Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 24
Það versta sem gat komið fyrir Egil „Gillzenegger“ var að öðlast viðurkenningu og fá þann heiður að skreyta
símaskrá allra landsmanna. Nú er
hann búinn að vera.
Gillzenegger varð vinsæll með því að ganga fram af fólki. Nú getur hann það ekki lengur.
Þetta er tvíþættur vítahringur. Annars vegar er það þannig að þegar Gillzenegger verður viðurkenndur hættir hann
að vera á jaðrinum, og getur ekki
lengur gert út á að vera grófur. Hann
verður viðmiðið og þjónar því ekki
þeim tilgangi að brjóta upp norm-
ið. Í stuttu máli hættir hann að vera
fyndinn og verður venjulegur. Óum-
flýjanleg hnignun Gillzeneggers
varð að veruleika þegar hann hlaut
viðurkenningu í samfélaginu og varð
„mainstream“.
Hins vegar má hann ekki færa sig lengra út á jað-arinn, því þá er það ekki lengur vitleysingurinn
Gillzenegger sem gengur of langt,
heldur sjálfur höfundur símaskrár-
innar. Andstæðingar hans biðu eftir
því tækifæri að honum hlotnaðist
þessi heiður áður en þeir drógu upp
meiðandi ummæli hans um nafn-
greindar konur. Öllum er sama þótt
eitthvert greppitrýni í Kópavoginum
tali um konur á niðurlægjandi hátt.
Það er þegar hinn óþekkti óþekktar-
angi verður frægur og öðlast viður-
kenningu sem vandræði hans byrja.
Þegar Gillzenegger segist ætla að
birta mynd af rassgati við nafn eldri
herramannsins sem vill skrá sig úr
símaskránni, er það ekki lengur hót-
un frá greppitrýni úr Kópavogi, held-
ur sjálfum höfundi símaskrárinnar.
Það er ekki fyndið þegar stóri níðist
á litla, nema sem hin ógeðfellda
Schadenfreude, eða meinhæðni.
Þetta kom líka fyrir forvera Gillzeneggers í símaskránni; Hugleik Dagsson. Enginn hlær lengur að kúk-, piss- og
ofbeldisteikningum Hugleiks eftir
að hann varð viðurkenndur og upp-
hafinn. Eins fyndinn og Hugleik-
ur er, hætti hann að vera það þegar
hann færði sig af jaðrinum yfir í
símaskrána. Hann breyttist í Spaug-
stofuna. Fólk brosir í mesta lagi út í
annað.
Það er furðuleg stefna hjá aðstandendum síma-skrárinnar að ráða mestu dónagrínara landsins sem
höfunda bókar, sem aðeins eldra
og siðprúðara fólk notar. Það eina
sem getur útskýrt þennan gjörn-
ing er að þetta sé samsæri eldri
borgara til að tortíma grófustu
fulltrúum yngri kynslóðarinnar.
Og það tókst. Nú er búið að norm-
alísera Gillzenegger og Hugleik og
gera þá óvirka. Hver er næstur!?
Gillz Geldur „Þau voru viss um að ég væri hommi sem þyrði
ekki að koma út úr skápnum
og það fór í taugarnar á
þeim.“
n Ugla Stefanía Jónsdóttir, sem áður hét Valur
Stefán um hóp hinsegin krakka sem lögðu hann í
einelti. - DV
„Ég efast um það að þetta mál
sem um ræðir sé þannig
vaxið að það kalli á að víkja
viðkomandi úr starfi.“
n SegirGunnar Rúnar Matthíasson, formaður
fagráðs Þjóðkirkjunnar, en þrír prestar til viðbótar
hafa verið sakaðir um kynferðisbrot. - Fréttablaðið
„Ég fer allavega
núna að gera
armbeygjur á
kvöldin til að vera
klár þegar þeir koma næst.“
n Brotist var inn á heimili knattspyrnumannsins
Arons Einars Gunnarssonar - DV
„Þetta birtist
aðallega í því að
þriðja hver stelpa
er á nærfötunum
fyrir framan spegil á
prófílmyndinni sinni.“
n Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður segir áhrif
klámkynslóðarinnar birtast í ýmsum myndum. - Mbl
sjónvarp
2007 – fjölmiðlar
Tilfelli Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis er áminning um hvernig fjölmiðlar brugðust fyrir hrun. Fæstir þeirra hafa kannað málið
sem fjallað var um í DV og snertir eitt stærsta
hagsmunamál þjóðarinnar – gjaldeyrismál-
ið. Flestir hafa þvert á móti gagnrýnislaust
endur flutt áróður Heiðars Más um annarleg-
an tilgang DV.
Heiðar Már segir að það sé mistúlkun í
umfjöllun DV að hann hafi plottað um árás á
krónuna. Heiðar segir þetta ekki hafa snúist
um árásir, heldur „áhættuvarnir“. Því ætlar
hann að stefna DV fyrir dómstóla.
Auðvitað hefur Heiðar ýmislegt til síns
máls. Það er löglegt að vinna gegn krónunni
og fullkomlega löglegt að ræða við George
Soros, sem felldi breska pundið, um að ráðast á
krónuna. Það er ekki heldur ólöglegt að leggja
til við bankaráðsmenn Landsbankans að taka
tugmilljarða stöðu gegn gjaldmiðlinum sem
viðskiptavinir bankans áttu allt sitt undir. Auk
þess má vel lýsa stöðutöku gegn krónunni sem
„áhættuvörnum“. Í sama tilgangi er piparúði
kallaður „varnarúði“. Heiðar lýsir þessu sem
sjálfsvörn, en það sem hann kallar nú „gjald-
miðlavarnir“ kallaði hann áður „hagnaðar-
tækifæri“.
Það brýtur gegn hlutverki fjölmiðla að
halda leynd yfir baktjaldamakki æðstu manna
í viðskiptalífinu í aðdraganda hrunsins. Í máli
Heiðars segir DV frá samkrulli um gjaldmiðil
sem flestir venjulegir Íslendingar áttu allt sitt
undir. Hann hrundi undan okkur og nú stytt-
ist í að hann verði látinn fljóta aftur, þannig að
fjárfestar geti plottað með hann að nýju.
Í stað þess að fjalla um málið efnislega,
þ.e.a.s. plottin um stöðutökur gegn krónunni,
hafa flestir fjölmiðlar kosið að gleypa spuna
fjárfestisins hráan. Efni fréttanna hefur verið
meintur ásetningur DV um að koma í veg fyr-
ir að Heiðar eignist tryggingarfélagið Sjóvá.
Fréttablaðið birti langa grein eftir fjárfestinn
á fimmtudag og birti í sama blaði gagnrýnis-
lausa frétt um samkeppnisaðila sinn. „DV er
að reyna að skemma þessi viðskipti með Sjóvá
með rakalausum þvættingi,“ er haft eftir Heið-
ari í fréttinni. Ekkert er gert til að kanna sann-
leiksgildi atvinnurógsins um að starfsmenn
blaðsins vinni að annarlegu markmiði og birti
„rakalausan þvætting“ í því augnamiði, and-
stætt skyldu sinni.
Fjölmiðlar brugðust í aðdraganda hruns-
ins. Þeir átu gagnrýnislaust upp orð útrásar-
víkinganna og stunduðu litlar sem engar
rannsóknir. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis kemur fram hörð gagnrýni á störf fjöl-
miðla fyrir hrun. Sem dæmi má nefna að fyrir
hverja neikvæða frétt um Landsbankann í ís-
lenskum fjölmiðlum birtust 12 til 13 jákvæðar
fréttir. Í góðærinu afgreiddi til dæmis Frétta-
blaðið erlenda gagnrýni á Landsbankann
sem „árásir“, byggt á einni heimild. „Í fjórum
af hverjum 5 fréttum fjölmiðla um fjármála-
fyrirtækin var það mat greinenda að sjálfstæð
efnis öflun og greinandi umfjöllun hefði verið
lítil eða engin,“ segir í skýrslunni.
Í raun birtist sáralítil sem engin gagnrýni í
fjölmiðlum á þessum tíma, önnur en rógburð-
ur frá fjármálamönnum um þá fjölmiðla eða
greiningaraðila sem reyndu að sinna starfi
sínu.
jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Það brýtur gegn hlutverki fjölmiðla að halda leynd yfir baktjaldamakki.
leiðari
svarthöfði
24 umræða 29. október 2010 föstudaGur
MótMæluM linnir
seint
n Til eru þeir sem telja að Davíð
Oddsson og Halldór Ásgrímsson
beri höfðuðábyrgð á bankahruninu
og því eftirlits-
og ábyrgðarleysi
sem fylgdi í kjölfar
einkavæðingar
bankanna. Þeir
sömu urðu því
hvumsa þegar
Katrín Jakobs-
dóttir, sam-
starfsráðherra
Norðurlanda í ríkisstjórninni, studdi
á dögunum framhaldsráðningu Hall-
dórs í embætti framkvæmdastjóra
ráðherranefndar Norðurlandaráðs
næstu tvö árin. Nú heyrist að hópi
manna þyki samtryggingin fullmikil
og ætli að mótmæla ráðningunni með
einhverjum hætti við setningu Norð-
urlandaráðsþings í Reykjavík næst-
komandi þriðjudag.
Gloppótt Minni
n Guðmundur Ólafsson hagfræðing-
ur lét hafa eftir sér í vikulegri messu
sinni á Rás 2 að Guðni Ágústsson
fyrrverandi ráð-
herra á vegum
Framsóknar-
flokksins hefði
verið í hópi
manna sem fyrir
20 árum hefði
viljað steypa líf-
eyrissjóðunum
inn í bankana.
Ef af slíku hefði orðið væru þeir sjálf-
sagt að engu orðnir eftir bankahrun.
Guðni lét þetta ekki óátalið og hraun-
aði yfir „hagspekinginn“ degi síðar á
sama vettvangi. Tillagan hefði verið
gulltrygg og verðtryggð. Aðspurður
mundi Guðni hins vegar ekki vel eftir
að hafa flutt slíka tillögu með Halldóri
Ásgrímssyni og Finni Ingólfssyni á
þingi fyrir 17 árum eða svo.
norsk hlunnindi
n Þingmennirnir Ásmundur Einar
Daðason, Unnur Brá Konráðsdóttir
og fleiri voru í hópi þeirra sem þáðu
ferð til Noregs í boði NEI-hreyfing-
arinnar þar í landi gegn ESB-aðild.
Engum sögum fer af því hvað íslensku
þingmennirnir aðhöfðust í ferðinni
en ætla má að ræddir hafi verið sam-
eiginlegir hagsmunir. Nú bíða menn
þess að gerð verði grein fyrir boðs-
ferðunum í hagsmunayfirliti þing-
mannanna á vef Alþingis. Gjafir, ferð-
ir og fjárframlög frá öðrum löndum
ber að skrá undir þremur tölusettum
liðum. Ekkert er að finna þar frá Ás-
mundi Einari eða Unni Brá.
heiMur versnandi
fer
n Kvisast hefur út að Dagur B. Egg-
ertsson, varaformaður Samfylkingar-
innar og oddviti flokksins í borgar-
stjórn Reykavíkur, sé við það að gefast
upp á íslenskum stjórnmálum og
hyggist draga sig í hlé. Ekki fylgir sög-
unni hvort þetta byggist á köldu póli-
tísku stöðumati. Sjálfur neitar hann
því að hann sé á leið í borgarstjórastól
og línur eru óljósar um framtíðar-
forystu Samfylkingarinnar. Nærtæk
skýring á orðrómi í þessa veru gæti
verið að Dagur og eiginkona hans eru
læknar á góðum aldri og gætu horfið
aftur til náms og sest að erlendis eins
og títt er í læknastétt nú. Auk þess eiga
þau von á sínu fjórða barni.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
umSjón helgarblaðS:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
umSjón innblaðS:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Eitt sinn bjó maður á Raufarhöfn,
hann var kallaður Bobbi (af nafni
þessa manns er dregið: að koma e-m
í bobba). Bobbi þessi var þannig
gerður að vitið flæktist aldrei neitt
sérstaklega fyrir honum. Hann átti
það til að leggja stein í götu keppi-
nautar og var frægur fyrir stærilæti
og hroka. Hann var klíkusækinn og
kom sínum leirburði víða, með að-
stoð vina og vandamanna. Hann
gagnrýndi sleikjuhátt en var svo sjálf-
ur hin mesta höfðingjasleikja. Bobbi
gagnrýndi starfshætti kaupfélagsins,
en vann þó sjálfur ýmis viðvik fyrir
kaupfélagið og þáði þar góðgjörðir
og bitlinga. Hann sagðist vera mikill
kvæðamaður og sagðist elska bækur.
Hið sanna er þó, að hann var mesti
leirkeri og unni einkum því sem
hann hnoðaði sjálfur. Alltaf gerðist
það annað veif-
ið að menn settu
ofan í við Bobba
– menn vændu
hann um: sí-
endurtekinn
leirburð, milla-
sleikjuhátt, fram-
sóknarhollustu,
sjálfumgleði og
siðblindu. En
þegar kom að því
að gera upp sak-
ir við Bobba þá
svaraði hann allajafna með sömu
setningunni og sagði: En ég er svo
svakalega litblindur.
Saga Bobba Melsteð er hér tíund-
uð vegna þess að samfélag okkar
verður seint uppiskroppa með menn
eins og Bobba. Hér gagnrýna menn
allt hvað eina en eru svo yfirleitt til-
búnir að þiggja gjafir, jafnvel frá gjör-
spilltum þjófum sem mergsogið hafa
samfélagið um langa hríð. Hér er
staðan sú í dag að byggðir landsins
eru að leggjast í eyði. Ungt fólk flyt-
ur frá plássunum – einkum vegna
þess að peningamönnum var leyft að
selja frá byggðinni það sem áður var
lífæð viðkomandi samfélags. Í dag
vitum við að nánast allir Íslending-
ar eru mótfallnir gjafakvóta og brot-
um á jafnræðisreglum. Þessir sömu
Íslendingar kjósa sér þing og þing-
menn sem eiga trygga vini sem ekki
vilja losna við kvótasukkið.
Á meðan landsbyggðinni blæðir
út, niðurskurður og enn meiri niður-
skurður blasir við, þá treysta menn
á reddingaþjónustu auðvaldsins. Og
saman kyrjar fólkið í kór: Veðsetjum
sálir okkar, byggjum álver og lifum í
þeirri von að arðræningjarnir verði
okkur hliðhollir!
Þegar við erum spurð að því hvers
vegna við látum allan þennan ófögn-
uð yfir okkur ganga, ætti svarið að
vera: Við erum svo siðblind! En þess
í stað kjósum við að sitja hjá, horfa á
og bíða þess að Mammon blessi Ís-
land. Og að refsa þeim sem níða af
okkur skóinn ... Nei, svoleiðis gerir
maður ekki.
Traustur maður tuktar þá
sem taka þátt í ráni
en hinn sem bara horfir á
er 100% bjáni.
Bobbi Melsteð
skáldið skrifar
kristján
hreinsson
skáld skrifar
Í dag vitum við að nánast allir Ís-
lendingar eru mótfallnir
gjafakvóta og brotum á
jafnræðisreglum.
bókstaflega