Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 8
8 fréttir 29. október 2010 föstudagur
m
ag
gi
@
12
og
3.
is
4
11
.0
08
Batik • Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími 557 2200 • sala@batik.is • www.batik.is
Dugnaður Sæunn Inga tók sig til
í fæðingarorlofinu og hrinti af stað
smákökusöfnun fyrir Fjölskyldu-
hjálp Íslands. Nauðstaddir sem
þangað leita fyrir jólin geta því átt
von á því að fá jólasmákökur með
sér heim. MynD Sigtryggur Ari
Eftir að hafa séð frétt um konu frá
Sandgerði sem bakaði 160 banana-
brauð fyrir Fjölskylduhjálp Íslands
langaði Sæunni Ingu Margeirsdótt-
ur frá Vogum að láta gott af sér leiða
líka. Þessi nýbakaða móðir situr ekki
auðum höndum í fæðingarorlofi sínu
því hún hefur nú hrint af stað átaki á
Face book þar sem hún hyggst safna
liði til að baka gnægð smákaka fyrir
jólaúthlutun Fjölskylduhjálparinnar.
Ef allt fer að óskum ættu Sæunn Inga
og þátttakendur í átaki hennar að geta
fært Fjölskylduhjálpinni nokkur þús-
und smákökur fyrir jólin. Þar munu
þær eflaust koma að góðum notum
enda aldrei fleiri sótt í neyðaraðstoð
hjálparstofnana en um þessar mundir.
Langaði að hjálpa
„Það er skelfilegt að vita til þess hvern-
ig þetta er orðið hérna,“ segir Sæunn
Inga sem á þriggja ára dóttur og eina
tveggja mánaða. „Ég held að maður
ætti nú að finna sér tíma til að baka
einhverjar hundrað smákökur. Þetta
þarf ekkert að vera mikið en ég held að
þetta hjálpi mörgum,“ segir hin kraft-
mikla móðir. „Hér er fólk sem hefur
ekki einu sinni efni á að baka smákök-
ur, þannig að mann langaði einhvern
vegin að hjálpa til fyrir jólin.“
Upphaflega hafði Sæunn Inga sett
sér markmið um að fá til liðs við sig
tíu fjölskyldur þar sem hvert heimili
myndi baka hundrað smákökur. Þá
væri hún komin með þúsund kökur
hið minnsta. „Ég veit að fjölskylda og
vinir ætla pottþétt að vera með þannig
að þetta verður einhver brjálaður jóla-
bakstur,“ segir Sæunn og hlær. „Þetta
er ekkert mál og þú ert enga stund að
þessu. Hundrað kökur af einhverju og
það nýtur einhver góðs af þessu, það
er hundrað prósent.“
Margir eiga bágt
Sæunn kveðst hafa sett sig í samband
við Fjölskylduhjálp Íslands við upp-
haf þessa smákökuævintýris. „Þeim
fannst þetta bara æðislegt og sögðu
að okkur væri meira en velkomið að
leggja þeim lið. Jólaúthlutunin verður
aðra vikuna í desember og þá verðum
við búin að safna þessu öllu saman og
koma til þeirra. Þetta verður ekkert
mál.“ Sem fyrr segir hefur hún stofn-
að Facebook-hóp undir yfirskriftinn
„Hjálp fyrir Fjölskylduhjálp“ sem allir
eru hvattir til að kynna sér. Nú þegar
hafa á þriðja hundrað notendur sleg-
ist í hópinn og vonast Sæunn til að
sem flestir sjái sér fært að leggja þessu
góða málefni lið. Hún viti þó alla-
vega um 15 til 20 sem ætli sér pottþétt
að vera með. Hún kveðst hafa feng-
ið góðar viðtökur við verkefninu sem
og skilaboð frá fólki á Facebook sem
sum hver séu átakanleg. „Frá fólki
sem segir: „Ég vildi að ég gæti hjálpað
en ég er sjálf í þessari stöðu.“ Þá gerir
maður sér grein fyrir því hvað margir
eiga bágt,“ segir Sæunn Inga, nýbökuð
móðir sem ætlar að baka fyrir þá sem
minna mega sín um jólin.
Hér er fólk sem hefur ekki einu
sinni efni á að baka
smákökur, þannig að
mann langaði
einhver nvegin að
hjálpa til fyrir jólin.
„held að þetta
hjálpi mörgum“
Sæunn inga Margeirsdóttir fylltist
andagift í barneignarfríi sínu við að lesa
um góðverk konu sem bakaði 160 banana-
brauð fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hún
ákvað að láta einnig gott af sér leiða og
hefur nú ýtt úr vör söfnun. Hún og fjöl-
skylda hennar ætla að baka smákökur og
afhenda Fjölskylduhjálpinni fyrir jólin og
vonast hún til að fá fleiri til liðs við sig.
Sigurður MikAeL jónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
með haglabyssu
og dóp
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók á miðvikudag karlmann á
þrítugsaldri eftir að nokkuð magn
þýfis og fíkniefna fannst í hans vörslu.
Má þar meðal annars nefna afsagaða
haglabyssu, fimm mótorhjól og rúm-
lega 250 grömm af amfetamíni. Mað-
urinn er enn í haldi lögreglu vegna
rannsóknar málsins
Að loknu góðu dagsverki ákváðu
lögreglumennirnir að verðlauna sig
með smá skyndibita. Vildi þá ekki
betur til en svo að inni á staðn-
um varð lögreglan vitni að hegðun
sem henni fannst ansi grunsamleg.
Reyndist grunur þeirra á rökum reist-
ur því fljótlega lét parið sig hverfa án
þess að greiða reikninginn. Lögreglan
missti hins vegar ekki sjónar á parinu
og var það handtekið í kjölfarið.
ríkissjóður greiddi
mest
Ríkissjóður Íslands greiddi tæplega 7
milljarða króna í opinber gjöld, mest
allra lögaðila hér á landi samkvæmt
álagningarskrá ríkisskattstjóra fyrir
árið 2010. Íslandsbanki greiðir tæp-
lega 4 milljarða og Reykjavíkurborg
rúmlega 1,8 milljarða.
Alls nemur álagning á félög og
aðra lögaðila 78,4 milljörðum króna
en árið 2009 nam hún 83,4 milljörð-
um.Er það fyrsta álagning ríkisskatt-
stjóra á lögaðila eftir sameiningu
skattumdæma sem varð um síðustu
áramót. Fjöldi lögaðila á skatt-
grunnskrá á landinu öllu er 35.500.
Alls sættu 12.461 lögaðili áætlunum
eða 35,10 prósent af skattgrunnskrá.
Rannsaka
lífeyrissjóðina
Landssamtök lífeyrissjóða hafa
sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar
ummæla Guðna Ágústssonar og
Guðrúnar Johnsen, um að rann-
saka þurfi starfsemi lífeyrissjóð-
anna. Í yfirlýsingunni kemur fram
að nú sé unnið að því að skoða
fjárfestingastefnu, ákvarðanir og
lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna
í aðdraganda bankahrunsins.
Sérstaklega er tekið fram að
hin þriggja manna nefnd sé skip-
uð óháðum, óvilhöllum og hæfum
einstaklingum sem skipaðir voru
af ríkissáttasemjara að ósk Lands-
sambands lífeyrissjóða.