Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 62
Erna Gunnþórsdóttir fyrir- sæta er allt annað en sátt við nýjustu skilaboð tískugeirans. „Hef aldrei skilið fashion mod- el-bransann. Anorexíu-dýrkun öðrum megin og fitudýrkun á hinum kantinum,“ segir Erna á Facebook-síðu sinni og vísar þar í nýjasta tölublað tískutíma- ritsins V Magazine. Þar er spáð miklum vinsældum svokallaðra „stærri“, eða „plus-size“-fyrir- sæta. „Mér finnst ekkert sniðugt að tilbiðja það að vera of þungur þó það sé ef til vill skárra en hitt. Þú getur sem sagt verið gang- andi beinagrind eða „plus size“. Hvað um milliveginn sem lang- flestar konur eru í?“ skrifar Erna. „Gunnar Björn Gunnarsson mun leik- stýra líkt og í fyrra,“ segir Jóhanna Jó- hannsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri Sjónvarpsins, um áramótaskaupið í ár. „Við reiknum með að hópurinn með honum verði svipaður og í fyrra,“ bæt- ir Jóhanna við en hún segir leikaraval ekki endanlegt þar sem enn sé verið að skrifa skaupið. „Tökur á skaupinu hefj- ast alla jafna ekki fyrr en í nóvember eða í fyrsta lagi í lok október. Fram að því er unnið að undirbúningi og skrif- um.“ Gunnar Björn leikstýrði fyrsta ára- mótaskaupi sínu í fyrra og fékk það frábær viðbrögð. Ásamt Gunnari voru það þau Ari Eldjárn, Anna Svava Knútsdóttir, Halldór E. Högurður, Ottó Geir Borg og Sævar Sigurgeirsson sem skrifuðu handritið en ekki er ólíklegt að þessi sami hópur endurtaki leikinn. Nýlega bárust af því fregnir að þess- um hópi hafi verið boðið að fylla skarð Spaugstofunnar sem var tekin af dag- skrá sökum niðurskurðar. Hópurinn lagði fram hugmynd að þætti sem var hins vegar sleginn út af borðinu þar sem hann þótti of dýr. Gunnar, sem gerði það gott með kvikmyndinni Astrópíu árið 2007, vinnur nú að gerð kvikmyndar sem byggð er á bók Ólafs Hauks Símon- arsonar, Gauragangi, en hún verður frumsýnd um jólin. Gunnar verður því með nóg á sinni könnu fram að ára- mótum. asgeir@dv.is Grínistinn Steinþór H. Stein- þórsson, eða Steindi Jr., komst í hann krappan þegar hann skellti sér í laxveiði í Soginu í vikunni. Sogið er með hættu- legri laxveiðiám landsins sökum þess hve straumhörð hún er en þar hafa menn týnt lífinu. Þegar Steindi var kominn út í miðja á og mundaði stöngina skrikaði honum fótur og datt hann kylli- flatur í ána. Sem betur fer tókst honum að koma sér á lapp- ir aftur og í land. Steindi hefur mikinn áhuga á veiði en hann er í veiðifélagi sem ber nafn- ið „Veiðir ekki skít“. Ástæðan er aflaleysi Steinda og veiðifélaga hans í sumar en þar varð lítil breyting á að þessu sinni. Hættkominn í Soginu 62 fólkið 27. ágúst 2010 föstudagur Simmi og Jói: grindHoruð eða feit Við erum mjög ánægðir með þetta. Rúnar var ótrúlega flottur karl,“ seg-ir Sigmar Vilhjálmsson, annar eig-enda Hamborgarafabrikkunnar, en staðurinn var að festa kaup á styttu af Rún- ari heitnum Júlíussyni sem er í fullri stærð. Kristinn Rúnar Hartmannsson gerði styttuna árið 2009 en upphaflega stóð til að Reykja- nesbær keypti hana. Bærinn hætti hins veg- ar við á síðustu stundu. Hún hafði því safnað ryki í heilt ár þangað til Sigmar og samtarfs- maður hans, Jóhannes Ásbjörnsson, ákváðu að kaupa hana. „Okkur bauðst að kaupa styttuna og eftir að hafa ráðfært okkur við fjölskyldu Rúnars ákváðum við að slá til,“ heldur Sigmar áfram en hann segir að styttan muni þjóna sérstök- um tilgangi á staðnum. „Við getum ekki sagt frá því alveg strax en það kemur í ljós ná- kvæmlega hvaða til- gangi hún á eftir að þjóna í byrjun sept- ember.“ Styttan verður afhent á hádegi í dag og verð- ur hægara sagt en gert að koma henni fyrir. „Það verð- ur heilmikið verk. Hún er bara steinmassi og nokkur tonn á þyngd.“ Styttur eru þó ekki nýjung á Hamborgara- fabrikkunni en þar er þegar að finna eina nokkuð sérstaka. „Já, það er hún Blákolla, beljan okkar. Í fyrstu ætluðum við okkur ekkert meira en hana Blákollu sem er að okkar mati eitt flottasta nútímalistaverk samtímans. En við erum mjög ánægð- ir með að hafa eignast stytt- una af Rúnari. Hann er flottur fánaberi þess sem við trú- um á. Það að gera hlutina af ástríðu og hafa trú á því sem þú ert að gera sjálfur. En ekki að gera eitthvað sem þú heldur að fólki eigi eftir að líka.“ Styttusmiðurinn, Kristinn Rúnar, gerði styttuna í samráði við Rúnar en íhugaði að hætta gerð hennar eftir að Rúnar féll frá. Kristinn og Rúnar hittust í desem- ber 2008 þar sem Kristinn tók mál og myndir af honum en Rúnar lést aðeins fimm dögum síðar. Kristinn ákvað þó að halda verkinu áfram en það tók hann sjö og hálfan mánuð að klára styttuna. asgeir@dv.is Simmi og Jói hafa ákveðið að kaupa styttu Kristins Rúnars Hartmannssonar af Rúnari heitnum Júlíussyni. Henni verður komið fyrir á Hamborgarafabrikkunni þar sem hún fær sérstakt hlutverk en styttan var upphaflega ætluð Reykja- nesbæ sem hætti við að kaupa hana á síðustu stundu. RúnaRS Bjarga styttu Engin smásmíði Styttan af Rúnari en hann er að sjálfsögðu með bassann sér við hlið. Simmi og Jói Ráðfærðu sig við fjölskyldu Rúnars áður en þeir keyptu styttuna. gerir Skaupið öðru Sinni GunnaR BjöRn GunnaRsson skRifaR oG leikstýRiR ÁRamótaskaupinu 2010 Gunnar Björn Gerir einnig kvikmynd um Gauragang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.