Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Qupperneq 27
föstudagur 29. október 2010 umræða 27
Eitthvert ráða-
leysi er að fara
með landsmenn
líkt og öll sund
séu lokuð. Ríki,
sveitarfélög, fyr-
irtæki, fjölskyldur
og einstaklingar
eru komnir í önd-
unarvél yfirdrátt-
arins. Skorið er
niður, framleiðsla
dregst saman,
störfum fækkar,
kaupmáttur er lækkaður, það dregur
úr neyslu, eftirspurn og skatttekjum,
framleiðslan minnkar enn. Þjóðar-
hagfræðin fjallar um þetta spírallög-
mál markaðsins. Hagstjórn gengur út
á að nýta það til að jafna sveiflur fram-
boðs og eftirspurnar, ráðast til dæm-
is í virkjanir á tímum atvinnuleysis.
Hvernig hefur slík hagstjórnun gengið
á Íslandi? Að bjarga sér og skapa störf
á réttum tíma? Hvað segir sagan okk-
ur?
Atvinnusköpun í 150 ár
Á tímabili þjóðveldisins ríkti kyrr-
staða. Snillingar Íslands ferðuðust
um víðan völl og kynntust verkmenn-
ingu, byggingartækni og svo framveg-
is. Ekkert af þessari þekkingu barst til
landsins. Ekki einu sinni galdrar hjóls-
ins voru nýttir. Eyjarskeggjar máttu
einnig vita að sjálfstæðið væri í húfi
ef þeir flyttu ekki inn skip eða við til
að smíða þau. Án fyrirhyggju og sam-
vinnu rann árið 1262 upp. Þjóð með
allt niður um sig.
Danir studdu Innréttingarnar af
ráði og dáð og þær kostuðu þá ógrynni
fjár. Eflaust var hugmyndin að koma
landanum á lappirnar og losa hann
undan fjötrum landbúnaðar, lítill-
ar framleiðni og illseljanlegar vöru.
Áhuga- og afskiptaleysi landans, að
landfógetanum undanskildum, var
algjört. Tilraunin dó í fæðingu.
Með verslunarfrelsinu 1855 gáfust
tækifæri til efnast á sölu á sauðfjár á
fæti og kynbótum. Það fór heldur bet-
ur í handaskolum þegar fjárkláðinn
síðari var fluttur inn með hjólgröðum
skoskum hrútum. Hann olli auðvitað
illvígum deilum – átti að lækna eða
skera – á meðan bústofnin lá í valn-
um. Líkt og 1262 mættust stálin stinn
þótt pólitík sé fyrst og fremst mála-
miðlun. Enn er mörgum það ekki gef-
ið að miðla málum. Sem kostar sitt.
Íslendingar stóðu berskjaldaðir
frammi fyrir dyntum náttúruaflanna.
Með tilkomu togveiða um 1870 los-
uðu Bretar sig við úrelt þilskip sem
kom íslensku þilskipaútgerðinni á
skrið. Með vesturferðunum á harð-
indaárunum var komið í veg fyrir að
ástandið í lok átjándu aldar endurtæki
sig. Enn ríkti þó skammsýni spákaup-
mennskunnar því flestir þeirra sem
komust tímabundiðí álnir urðu gjald-
þrota fyrir 1900 þrátt fyrir stuðning
Landsbankans.
Pilsfaldakapítalistar
Sumir verslunar- og útgerðarmann-
anna voru samt athafnamenn. Þeir
sköpuðu störf og færðu út kvíarn-
ar með vaxandi togaraútgerð. En
þarna voru sömu einfararnir á ferð og
árið1262. Þeir áttu sig sjálfir, ætluðu
einir að sigra heiminn með lánum
frá Íslandsbanka. Á kreppuárunum
hrundi spilaborgin.
Þegar athafnamenn og atvinnu-
rekendur voru enn eina ferðina með
allt niður um sig og þúsundir manna
höfðu ekki í sig og á spruttu upp alls
kyns samvinnufyrirtæki sjómanna,
verkafólks og sveitastjórna. Segja má
að bæjarútgerðir nýsköpunarstjórn-
arinnar hafi verið framhald af þessari
gengisfellingu íslenskra atvinnurek-
enda. SÍS hóf verndaða iðnaðarfram-
leiðslu á Akureyri og víðar. Stjórnvöld
styrktu einnig tilraunir til hraðfryst-
ingar og sameinuðu saltfiskframleið-
endur undir merkjum SÍF.
Með stríðinu leystu Bretar og Am-
eríkanar atvinnumál þjóðarinnar og
mestu gróðafyrirtæki landsins voru
verktakar með einokunarsamninga
við setuliðið. Nánast allt frumkvæði
að atvinnusköpun utan hervæðingar-
innar kom frá stjórnvöldum. Virkjanir,
sements- og áburðarverksmiðja. Þeg-
ar þetta dugði ekki færðu stjórnvöld út
landhelgina og reyndu að fá erlenda
fjárfesta til að nýta orkulindirnar. Í
þessum farvegi hefur atvinnusköpun
landsmanna verið síðan.
Hvað er framundan
Nánast allur íslenski iðnaðurinn er
vinnufrekur láglaunaiðnaður sem
nýtur verndar Ballarhafsins. Við inn-
göngu í tollabandalög hafa samkeppn-
isgreinar hrunið. Landhelgin er full-
nýtt og stutt í það sama hvað varðar
orkulindirnar. Gálgafrestur auðlind-
anna er að renna út. Ekki þarf að fara
mörgum orðum um þessa hagstjórn.
Íslendingar eru vinnusamasta
þjóðin norðan Alpafjalla. Þeir eru eft-
irsótt vinnuafl í Skandinavíu þegar
enga vinnu er að fá á Íslandi. Nú reyn-
ir á ráðþrota athafnamenn og atvinnu-
rekendur því ekki gengur lengur að
heimta verkefni frá hinu opinbera.
Á enn einu sinni að hrekja fólk af
landi brott vegna ráðaleysis stjórn-
valda og atvinnurekenda? Eða á að
byggja nýja Landeyjahöfn, austan
Markarfljóts til vonar og vara?
að deyja ráðalaus
Landhelgin er fullnýtt og stutt í
það sama fyrir orkulind-
irnar. Gálgafrestur auð-
lindanna er að renna út.
Ráðgáta sem
sjaldan er um
rætt er sú hvers
vegna íslensk-
um strákum
gengur svona
illa í skóla. Á
öllum stigum
menntakerfis-
ins standa stelp-
ur sig betur, og
þegar komið er
upp í háskóla
eru stelpur um
tveir þriðju af nemendum. Eina fag-
ið þar sem strákar hafa enn verið
í meirihluta í er verkfræði, en eftir
mikið átak virðist það einnig vera að
breytast.
Svonefndar PISA-kannanir hafa
verið gerðar undanfarinn áratug þar
sem menntakerfi OECD-landanna
er borið saman. Í helmingi landanna
stóðu strákar sig betur í stærðfræði
en stelpur. Á Íslandi var þessu öfugt
farið og því ber að fagna, svo lengi
sem ástæðan er dugnaður íslenskra
stelpna en ekki lakur árangur ís-
lenskra stráka. Það bendir einmitt
ýmislegt til þess að íslenskar stelpur
séu duglegri í stærðfræði en geng-
ur og gerist, þar sem Ísland mælist
yfir meðaltali á þessu sviði. Því er
kannski undarlegt að þær hafi síður
sótt í verkfræði en strákarnir.
Eru stelpur einfaldlega betri?
„Við þurfum fleiri stúlkur í verk-
fræðideild einfaldlega vegna þess að
þær eru betri,“ sagði Sigurður Brynj-
ólfsson, þáverandi deildarforseti
verkfræðideildar, í Morgunblaðinu
fyrir nokkrum árum. Flestir geta ver-
ið sammála um að konur eru betri,
ekki síst þegar kemur að námi. En
hvers vegna er það svo?
Ef til vill er hér einfaldlega um
náttúrulögmál að ræða. Kannski er
það svo að konur séu greindari en
karlmenn, og eftir því sem jafnrétt-
isbaráttan þróast hlýtur hún að leiða
til yfirburða kvenna í námi. Önnur
útskýring gæti snúið að félagslegum
þáttum. Kennsla telst til hefðbund-
inna kvennastarfa þrátt fyrir ára-
tugalanga jafnréttisbaráttu, og inn-
an stofnananna erum við að miklu
leyti til aldir upp af konum. Stelp-
ur hafa því fleiri fyrirmyndir innan
skólakerfisins, þó það sama eigi ekki
endilega alltaf við utan þess. Því má
hugsa sér að námið sé á einhvern
ómeðvitaðan hátt frekar sniðið að
þörfum kvenna, að minnsta kosti
fyrstu og mikilvægustu árin, þar sem
kvenkyns kennarar eru oftast í meiri-
hluta.
Strákar sem leika á kerfið
Samkvæmt þessu ætti það ekki síst
að vera mannréttindamál fyrir unga
drengi að hafa fleiri karlkyns fóstr-
ur og barnaskólakennara, rétt eins
og þessi störf ættu almennt að vera
betur launuð og metin, hvort sem
það eru karlmenn eða konur sem
sinna þeim, því þau eru hornsteinn
alls hins.
Á Rás 1 um daginn heyrði ég þó
áhugaverðar pælingar um þessa
slöku stöðu stráka í skólum hérlend-
is. Getur verið að það sé einfaldlega
eitthvað í uppeldi stráka sem ger-
ir það að verkum að þeir eru óhæfir
til náms? Ég hef undanfarið verið að
sækja í tíma í HÍ, þar sem ég hef átt
í samræðum við mér yngri nemend-
ur. Samræðurnar eru svipaðar og
þær voru fyrir 10 eða 20 árum. Strák-
arnir segja hetjusögur af því hvernig
þeir skrópuðu alla önnina, en voru
síðan vakandi alla nóttina fyrir próf
og rétt sluppu fyrir horn þegar til
kastanna kom. Með þessum hætti
finnst þeim þeir hafa á einhvern hátt
leikið á kerfið, og upplifa sig sem
klára af þeim sökum.
Strákar sem kunna
ekki að lesa
Það gerist aldrei að einhver hreyki
sér af því að hafa lært markvisst og
skipulega alla önnina, og hafi síðan
uppskorið árangur erfiðis síns þegar
að prófinu kom. Þetta er líklega það
sem stelpurnar gera, en þykir ekki
mjög karlmannlegt. Hér erum við
líklega komnir að útrásarvíkingaeðl-
inu, það þykir flottast að „redda sér,“
„kjafta sig útúr þessu“ eða „blöffa.“
Það að einfaldlega vita hvað maður
er að gera og standa sig vel er ekki
jafn hátt skrifað. Á Íslandi þykir það
almennt hallærislegt.
Í PISA-könnuninni segir jafn-
framt: „Á Íslandi eru strákar helm-
ingi líklegri en stelpur til þess að vera
á þrepi eitt eða neðar í lestrargetu,
sem bendir til þess að sinna þurfi
þeim mun betur en nú er gert.“ Það
er erfitt að vita hvar maður á að byrja
þegar vandamálið er svo rótgróið.
Eigi að síður er ánægjulegt að Besti
flokkurinn skuli hafa heitið því að
byrja að skoða málið.
Geta íslenskir strákar ekki lært?
kjallari
sandkorn
Dansað með Heiðari
n Athygli vekur hve hluti íslenskrar
fjölmiðlaflóru bregst fljótt við kvabbi
Heiðars Más Guðjónssonar útrás-
armanns. Bæði
Fréttablaðið og
Mogginn birta
sömu grein Heið-
ars þar sem hann
upplýsir í þriðja
sinn að hann
hyggist stefna DV
fyrir að fjalla um
tölvupósta hans
og minnisblað. Þá er Pressan einnig
á sömu slóðum, sem reyndar kemur
fæstum á óvart. Óneitanlega minnir
gagnrýnisleysi umræddra fjölmiðla
á ástandið sem var í aðdraganda
hrunsins þegar útrásarmönnum var
hampað sem heilögum kúm. Síðan fór
sem fór.
ÖgmunDur Dáður
n Skammt er síðan Hörður Svavars-
son, formaður Íslenskrar ættleiðingar,
hundskammaði dómsmálaráðuneytið
vegna slakrar frammistöðu í ættleið-
ingamálum. Mátti á honum skilja að
félaginu þætti tilvonandi foreldrar
jafnvel mæta fordómum þar. Nú er
hins vegar jákvæðari tónn eftir að
nýr dómsmálaráðherra, Ögmundur
Jónasson, tók við. Á dögunum mætti
hann á fund hjá félaginu og vakti
lukku með einlægni og því að tala
frá frá hjartanu um málefnin. Óskaði
hann eftir leiðbeiningum frá félaginu.
Binda menn í félaginu miklar vonir
við að Ögmundur leysi mörg úrlausn-
arefni sem safnast hafa upp og telja að
hann muni túlka reglur með hjartanu
en ekki hinni gömlu reglustiku ráðu-
neytisins. Ögmundur mun þannig
hafa gengið snarlega í leyfisveitingar
vegna nýs félags sem vill meðal
annars ættleiða frá Afríku og gerir fólk
innan ÍÆ sér vonir um að hann lyfti
ættleiðingum hærra á forgangslista
mannréttindaráðuneytisins.
slegist um rÖgnu
n Athygli vakti að Ragna Árnadóttir,
fyrrverandi dóms- og mannréttinda-
ráðherra, sótti um ráðuneytisstjóra-
stöðu bæði í nýja velferðarráðuneytinu
sem verður til í
vetur, og líka í nýja
innanríkisráðu-
neytinu. Ragna
er reynslubolti og
munu ráðherr-
arnir Guðbjartur
Hannesson
og Ögmundur
Jónasson slást
um starfskrafta hennar. Fari svo að
Ragna velji sér velferðarmálin er talið
líklegast að Ögmundur standi frammi
fyrir því að velja á milli Þórunnar J.
Hafstein, setts ráðuneytisstjóra í hinu
gamla ráðuneyti Rögnu, og Ragnhildar
Hjaltadóttur sem er ráðuneytisstjóri
til margra ára í samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytinu. Þórunn er talin
standa betur að vígi þar sem hún er sér-
fræðingur í öryggis- og varnarmálum
sem færast til nýja ráðuneytisins þegar
Varnarmálastofnun leggur upp laupana
í vetur. Hún er þar að auki nátengd Birni
Bjarnasyni og mun Ögmundi ekki þykja
verra að styrkja tengslin við þann hóp ef
ríkisstjórnin skyldi springa.
sigurbjÖrg líkleg
n Sighvatur Björgvinsson, sem lengi
var ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn,
óskaði fyrr á árinu eftir því að láta af
störfum hjá Þróunarsamvinnustofnun
eftir langan og farsælan feril og verður
bráðum ráðið í stöðuna. Margir eru
líklegir til að sækja um hana. Meðal
líklegra umsækjenda er Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræð-
ingur en hún gjörþekkir stjórnsýslu
þróunarmála eftir að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir fékk hana til að skrifa frum-
varp um málaflokkinn fyrir nokkrum
árum. Þá er Stefán Jón Hafstein talinn
líklegur til að sækja um en hann hefur
starfað fyrir Sighvat árum saman og
er nú yfirmaður ÞSSÍ í Malaví. Bæði
teljast því til innanbúðarfólks í utan-
ríkisráðuneytinu og álitlegir kandíd-
atar bæði tvö. Sigurbjörg nýtur þess
kannski að vera í nánum tengslum
við margt samfylkingarfólk og hefur
vakið athygli fyrir sköruleg greinaskrif
í tengslum við bankahrunið.
kjallari
dr. sævar
tjörvason
doktor í félagsfræði skrifar
valur
gunnarsson
rithöfundur skrifar
Kannski er það svo að
konur séu greindari
en karlmenn.