Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Qupperneq 50
50 TÆKNI UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is 29. október 2010 FÖSTUDAGUR Nook Color frá Barnes & Noble Barnes & Noble, bókarisinn bandaríski, hefur svipt hulunni af Nook Color, nýrri útgáfu af Nook-lestölvunni sem kemur á markað í seinni hluta nóvember. Nýja tölvan er búin litaskjá í stað e-ink skjásins sem prýddi fyrri útgáfu Nook. Nook Color keyrir á Android-kerfinu, er með innbyggt WiFi og 8GB-geymslurými. Hugbúnaður og viðmót hafa tekið breyt- ingum í þessari útgáfu, sérstök samhæfni er við Facebook og Twitter-þjónusturnar auk þess sem fyrirtækið hefur opnað möguleikann á því að aðrir þrói forrit fyrir tölvuna. Talið er að breytingin yfir í litaskjá tengist meðal annars aukinni áherslu á barnabækur en með tölvunni má fletta í gegnum nýtt safn bóka frá Barnes & Noble; Nook Kids. Tölvan mun kosta um 250 Bandaríkjadali. Office 2011 fyrir Mac Nýjasta útgáfa Office, ritvinnsluvönd- uls Microsoft, fyrir OSX-stýrikerfi Apple er nú komin á markað. Útgáf- an, sem kallast Office 2011, býr yfir fjölmörgum nýjungum, sérstök Mac- útgáfa af Outlook er nú tekin við af Entourage og getur tengst Micro soft Exchange-póstþjónum þannig að eigendur Apple-tölva í fyrirtækjageir- anum geta tekið upp gleði sína. Þessi útgáfa Office-vöndulsins er samhæfð við Office 2010 fyrir Windows þannig að notendur beggja útgáfa geta sem dæmi unnið í sama skjali í gegnum netið. Microsoft telur að hátt í þrír af hverjum fjórum eigendum Apple- tölva noti Office-vöndulinn. Lof og last um Phone 7 New York Times birti úttekt í vikunni um Windows Phone 7-snjallsíma-stýrikerfið. „Hvað er Microsoft að gera, að setja iPhone-keppinaut á markað árið 2010?”, spyr blaðið og telur síðan upp langan lista af atriðum sem stýrikerfið skorti en finna má bæði í iPhone- og Android-sím- um. NYT hrósar reyndar Microsoft fyrir marga þætti kerfisins en veltir jafnframt vöngum yfir því hvort tíðni uppfærslna fyrir símann muni bera keim af sama hægagangi og fyrirtækið hefur margoft verið gagnrýnt fyrir í gegnum tíðina. Sony og Logitech settu á markað sjónvarpstæki fyrr í mánuðnum sem hafa innbyggt Google TV en það er hugbúnaður byggður á And- roid-stýrikerfinu frá Google og gerir kleift að kaupa eða leigja kvikmynd- ir og sjónvarpsþætti í gegnum net- ið sem síðan er streymt til viðkom- andi. Frítt í gegnum netið Með Google TV má einnig finna og horfa á það sjónvarpsefni sem bandarísku stöðvarnar hafa gert að- gengilegt á vefsvæðum sínum, þar á meðal vinsælustu sjónvarpsþættina eins og til dæmis Modern Family og CSI. Eftir að nýju tækin frá Sony og Logitech komu í verslanir vestan- hafs leið hins vegar ekki á löngu þar til sjónvarpsstöðvar ABC, CBS og NBC heftu nær allan aðgang frá vefsvæðum sínum til Google TV. Eigendur hinna nýju sjónvarps- tækja geta nú einungis skoðað kynningarefni og auglýsingar frá þessum stöðvum og skilja lítt hvers vegna eitt tiltekið tæki heimilis- ins er útilokað meðan önnur tæki (heimilistölvan og snjallsíminn) eru það ekki. Áhyggjur sjónvarpsrisanna þriggja eru skiljanlegar að mörgu leyti, með Google TV missa þeir úr höndunum nánast alla markaðs- stýringu eða kynningu eigin efnis og hættan á að nýtt sjónvarpsefni hreinlega týnist í víðáttum net- heima blasir við. Ekki sáttir við sjóræningja Þegar slegið er inn heiti vinsæls sjónvarpsþáttar í leitarviðmót Google TV koma fram í niðurstöð- um ýmsar sjóræningjavefsíður sem brjóta á rétthöfum efnisins með því að gera það aðgengilegt á vefnum án leyfis. Disney og NBC hafa nú farið þess á leit við Google að fyrir- tækið síi úr slíkar síður en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Aðrar sjónvarpsstöðvar vest- anhafs virðast ekki hafa komist að endanlegri niðurstöðu varðandi aðgengi fyrir Google TV en enn má tengjast við HBO, MTV, Fox og Tur- ner. Hulu-myndskeiðsþjónustan hef- ur hins vegar heft aðgengi að Goog- le TV en á þessa dagana í viðræðum við Google um að setja upp sérstaka áskriftarþjónustu fyrir hugbúnað- inn. Kínverskir vísindamenn hafa nú byggt hraðvirkustu ofurtölvu allra tíma og skotið þar með Bandaríkjamönnum ref fyrir rass. Tölvan sem ber nafnið Tianhe-1A er 1,4 sinnum aflmeiri en bandaríska tölvan sem hingað til hefur trónað í efsta sætinu en á sex mánaða fresti er gefinn út listi yfir 500 hraðvirk- ustu tölvur í heiminum. Tölvurnar sem á listanum eru ganga allar undir sama próf og er þá mæld geta þeirra til að leysa ákveðna stærðfræðiútreikninga. Kapphlaupið um fyrsta sætið virðist vera orðið hálfgerð þjóðarremba en mikilvægi ofurtölva er engu að síður augljóst, þær eru orðnar ómetanlegar til að sinna ýmsum verkefnum á sviði varnarmála, orkumála, efnahagsmála og vísinda. Rannsóknarmiðstöðin sem byggði tölvuna heyrir undir tvö kín- versk ráðuneyti, varnarmálaráðuneyt- ið og menntamálaráðuneytið. Bandaríkjamenn ekki lengur í fyrsta sæti með öflugustu ofurtölvuna: Kínverjar stela senunni Tianhe-1A Kínverska ofurtölvan notar þúsundir örgjörva frá Intel og Nvidia sem tengdir eru saman en það er einmitt tæknin á bak við tengingarnar sem vakið hefur athygli. Eftir að nýju tæk-in frá Sony og Logitech komu í verslan- ir vestanhafs leið hins vegar ekki á löngu þar til ABC, CBS og NBC sjón- varpsstöðvarnar heftu nær allan aðgang frá vefsvæðum sínum... Engin ánægja með Google TV Þrjár af stærstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna hafa nú heft nær allan aðgang fyrir Google TV að vinsælasta sjónvarpsefni sínu. Sjónvarpsrisar í vanda CBS, NBC og ABC sjónvarpsstöðvarnar eru ekki sáttar við Google TV en skörun ljósvakamiðla og netsins er hins vegar orðin staðreynd og ekki hægt að stinga hausnum bara í sandinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.