Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 25
Fram kemur í
skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþing-
is að Landsbank-
inn fór í auknum
mæli að lána við-
skiptavinum sín-
um í erlendum
gjaldmiðlum árið
2006. Næstu tvö
árin jókst hlut-
fall erlendra lána
til viðskiptavina
bankans um 400
prósent. Á sama tíma fullyrða menn
eins og Heiðar Már Guðjónsson, fyrr-
verandi starfsmaður Novator, að stór
gengisleiðrétting hafi verið óumflýjan-
leg og áhættustýring fjármálafyrirtækja
hafi tekið mið af því. Varla bjó Heiðar
Már einn yfir þeirri vitneskju. Tilefni
er því til að spyrja hvort bankarnir hafi
vísvitandi velt áhættunni af yfirvofandi
gengisfalli krónunnar yfir á almenn-
ing og íslensk fyrirtæki með ólögleg-
um gengistryggðum lánveitingum og
öðrum tegundum gjaldeyrislána. Hér
vakna einnig spurningar um það hvort
íslenskum stjórnvöldum, Seðlabank-
anum og Fjármálaeftirlitinu hafi ekki
borið að bregðast við þessari áhættu
í þágu almennings og fyrirtækja, sem
allt sitt áttu undir gengi krónunnar.
Eftir hrunið hafa stjórnmálin verið
tvístruð, verklítil og þrasgjörn. Fyrst og
fremst hafa stjórnvöld verið í því hlut-
verki að bregðast við vanda sem hlaðist
hefur upp í öllu efnahagslífinu, einkum
í formi gengissprengdra skulda fyrir-
tækja og heimila með áhættusamri og
vaxandi þörf fyrir afskriftir.
Vitið rennur þeim úr greipum
Aðgerðir stjórnvalda eru með öðrum
orðum viðbrögð við áður óþekktum
áföllum. Vitið og skipulagið hneigist
til þess að skreppa úr höndum manna
undir slíku álagi, líkt og sporður renn-
ur mönnum úr greip. Munur á stefnu
stjórnmálaflokkanna verður við þetta
þokukenndur. Aðstæðurnar leiða þá
alla að úrræðum sem hendi eru næst.
Glutri þeir niður pólitískri sýn undir
álaginu hætta þeir um leið að standa
fyrir mismunandi kosti frammi fyrir
kjósendum.
Hvar er þá að finna pólitíska og
efnahagslega leiðsögn út úr ógöng-
unum? Hvar sjást merki um pólitískt
frumkvæði og stefnumörkun? Felst
hún í Heimssýn Daladrengsins sem
vill fríverslunarsamning við Bandarík-
in? Finna lesendur leiðbeiningar um
framtíðina í fordæmandi stríðsfyrir-
sögnum Morgunblaðsins um að ESB
ætlist til þess að verðbólga og vextir í
landinu falli innan tilgreindra marka
og að gert sé ráð fyrir því að krónunni
verði skipt út fyrir evru komi til aðildar?
Á hvaða ferðalagi er Framsóknar-
flokkurinn sem skrapar botninn undir
greinarflokki formannsins í Fréttablað-
inu? Trúa kjósendur Samfylkingunni
og Vinstrigrænum sem eitt veifið ætla
að aflétta samkeppnishömlum í sjávar-
útvegi og koma þar á markaðsbúskap
en falla hitt veifið í faðm sægreifanna
í stefnumótunarvinnu á vegum sjávar-
útvegsráðherra? Hversu margir flokkar
rúmast innan Hreyfingarinnar? Verð-
ur fum og fát þegar upp rennur fyrir
þingmönnum og ríkisstjórn hversu illa
verðhjöðnunin getur leikið efnahags-
lífið?
Framtíðarlausnin blasir við
Verðhjöðnun er vísbending þess að vilji
til að taka áhættu sé hverfandi. Æ færri
vilja hætta fé í rekstri fyrirtækja í þessu
landi. Almenningur dregur úr neyslu
til þess að mæta skattahækkunum og
óbilgjörnum innheimtumönnum sem
krefjast nauðungarsölu á húseignum.
Nú er svo komið að skilanefndir, slita-
stjórnir og bankar, sem reyna að selja
eignir á hæsta mögulega verði, óttast
verðlækkun og rýrnun eignasafnsins
sem þeim var falið að fá sem mest fyrir.
Ekki er heldur að sjá að erlend fyrirtæki
og kaupsýslumenn bíði í röðum eftir
fjárfestingartækifærum í landinu.
Á öðrum stað í blaðinu er fjallað
um íslensku krónuna. Frumkvæði og
framtíðarlausn blasa við í orðum og
gjörðum Hilmars Veigars Pétursson-
ar, framkvæmdastjóra CCP. Fyrirtæk-
ið hefur nærri 300 manns í vinnu hér á
landi. Þeir fá laun sín í evrum. Skuld-
ir og tekjur CCP eru í evrum og öðrum
gjaldmiðlum. Fyrirtækið hefur með
öðrum orðum sagt skilið við krónuna í
nafni stöðugleikans. Í raun hefur sjáv-
arútvegurinn gert það að miklu leyti.
Hlutur sjómanna miðast við erlenda
gjaldmiðla, tekjur og stór hluti skulda
sjávarútvegsins er sömuleiðis í erlend-
um myntum.
Stjórnmálamenn þurfa að vita að
flóttinn undan krónunni er hafinn og
verður ekki stöðvaður. Jafn mikilvægt
er að þeir átti sig á því að pólitíski og
efnahagslegi herkostnaðurinn vegna
gengistryggðra lána og annarra gjald-
eyrislána hefði aldrei komið til greiðslu
ef eins háttaði um alla launamenn í
landinu og þá 300 starfsmenn CCP
sem fá laun sín greidd í evrum.
Heimildarmyndin Með hangandi
hendi, sem fjallar um tónlistarmann-
inn RagnaR BjaRnason, var
frumsýnd í Háskólabíói í vikunni.
Myndin fjallar um feril Ragga sem
hefur sungið sig inn í hjörtu
landsmanna síðustu 60 árin.
Uppáhaldslagið hans Ragga er lag eftir
pabba hans, Bjarna Böðvarsson.
Líður best
á sviðinu
myndin
Hver er maðurinn?
„Ragnar Bjarnason söngvari.“
Hvar ertu uppalinn?
„Reykjavík.“
Ef ekki tónlist?
„Ætli ég væri þá ekki í einhverju
bílabraski.“
Uppáhaldslagið?
„Við bjóðum góða nótt, eftir pabba,
Bjarna Böðvarsson.“
Hvað drífur þig áfram?
„Lífsgleði.“
afrek vikunnar?
„Að vakna á morgnana.“
Uppáhaldsbók?
„Brekkukotsannáll eftir Kiljan.“
Hvernig líst þér á íslenska tónlist í
dag?
„Mjög vel. Unga kynslóðin er bara
frábær.“
Hvar líður þér best?
„Ætli það sé ekki á sviðinu.“
Átt þú þér fyrirmynd?
„Alla sem hafa gengið sama veg og ég.“
Hvað er fram undan?
„Meiri músík.“
maður dagsins
„Já, ég hlakka frekar mikið til.“
Tinna BRÁ sigURðaRdóTTiR
20 áRA HásKóLAneMi
„Jú, alveg eins.“
gUðmUndUR ingi gUðjónsson
72 áRA ásKRifAndi Að LAUnUM
„Já, ég er farin að hlakka til jólanna og
farin að huga að jólagjöfum.“
ingiBjöRg dóRa BjaRnadóTTiR
24 áRA VinnUR HJá MiðLUn eHf.
„Já, ég er farin að hlakka til jólanna. Ég
er búin að kaupa jólaskraut en ekki farin
að kaupa jólagjafir.“
ElísaBET millaRd
42 áRA HeiMAVinnAndi
„nei, ég er ekki mikið jólabarn.“
RUT KaRlsdóTTiR
21 áRs
Ertu farin/n að hlakka til jólanna?
dómstóll götunnar
föstudagur 29. október 2010 umræða 25
Íslensk stjórnmál reka flóttann
Nú er svo komið að skilanefndir,
slitastjórnir og bankar,
sem reyna að selja eignir
á hæsta mögulega verði,
óttast verðlækkun og
rýrnun eignasafnsins.
kjallari
Jóhann
hauksson
blaðamaður skrifar
jesus saves norsk-íslenski listamaðurinn Gardar eide einarsson stendur fyrir listasýningu í Listasafni Reykjavíkur. Þar er þetta risastóra neonskilti með orðunum Jesus saves.
mynd EggERT jóHannEsson