Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Blaðsíða 43
föstudagur 29. október 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 Karlfuglinn býr sig undir heimsókn kvenfuglsins. Hann veit að hún mun velja einhvern annan ef hann stendur sig ekki vel. Hann hefur byggt glæsileg trjágöng og skála fyrir neðan þau til að heilla kvenfuglinn. En leynivopnið hans er steinahrúga sem hann byggði úr misstórum steinum. Hann hefur hins vegar beitt ótrúlegu hugviti og nákvæmni til að skapa sjónblekk- ingu sem lætur kvenfuglinn halda að allir steinarnir séu jafn stórir. Laufskálafugl er af ætt glys- gjarnra fugla sem lifa í Ástralíu og í Nýju-Gíneu. Ættin ber þetta heiti vegna þess að karlfuglinn býr til laufskála úr fögrum blómum, spreki og steinum. Hann ver mikl- um tíma í laufskálasmíðina enda eftir miklu að slægjast – kvonfangi. Til dæmis vandar hann litavalið vel í fögrum blómaskreytingum sín- um. Þegar karlfuglarnir í skóginum hafa lokið við völundarsmíðina, reist sér hús, koma kvenfuglarn- ir úr fylgsnum sínum og velja sér þann sem byggt hefur fallegasta laufskálann. Þegar kvenfuglinn hefur valið sér sinn karl fara þau annað og gera sér hreiður. Þetta er ein áhugaverðasta birt- ingarmynd makavalsins í dýra- ríkinu – en ekki er öll sagan sögð. Karlfuglar af ákveðinni tegund lauf- skálafugla beita enn meira hug- viti í smíði laufskálans. Þeir raða steinum skálans í ákveðnar raðir og skapa með því sjónblekkingu. Fyrir vikið virðist skálinn stærri en ella sem heillar kvenfuglinn upp úr skónum. Karlfuglinn blekkir kven- fuglinn. Trjágöng og hallargarður Tegundin sem um ræðir er á fræði- máli kennd við trjágöng. Ástæðan er sú að laufskáli karlfuglsins er í líki langra trjáganga, er hann hef- ur smíðað úr trjágreinum, sem leiða kvenfuglinn að glæsilegum „hall- argarði“ innst sem byggður er úr steinum, skeljum og beinum. Á mynd hér á síðunni sést sjón- arhorn kvenfuglsins, þar sem hann stendur fyrir framan trjágöngin og horfir í gegnum þau og sér hall- argarð karlfuglsins innst þar sem hann dansar fyrir hana á réttum tímapunkti. Ótrúleg sjónblekking Það frábæra við þessa mynd er að allir steinarnir virðast jafn stórir en eru það alls ekki í raun. Karlfugl- inn hefur skapað ótrúlega hugvits- sama sjónblekkingu með því að raða stærstu steinunum aftast og smæstu steinunum neðst. Í ríki laufskálafugl- anna þykir greinilega smart að hafa alla steinana jafnstóra. Tafarlaus viðgerð Líffræðingarnir sem uppgötvuðu þessa hegðun laufskálafuglsins á dögunum prófuðu að færa steinana til og eyðilögðu þar með sjónblekk- inguna. Steinarnir voru á víð og dreif, eins og sést á mynd hér á síðunni, og greinilegt var að þeir voru misstórir. Innan þriggja daga höfðu karlfugl- arnir gert við skemmdirn- ar og raðað steinunum aftur með fyrri hætti. fræg sjónblekking Karlfuglarnir notast við sjónblekkinguna – afbrigði af hinu svokallað Ames- herbergi, sem er sígilt dæmi um hvernig hægt er að blekkja augað með fjarvíddaráhrifum. Myndin af Ames-herberg- inu hér á síðunni sýnir þrjá menn sem virðast misháir. Sá minnsti virðist vera hinn minnsti dvergur og sá stærsti hinn mesti risi. En í raun eru mennirnir allir jafn hávaxn- ir! Galdurinn er að herbergið er í raun miklu dýpra og hærra til lofts til vinstri. Því lítur maðurinn lengst til vinstri út fyrir að vera smávaxinn á meðan herramaðurinn til hægri stendur mun nær myndavélinni í þessu furðulega herbergi. Trjágöngin skapa sjónarhornið Eini gallinn á sjónblekkingunni er að sá sem upplifir hana verður að standa réttum stað. En laufskála- karlfuglinn þarf ekki að hafa áhyggj- ur, því kvenfuglinn verður að horfa í gegnum hin mjóu trjágöng til að sjá steinana. Ein af ástæðum þess að karlfuglinn blekkir kvenfuglinn með þessum hætti gæti verið sú að hann virkar sjálfur stærri og hávaxnari út frá sjónarhorni hennar. Myndirnar af laufskálunum eru teknar úr grein líffræðinganna End- ler, Endler og Door í tímaritinu Cur- rent Biology fyrr í ár. Karlfugl af ætt laufskálafugla í Ástralíu og Nýju-Gíneu notast við ótrúlega sjón- blekkingu til að ganga í augun á kven- fuglinum. Bragðið minnir á hina frægu sjónblekkingu Ames-herbergið sem sést á mynd hér á síðunni. Laufskálafuglar heita svo vegna vandaðra laufskálanna sem karlfuglarnir smíða. Karlfuglinn sem blekkir kvenfuglinn skálasmíði Laufskálafugl er ætt glysgjarnra fugla sem lifa í Ástralíu og í nýju-Gíneu. Ættin ber þetta heiti vegna þess að karlfuglinn býr til laufskála úr fögrum blómum, spreki og steinum. sjónblekking Horft í gegnum trjágöng karlfuglsins, með sjónarhorni kvenfuglsins. steinarnir virðast allir jafn stórir, en það eru þeir ekki í raun og veru. Fuglinn hefur raðað þeim á ákveðin hátt til að skapa sjónblekkingu. misstórir Líffræðingar breyttu röð steinanna og eyðilögðu þar með blekkinguna. Hér sést að steinarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum. Fuglinn raðaði steinunum upp á nýtt um leið. fræg sjónblekking Am- es-herbergið, klassísk mynd þar sem fjarvíddarskynið er blekkt. mennirnir á myndinni eru allir jafn stórir en furðuleg lögun herbergisins skapar þessi furðulegu áhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.