Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Page 17
FÖSTUDAGUR 29. október 2010 FRÉTTIR 17 FLÓTTINN UNDAN KRÓNUNNI Áhyggjur manna af krónunni með auknum umsvifum fjármálastarf- seminnar í landinu virðast hafa átt sér djúpar rætur þegar árið 2006. For- svarsmenn Kaupþings voru orðnir afar órólegir og vildu reka bankann í evrum. Það mætti beinskeyttri and- stöðu Davíðs Oddssonar seðlabanka- stjóra sem virtist einnig hafa undir- tökin í stjórnarráðinu. Flokksbræður hans og vinir, Geir H. Haarde forsæt- isráðherra og Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra, fóru að hans vilja og ekkert varð af því að rekstur Kaup- þings yrði skráður í evrum. Þann 20. október 2007 sátu Sigurð- ur Einarsson, stjórnarformaður Kaup- þings, og Davíð Oddsson, seðlabanka- stjóri á þeim tíma, kvöldverðarboð í tengslum við aðalfund Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Washington. Sigurð- ur greindi rannsóknarnefnd Alþingis frá atvikum og orðaskiptum við Davíð við þetta tækifæri: „Seðlabankastjóri byrjar strax að ræða það við utanrík- isráðherra (Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur) og fjármálaráðherra (Árna M. Mathiesen) að það sé alveg nauðsyn- legt að sameina Fjármálaeftirlit og Seðlabankann, bara að leggja Fjár- málaeftirlitið inn í Seðlabankann.“ Hótaði að gera bankann gjaldþrota „Ég sá bara að fjármálaráðherra sökk niður í sætinu, hafði einhvern tíma upplifað þessa umræðu áður,“ sagði Sigurður enn fremur við rannsókn- arnefnd Alþingis. „Og svo spyr seðla- bankastjóri, eða hvort það var utanríkisráðherra eða seðla- bankastjóri: Hvað segir þú um það, Sigurður? Og ég sagði: Ja, það væri kannski ágætis hugmynd þegar væri búið að taka peningastjórnina af Seðlabankanum og búið að taka upp evruna, þá hefðu þeir eitthvað að gera með því að sinna Fjármálaeftirlitinu. Og þetta svar mitt mæltist ekki vel fyrir og síðan leið og beið og matur- inn var búinn og það var ekki einu sinni komið kaffi, þá stóð fjármálaráðherra upp og sagði: Ah, það er best að ég fari eitthvert annað. Og utanríkisráð- herra líka. Það endaði með því að ég sat þarna einn með seðlabankastjór- anum og urðu langar og mjög harðar umræður á milli okkar og meðal ann- ars þar sem hann lét þessi orð falla að ef við ætluðum að halda fast við það að fara yfir í þessar evrur þá skyldi hann sjá til þess að við yrðum gjald- þrota. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið að „referera“ þessi orð og ætl- aði aldrei að gera þau að neinu efni. [...] Ég man ekki en ég held að ég hafi ekki svarað neinu. Svo endaði þessi samkoma þannig að framkvæmda- stjóri alþjóðasviðs sem var þarna var að toga í öxlina á seðlabankastjóra og var að reyna að koma honum heim og konan mín togaði í öxlina á mér og var að reyna að koma mér heim og aðstoðarkonan sat bara uppgefin í horninu.“ Vonlaus fljótandi króna Sigurður Einarsson flutti ræðu í Sälls- kapet – gömlu og virðulegu félagi kaupsýslumanna – í Stokkhólmi í desember 2008, aðeins tveimur mán- uðum eftir banka- hrunið. Þar sagði hann með- al annars orðrétt: „Við hefð- um átt að flytja höf- uðstöðvar bankans burt frá Íslandi eins og við höfðum verið að hugleiða og ég ræddi á aðalfundi bankans árið 2006.“ Orð hans um Seðlabankann og seðlabankastjórann á þessum tíma hafa greinilega tilvísun til fundarins í Washington sem greint er frá hér að framan. Hann benti meðal annars á að Seðlabankinn hefði hvorki náð því að halda niðri verðbólgunni né halda henni stöðugri. „Hið eina sem Seðla- bankinn virðist ætla að læra af þessu er að hann hafi ekki haft næg verkefni. Nú beitir hann sér fyrir því að bæta við sig verkefnum Fjármálaeftirlitsins ofan á aðrar skyldur sínar. Ég held per- sónulega að á meðan Seðlabankinn getur ekki fullnægt skyldum sínum ætti hann ekki að auka ábyrgðarhlut- verk sitt með nýjum verkefnum. Ég er ekki endilega að segja að Seðlabank- inn hafi staðið slælega að verki held- ur hafi sú hugdetta að hafa fljótandi krónu á 300 þúsund manna markaði verið algerlega vonlaus.“ Að þessu sögðu hafnar Sigurð- ur krónunni með eftirfarandi orðum: „Rétt eins og Ísland hefur til dæmis enga yfirburði í framleiðslu bifreiða í samanburði við aðra eru engir yfirburðir fólgn- ir í því fyrir Ísland að framleiða gjald- miðla. Rétt eins og við flytjum inn bíla ættum við að taka upp ann- an trúverðug- an gjaldmiðil. Evran ásamt aðild að Evr- ópusam- bandinu er augljós valkostur í þessum efnum.“ Of dýru verði keypt Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins fjallaði um gjaldmiðilsvandann í fyrravor. Kristján Guy Burgess, að- stoðarmaður utanríkisráðherra, fjall- aði um evruna og krónuna á sama fundi og Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, ræddi um sama mál. Kristján vitnaði í skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokks- ins, en þar segir orðrétt: „Hin fljót- andi króna hefur [...] skapað vanda- mál sem hafa skert hag fyrirtækja og heimila. Sá sveigjanleiki sem felst í gengisfalli krónu í kreppu og gengis- styrkingu í uppsveiflu er of dýru verði keyptur.“ Nefndin taldi tvær leiðir færar fyrir þá sem halda vilja krónunni: Að taka upp höft sem fælu í sér riftun EES- samningsins. Slíkt myndi takmarka aðgengi fyrirtækja að lánsfé og það væri ekki réttlætanlegt. Í öðru lagi væri hægt að halda krónunni stöðugri með miklum eign- um þjóðarinnar erlendis. Allir vita að slíkt er ekki uppi á teningnum sem stendur. Sjálfstæðismenn í Evrópunefnd- inni komust að því að aðeins væru tvær leiðir færar; að taka upp evru eða að taka upp aðra mynt einhliða með myntráðið og án samþykkis ESB eða stuðnings evrópska seðlabank- ans. Þess má geta að atvinnuvega- hópur Sjálfstæðisflokksins taldi litlar líkur á að unnt yrði að halda krónunni sem framtíðargjaldmiðli. Óstöðugleikinn Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokks- ins fjallaði um krónuna síðla árs 2008. Í stuttu máli telja framsóknarmenn að halda megi krónunni með fjöl- breyttari framkvæmd peningastefn- unnar og stórefldum gjaldeyrisvara- sjóði. Ellegar verði að taka upp evru sem gjaldmiðil með fullri aðild að peningamálastefnu seðlabanka Evr- ópu. Afstaða Alþýðusambands Íslands er skýr en hún var samþykkt á árs- fundi 2008. „Upptaka evru er forsenda stöðugs verðlags, lágra og stöðugra vaxta og afnáms verðtryggingar.“ Þetta eykur einnig að mati Alþýðu- sambandsins trúverðugleika í glím- unni við efnahagsvandann og hjálp- ar til við að losa um gjaldeyrishömlur, lækka vexti og draga úr verðbólgu. Ávinningurinn er meiri að mati ASÍ, til dæmis geti íslensk heim- ili tekið lán á evrópskum vöxtum og verðtryggingin og gjaldeyrisáhættan heyrðu sögunni til. Örmynt heldur aðeins í góðæri Arion banki hefur einnig lagt spil- in á borðið í nýrri greiningu á horf- um í efnahagsmálum. Bankinn telur að það taki 5 til 10 ár að endurbyggja íslenska myntsvæðið. Einfaldara, ódýrara og auðveldara sé hins veg- ar að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru sem gjaldmiðil. Afnám hafta og aðlögun að evru sé sami fer- illinn. Ísland yrði aftur tengt inn á evr- ópskan peningamarkað og það væri auðveldasta leiðin í endurheimt trú- verðugleikans. Það eitt að hafa þetta að stefnumiði myndi auka ábata og hraða endurreisn. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði skýrslu sem út kom í apríl í fyrra. Þar eru kostir og gallar evrunnar rakt- ir. Í skýrslunni segir meðal annars orðrétt: „Skipbrot íslenska hagkerf- isins er birtingarmynd þess að sjálf- stæðar, fljótandi örmyntir séu einung- is lífvænlegar í góðæri þegar fjármagn flæðir greiðlega á milli landa.“ Er íslenska örmyntin á vetur setjandi? ÓKOSTIR KRÓNUNNAR: n Miklar gengissveiflur – langtímaá- ætlanir erfiðar n Mikil og sveiflukennd verðbólga n Háir vextir n Bitlítil peningamálastefna n Fjármálalegur óstöðugleiki KOSTIR KRÓNUNNAR: n Sveigjanleiki – kostur til dæmis fyrir útflutningsgreinar n Sjálfstæð peningamálastefna KRÓNU SKIPT ÚT FYRIR EVRU: n Minni gengisáhætta n Aukið traust á efnahagslífinu n Lægri vextir og lítil þörf fyrir verðtryggingu n Aukinn stöðugleiki fjármálakerf- isins n Minni viðskiptakostnaður fyrir fyrirtæki og einstaklinga n Aukin viðskipti við evrulöndin ÖRMYNTIN Sigurður Einarsson hefur sagt að sín stærstu mistök hafi verið að flytja ekki höfuðstöðvar Kaupþings úr landi. Þar með hefði daglegur rekstur verið í evrum eins og Sigurður lagði til árið 2006. Þá var hins vegar Davíð Oddssyni að mæta. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Átökin við seðla- bankastjórann Ég er ekki endi-lega að segja að Seðlabankinn hafi staðið slælega að verki heldur hafi sú hugdetta að hafa fljótandi krónu á 300 þúsund manna markaði verið algerlega vonlaus. Ráðríkur seðlabanka- stjóri Davíð Oddsson réð mestu um að Kaupþingi og öðrum fyrirtækjum gekk treglega að knýja í gegn heimildir til þess að skrá rekstur og bókhald í evrum í stað kónu. Vitnaði hjá rannsóknar- nefndinni „Ef við ætluðum að halda fast við það að fara yfir í þessar evrur þá skyldi hann sjá til þess að við yrðum gjaldþrota,“ sagði Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi um Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra. Landsvirkjun flúði krónuna „Það er þá fyrsta ríkisfyrirtæki sögunnar sem hafnar ríkisgjaldmiðli en þeim er nauðugur einn kostur,“ sagði Heiðar Már Guðjóns- son í tölvupósti til Björgólfsfeðga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.