Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Qupperneq 33
LÖMUÐ OG MISSTI MÁLIÐ Eftir áfallið vegna brunans hefur Sophia þurft að kljást við veikindi sem há henni enn í dag. „Mér líður auðvitað hræðilega, þó ég reyni að láta fólk ekki sjá það út á við. En þegar ég er með sjálfri mér líður mér ekki vel. Ég er reið, þó ég sé ekki að velta mér upp úr þessu allan sólarhring- inn. Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta en það koma stundir þegar þetta sækir ofsalega að mér. Eftir brunann er ég líka búin að stríða við mik- il líkamleg veikindi. Ég vaknaði upp um tveim- ur sólahringum eftir, því sem næst lömuð. Ég fór upp á bráðamóttöku og þar var ég lögð strax inn á heila- og taugadeildina. Ég var þar í 12 daga. Ég fékk heiftarleg krampaköst og eftir krampaköst- in var ég með spastískar hreyfingar. Ég varð líka fyrir miklu málstoli og gat ekki talað í þrjá sóla- hringa. Enn í dag finn ég fyrir þessu þegar mér er mikið niðri fyrir. Það voru gerðar miklar rann- sóknir á mér og læknarnir sögðu að þetta væri tengt áfallinu og ég myndi ná mér á næstu vik- um og mánuðum. Bruninn var á síðasta ári og ég finn ennþá fyrir þessu í dag, það kemur yfir mig máttleysi og ég missi tilfinninguna í hönd- unum. Ég fæ ennþá krampaköst þó þau séu ekki eins mikil og áður. Svo það má segja að mér líði mjög illa og þetta heilsuleysi gerir mig stundum mjög dapra. Ég átti líka mjög erfitt með svefn eft- ir brunann því um leið og ég lokaði augunum fannst mér ég vera komin í aðstæðurnar.“ NEIKVÆTT ALMENNINGSÁLIT „Mér finnst nauðsynlegt að þjóðin fái að vita mína hlið á þessu máli því eftir þennan dóm, upplifi ég mikla neikvæðni gagnvart mér í þjóð- félaginu. Þetta er ofboðslega erfitt og mjög þung- ur steinn á hjarta mínu, þess vegna er ég tilbúin núna að koma fram í fjölmiðlum, ég hef ekkert að fela. Ég var alin þannig upp að sýna aldrei óheiðarleika á nokkurn hátt. Ég hef ekki kom- ið fram í fjölmiðlum vegna þess að ég hef viljað vernda dætur mínar. Það var að þeirra beiðni. Eiginmenn þeirra vita ekki um tímann sem þær áttu hjá föður sínum. Hvaða áhrif hann hafði á þær, þeim finnst það of niðurlægjandi. Mér hefur aldrei verið vel við að tjá mig í fjölmiðl- um. Mér finnst hræðilegt að standa svona nak- in frammi fyrir öllum og helst vildi ég að enginn þekkti mig.“ Sophia er þó þekkt bæði hér heima og í Tyrk- landi. Fólk stöðvar hana á götum úti og hún segir flesta vera jákvæða í sinn garð en athyglin finnst henni óþægileg. „Stundum finnst mér erfitt að þurfa að segja nafnið mitt á opinberum stöðum því þá lítur fólk í áttina til mín. Mér finnst það sérstaklega erfitt eftir hæstaréttardóminn því fólk lítur á mig öðrum augum. Þegar maður hef- ur fengið fangelsisdóm er auðvelt að trúa því að fólk sé að horfa á mig því það sé eitthvað neikvætt sem fylgi mér. En svo er líka fólk sem heilsar mér og vill tala við mig sem hefur ekki breytt sínum skoðunum á mér. Það sem mér finnst erfitt og það sem fólk vill oft misskilja í sambandi við mig er þegar ég hitti fólk, til dæmis bara í verslunum, og það fer að spyrja mig út í samband mitt við stelpurnar. Allir aðrir í búðinni fara að fylgjast með og mér finnst ég ekki geta tjáð mig um þessa hluti þarna á staðnum. Þetta er svo löng saga að það er ekki hægt að segja hana í örfáum orðum. Þegar ég hef bent fólki á það að ég geti ekki tjáð mig um þetta þá hafa flestir sýnt því skilning aðr- ir hafa tekið því mjög illa og finnst ég hrokafull eða merkileg með mig. En ég er mjög þakklát þeim sem hugsa hlýlega til mín, biðja fyrir mér og annað. Ég er óendanlega þakklát fyrir það.“ SÁRAST AÐ MISSA ÆRUNA Sakamálið sem var höfðað á hendur Sophiu fyrir ærumeiðingar og hún dæmd til sex mán- aða skilorðsbundinnar fangavistar verður tekið fyrir á þriðjudag í Hæstarétti og aðspurð hvort hún kviði niðurstöðunni svarar hún því ját- andi: „Það er þessi fangelsisdómur sem þeir gætu létt, gætu staðfest eða þyngt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Maður reynir auðvitað innst inni að trúa því að þeir geri rétt og hreinsi mig af þessu en eftir allt sem á undan er gengið þá er ég ekki bjartsýn, ég þori ekki að gera mér neinar vonir. En eins og ég hef rætt við Kristján Stefánsson, lögmanninn minn, þá ætla ég ef að Hæstiréttur staðfestir dóminn eða þyngir hann að áfrýja honum til Mannréttindadómstóls- ins. Ég get ekki lifað með svona og vera dæmd þannig að aleiga mín og allt sé tekið af mér á fölskum forsendum. Mér finnst ég vera svo hlekkjuð í aðstæðum mínum. Ég verð auðvitað fegin þegar þessum pakka lýkur. En ég þori ekki að vera voða glöð og gera mér einhverjar vonir. Ég reyni að ýta þessu frá mér eins og ég get til að lifa daginn af. Ég reyni af öllum kröftum að láta þetta ekki stjórna mínu lífi algjörlega eða hugsunum. Ég er fimmtíu og eins árs gömul og búin að missa allt, innbúið mitt fór í brunanum og ég sé ekki fram á það að ég geti náð mér upp fjárhagslega á nokkurn hátt. En að missa æruna er það allra sárasta.“ FÖSTUDAGUR 29. október 2010 VIÐTAL 33 En ég er mjög þakklát þeim sem hugsa hlýlega til mín. Halim Al og dæturnar Sumarið 1991 fór Halim Al með dæturnar Dagbjörtu og Rúnu í heimsókn til Tyrklands. Þegar leið að hausti tilkynnti hann Sophiu að þær kæmu ekki til baka. Dæturnar Dagbjört og Rúna Dagbjört fæddist árið 1981 og er því 29 ára gömul í dag. Rúna er ári yngri. Árið 2003 gekk hún í hjónaband og ári síðar fæddi hún frumburð sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.