Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Page 14
Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir
og fyrrverandi starfsmaður Björgólfs
Thors Björgólfssonar hjá Novator,
skrifaði grein í Fréttablaðið á
fimmtudaginn þar sem hann greindi
frá því að hann ætlaði að stefna DV
vegna umfjöllunar blaðsins um
stöðutöku hans gegn íslensku krón-
unni á árunum 2006–2007. Grein
Heiðars í Fréttablaðinu bar yfirskrift-
ina „Áhættuvarnir og rangar sakir“.
Tekið skal fram, líkt og gert hefur
verið í DV, að ekki er ólöglegt að taka
slíkar skortstöður en skiptar skoðan-
ir eru uppi um hvort það sé siðlegt
að veðja gegn gjaldmiðli með það
fyrir augum að græða á því. Hættan
af stöðutökum, eða miklum gengis-
vörnum, getur líka verið sú að við-
komandi aðilar reyni að gera hvað
þeir geta til að lækka gengi gjald-
miðilsins með afskiptum af honum
– „tali hann niður“ eins og sagt er –
með það fyrir augum að græða á því
eða forðast tap.
Í sama blaði var einnig burðar-
frétt um að Heiðar óttaðist að fréttir
DV um stöðutöku hans gegn krón-
unni kynnu að setja kaup hans á
tryggingafélaginu Sjóvá í uppnám.
Í frétt blaðsins, sem var efnislega sú
sama og frétt Stöðvar 2 daginn áður,
kom fram að uppnámið stafaði af því
að Fjármálaeftirlitið þyrfti að sam-
þykkja Heiðar Má sem kaupanda
að hlutabréfum í tryggingafélaginu
áður en gengið væri frá sölunni.
Ástæðan fyrir þessu er sú að Fjár-
málaeftirlitið rannsakar orðspor og
fyrri störf þeirra manna sem falast
eftir hlutabréfum í tryggingafélög-
um áður en það veitir þeim leyfi til
að eiga hlutinn – ljóst er til dæmis
að Karl Wernersson fengi ekki þenn-
an hæfisstimpil frá FME til að kaupa
Sjóvá aftur miðað við fyrri meðferð
hans á félaginu. Tilgangurinn með
þessari athugun FME er að ganga
úr skugga um að tryggingafélagið
lendi ekki í höndunum á vafasöm-
um aðilum sem kynnu að misnota
aðstöðu sína sem hluthafar í trygg-
ingafélaginu. Viðskiptavinir Sjóvár,
íslenskur almenningur, á þar mikilla
hagsmuna að gæta, líkt og björgunar-
aðgerðir íslenska ríkisins, Glitnis og
Íslandsbanka eru til marks um. Fyrri
eigendur Sjóvár, Milestone, höfðu
gengið svo á eignasafn félagsins í
áhættufjárfestingum sínum að félag-
ið átti ekki til þær nægjanlegu eign-
ir til að uppfylla lögbundið gjaldþol
tryggingafélaga. Eignarhaldið á Sjóvá
er því mikilvægt því óráðsía í rekstr-
inum getur bitnað á almenningi.
Aðalatriði Heiðars
Í grein sinni reifaði Heiðar þær at-
hugasemdir sem hann hefur við
fréttaflutning DV. Tölvupóstana
sendi hann í ársbyrjun 2007 og fjöll-
uðu þeir um stöðutöku gegn krón-
unni og tap hans vegna hás geng-
is krónunnar. Einnig fjallaði DV um
minnisblað um stórfellda stöðutöku
gegn íslensku krónunni og nafn-
greindum íslenskum fyrirtækjum.
Minnisblaðið vann hann fyrir Björg-
ólf Thor í ársbyrjun 2007.
Ýmislegt í grein Heiðars vekur at-
hygli. Fyrsta atriðið sem hann gagn-
rýnir við fréttaflutning DV, og í raun-
inni aðalatriðið, er að blaðið hafi
„haldið því ítrekað fram að ég hafi
skipulagt árás á íslensku krónuna
ásamt alþjóðlegum vogunarsjóðum“.
Þetta er ekki aðalatriðið í frétta-
flutningi DV, þó vissulega sé rætt um
að Heiðar Már hafi haft grun um þessa
árás í ljósi þess að hann fundaði með
tveimur stórum vogunarsjóðum, Sor-
os og Kovner, í janúar 2007 og var nið-
urstaða hans eftir þann fund að það
„freistaði þeirra að ráðast á íslensku
krónuna“ eins og hann orðaði það
eftir fundinn. Í tölvupósti til Björg-
ólfsfeðga fyrr í janúar hafði Heiðar
Már sagt að erlendir vogunarsjóðir
myndu ráðast á krónuna í febrúar og
ráðlagði hann þeim að byrja að gera
Landsbankann upp í evrum til að
forðast gengistap vegna óhjákvæmi-
legs falls krónunnar.
Svipaða sögu má segja um minnis-
blað Heiðars frá því í janúar 2006 þar
sem hann kynnti ítarlega skortstöðuá-
ætlun fyrirtækja Björgólfs Thors Björg-
ólfssonar gegn íslensku krónunni
og íslenskum fyrirtækjum tengdum
Baugi. Í næsta mánuði þar á eftir sendi
bandaríski vogunarsjóðsmaðurinn
James Leitner út tölvupóst til samtaka
vogunarsjóða og mælti með stöðu-
töku gegn íslensku krónunni. Leitner
er fjölskylduvinur Heiðars Más, eins
og hann segir sjálfur, og kynnti Heiðar
hann fyrir Björgólfi Thor. Leitner fjár-
festi í Straumi-Burðarási og settist svo
í stjórn Straums. Um aðkomu Leitners
að Straumi, og áhrif Heiðars Más að
henni, segir Ragnhildur Sverrisdóttir,
talskona Björgólfs Thors: „Samskipti
Björgólfs Thors við Leitner voru eng-
in áður en til stjórnarsetu hans kom.
Heiðar Már Guðjónsson, sem starfað
hafði um árabil í fjármálafyrirtækjum í
Bandaríkjunum, kynnti Björgólf Thor
fyrir Leitner.“
Í fréttum DV voru leiddar að því
líkur, út frá þessum staðreyndum,
að Heiðar Már hefði verið meðvit-
aður um stöðutöku Leitners og ann-
arra gegn krónunni á þessum tíma.
Um þetta var sagt í DV: „Afar líklegt
er að Heiðar hafi tekið stöðu gegn
íslensku krónunni árið 2006 líkt og
Leitner benti meðlimum Drobny-
samtakanna á að gera og hafi síð-
an haldið þessari skortstöðu á árinu
2007 með þeim afleiðingum að hann
tapaði fjármunum á endanum.“ Það
var væntanlega slíkt gengistap vegna
stöðu sem Heiðar Már hafði tek-
ið gegn krónunni sem Heiðar vís-
aði til í tölvupósti árið 2007 þegar
hann talaði um að „honum blæddi“.
Þessi góða staða krónunnar varð svo
sömuleiðis til þess að Samson, móð-
urfélag Landsbankans sem Heiðar
ráðlagði að taka stöðu gegn krónunni
á árið 2006, tapaði nærri 16 milljörð-
um króna árið 2007 vegna hás geng-
is krónunnar. Samson hafði, líkt og
Heiðar, veðjað á lækkun hennar.
Alvöru tillögur
Íslenska krónan féll svo um tæpan
fjórðung á næstu mánuðum og Leitn-
er og aðrir sem tekið höfðu stöðu
gegn íslensku krónunni græddu á
gengisfalli hennar. Í öðru minnis-
blaði Heiðars frá því í ársbyrjun 2006
er til dæmis fullyrt að Novator taki 50
milljarða skortstöðu gegn íslensku
krónunni og virðist það hafa geng-
ið eftir. Ragnhildur segir að, að öðru
leyti en þessu hafi skortstöðuáætlun
Heiðars Más ekki verið hrint í fram-
kvæmd. Hún hefur hins vegar ekki
getað útskýrt af hverju það var ekki
gert og vísar á bankaráðsmennina í
Landsbankanum sem fengu minnis-
blað Heiðars Más sent. Líklegt er að
þar sé átt við Björgólf Guðmundsson
og Þór Kristjánsson. DV hefur ekki
getað fengið staðfest af hverju ætlun-
inni var ekki hrint í framkvæmd en
ætla má að bankaráðsmennirnir hafi
ekki verið hrifnir af tillögunum.
Ástæðan fyrir því af hverju skort-
stöðuáætlun Heiðars Más var ekki
hrint í framkvæmd var því sú að ein-
hverjir aðrir en Heiðar Már settu sig
upp á móti henni. Þessi skýring fer
þvert gegn því sem Heiðar Már seg-
ir sjálfur en samkvæmt honum stóð
aldrei til að framkvæma hana: „Það
stóð aldrei til að reyna að fram-
kvæma þessa brunaæfingu“, sagði
Heiðar í samtali við DV.
Aðalatriði DV
Aðalatriðið í fréttaflutningi DV af
Heiðari Má og stöðutökum gegn
krónunni og ætluðum stöðutökum
gegn henni er hins vegar ekki þetta
atriði sem Heiðar nefnir: Að hann
hafi tekið þátt í skipuleggja og þar af
leiðandi vitað um árás vogunarsjóð-
ina á krónuna árið 2006 og einnig vit-
að um hina ætluðu árás árið 2007.
Aðalatriðið í umfjöllun DV snýst
um inntakið í orðum Heiðars Más
sjálfs í tölvupóstunum sem hann
sendi 2007 og minnisblaðinu árið
2006. Í minnisblaðinu frá árinu 2006
er ljóst að Heiðar Már er að mæla
með því að fyrirtæki Björgólfs Thors
skortselji íslensku krónuna og hluta-
og skuldabréf fyrirtækja með það
fyrir augum að græða á því en ekki
eingöngu í varnarskyni. Þrátt fyrir
að Heiðar Már reyni að verja sig og
Björgólf Thor í greininni með því að
segja að um áhættuvarnir hafi verið
að ræða og að um „gengis- og hluta-
bréfavarnir“ hafi verið að ræða sem
„myndu draga úr tapi Landsbankans
við lækkun markaða“ þá er alveg ljóst
af minnisblaðinu að hann leit á óhjá-
kvæmilega lækkun krónunnar sem
sóknar- og hagnaðartækifæri. Orða-
lagið í grein Heiðars Más í Frétta-
blaðinu er því á þá leið að aðeins hafi
verið um varnaðaraðgerð að ræða.
Það stenst ekki skoðun út frá orðalagi
hans sjálfs í minnisblaðinu.
Hagnaður, hagnaður, hagnaður
Heiðar Már reifaði það í minnisblað-
inu að gengisfall krónunnar hefði
það í för með sér að mesta hagn-
aðartækifærið lægi í íslensku krón-
unni. Athygli vekur í minnisblaðinu
að umræða Heiðars um stöðutök-
urnar og skortsölurnar er í kafla
sem heitir „Tækifæri“ en ekki í kafl-
anum þar á undan sem var kallað-
ur „Áhættustýring“ en í honum var
ekkert minnst á skorstöður. Í minn-
isblaðinu talar hann almennt um
skortstöðuna og segir: „Í heildina
væri í mesta lagi um ríflega 30 millj-
arða hagnað af skortstöðum að ræða.
Þetta væri hreinn hagnaður, óháður
áhættustýringarsjónarmiðum. Lang-
mest hagnaðartækifæri er í íslensku
krónunni [...] Straumur, Landsbanki
og Samson skortselja ISK, hver fyr-
ir sig sem samsvarar 30 til 50 millj-
örðum eftir því á hvaða verðum við
fáum það gert. Búast við 20% hagn-
aði af 100 milljarða stöðu, eða 20
milljörðum.“ Athygli vekur að Heiðar
Már hugsaði um skortstöðurnar sem
sóknartækifæri en ekki eingöngu
sem varnaðaraðgerð til að bregðast
við óhjákvæmilegri lækkun krón-
unnar. Þetta fer þvert gegn því sem
Heiðar Már segir sjálfur í greininni í
Fréttablaðinu.
Svipaða sögu má segja af þeim
tillögum sem Heiðar Már setti fram
um skortsölu á íslenskum hluta-
og skuldabréfum. Þar benti Heið-
ar Már sömuleiðis á hagnaðar-
tækifæri vegna lækkandi gengis
Baugstengdra fyrirtækja. Ljóst er af
þeim að Heiðar Már vildi að fyrir-
tæki Björgólfs Thors myndu reyna að
hagnast á þeim. „Loka áhættu strax.
Síðan byggja upp skortstöður í þeim
sem helst yrðu fyrir barðinu ástand-
inu. Það eru bankar og fyrirtæki
með umsvifamikinn fjármálarekst-
ur. Eins fyrirtæki sem eru skuldsett
og tengjast Baugi [...] 20 milljarða
skortstaða í hlutabréfum sem við bú-
umst við 30% hagnaði af eða 6 millj-
örðum.“ Einnig mælti Heiðar Már
með skortsölu á skuldabréfum hinna
bankanna tveggja, Kaupþingi og Ís-
landsbanka, sem og á skuldabréfum
Baugstengdra fyrirtækja. „Skortselja
skuldabréf, alþjóðlega, sem tengjast
KB, ISB, Baugi og FL. Búast við 1–2
milljarða hagnaði af því.“
Orð Heiðars segja sína sögu
Orð Heiðars í umræddum gögnum
frá árunum 2006 og 2007 segja því
sína sögu þrátt fyrir að hann reyni í
dag að stilla stöðutökunum upp sem
varnaraðferð. Stöðutaka Novator
árið 2006, stöðutaka Samsonar árið
2007 og hugmyndir Heiðars Más um
umfangsmikla skortsölu fyrirtækja
Björgólfs Thors á íslensku krónunni,
hluta- og skuldabréfum eru til marks
um að Heiðar Már og samstarfsmenn
hans í herbúðum Björgólfs Thors
hafa ekki eingöngu litið á skortstöð-
ur og skortsölu sem varnaraðferð.
Þessi orð Heiðars ber að dæma sem
slík en ekki í ljósi þess sem Heiðar
Már segir nú, þremur til fjórum árum
síðar, þegar bent er á gjörðir hans og
tillögur. Minnisblöðin og tölvupóst-
arnir sem slíkir eru áhugaverðari en
svo að litið sé framhjá því sem í þeim
stendur.
Að sama skapi ber að skoða áhrif
þessara gagna á söluferli Sjóvá út frá
gögnunum sjálfum. Ef það er rétt að
Fjármálaeftirlitinu finnist vera til-
efni til að efast um hæfi og orðspor
Heiðars Más Guðjónssonar til að
fara með virkan eignarhluta í Sjó-
vá vegna þeirra upplýsinga um að-
gerðir hans og hugarfar, sem birtast
í þessum gögnum eða öðrum, þá eru
starfsmenn þeirra án nokkurs vafa
hæfir til þess að vega og meta þess-
ar upplýsingar á hlutlægan og réttan
hátt. Fjármálaeftirlitið mun örugg-
lega gera það á sínum forsendum og
án þess að láta meðferð DV eða ann-
arra fjölmiðla á þessum upplýsing-
um, til dæmis Fréttablaðsins, hafa
áhrif á sig. Ef svo fer að Fjármáleftir-
litið neitar að kvitta upp á hæfi Heið-
ars Más Guðjónssonar til að fara með
virkan eignarhluta í Sjóvá, meðal
annars með skírskotun til gagna og
upplýsinga sem liggja fyrir um hann,
þá getur Heiðar Már ekki kennt nein-
um öðrum um en sjálfum sér.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Þetta væri hreinn hagnað-
ur, óháður áhættustýr-
ingarsjónarmiðum.
„LANGMEST HAGNAÐAR-
TÆKIFÆRI Í KRÓNUNNI“
Málsvörn Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis í Fréttablaðinu gengur út á að stöðutökur hans gegn krón-
unni hafi verið varnaraðgerðir. „Áhættuvarnir“ er orðið sem hann notar. Lestur á gögnunum um stöðutök-
ur Heiðars Más sýnir hins vegar svo ekki verður um villst að hann ætlaði sér að láta fyrirtæki Björgólfs
Thors Björgólfssonar hagnast um tugi milljarða á gengisfalli krónunnar. „Hagnaðartækifæri“ og „hreinn
hagnaður“ voru orðin sem hann notaði til að lýsa stöðutökunum.
14 FRÉTTIR 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
Hagnaðartækifæri MinnisblaðHeiðarsMássýniraðhann
leitástöðutökugegnkrónunniogíslenskumfyrirtækjumsem
hagnaðartækifærienekkieingöngusemvarnaraðferðtilað
verjastgengisfallikrónunnarogmarkaðarinsáÍslandi.Heiðar
Márbeitirþeirrivörnídag,3til4árumsíðar,aðum„áhættu-
varnir“hafiveriðaðræðaenekkisóknartækifæri.