Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Qupperneq 42
42 sakamál umsjón: kolbeinn þorsteinsson kolbeinn@dv.is 29. október 2010 föstudagur
Fimmtudagurinn 26. ág-úst 1886 var með heitasta móti í Denham, þorpi sem hvílir í faðmi Tems-
árdals á Englandi, og var altalað
á meðal íbúa að hitinn gæti jafn-
vel verið allt að fjörutíu gráður. Því
var ekki að undra að þorsti sækti
að verkamönnunum sem strituðu
á Savoy-býlinu sem tilheyrði Den-
ham Court, sem var í eigu Harolds
Swithinbanks kapteins, fyrrverandi
húsara Alberts prins.
Tveir karlmenn strituðu í sveita
síns andlits, hlið við hlið, í næpu-
beði kapteinsins eins og þeim hafði
verið fyrirskipað af James Moreton,
verkstjóra býlisins.
Hinir fjörutíu og sex ára Charles
Plumridge og þrjátíu og fimm ára
Alfred Hitch uppgjafahermaður
hömuðust sem mest þeir máttu
með hlújárnin undir geislum
steikjandi sólarinnar. Alfred Hitch,
sem reynt hafði ýmislegt meðan
hann var í hernum, var vel kunnugt
um að of mikill hiti gat haft undar-
leg áhrif á alla menn.
Fyrirframgreiðsla og ferð á
krána
Um hádegisbil leit Lydia Giles, sem
einnig vann á býlinu, upp frá vinnu
sinni rétt í þann mund sem Al-
fred gekk hjá. Alfred var henni vel
kunnur því hann leigði hjá henni
herbergi. Hann brosti til hennar
á göngunni og sýndi henni mynt
sem hann sagðist hafa fengið í fyr-
irframgreiðslu til að kaupa fyrir öl
til að eiga með hádegismatnum.
Þegar Alfred kom heim fór hann
í jakka og þegar hann rakst á son
Lydiu, sýndi hann honum mynt-
ina og bauð honum að koma með
á Falcon-krána og fá sér drykk.
Joseph lét ekki segja sér það tvisvar,
enda orðinn þyrstur í hitanum. En
Joseph lét eina krús duga og hvarf
síðan á braut.
Alfred Hitch var aftur á móti
með pening í vasanum og komst að
þeirri niðurstöðu að hann væri enn
þyrstur mjög. Því lagði hann leið
sína á Dog and Duck-krána sem lá
við aðalveginn til Uxbridge.
„Ég hef myrt einn mann í
dag“
Þegar Alfred hafði svolgrað nokkra
bjóra var vertinum alveg hætt að
lítast á blikuna enda varð hegðun
Alfreds æ undarlegri. Í eitt skipti
lyfti hann krús sinni en í stað þess
að bera hana að vörum sínum lét
hann hana detta í gólfið.
Hann baðst velvirðingar og
greiddi fyrir skaðann, en stökk
síðan í loft upp og hrópaði: „Sjá-
ið. Þarna er skrattakollurinn. Sjáið
hvernig hann togar í vírinn.“
Þögn sló á kráargesti og vertinn,
Henry Woodley, skipaði Alfred að
setjast og hafa sig hægan. Alfred
hlýddi en fyrr en varði varð hon-
um tíðlitið undir borðið og kallaði
á „manninn“ sem þar væri. Þegar
Alfred mætti reiðilegu augnaráði
Woodleys þagnaði hann, en bara í
stutta stund. Síðan hrópaði hann:
„Ég hef myrt einn mann í dag –
Charley Plumridge.“
Enn og aftur lagðist grafarþögn
yfir krána. Þegar Alfred bað meira
að drekka fékk hann afsvar og að
lokum yfirgaf hann krána og lá leið
hans í átt til Uxbridge.
Undarlegir hlutir gerast
Annar verkamaður á býli Swithin-
banks sá sýnir, eða svo hélt hann.
Við nánari eftirgrennslan komst
hann þó að því að sýnin var raun-
veruleg og gott betur – hún var æt.
Verkamaðurinn horfði í forundran
á körfu með teflösku og mat, sem
pakkað var inn í klút, fljóta niður
læk sem rann í gegnum landar-
eignina.
Karfan var fiskuð upp úr lækn-
um og fólk velti vöngum yfir því
hver gæti verið eigandi þessarar
fljótandi máltíðar. Svo virtist sem
undarlegir hlutir væru á seyði í
Denham.
Fimmtudagurinn leið án frek-
ari tíðinda og föstudagurinn kom
og fór, en laugardaginn 28. ágúst
var William Peterill, veiðivörður
landareignarinnar, á sinni venju-
bundnu eftirlitsferð í skóglendi
sem kallað var Cuckoo Pen. Sá
hann þá hvar maður verkamaður
lá sofandi á bakinu með jakkann
yfir andlitinu.
Veiðivörðurinn kallaði til
mannsins en fékk engin svör og
mjakaði sér því nær. Maðurinn
bærði ekki á sér og veiðivörðurinn
lyfti því jakkanum og mætti honum
þá miður geðfelld sjón.
Myrtur og rændur
Peterill huldi andlitið hið skjótasta,
hafði enda séð meira en nóg. And-
litið hafði verið barið með þeim af-
leiðingum að það hafði fallið sam-
an. Peterill hljóp sem fætur toguðu
heim til Denham Court og sagði
Morton tíðindin. Í fylgd nokkurra
verkamanna snéru þeir aftur og
bar einn verkamannanna kennsl á
Charles Plumbridge.
Alfred Hitch hverfur
Þar sem um annatíma var að ræða
auk þess sem Plumridge bjó einn
hafði enginn hugsað út í að hann
hafði ekki sést síðan um hádegisbil
á fimmtudeginum. Farið var með
líkið af honum á Swan-krána, lög-
regla kölluð til og líkskoðun fram-
kvæmd.
Niðurstaðan var að Plumridge
hefði verið barinn með einhverju
sem líktist hlújárni. Að auki kom
í ljós að hann hafði verið rændur
nítján skildingum.
Rannsókn hófst undir forystu
Sapwells rannsóknarlögreglu-
manns og þess var skammt að bíða
að lögreglan frétti af vægast sagt
undarlegri hegðun Alfreds Hitch
á Dog and Duck-kránni á fimmtu-
deginum, sem líkast til var síðasti
dagur Plumridges lifandi lífs.
Alfred Hitch var lögreglunni
ekki alls ókunnugur enda var
hann á sakaskrá fyrir brot sem í þá
daga var talið til alvarlegra glæpa
– tilraun til sjálfsmorðs. En líkt og
Plumridge, þá hafði enginn séð eða
heyrt Alfred – ekki einu sinni Ly-
dia Giles, leigusali hans. Reyndar
fór hún ekki leynt með að fjarvera
hans hefði verið henni gleðiefni.
ráfandi í grennd við
basingstoke
Vitað var að móðir Alfreds bjó í
Basingstoke og með undraskjótum
hætti tókst lögreglunni að finna
hann þar sem hann ráfaði eftir
sveitavegunum í grennd við Bas-
ingstoke. Var hann afar ringlaður
og settur í varðhald þar áður en far-
ið var með hann til Buckingham-
skíris.
Vitnaleiðslur fóru fram á Swan-
kránni og í ljós kom að Alfred Hitch
hafði verið leiddur fyrir herdóm-
stól á Indlandi og dæmdur til sjö
ára fangelsisvistar fyrir tilraun til
að myrða yfirmann og gróf agabrot.
Þegar Alfred var vikið úr hern-
um var hann brennimerktur stöf-
unum BC á vinstri handlegg. BC
þýddi „bad character“ og var slík
brennimerking viðtekin venja í þá
daga þegar ódælir hermenn áttu
í hlut. Að lokum var Alfred Hitch
ákærður fyrir morðið á Charles
Plumridge.
slapp við gálgann
Þegar Alfred kom fyrir dómstól í
Bedford, 16. nóvember 1886, sagði
hann að hann myndi ekkert eft-
ir að hafa framið glæpinn og sagði
verjandi hans að það væri degin-
um ljósara að sakborningurinn væri
geðveikur.
En saksóknurum tókst að sann-
færa kviðdómendur sem fundu
Alfred sekan um morðið, en mælt-
ust reyndar til þess að honum yrði
sýnd mildi á grundvelli „takmark-
aðrar ábyrgðar“.
Alfred Hitch slapp við snöruna
því innanríkisráðherra þess tíma,
Henry Matthews, sem var þekktur
fyrir andstöðu sína gegn dauðarefs-
ingum, mildaði dauðadóminn og
dæmdi Alfred til lífstíðarfangelsis
miðvikudaginn 24. nóvember 1886.
Alfred Hitch hafði
unnið í steikjandi
hita í næpubeði
Savoy-býlisins á
Denham Court
í Temsárdal á
Englandi. Um há-
degisbil gekk hann
brosmildur heim á
leið, skipti um föt
og fór á krána til að
svala þorsta sínum,
en ekki var allt með
felldu.
Dog and Duck-kráin, nú
tiger Cubs „sjáið. Þarna er
skrattakollurinn. sjáið hvernig
hann togar í vírinn,“ hrópaði
Alfred, en engan var að sjá.
Alfred hlýddi en fyrr en varði varð honum tíðlitið undir borðið og
kallaði á „manninn“ sem þar væri.
D á í Denham
Harold swithinbank kapteinn
Bæði morðinginn og sá myrti unnu
fyrir kapteininn.