Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Page 35
FÖSTUDAGUR 29. október 2010 VIÐTAL 35
og gat þá gefið sig enn frekar að þeim málum
sem brunnu á henni. „Ég birti til dæmis mikla
grein um Kristínu Gerði Guðmundsdóttur sem
ánetjaðist fíkniefnum, stundaði vændi og svipti
sig loks lífi. Hún hafði líka verið misnotuð í æsku.
Það er ein af þeim sögum sem hafa fylgt mér.
Það hefur komið mér á óvart hvað ég hugsa oft
til þessarar nöfnu minnar og hvað saga hennar
getur gert mig sorgmædda enn þann dag í dag,“
segir Gerður Kristný. „Það leikur sér náttúrlega
enginn að því að skrifa um fólk sem hefur verið
beitt ofbeldi og jafnvel látið lífið af þeim sökum.“
Hún þagnar skamma stund.
Svo tekur hún aftur upp þráðinn. „Ég gruflaði
í ýmsu dapurlegu í blaðamennskunni sem ég á
eftir að vinna meira með sem rithöfundur. En á
þeim tíma sem ég skrifaði til dæmis um Kristínu
Gerði varð ég alltaf að halda dampi, halda áfram
og koma næsta blaði út. Það vannst ekki tíma til
að vinna úr tilfinningum sínum.“
VILDI VERA PRÚÐ
Faðir Gerðar, Guðjón Sigurbjörnsson, er læknir
og móðir hennar, Ingunn Þórðardóttir, er hjúkr-
unarfræðingur og húsmóðir. Hún er næstelst af
fjórum systkinum og átti það til að stríða. „Ég
fékk alltaf sömu umsögn á foreldrafundum, ég
þótti góður nemandi en átti það til að kasta til
höndum. Svo fannst mér gaman að tala í tím-
um. Ég man að mig langaði óskaplega mikið til
að vera eins og stilltu stelpurnar í bekknum en
mér hefði aldrei tekist að vera jafn prúð og þær.
Mér tókst, og tekst reyndar enn, að koma mér
upp samviskubiti yfir hvers kyns dellu en reyni
markvisst að venja mig af því.“
Hún var alin upp við það að gera alltaf sitt
besta. „Mér var sagt að standa mig vel.“ Og hún
stóð sig svo vel að hún var flutt um bekk sex ára
gömul, enda orðin læs og stóðst þroskapróf. „Ég
las Astrid Lindgren, horfði á Húsið á sléttunni,
fór í sunnudagaskólann og oft þegar ég var búin
að læra eftir skóla skundaði ég aftur í skólann og
varði því sem eftir lifði dags á skólabókasafninu.“
MEGI HANN SKJÓTA ÍÞRÓTTAÁLFINN
Í háskólanum var franska hennar fag auk þess
sem hún tók bókmenntafræði sem aukafag.
„Mér fannst praktískt að læra
frönsku. Lengi langaði mig að
verða trúarbragðafræðingur en
fór svo í franskan sumarháskóla
Í Perpignan í Suður-Frakklandi
átján ára gömul. Mér fannst
gaman að dvelja í Suður-Frakk-
landi og læra frönsku.
Um svipað leyti sá ég
frönsku kvikmyndina Betty
Blue og fannst hún geggjuð. Í
mínum huga voru allir Frakkar
ástríðufullir, hlaupandi organdi
um í hellidembu og stingandi
hver annan í handarbakið með gaffli ef þannig
stóð upp á þeirra geð. Þegar ég svo kom til Frakk-
lands lét fólk ekki alveg svona, sem var kannski
eins gott.“
Byssuskot heyrast úr sjónvarpsherberginu.
Skírnir er að leik. „Mér er alveg sama þótt son-
ur minn skjóti Íþróttaálfinn,“ segir hún og „helst
Sollu stirðu líka.“
Suður-Frakkland er hennar svæði. Þangað fór
hún aftur árið 2003 í þriggja mánaða leyfi frá rit-
stjórnarstörfum á Mannlífi. Þar og þá ákvað hún
að gerast rithöfundur í fullu starfi. „Rétti tíminn
var kominn. Fyrsta bókin mín kom út árið 1994
og ég var alltaf með bók annað hvert ár. En þarna
fann ég að um leið og ég þurfti ekki lengur að
hugsa um Mannlíf fékk ég ótal hugmyndir sem
biðu eftir að ég ynni úr þeim. Maðurinn minn
studdi mig heils hugar og það var notaleg tilfinn-
ing. Það var kominn tími til að láta staðar numið
í blaðamennskunni.“
FER EIN Í LEIKHÚS OG FERÐALÖG
Þarna í sólinni í Nice var lífið ljúft. Hún var ein en
ekki einmana. „Mér fannst æðislegt að fá að vera
í friði. Ég skrifaði á morgnana og sótti frönsku-
námskeið eftir hádegi. Þar var alltaf verið að
reyna að fá okkur til þess að gera eitthvað sam-
an, fara til dæmis á kaffihús, en ég fór aldrei með.
Mér leið mjög vel einni. Maðurinn minn heim-
sótti mig reyndar um páskana.“
Einmanaleiki er tilfinning sem hún þekkir
ekki. „Áhugamálin mín eru þannig að ég þarf að
stunda þau ein. Ég les bækur ein. Í leikhúsi og í
bíó er ég ein um leið og ljósin slokkna. Mér finnst
ekkert að því að fara ein í bíó eða leikhús. Ég fer
líka ein í ferðalög og svo hef ég líka vanið mig á
að tala við sjálfa mig.“
DRAUMUR AÐ RÆTAST
Nú er líka verið að bjóða henni í ferðir hing-
að og þangað. „Þetta er svolítið sérstakt haust.“
Nú um helgina er hún á leið á ljóðahátíð í Hol-
landi. Í nóvember fer hún svo til Úganda með
Barnaheill. Í desember er það svo aðventuferð til
Bangladess. „Þetta er búið að vera mjög gott ár.
Ég er búin að fá þrenn verðlaun á árinu, varð fer-
tug og á tvö heilbrigð börn og góðan mann. Það
er verið að bjóða mér til útlanda þar sem ég mun
standa uppi á sviði og flytja eigin ljóð, sem er
nokkuð sem ég sá ekki fyrir þegar ég var að byrja
að ríma sjö ára gömul í teppalögðu herberginu
í Safamýrinni. Ég er líka voða spennt fyrir Úg-
anda-ferðinni. Ég hef aldrei farið til Afríku áður.
Ég veit ekkert á hverju ég á von.“
RÉTTA LEIÐIN AUÐVELDUST
Hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í lífinu.
Verið sjálfstæð. Hún fór aldrei í djassballett eins
og hinar stelpurnar og hún átti aldrei Millet-
úlpu. Hún æfði fimleika en undi sér best heima
að lesa eða teikna. „Ég held mínu striki. Æsku-
vinkonur mínar lásu ekki bækur. Það var ekki fyrr
en ég fór í bókmenntafræðina að ég hitti fólk sem
tók upp skáldsögur og las þær í gegn og hafði
skoðanir á þeim. Ef það heitir að vera sjálfstæð
þá hef ég verið pínulítið svoleiðis. Ég myndi orða
það þannig að ég hafi haldið mínu striki. Þetta er
það sem ég hef áhuga á og þá fer ég þá leið. Það
er enginn vandi þegar maður veit hvað maður
vill. Þá er rétta leiðin alltaf sú auðveldasta.“
FLAÐRAR EKKI UPP UM FÓLK
Hún er ekki ólík móður sinni, segir hún, að þessu
leyti. „Við höfum ekki vanið okkur á að flaðra upp
um fólk. Ég heyrði þetta sagt um mig þegar ég var
24 ára. „Gerður, hún flaðrar ekki upp um fólk.“ Þá
fannst mér það neikvætt og varð svolítið smeyk.
Kannski líður manni bara þannig þegar maður
er 24 ára, sama hvað er sagt um mann. En núna
finnst mér það alveg ágæt meðmæli. Ég vil að
fólk viti hvar það hefur mig.“
Óttinn við að láta skoðanir sínar í ljós haml-
ar mörgum en Gerður Kristný lætur bara vaða.
„Ég er oft hrædd við það en ég hef áttað mig á því
að þessi ótti er ástæðulaus. Ég
veit líka alveg hverja ég fæ upp
á móti mér en ég veit líka ná-
kvæmlega hverjir munu standa
með mér og það er góð tilfinn-
ing.“
SKÍRNIR ÞÝÐIR BJARTUR
Skírnir kemur fram og spyr
hvort hann megi setja aðra
spólu í tækið. Hún samþykk-
ir það. Nafnið Skírnir kem-
ur frá Kristjáni sem fékk það
verkefni eftir að hafa hafnað
nokkrum nöfnum frá Gerði Kristnýju að velja
nafn á drenginn. „Ég var búin að stinga upp á
ýmsum skemmtilegum nöfnum sem honum
fannst of skrýtin. En ég vildi að hann héti Kristj-
án að fyrra nafni í höfuðið á okkur foreldrunum.
Svo kom Kristján með þetta fyrir seinna nafn-
ið. Mér fannst það fallegt. Það þýðir að vera skír
eða bjartur. Svo fæddist drengurinn ljóshærður
sem mér skilst að sé sjaldgæft. Þannig að það átti
vel við hann. Yngri sonur okkar heitir svo Hjalti
Kristinn. Þannig að við heitum öll Krist-eitthvað.“
TEKUR PÁL ÓSKAR Á ÞETTA
Gerður Kristný viðurkennir að sjálfstraustið hafi
vaxið á þeim tíma er hún gegndi starfi ritstjóra.
„Það hjálpaði sjálfstraustinu auk þess sem það
varð bara skemmtilegra að vera til. Ætli mér hafi
ekki fundist gaman að fá ábyrgð og að fá að ráða
einhverju. Mér finnst líka mikið atriði að fá vel
greitt fyrir vinnuna mína. Ég vil geta framfleytt
mér og mínum. Eins var gaman að fá að skrifa
um það sem ég vildi.“
Með árunum hefur hún lært að meta sjálfa
sig. „Ég er sátt við það sem ég er og það sem ég
geri. Ég hef lært að njóta þess í botn þegar vel
gengur. Þannig að fyrst að vel gengur núna þá
ætla ég að njóta þess ógeðslega,“ segir hún hátt
og snjallt og klikkir út með einu „vúhú!“ með
hendur upp í loft. „Ég tek Pál Óskar á þetta. Ég á
samt engar undarlega bleikar eða gylltar dragtir
sem ég get farið í af því að mér finnst ég gordjöss.
Ég er ekki komin á það stig.“ Hún skellir upp úr.
„Ég er heldur ekki að tala um það. Bara það að
njóta þess þegar vel gengur. Nógu helvíti verð ég
leið ef illa gengur.“
„ÉG GET ORÐIÐ SVO DÖPUR“
Leið hennar virðist allajafna bein og greið. En
hún hefur alveg fengið slæma dóma líka. „Það
var óskaplega leiðinlegt. Ég get orðið svo döpur.
Sem betur fer á ég tvo tuðvini, manninn minn
og útgáfustjórann minn, hana Sigþrúði Gunn-
arsdóttur. Við þau get ég tuðað út í eitt þar til ég
heyri hvað ég er hlægileg. Þá endar þetta nú oft-
ast bara í góðu flissi og þar með er málið búið.
Síðan fer ég bara hress að sækja syni mína í skól-
ann. Ég get verið hvernig sem mig lystir frá 9 til 4
en þá sæki ég börnin í skóla og þá ber mér líka að
vera skemmtileg.“
ALLT Á SAMA KORTATÍMABILINU
Það liggur beint við að spyrja hvernig mamma
hún sé. Hún kallar fram. „Skírnir. Hvernig
mamma er ég?“ „Góð mamma,“ svarar hann
strax. Hann er í vetrarfríi í skólanum og fór með
henni í upplestur í morgun. Þess vegna er hann
líka uppáklæddur. „Hann hefur ríkt ímyndunar-
afl. Er alltaf einhver annar en hann er og talar við
ímyndaða vini og stundum í ímyndaðan síma.
Hann er líka með ímyndaða rannsóknarstofu
inni hjá sér þar sem hann ætlar að verða vísinda-
maður. Hann er alltaf í búningum og nú er hann
oftast í hvítum vísindamannsjakka.
Annars er ég svona mamma sem nennir að
lesa. Ég hef mikinn áhuga á barnabókum og mér
þykir rosagaman þegar við erum öll í klessu inni
í svefnherbergi og ég les fyrir syni mína. Sum-
ar bækur höfða til þeirra beggja eins og Einar
Áskell. En Skírnir verður sex ára í desember og
Hjalti Kristinn verður þriggja ára í janúar. Þetta
eru jólastrákar. Þannig að ég er með jól, áramót
og bæði barnaafmælin á sama kortatímabilinu.
Hafnaði fyrsta bónorðinu
FRAMHALD Á
NÆSTU SÍÐU
FLAÐRAR EKKI UPP UM FÓLK Gerður Kristný fékk
einhvern tímann að heyra þetta um sig. Þá tók hún það
nærri sér en nú vill hún að fólk viti hvar það hefur hana.
Það leikur sér náttúrlega
enginn að því að
skrifa um fólk sem
hefur verið beitt of-
beldi og jafnvel látið
lífið af þeim sökum.
M
Y
N
D
IR
S
IG
TR
Y
G
G
U
R
A
R
I