Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 22
Sumir segja hann haldinn kvenfyr- irlitningu, fordómum og yfirmáta ókurteisi. Aðrir benda á að þetta sé allt saman spuni og líkja honum við Silvíu Nótt. Hvað sem því líður er nær sama hvað Egill Einarsson tekur sér fyrir hendur eða lætur út úr sér, alltaf nær hann að hneyksla. Þessi umtal- aðasti maður landsins síðustu vikur, betur þekktur sem Gillz eða Gillzen- egger, hefur undanfarin ár náð að hrella femínista, móðga stjórnmála- menn, hneyksla húsmæður og gert grín að minnihlutahópum. Það má segja að Egill virðist vera einn af þeim sem eru frægir fyrir það eitt að vera frægir. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann og félagar hans stofnuðu bloggsíðuna karlarnir.is árið 2005. Síðan vakti fljótt athygli fyrir gróf skrif og þeir fé- lagarnir voru gagnrýndir fyrir kven- fyrirlitningu og yfirlýsingar sem nið- urlægðu karla sem ekki uppfylltu hugmyndir um karlmennsku. Ekki þótti vefsíðan góð fyrirmynd fyr- ir ungt fólk sem var sá aldurshópur sem las hana hvað mest. Það mætti því segja að almenn- ingur og fjölmiðlar hafi gert Egil að þeirri persónu sem hann er því eins og hann sagði sjálfur í Sjálfstæðu fólki árið 2008 hefur hann lítið gert til að trana sér fram. Hann sagði við Jón Ársæl að Mikael Torfason, þáverandi ritstjóri DV, hefði haft samband við hann og beðið hann að skrifa pistla í blaðið. Eftir það var honum boðið að vera með útvarpsþátt, þá sjónvarps- þátt og loks að skrifa bók. „Ég þurfti ekkert að sækjast eftir þessu, það var hringt í mig og ég spurður hvort ég vildi gera þessa hluti. Mér leist vel á þessa áskorun,“ segir Egill í viðtalinu. Kemur sjálfum sér í vandræði Það sem hefur einkennt Egil og fram- komu hans er stórkarlalegt viðmót. Hann er með stórar yfirlýsingar um sjálfan sig og er sjálfsálitið uppmál- að. Ummæli hans um sjálfan sig bera oft merki þess. „Ég og Arnaldur erum í sérflokki meðal íslenskra rithöfunda,“ sagði hann eitt sinn. „Ég er mannleg- ur þótt ég líti ekki út fyrir það,“ og „Ég held að það sé ekkert sem ég get ekki gert.“ Þessi ummæli eru dæmi um það sem hann hefur látið hafa eftir sér. Móðir Egils, Ester Ásbjörnsdóttir, seg- ir að fólk geri sér ekki grein fyrir því að Egill sé að leika þennan karakter, það megi segja að þetta sé leikrit. „Hann er í rauninni frekar inn í sig og ber ekki tilfinningar sínar á torg. Við vitum það öll sem þekkjum hann,“ segir hún. Hvort sem það er Egill sjálfur eða persónan Gillz er hann iðinn við að koma sjálfum sér í vandræði með ummælum sínum. Má þar nefna árið 2007 þegar hann lét gróf ummæli falla á vef sínum undir liðnum „Fréttastofa Gillz“ sem fjölluðu um Kolbrúnu Hall- dórsdóttur þingkonu, Drífu Snædal, Steinunni Valdísi og Önnu Margréti Björnsson sem hann sagði hafa verið of áberandi í fjölmiðlum og ýjaði að því að þeim væri fyrir bestu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Málið var kært til lögreglu og Egill dró færsluna til baka. Ári seinna lenti honum og söngv- aranum Friðriki Ómari saman í fjöl- miðlum vegna óviðeigandi orða sem stuðningsmaður Merzedes Club lét falla á úrslitakvöldi undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva á Íslandi. Egill sagði við fjöl- miðla: „Friðrik er einver mesta vælu- skjóða sem ég veit um.“ Fyrir skömmu reitti hann svo Ágúst Borgþór Sverrisson til reiði með um- mælum sínum um Rithöfundasam- band Íslands, en Egill hafði sótt um inngöngu í sambandið og vildi gjarn- an hrista upp í hlutunum þar, jafn- vel reyna að komast til valda innan þess. Ágúst gagnrýndi viðtal við Egil í Fréttablaðinu: „... þar sem vöðvabólg- ið grobbhænsni leyfir sér með vel- þóknum blaðamanns að gera lítið úr störfum fólks sem hefur stritað alla ævi við að búa til og þýða bókmennt- ir.“ Egill brást við með sínum hætti þar sem hann kallaði Ágúst meðal annars „rasshaus“. Hver er Gillz? Egill er fæddur 1980 og uppalinn í Kópavogi. Hann gekk í Digranes- skóla og æfði fótbolta sem barn. Móð- ir Egils segir hann hafa verið líflegt og skemmtilegt barn. „Hann var hug- myndaríkur og duglegur og fann sér því yfirleitt eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ segir hún og bætir við að hann hafi að mörgu leyti verið þægilegt og meðfærilegt barn. Hann hafi oft ver- ið þrjóskur í gegnum tíðina en það var ekkert sem þau foreldrarnir réðu ekki við. Hún segir að samband þeirra hafi alltaf verið gott og það sé óhætt að segja að hann hugsi vel um þá sem honum þykir vænt um. Ef eitthvað bjátar á sé ávallt hægt að treysta á Egil. „Sem dæmi þá eru börnin í fjölskyld- unni mjög hænd að honum. Hann laðar börnin til sín og er barngóður.“ Egill lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2001 og útskrifaðist með BS-gráðu í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009. Hann starfar í dag sem líkamsræktarþjálfari og hef- ur þjálfað afreksfólk í íþróttum. Hann stofnaði Fjarþjálfun árið 2007 og er hluti af Sportic sem er umboðsskrif- stofa fyrir íþróttafólk. Hann hefur sagt að hann hafi miklar áhyggjur af holdafari Íslend- inga og sem íþróttafræðingur og sér- fræðingur í mataræði unglinga vilji hann leggja lóð sín á vogarskálina í þeim efnum. Egill gaf út bókina Biblía fræga fólksins árið 2005 en í henni leggur hann línurnar fyrir fólk sem vill vera í hópi fallega fólksins. Árið 2009 sendi hann frá sér aðra bók sem ber titilinn Mannasiðir Gillz en þar leiðir hann kynbræður sína í allan sannleika um það hvað er að vera karlmaður, hvern- ig maður heillar hitt kynið og bregst við í hinum ýmsu aðstæðum. Árið 2008 tók hann eftirminnilega þátt í undankeppni Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva en þar spilaði hann á hljómborð með hljómsveit- inni Merzedes Club á milli þess sem hann hnyklaði brjóstvöðvana. Símaskráarmálið Síðustu vikur hefur Egill enn á ný verið í umræðunni. Nú er það vegna ráðn- ingar hans sem meðhöfundur síma- skrárinnar 2011 en samningurinn fel- ur það í sér að hann hafi umsjón með forsíðu og baksíðu auk þess að taka þátt í öðrum efnistökum hennar. Hef- ur þetta farið fyrir brjóstið á mörgum. Þeirra á meðal er Hannes Snæland sem lýsti vanþóknun sinni á Agli í við- tali við DV og sagðist ekki geta hugsað sér að nafn hans kæmi fram í bók sem Egill væri höfundur að. „Mér finnst maðurinn gjörsamlega óþolandi og vil ekki að nafnið mitt komi neins staðar fram í einhverju sem honum tengist,“ segir Hafsteinn sem lét bæði fjarlægja heimasíma- og farsíma- númer úr símaskránni. Egill svaraði fyrir sig á bloggsíðu sinni þar sem hann sagðist ætla að skrá Hafstein tíu sinnum í símaskrána ásamt því að feitletra nafn hans og setja „rassgat“ fyrir aftan það. Upphófst þá mikil umræða og hafa margir stigið fram sem eru mótfalln- ir því að hann verði meðhöfundur símaskrárinnar. Meðal þess sem mót- mælendur gagnrýna er kvenfyrirlitn- ing Egils og vísa í færslu sem hann birti á bloggi sínu árið 2007 og fjall- aði um femínista. Eins og áður sagði hefur Egill látið umdeild ummæli falla um femínista og meðal þess sem hann skrifaði á sínum tíma er eftirfar- andi: „... gefa þessum leiðinda rauð- sokkum einn granítharðan, þessar dömur eru flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar.“ Um Stein- unni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar, skrifaði hann: „Steinunn (Valdís) er portkona [...] á hana dugar ekkert minna en lágmark tveir harðir.“ Um Kolbrúnu Halldórsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri grænna, stóð: „... munu þess- ir herramenn sem Fréttastofan taldi upp áðan fylla hana eins og hátíðar- 22 NÆRMYND 29. október 2010 FÖSTUDAGUR Móðir Egils „Gillz“ Einarssonar segir son sinn frekar inn í sig þrátt fyrir framkomu hans og ummæli. Ráðning hans sem meðhöfundur símaskrárinnar 2011 er umdeild en framkvæmdastjóri Já.is segir hann góðan dreng sem hafi jákvæð skila- boð fram að færa. Framleiðsla er hafin á sjónvarpsþáttum sem byggðir eru á bók Egils, Mannasiðir Gillz. „FÓLK ÞEKKIR EGIL EKKI“ GUNNHILDUR STEINARSDÓTTIR blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is nHuldaProppémannfræðingursegirþaðekkikomaséráóvartaðkarakterinn Gillzhafiorðiðeinsmargumræddurograunbervitni.„Hannvísaríeitthvaðsem erundirliggjandiímenningunni.Viðbúumísamfélagiþarsemþettaeruákveðn- arhugmyndirsemeigasérsamhljóm.Gillztalarfyrirhöndákveðinnahugmynda semfáiraðrirmundugera,“segirhúnþegarhúnerbeðinaðsetjavinsældireða óvinsældirGillzímannfræðilegtsamhengi. HúnbendiráaðGillzséekkisvoósvipaðurHugleikisemvannviðsíðustu símaskrá.Þaðhafieinnigveriðumdeiltogmörgumfannsthanngangaoflangt íteikningumsínum.Þarfjallaðihannumkvenfyrirlitningu,kynferðisofbeldiog annaðofbeldienmunurinnáþeimséaðþaðsemHugleikurgagnrýnisamþykki Gillz.„Þeireruaðtalaumsamafyrirbæriðímenninguokkarennálgastþaðáólík- anhátt.FyrstuviðbrögðviðteikningumHugleiksvoruaðþettaværiógeðslegtog þærvöktuokkurtilumhugsunarumaðþettaværiekkialltílagi.Egillvirðistfara akkúrathinaleiðina,aðýkjaogstaðfestaýktarhugmyndirumkyn.“ HúnsegirþaðeinnigveraáhugavertaðhugleiðaafhverjuJá.ishafiákveðiðað faraþessaleið,aðfáEgiltilliðsviðsig.„ÞausegjaEgilhafaorðiðfyrirvalinuþví hannséhressogskemmtilegur.Erþaðþaðsemmenninginkallará?Aðalltsésvo skemmtilegt?Mástundaofbeldi,sýnakvenfyrirlitningueðatildæmisrasismaí nafniskemmtilegheita?“ Talar fyrir ákveðnum hugmyndum Skemmtilegt barn MóðirEgilssegirhann hafaveriðlíflegtog skemmtilegtbarn. Egill vill vel, hann þarf bara að passa það hvern- ig hann orðar hlutina stundum. Hann hefur nátt-úrulega alltaf verið snarruglaður en hann er góður vinur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.