Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 38
38 ÆTTFRÆÐI UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
Úlfar Guðmundsson
FYRRV. PRÓFASTUR ÁRNESPRÓFASTSDÆMIS
Úlfar fæddist í Reykjavík. Hann lauk
verslunarskólaprófi frá VÍ 1959, stúd-
entsprófi 1961, lauk guðfræðiprófi frá
HÍ 1972 og kennaraprófi frá KHÍ 1992.
Hann lærði á píanó hjá Árna Björns-
syni, Katrínu Viðar og Mána Sigur-
jónssyni, lærði á pípuorgel hjá Sigurði
Ísólfssyni og tónfræði hjá dr. Róbert
Abraham Ottóssyni og hafði kirkju-
tónlist að sérefni til embættisprófs í
guðfræði.
Úlfar var í sveit á sumrin að Stóra-
Saurbæ í Ölfusi 1952–55, vann hjá
Hitaveitu Reykjavíkur, við byggingu
Steingrímsstöðvar, við húsgagnasmíði
og við reknetaveiðar, var lögreglu-
þjónn í Reykjavík 1965–70, og stund-
aði trilluútgerð á handfæraveiðar á
Gulltoppi ÓF 33 1974–80.
Úlfar var sóknarprestur í Ólafs-
fjarðarprestakalli 1972–76 og 1976–
80, skipaður biskupsritari um hríð
1976, þjónaði jafnframt í Dalvíkur-
prestakalli 1978 og 1979 og í afleysing-
um á Siglufirði 1972–80, var skipaður
sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli
1980–2008, settur fangaprestur á Litla-
Hrauni 1983–84, þjónaði jafnframt í
afleysingum í Þorlákshöfn til 1997 og
Selfossprestakalli frá 1998 og var próf-
astur í Árnesprófastsdæmi 1997–2008.
Úlfar var kennari við Barna- og
gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar 1972–80,
við Barnaskólann á Eyrarbakka 1981–
96 og kennari þar i hálfu starfi 1996–
97, kennari við Iðnskóla Selfoss 1981,
á Litla-Hrauni 1981 og við Grunnskól-
ann á Stokkseyri og Grunnskólann á
Eyrarbakka 1984–97.
Úlfar starfaði í KFUM og var Skóg-
armaður á æskuárunum, starfaði með
skátafélögunum Jómsvíkingum og
Skjöldungum á unglingsárunum og
síðan með Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík og Félagi ungra guðspekinema, var
formaður Málfundafélags VÍ 1958–59,
sat í stjórn Vöku 1963–64, í stjórn LÍN
1968–69, í Stúdentaráði 1967–69, í Há-
skólaráði 1968–69, formaður skóla-
nefndar Húsmæðraskólans á Löngu-
mýri 1976–77, sat í framkvæmdastjórn
byggingarnefndar elliheimilis og
heilsugæslustöðvar í Ólafsfirði 1972–
80, í kjörstjórn Ólafsfjarðarkjördeild-
ar 1974–80, í skólanefnd Ólafsfjarðar
1978–80, forseti Rotaryklúbbs Ólafs-
fjarðar 1979–80, í félagsmálanefnd
eldri borgara og öryrkja á Eyrarbakka
1982–86, skoðunarmaður hrepps-
reikninga Eyrarbakkahrepps 1982–
98, skoðunarmaður Selfossveitna frá
1992–2002, í sáttanefnd Eyrarbakka
1982–86, í áfengisvarnarnefnd Eyrar-
bakka 1988–94, formaður Bridsfélags
Selfoss 1985–86, í Kjaranefnd Presta-
félags Íslands 1985–87, í stjórn Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar 1987–92, gjald-
keri Prestafélags Suðurlands 1987,
ritari Prestafélags Suðurlands 1989–
92, fyrsti formaður siðanefndar Presta-
félags Íslands 1994–2004, í stjórn Fjöl-
skylduþjónustu kirkjunnar 1995–2000,
í Héraðsnefnd Árnesprófastsdæmis
1995–2007, í stjórn Prestssetrasjóðs
1998–99, sat í stjórn Prófastafélags Ís-
lands 1999–2007, í Strandakirkjunefnd
2002–2007 og er gjaldkeri í stjórn Fé-
lags fyrrverandi presta frá 2010.
Úlfar situr í æðsta ráði Frímúrara-
reglunnar frá 2009, sat í stjórn Brids-
félags Hveragerðis 1998–2002, hefur
spilað keppnisbrids í áratugi, hefur
sungið með fjölda blandaðra kóra og
karlakóra og oft leikið einleik á orgel
við kirkjulegar athafnir svo sem skírn
eða kistulagningu.
Fjölskylda
Úlfar kvæntist 26.7. 1969 Gunnþóru
Freyju Jóhannsdóttir, f. 13.11. 1944,
sérkennara. Þau skildu 1990.
Börn Úlfars og Gunnþóru Freyju
eru Guðmundur Freyr, f. 18.10.1970,
doktor og prófessor í samgöngu-
verkfræði við HÍ; Anna Kristín, f.
28.7.1974, lögfræðingur, fiðluleik-
ari og umboðsmaður íbúa sveitarfé-
lagsins Nittedal við Osló, gift Sigmari
Jack, beinaskurðlækni í Osló og eru
börn þeirra Hilmir Davíð Jack, f. 8.10.
2001, Brynjar Axel Jack, f. 14.9. 2003,
og Freyja Ísabella Jack, f. 24.8. 2008.
Úlfar kvæntist 2.7. 1994, Her-
borgu Pálsdóttur, f. 21.1. 1960, hjúkr-
unarkonu og ljósmóður við Heil-
brigðisstofnun Suðurlands.
Dætur Herborgar: Herdís Sigur-
grímsdóttir, f. 29.8. 1980, fréttamað-
ur í Osló; Hildur Sigurgrímsdóttir f.
12.1. 1986, búfræðingur og leggur
stund á nám í lífeindafræði.
Dóttir Úlfars og Herborgar er
Guðrún, f. 14.8. 1996.
Systir Úlfars er Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 10.3. 1945, kaupmað-
ur í Reykjavík, gift Erni Sigurðssyni,
húsgagnasmið og myndskera.
Foreldrar Úlfars: Guðmundur
Einar Páll Grímsson, f. í Gröf í Laug-
ardal 15.12. 1905, d. 4.4. 1979, hús-
gagnasmíðameistari í Reykjavík, og
Ingveldur Stefanía Runólfsdóttir, f.
í Reykjavík 9.1. 1912, d. 1.10. 2006,
kaupmaður í Reykjavík.
70 ÁRA Á LAUGARDAG
Páll fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum við Hamra-
hlíð 1980, BA-prófi í íslensku og
almennri bókmenntafræði frá
Heimspekideild Háskóla Íslands
1984 og cand.mag.-prófi í íslensk-
um bókmenntum frá sama há-
skóla.
Páll var stundakennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð
með hléum 1987–92, og stunda-
kennari við Háskóla Íslands
1988–92. Hann vann við útgáfu-
störf fyrir bókaforlagið Svart á
hvítu 1987–88 og Mál og menn-
ingu frá 1989, var lektor í íslensku
við Uppsalaháskóla í Svíþjóð
1992–97, var ritstjóri og útgáfu-
stjóri hjá Máli og menningu og
Eddu – Útgáfu 2001–2007 og hef-
ur verið sjálfstætt starfandi bók-
menntafræðingur og rithöfundur
frá 2007.
Helstu ritverk Páls eru Þögnin
er eins og þaninn strengur – þró-
un og samfella í skáldskap Snorra
Hjartarsonar, útg. 1990; kaflarnir
Íslensk endurreisn og Tími þjóð-
skáldanna í Íslenskri bókmennta-
sögu Máls og menningar, III.,
útg. 1996; Jónas Hallgrímsson –
ævisaga, útg. 1999, en fyrir hana
fékk höfundurinn Íslensku bók-
menntaverðlaunin; Vigdís – Kona
verður forseti, útg. 2009. Þá hef-
ur Páll skrifað formála að ýms-
um ritum, ritdóma og greinar um
skáld og bókmenntir.
Páll sat í úthlutunarnefnd
Launasjóðs rithöfunda 1987–89.
Fjölskylda
Eiginkona Páls er Halla Kjartans-
dóttir, f. 15.8. 1959, framhalds-
skólakennari.
Dætur Páls og Höllu eru Álf-
rún, f. 1983, háskólanemi í sam-
búð með Viktori Bjarka Arn-
arssyni og er dóttir þeirra Halla
Elísabet, f. 2008; Védís, f. 1990,
nýstúdent; Steinunn Vala, f. 1992,
framhaldsskólanemi.
Bræður Páls eru Karl Steinar
Valsson, f. 1963, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, búsettur í Reykjavík;
Hermann Valsson, f. 1965, íþrótta-
kennari, búsettur í Reykjavík; Sig-
urður Valur Valsson, f. 1973, bú-
settur í Reykjavík.
Foreldrar Páls eru Valur Páls-
son, f. 1932, viðskiptafræðingur í
Reykjavík, og Erna Maríusdóttir, f.
1941, húsmóðir.
Páll Valsson
BÓKMENNTAFRÆÐINGUR OG RITHÖFUNDUR
Kristín fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún lauk stúdents-
prófum frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1981 og stundar nú
nám í stjórnmálafræði við HÍ.
Kristín starfaði við upptöku-
stjórn hjá ríkissjónvarpinu, og
síðan við kvikmyndagerð sem
upptökustjóri, framkvæmda-
stjóri eða aðstoðarleikstjóri frá
1986. Hún var með eigin rekstur
á sviði ferðaþjónustu á sumrin á
árunum 1995–2004 og var einn af
stofnendum og eigendum Foss-
búans ehf. á Skógum undir Eyja-
fjöllum en hún starfaði við það
fyrirtæki til 2004.
Kristín hefur verið kosn-
ingastjóri Samfylkingarinnar í
Reykjavík frá 2007.
Kristín Erna stýrði fram-
kvæmd og undirbúningi Þjóð-
fundar 2009 og hefur um
árabil stýrt stórum og litlumkvik-
mynda- og sjónvarpsverkefn-
um. Hún var framkvæmdastjóri
áramótaskaups RÚV í nokkur ár,
hefur komið að fjölmörgum Eur-
ovision-keppnum og sinnt fram-
leiðslustýringu fyrir DR1 hér á
landi, m.a. við upptökur á Ern-
inum.
Kristín er formaður Félags
einstæðra foreldra og býður sig
nú fram til Stjórnlagaþings.
Fjölskylda
Börn Kristínar Ernu eru Helgi
Hrafn Gunnarsson, f. 22.10. 1980,
forritari; Arndís Anna Kristínar-
og Gunnarsdóttir, f. 3.2. 1982, lög-
fræðingur í Reykjavík en sonur
hennar er Styrmir Gunnar Sveins-
son, f. 13.7. 2007; Ólöf Una Bárð-
ardóttir, f. 29.7. 2001, grunnskóla-
nemi.
Alsystkini Kristínar Ernu eru
Baldvin Örn Arnarson, f. 10.6.
1965, húsamálari í Reykjanesbæ;
Helga Þórunn Arnardóttir, f. 10.2.
1972, félagsráðgjafi í Reykjavík.
Hálfsystkini Kristínar Ernu,
samfeðra: Þórdís Birna Arnardótt-
ir, f. 25.5. 1977, skrifstofumaður,
búsett í Noregi; Vilhjálmur Arnar-
son, f. 6.5. 1980, vélstjóri á togaran-
um Hrafni frá Grindavík.
Hálfbróðir Kristínar Ernu, sam-
mæðra: Ragnar Heiðar Ragnars-
son, f. 30.12. 1982, grafískur hönn-
uður, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Kristínar Ernu eru
Örn Björnsson, f. 9.4. 1943, fyrrv.
útibússtjóri Íslandsbanka á Húsa-
vík, og Hrafnhildur Baldvinsdóttir,
f. 31.8. 1942, fyrrv. bókari hjá Húsa-
smiðjunni í Reykjavík.
Kristín Erna verður með opið
hús og garðpartí að heimili sínu
laugardaginn 30.10. milli kl. 16.00
og 19.00.
Kristín Erna Arnardóttir
VERKEFNASTJÓRI Í REYKJAVÍK
Pétur Einarsson
LEIKARI OG LEIKSTJÓRI
Pétur fæddist í Vestmannaeyjum og
ólst þar upp. Hann lauk stúdentspróf-
um frá MA 1961, lauk prófum frá Leik-
listarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1964
og MA-prófi í leiklist frá Háskólanum í
Georgíu í Bandaríkjunum 1966.
Pétur var leikari og leikstjóri hjá LR
1966–75, skólastjóri Leiklistarskóla Ís-
lands 1975–83, leikari hjá Þjóðleik-
húsinu og LR 1983–86, leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar 1986–88, leikari
og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu 1988–
89, kennari við Leiklistarskóla Íslands
1988–97 og leikari og leikstjóri hjá
Leikfélagi Reykjavíkur frá 1989.
Pétur var formaður Félags leik-
stjóra á Íslandi frá 1994–2002, for-
maður Sambands félags leikstjóra á
Norður löndunum 1999–2002, sat í
stjórn Bandalags íslenskra listamanna
1994–2002, í stjórn Listaháskóla Ís-
lands frá 1998, í stjórn Kvikmynda-
sjóðs frá 2000–2004 og var fulltrúi Ís-
lands í Norrænu leiklistarnefndinni
1982–88. Pétur hefur hjálpað fólki til
að hætta að reykja með aðferð Allens
Carrs, Easyway To Stop Smoking frá
1998.
Pétur var búsettur í Vestmannaeyj-
um til 1961, í Reykjavík 1961–86, á Ak-
ureyri 1986–88 og í Reykjavík frá 1988.
Fjölskylda
Eiginkona Péturs er Birgitte Heide, f.
17.4. 1959, listdansari og ballettkenn-
ari hjá Íslenska dansflokknum og List-
dansskóla Íslands. Hún er dóttir Pauls
E. Heide, úrsmiðs í Kópavogi f. 1925 d.
2003, og Guðrúnar Ágústsdóttur hús-
móður f. 1929 d. 2008.
Börn Péturs eru Margrét Krist-
ín Pétursdóttir, f. 9.3. 1962, leikari og
á hún eitt barn; Sólveig Pétursdóttir,
f. 17.8. 1970, starfsmaður Bókasafns
Kópavogs og á hún eitt barn; Þórunn
Elín Pétursdóttir, f. 3.8. 1972, söngkona
og kennari og á hún tvö börn og maður
hennar er Þorsteinn Arnalds; Guðrún
Lára Pétursdóttir, f. 9.2. 1976, nemi,
en maður hennar er Einar Þór Þórar-
insson og eiga þau þrjú börn, þau eru
búsett í Svíþjóð; Elís Pétursson, f. 13.4.
1980, tónlistamaður; Pétur Heide Pét-
ursson, f. 3.10. 1990, nemi.
Systkini Péturs eru Páll J. Einars-
son, f. 22.1. 1937 d. 2.8. 2008, flug-
maður í Reykjavík; Guttormur P. Ein-
arsson, f. 15.3. 1938, kerfisfræðingur í
Reykjavík; Sólveig Fríða Einarsdóttir, f.
21.8. 1945, ljósmóðir í Garðabæ; Sigfús
Einarsson, f. 11.8. 1951, Phd. í líffræði,
búsettur í Svíþjóð.
Foreldrar Péturs voru Einar Gutt-
ormsson, f. 15.12. 1901, d. 12.2. 1985,
sjúkrahúslæknir í Vestmannaeyj-
um, og Margrét Kristín Pétursdóttir, f.
29.12. 1914, húsmóðir.
Ætt
Einar var sonur Guttorms, b. í Geita-
gerði í Fljótsdal Einarssonar, b. í
Fjallseli Guttormssonar, stúdents á
Arnheiðarstöðum Vigfússonar, pr. á
Valþjófsstað Ormssonar, föður Mar-
grétar, langömmu Guttorms, föð-
ur Hjörleifs, fyrrv. alþm. og ráðherra.
Móðir Einars í Fjallseli var Halldóra
Jónsdóttir, vefara á Kórreksstöðum
Þorsteinssonar, ættföður Vefaraættar.
Móðir Einars læknis var Oddbjörg
Sigfúsdóttir, b. á Fljótsbakka Oddsson-
ar. Móðir Sigfúsar var Þuríður Halls-
dóttir, b. á Sleðbrjóti Sigurðssonar,
bróður Björns, langafa Önnu, móður
Björns Tryggvasonar, fyrrv. aðstoðar-
bankastjóra Seðlabankans.
Margrét var dóttir Péturs, sjó-
manns á Akureyri Jónatanssonar, b. á
Þúfum í Skagafirði Magnússonar.
Móðir Margrétar var Jóhanna spák-
ona Benediktsdóttir, b. í Höfðahverfi
Ólafssonar og Jóhönnu Rakelar Jóns-
dóttur.
70 ÁRA Á SUNNUDAG
50 ÁRA Á SUNNUDAG
50 ÁRA Á LAUGARDAG