Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Page 36
Það var mjög hátíðlegt að hlusta ólétt á jóla- guðspjallið þegar ég gekk með þá. Ég er ferlega ánægð með þá. Það er gaman að vera mamma þeirra. Mér finnst ég voða heppin.“ EKKERT VERRA AÐ VERA LOKUÐ Síminn hringir og Skírnir býðst til að svara. Hann réttir mömmu sinni síðan símann sem segir nokkrum sinnum já, já, og aha áður en hún skellir á og snýr sér aftur að viðtalinu. „Þegar ég var yngri var ég miklu meira að velta mér upp úr veikleikunum og því sem ég ætti eftir að gera frekar en því sem ég hafði þeg- ar gert. Ég kann núna ágætlega við það sem ég hef gert. Ég er ekkert upptekin af veikleikunum, enda vinna þeir með styrkleikunum. Veikleikar geta verið styrkleikar þegar upp er staðið. Ég hef heyrt að ég sé lokuð. Ég vel fyrir hverj- um ég opna mig og hverjum ekki. Stundum fer það bara eftir dögum. En mér finnst opið fólk ekkert endilega þægilegra en lokað. Ég hef alltaf verið svona og auðvitað fell ég ekki í kramið hjá öllum, frekar en nokkur annar. En það ergir mig ekki neitt. Við erum ekki öll eins og við verð- um bara að fá að komast upp með það þótt við séum ekkert rjúkandi á einhverjar dömur með „hæ, sæta“ á lofti. Þessi þjóð er breytast, sýnist mér. Þegar ég fer í barnaskóla eiga börnin það til að faðma mig í mittisstað og þakka þannig fyrir upplesturinn. Þetta hefði ég ekki gert sem barn við ókunnugt fólk.“ NÆSTA BÓK UM FÁTÆKT Glaðværð og trú á sjálfa sig er það sem hún vill að strákarnir taki með sér út í lífið. „Við höfum ýmislegt um það að segja hvernig okkur líður. Reiðin sem núna tröllríður þjóðfélaginu er eng- um til góðs. Við græðum ekkert á henni. Það er ekkert skapandi eða gott sem sprettur upp úr reiði heldur bara eyðilegging. Og það er vont fyrir börnin að sjá alla þessa reiði. Eins þykir mér skelfilegt að sjá að það eru börn sem alast upp við fátækt, kynslóð eft- ir kynslóð. Af hverju erum við ekki búin að út- rýma fátækt á Íslandi? Ef við þurfum að hækka skatta til þess þá bara gerum við það. Við þurf- um að hætta þessum aumingjaskap og gjöra svo vel að hjálpa þessu fólki í stað þess að láta hjálparsamtök gera það.“ Gerði Kristnýju er mikið niðri fyrir þannig að það liggur beint við að spyrja hvort þetta sé efni í næstu bók. „Já, næsta bók fjallar um mann sem ég sá einu sinni banka hjá Mæðrastyrks- nefnd á Sólvallagötunni á aðfangadag þegar ég var á leiðinni út í kirkjugarð að hitta fjölskyld- una. Þetta er bók um mann sem kom of seint. Hann er dáinn núna, en var mikil týpa.“ Sjálf segist hún ekki vera týpa. „Ég er ekki týpa. Ég er kona,“ segir hún og hlær. VILL LÁTA AF DÓMHÖRKUNNI Hún er alltaf að læra en stærsti lærdómur- inn kemur frá fyrirmyndinni, Astrid Lindgren. „Hún vonaði að bækur hennar kenndu fólki að sjá í gegnum fingur sér vegna heimsku fólks. Kannski átti hún við það að þótt fólki verði það á einhvern tímann á lífsleiðinni að festa höfuð- ið í súpuskál þá eigi það nú ekki að elta það alla ævi þess. Þetta er ágæt speki. Að láta af dóm- hörkunni. Sjálf vil ég frekar einbeita mér að al- mennum skemmtilegheitum, takk fyrir,“ segir hún með áherslu og hlær. FEGURÐIN Í UMHVERFINU Hún er líka annálaður fagurkeri. Fötin hennar eru falleg. Heimilið hennar er fallegt. Á borð- inu er Remi-súkkulaðikex fallega borið fram á kökudiski á fæti auk þess sem diskur með fag- urgulu mangó og grænum vínberjum setur svip sinn á borðið. „Ég er frekar til í að hafa ekkert í kringum mig en eitthvað ljótt. Mér finnst það skipta máli. Eitthvað fallegt eða eitthvað sem segir sögu. Rokkurinn hennar ömmu er inni í vinnustofunni og málverk frá foreldrum mín- um hanga á veggjunum. Það má líka alveg sjást á heimili mínu að hér búi fólk. Þess vegna stekk ég frekar yfir leikföngin á gólfinu frekar en að taka til. Mér finnst bara sætt að sjá barnabækur úti um allt og pakka sem á eftir að gefa uppi í hillu ásamt einhverju dótaríi.“ Hún bendir til dæm- is á Playmo-jólasvein og Míu úr Múmínálfunum í efstu hill- unni. „Ég er líka alltaf heima.“ HARMUR Í FÖGRUM UMBÚÐUM Þótt allt sé fagurt á yfirborðinu eru efnistökin í verkum Gerð- ar oft langt frá því að vera pen. Enda skrifaði hún BA-ritgerð- ina sína um fegurðina í hinu illa. „Ég verð að hafa fallegt í kringum mig þegar ég skrifa um það ljóta. Blóðhófnir er um alvöru ofbeldi. Þannig að það er ágætt að geta síðan sest inn í stofuna sína og horft á eitthvað fallegt.“ Að sama skapi er kápan á bókinni einstak- lega falleg. Gerður Kristný segir að maður verði að strjúka bókarkápunni eins og hesti. Áferðin sé þannig. Eins var kápan á bókinni um hana Thelmu bleik og fögur. Þannig pakkar hún harmi og ljótleika í fagrar umbúðir. Myrkar hliðar mannlífsins hafa alltaf dregið hana til sín. Í æsku lá hún yfir bókum um seinni heimsstyrjöldina og alls kyns óhugnaði. „Ég hef lengi vitað að það er margt ljótt í þessum heimi. Í seinni tíð hef ég haft meiri áhuga á Rauðu kmerun- um. Þeir kölluðu nú ekki allt ömmu sína í pyntingarefnum. Enda hefði hún ekkert heyrt í þeim. Þeir létu nefnilega blý renna í eyrnagöngin á fólki sem storknaði svo þar. Svona hugvitssemi finnst mér athygl- isverð. Ég hef alltaf sótt í svona efni.“ OFT ÁSTFANGIN Talað er um að engill svífi hjá þegar það koma skyndilega þagnir í samtali fólks. Þægileg- ar þagnir. Núna þegir hún og horfir út á sjóinn. Ég spyr hvort hún sé ástfangin. „Oft. Ég á góðan kall sem ég kynntist í bókmenntafræðinni þeg- ar hann spurði af hverju ég væri með frönsku sem aðalfag og komst að því að ég hefði verið í klaustri. Hann hafði líka verið í klaustri.“ Þá voru þau bæði í öðru sambandi svo kynnin urðu ekki nánari þá. Þau náðu svo saman síðar. „Mér fannst hann alltaf ægilega skemmtilegur og hryllilega fyndinn. Ætli það sé ekki best þannig? Okkur kemur allavega fer- lega vel saman. Við eigum líka sömu drauma og það að við eigum líka sömu martröð hef- ur líka sameinað okkur. Það er martröðin að byggja, þannig að við munum aldrei láta verða af því.“ HAFNAÐI FYRSTA BÓNORÐINU Þann 8. júní árið 2001 játuðu þau Kristján ást sína frammi fyrir Guði og mönnum og gengu í hjónaband. Áður hafði Kristján beðið henn- ar árið 1995. Þá hafði hann dvalið veturlangt í Þýskalandi þannig að þau voru í fjarbúð þenn- an fyrsta vetur auk þess sem hann kom heim um jólin. „Þegar hann kom endanlega heim fór hann niður á hnén og bað mín. Var með hring og allt. Ég sagði nei. Ég gat ekki gifst manni sem ég þekkti ekki betur en þetta. Þetta var auðvitað mjög leiðinlegt en ég gat útskýrt þetta fyrir hon- um og hann var auðvitað á því að við gætum beðið. Svona mann heldur kona auðvitað í. Síð- an leið tíminn og snemma vors árið 2001 stóð- um við inni í eldhúsi á Sólvallagötunni þegar hann spurði allt í einu: „Gerður, eigum við ekki að gifta okkur?“ Í þetta skiptið var hann ekki með hring og ég hef aldrei fengið trúlofunar- hring en þetta var ekki síður hátíðlegt. Þá sagði ég auðvitað jú.“ SKEMMTILEGRA LÍF Sú ákvörðun að ganga í hjónaband hafði góð áhrif á sambandið. „Þetta er stór stund og stór ákvörðun sem er í senn heilög og fal- leg. Hún sýnir að okkur er alvara. Við höf- um tilkynnt Guði og mönnum að okkur þyki sambandið dýrmætt og að við ætlum að standa vörð um það. Þetta var líka falleg- ur dagur og ég á góðar minningar sem fylgja honum.“ Þegar hún er spurð hvort hún hafi breyst þegar hún varð móðir segir hún að það hafi gerst á svipuðum tíma og hún hætti að vinna á meðal fólks þannig að hún varð að hafa meira fyrir því að finna félagsskap. „Ég stóð mig að því að hafa meiri þörf fyrir spjall en áður. En já, auðvitað breytti það mér að verða móðir. Ekki bara mér heldur allri fjöl- skyldunni og samskiptum mínum við for- eldra mína, systkini og tengdaforeldra. Lífið verður bara skemmtilegra. Enda eru dreng- irnir báðir heilsugóðir og baka mér engar sérstakar áhyggjur, nema þegar ég er hvort eð er andvaka og dett ofan í áhyggjur af umferðinni og því hvort það hangi ekki ör- ugglega endurskinsmerki í öllum fötunum þeirra, helst líka nærbol og sokkum. En mér finnst gaman að eiga börn og ég vona að ég beri það með mér.“ ingibjorg@dv.is Mér finnst ekkert að því að fara ein í bíó eða leikhús. Ég fer líka ein í ferðalög og svo hef ég líka van- ið mig á að tala við sjálfa mig. SORGIN ELTIR Sum af þeim málum sem Gerður Kristný fjallaði um sem blaðamaður tóku verulega á hana og fylgja henni alltaf. Á þeim tíma gafst ekki tími til að vinna úr tilfinningunum en hún ætlar vinna að úr þessum sögum sem rithöfundur. 36 VIÐTAL 29. október 2010 FÖSTUDAGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.