Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 29
KVIKMYNDASAFNIÐ Í HAFNARFIRÐI SÝNIR VERTIGO Á laugardaginn kl. 16.00 mun kvikmyndasafnið í Hafnarfirði sýna hina klassísku kvikmynd Vertigo eftir „meistara óvissunnar“ Alfred Hitchcock. Með Vertigo, eða Lofthræðslu, er Hitchcock af sumum talinn hafa náð hápunkti ferils síns. Sagan segir frá lofthræddu rannsóknarlöggunni Scottie Ferguson (James Stewart) sem fenginn er til að rannsaka dularfulla hegðun Madeleine Elster (Kim Novak) sem gæti átt sér yfirskilvitlegar skýringar. Sýningar eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði, þriðjudaga kl. 20:00 og laugardaga kl. 16:00 og er miðaverð einungis 500 krónur. MENNINGARHÁTÍÐ Á AKRANESI Í gær hóst menningar- og listahátíðin Vökudagar á Akranesi og mun hún standa yfir í 10 daga en henni lýkur sunnudaginn 7. nóvember. Koma fjölmargir að hátíðinni, allt frá leikskólabörnum til nafntogaðra listamanna. Meðal viðburða má nefna þrjár sýningar á Safnasvæð- inu; sýningu Björns Lúðvíkssonar í Garðakaffi, ljósmyndasýningu „Vitans“, félags áhugaljósmyndara, í Fróðá og sýningu á listaverkasafni Akraneskaupstaðar í nýju sýningarrými í Safnaskálanum, auk fastra sýninga. Rétt er að nefna að í gangi er samkeppni um nafn á hinum nýja sýningarsal í Safnaskálanum en úrslit keppninn- ar verða kynnt í lok Vökudaga. Frekari upplýsingar er hægt að fá á akranes.is. FÖSTUDAGUR n Ríó Tríó í Salnum Hið fornfræga Ríó Tríó verður með þrenna tónleika um helgina. Þeir munu spila í Salnum í Kópavogi föstudag, laugardag og sunnudag. Á tónleikunum munu þeir spila sín þekktustu lög sem þjóðin hefur hlustað á í áratugi. Helgi Pétursson, Ágúst Atlason og Ólafur Þórðarson eru á sínum stað auk þess sem Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson spila á gítar. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 en miðinn kostar 3.300 krónur. n Sirkus Sóley Þeir sem eru að leita að skemmtun fyrir alla fjölskylduna ættu að skella sér á leiksýninguna Sirkus Sóley. Fimm sýningar verða í Hamraborg. „Spennandi sirkussýning þar sem fjör og dirfska ráða för í jafnvægislistum, gripli, húlahringj- um, loftfimleikum og auðvitað sprella trúðarnir. Frábær fjölskylduskemmtun þar sem búast má við krassandi sirkusat- riðum, áhættuatriðum og snjöllum brögðum sem aldrei hafa sést áður á Íslandi,“ segir í kynningu á midi.is. Þar má nálgast miða – þeir kosta 1.700 krónur. LAUGARDAGUR n Skítamórall í Stapanum Strákarnir í Skítamóral eru enn í fullu fjöri og leika fyrir dansi í Stapanum í Keflavík á laugardag. Skítamórall verður á aðalsviðinu og leikur fram eftir kvöldi en plötusnúðurinn Óli Geir mun einnig bjóða upp á nýja og ferska tóna í hliðar- sal. Forsala miða fer fram í Gallerí Keflavík og miðaverð er 1.500 krónur. n Hrekkjavökupartí á Nasa Hrekkjavöku verður fagnað víða um land á laugardag en hún hefst formlega eftir miðnætti. Á Nasa kemur fram fjölbreyttur hópur listamanna og verður klæðnaður- inn eflaust skrautlegur. Fram koma Haffi Haff, Bloodgroup, Mammút og Dj Maggi Legó. Haffi er kynnir og sýningarstjóri. Forsala fer fram í Spútnik og er miðaverð 2.000 krónur. n Hrekkjavökupartí á Broadway Af þú vilt fagna hrekkjavökunni með ögrandi danstónlist í eyrunum þá er Broadway málið á laugardag. Dj Dolls frá Rússlandi spila saman fyrir gesti Broad- way en þær spila það besta og vinsælasta í popptónlistinni í bland við danstónlist sem allir kannast við. Einnig koma fram Plugg‘d, Frigore og fleiri. Forsala fer fram í Kiss og miðaverð er 1.990 krónur. Listin að borða þannig að hver máltíð veiti bæði hamingju og heilsu: Njóttu þess að borða Hvað á ég að borða? Hvers konar mat á ég að borða? Hvernig á ég að borða? Þetta eru þær spurningar sem velt er upp í bókinni Mataræði – Handbók um hollustu. Svörin eru einföld: Borðaðu mat, mestmegnis grænmeti og ekki of mikið. Í bókinni er þessum sjö orðum raðað niður í 64 reglur sem eiga að hjálpa fólki að borða alvöru mat í hóflegu magni og forðast með því vestræna mataræð- ið. Hvernig hægt er að forðast mat- arlíki, mikið unninn mat sem pakk- að er í plast. Því þjóðir sem borða samkvæmt þessu vestræna mat- aræði þjást í miklum mæli af vest- rænum sjúkdómum: offitu, sykur- sýki 2, hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Næstum alla offit- una, sykursýki tilfellin, 80 prósent af hjarta- og æðasjúkdómum og meira en þriðjung af krabbameinum má rekja til mataræðis. Fjögur af tíu al- gengustu banameinum Bandaríkj- anna eru tengd þessu mataræði. Það er einstakt afrek samfélags að hafa þróað mataræði sem gerir þegn- ana veika. Aftur á mótu þjást þjóð- ir sem borða fjölbreytt fæði ekki af þessum sjúkdómum. Samt lifa ín- úítar á Grænlandi að mestu á sel- spiki og fitu, indíánar í Mið-Amer- íku innbyrða kolvetni í stórum stíl með maís og baunum og masai-fólk neytir sérlega prótínríkrar fæðu með öllu þessu nautgripablóði, kjöti og mjólk. Margar reglur í bókinni eiga sér engan einn höfund en eru brot úr matarmenningu, oft fornri. Þá lagði fjöldi fólks hönd á plóginn við að finna þessar reglur, þannig að segja má að reglurnar séu rödd kórs sem þylur upp almenna visku um mat. Á meðal þess sem tekið er fram í bókinni er að það er ekki matur ef það kemur inn um gluggann á bílnum þínum, það er ekki matur ef það heitir það sama á öllum tungumál- um eins og Big Mac, Pringles og fleira, ekki borða morgunkorn sem breytir litnum á mjólk- inni, borðaðu ekkert sem lang- amma hefði ekki kannast við sem mat og eldaðu. Þetta er bók um listina að borða ham- ingjusamlega og heilsusam- lega. Að njóta þess. FÖSTUDAGUR 29. október 2010 FÓKUS 29 Hvað er að GERAST? Skylda að ÁTVR selji plötuna syni, umboðsmannin- um okkar. Hann er ný- búinn að endurútgefa disk með mér og var að dreifa Gylfa. Við erum allir búnir að prófa stóru útgefundurna einhvern tímann, sem heppnaðist misjafnlega, og því mjög gott að gefa út með Ása.“ Megas: „Þessir stóru út- gefendur ættu nú bara allir að vera á Tjörninni eins og hinar endurnar.“ Er þetta þá brot af því besta frá ykk- ur öllum á plötunni? Megas: „Það besta sem fólk álítur alla vega.“ Gylfi: „Þetta eru sennilega mest spil- uðu lögin okkar.“ Megas: „Ég veit nú ekki hvort þetta séu samkvæmt STEF-skýrslum mest spiluðu lögin. Því mest spiluðu lög- in okkar allra eru þau sem eru spiluð við eitthvert annað tækifæri en í partí- um.“ Rúnar: „Ég segi nú eins og Megas að þetta eru kannski ekki bestu lögin að mínu mati en þetta er það sem fólk velur. Það er alltaf þannig að fólk vel- ur lögin og gerir þau vinsæl með því að biðja um þau.“ Hefur það komið á óvart hvaða lög slá í gegn þegar þið gefið út plötu? Megas: „Já.“ Gylfi: „Maður getur aldrei vitað það.“ Rúnar: „Maður getur aldrei verið viss en það er líka hvernig þetta heppnast í stúdíói. Maður fer kannski með tíu lög en svo heppnast eitt þeirra bara miklu betur en öll hin. Maður hittir á réttan hraða og þetta smellur ein- hvern veginn.“ Syngið þið saman á plötunni eða hver í sínu lagi? Megas: „Við syngjum þetta mikið saman.“ Gylfi: „Þetta er bara krydd af okkur öllum.“ Ætlið þið svo að fara á túr núna? Rúnar: „Við verðum með tónleika í Austurbæ 4. nóvember og vonumst til að fylla það hús...“ Gylfi: „Það er eins gott að það sé ekki kona í hópnum: Eruð þið að fara á túr?“ Rúnar: „Já, við vonumst til að fylla kofann því að svo verður tekið af stað út á land. Meðal annars verðum við með stórtónleika í hinu nýja og glæsi- lega menningarhúsi Hofi á Akureyri.“ Ætlið þið ekki að fylla kofann þar eins og í Austurbæ? Gylfi: „Jú, biddu fyrir þér.“ Rúnar: „Ég er frá Ísa- firði og hef verið að spila mikið út á landi og þróunin hefur verið breytast mik- ið síðustu ár. Fólk er hætt að nenna á böll og fer frekar á tón- leika. Fólk nennir ekki lengur að fara á skrall og eyða tíu til fimmtán þús- und kalli á barn- um. Heldur frekar fer þetta fólk, pör, hjón, á tónleika og er komið heim til sín um ellefu. Megas: „Eru svona fáir einhleypir?“ Gylfi: „Ha, ha, ha!“ Rúnar: „Það eru svo fáir eftir sem tíma að eyða í bardrykkju.“ Megas: „En það eru meiri líkur á því að ná sér í „one night stand“ eða „for- ever“ á balli.“ Rúnar: „Þetta er mín tilfinning. Tón- leikar trekkja meira að en böllin eftir að kreppan skall á. Fólk sækir meira í að fara saman en að kallinn fari bara einn á fyllerí.“ Nú hafið þið þekkst lengi. Hvernig kynntust þið? Gylfi: „Ég passaði Rúnar hérna í gamla daga þegar ég var í drykkjunni. Þá var hann bara ungur strákur.“ Rúnar: „Þegar ég var á Ísafirði í kring- um 1970 áttu þessir karlar vinsælustu lögin. Í sól og sumaryl, Spáðu í mig og Minning um mann. Maður hélt því mikið upp á þá. Svo þegar ég flutti til Reykjavíkur tvítugur urðu þetta vin- ir mínir. Þeir eru náttúrulega aðeins eldri en ég, sjö til tíu árum. Þetta voru svona fyrstu vinir mínir og við þvæld- umst mikið saman.“ Megas: „Áttum ævina göfuga.“ Rúnar: „Við gengum líka í gegnum erfiða tíma saman. Restina á fyllerí- um saman.“ Gylfi: „Þynnkuna.“ Rúnar: „Við Megas fórum í gegnum þetta saman og enduðum í meðferð saman og við Gylfi líka. Vorum við ekki saman á Silungapolli, Megas?“ Megas: „Er ekki verið að gera ein- hverja rannsókn á Silungapolli?“ Rúnar: „Við Megas eyddum allir meðferðinni í að spá fyrir vistmönn- um. Við hræddum þá svo mikið að það fór helmingurinn út.“ Gylfi: „Við Rúnar vorum saman á Tíunni. Ég ákvað strjúka.“ Rúnar: „Við ætluðum að strjúka sam- an. Þú sveikst það.“ Gylfi: „Ég setti gítartöskuna undir sængina og setti glerflöskur í sokka til fóta. Svo kom vörðurinn að athuga með mig og þá klingdi bara í flöskun- um þegar hann ætlaði að taka í fæt- urna á mér. Ég var löngu farinn.“ Gætuð þið hugsað ykkur að gera aðra plötu saman? Gylfi: „Ef hún fer í platínu, þá tökum við strax upp aðra.“ Rúnar: „Okkur líkar öllum að starfa saman og það er hægt að gera svo margt þegar við eigum svona mörg lög. Kannski setjum við þetta í kántrí- búning næst.“ Hvenær kemur diskurinn út og hvar er hægt að fá hann? Rúnar: „Opinberi útgáfudagurinn er 1. nóvember en diskurinn er kominn til landsins þannig að það getur vel verið að honum verði dreift aðeins fyrr. Hann verður fáanlegur í þessum helstu plötubúðum og hugsanlega Hagkaup og einhverju svona.“ Gylfi: „Það er nú skylda að Áfengis- verslunin selji þennan disk.“ (Þeir hlæja allir í dágóða stund.) Megas: „Já, diskur og peli.“ Gylfi: „Eftir að ég hætti var tveimur verslunum lokað.“ Rúnar, Gylfi og Megas Hafa marga fjöruna sopið. Bókin Mataræði Á meðal þess sem tekið er fram í bókinni er að það er ekki matur ef það kemur inn um gluggann á bílnum þínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.