysum á fólki. Tækin sem verða inn-
kölluð eru af gerðinni 200W, 250W,
260W, 7XX og 7XXT en XX stendur
fyrir tölur sem eru mismunandi eftir
tækjum. Garmin hyggst laga tækin og
skipta út rafhlöðunum og skila þeim
síðan til eigenda sinna.
Vírussmitaður minnislykill í Austurlöndum nær:
Vírus komst í tölvukerfi Bandaríkjahers
Vírussmitaður minnislykill sem
tengdur var við tölvu í bandarískri
herstöð í Austurlöndum nær árið
2008 leiddi til einnar mestu tækni-
ógnar sem Bandaríkjaher hefur stað-
ið frammi fyrir. Þetta kemur fram í
nýrri grein sem William J. Lynn III,
aðstoðarvarnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, skrifar í bandaríska tímarit-
ið Foreign Affairs.
Vírusinn hlóð sér sjálfur inn á tölv-
una og breiddist út í gegnum tölvu-
net hersins án þess að neinn yrði var
við. Vírusinn hefði getað sent leynileg
gögn úr tölvunum án þess að nokkur
tæki eftir. Það gerðist þó ekki að sögn
Lynn.
Lynn upplýsir ekki í greininni hver
liggi undir grun um að hafa komið
vírusnum fyrir en hann segir að er-
lend leyniþjónusta hafi staðið á bak
við árásina. Hann segir að margar
leyniþjónustur reyni hvað þær geta
til að ná upplýsingum út úr tölvukerfi
bandaríska hersins.
Lynn segir árásina hafa mark-
að vendipunkt í stefnu bandarískra
stjórnvalda og hersins hvað varð-
ar varnir gegn tölvuárásum. Varn-
armálaráðuneytið snérist til varnar
árásinni með einni umfangsmestu
tölvuaðgerð sinni sem hlaut nafnið
Operation Buckshot Yankee.
Að sögn Lynns er tölvugögnum
stolið á hverjum degi og um sé að
ræða, meðal annars gögn sem sýni
teikningar af nýjum vopnum, aðgerð-
aráætlanir og önnur leynileg gögn.
Tölvukerfi bandaríska hersins spann-
ar net um sjö milljón tölva í Banda-
ríkjunum einum. Þá eru ótaldar þær
tölvur sem tengjast tölvukerfi hersins
í öðrum löndum.
Hann segir að varnarmálaráðu-
neyti Bandaríkjanna þurfi að setja
aukinn mannafla í tölvudeild sína til
að verjast árásum af þessum toga, og
ennfremur að það sé jafn mikilvægt
að hafa öfluga tölvudeild og öflugan
herafla á láði, legi og í lofti.
William J. Lynn III Aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna skrifar um tölvuárás-
ir á bandaríska herinn í tímaritinu Foreign Affairs.
Kringlan // Smáralind
www.blendcompany.com
11.990,-
11.990,-
9.990,- 9.990,- 11.990,-
11.990,- 11.990,-
9.990,-
GALLABUXNAÚRVALIÐ ER Í BLEND
11.990,-
Style 6053
Style 6910 Style 6910 Style 6907
Style 6518 Style 6646
Style 6881 Style 6881
wash #902
wash #100 wash #100 wash #844
wash #916 wash #844
wash #902 wash #939
Style 6345
wash #933