Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Side 52
52 SPORT TEXTI : ANNAS SIGMUNDSSON as@dv.is 29. október 2010 FÖSTUDAGUR Strákarnir okkar í Þýskalandi 2. HLUTI D agur Sigurðsson tók við liði Füchse Berlín árið 2008 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri Vals. Liðið náði 9. sæti í þýsku Bundesligunni í fyrra en er nú á mikilli siglingu. Var í upphafi móts í efsta sæti deildarinnar en situr nú í fjórða sæti. Füchse Berlín gerði jafn- tefli um síðustu helgi gegn Rhein- Neckar Löwen, sem Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Ís- lands tók nýlega við. Dagur fékk Alexander Peters- son til liðs við Füchse Berlín í sumar. Hann hafði verið hjá liði Flensburg síðan árið 2007 en fékk lítið að spila á síðasta tímabili. Alexander hefur staðið sig feikivel með Füchse Berlín í vetur. Hefur nokkrum sinnum verið markahæsti maður liðsins en Dagur setti hann í skyttuhlutverkið. Hann spilar samt áfram sem hornamað- ur með íslenska landsliðinu. Alex- ander missti þó af landsleiknum á móti Lettlandi á miðvikudag vegna eymsla í hné sem hann hlaut í leik Füchse Berlín á móti Rhein-Neckar Löwen á sunnudaginn. Blaðamaður DV hitti þá Dag, Alexander og Sigurð, son Dags, um liðna helgi í Berlín og spjallaði við þá um árangur Füchse Berlín í vetur og lífið í Berlín. Hvað skýrir þennan góða árangur Füchse Berlin í vetur? Dagur: „Ég held að það hafi hjálp- að okkur að við spiluðum vel í deild- inni eftir áramót á síðasta tímabili. Það gaf liðinu ákveðið sjálfstraust. Heimavöllurinn varð sterkari. Í sum- ar fengum við síðan þrjá nýja leik- menn sem allir hafa byrjað vel með liðinu og gefið því ferskt blóð. Við vorum heppnir með uppsetningu leikja í byrjun tímabils. Unnum fjóra fyrstu leikina nokkuð auðveldlega en sigruðum síðan bæði Kiel og Flens- burg. Ég held að staðan í deildinni eigi eftir að jafnast. Það er ólíklegt að stigataflan verði sú sama í júní 2011.“ Á hvaða sæti setti Füchse Berlin stefnuna í upphafi tímabils? Dagur: „Markmiðið hjá okkur var að fara upp um tvo sæti en við end- uðum í níunda sæti í fyrra. Einnig var stefnan sett á að ná Evrópusæti.“ Nú eruð þið búnir að spila níu leiki. Ertu enn bjartsýnn að ná þessu markmiði? Dagur: „Já. Það er fínt stemning í liðinu og við erum að spila vel. Það er uppselt á leikina hjá okkur. Líklega er það draumur hvers leikmanns að spila í svona umhverfi. Það eru allt að 10 þúsund áhorfendur á leikjum hjá okkur hér í Berlin.“ Ein spurning frá síðustu viðmæl- endum í liði Hannover Burgdorf. Verður Füchse Berlín þýskur meistari? Dagur: „Ég get svarað því neit- andi.“ Nú hefur þú, Alexander, verið að spila mjög vel í vetur. Hvað skýrir það? Varstu duglegur að æfa í sumar? Alexander: „Já. Fyrsti leikur byrj- aði vel og ég fékk aukið sjálfstraust. Ég gerði hins vegar ekkert sérstak- lega aukalega í sumar. Síðan lenti ég í veikindum tveimur vikum eftir að tímabilið hófst og þurfti síðan að vinna það upp aftur.“ Gæti tímabilið í vetur jafnvel orðið þitt besta? Alexander: „Ég veit ekki. Síðustu tvö árin fékk ég lítið að spila með Flensburg. Var meiddur í eitt ár og þá missir maður svolítið tilfinninguna fyrir leiknum. Hjá Flensburg var ég líka bara varamaður. Eftir að ég kom til Füsche Berlin er ég aftur farinn að spila 60 mínútur. Þá rifjast upp hlutir sem ég var búinn að gleyma. En það er rétt að núna er mér farið að ganga mjög vel.“ Nú varðst þú þekktur fyrir að stöðva hraðaupphlaup Pólverja þeg- ar Ísland vann leik á móti þeim um bronsið á EM. Muntu einhvern tím- ann endurtaka þetta? Alexander: „Það er erfitt að gera þetta aftur. Þá fæ ég bara rautt spjald. En ég veit ekki. Við sjáum til.“ Fannstu fyrir auknum áhuga ís- lensku kvenþjóðarinnar á þér eftir góðan árangur á EM? Alexander: „Íslenskir landsliðs- menn í handbolta eru frekar vinsæl- ir á Íslandi. Þegar landsliðið fór út að borða í Reykjavík eftir mótið var erfitt að ganga um í bænum.“ Þú myndir sem sagt segja að ís- lenskir landsliðsmenn í handbolta njóti mikillar kvenhylli á Íslandi? Alexander: „Já. Þetta eru topp menn.“ Nú hafið þið báðir spilað á minni stöðum en Berlín. Er jafn mikil stemn- ing í Berlín fyrir handbolta og á minni stöðunum? Alexander: „Ég bjó sem dæmi í Grosswallstadt sem er fimm þús- und manna bær. Maður fór út í bak- arí og þar vissu allir hver maður var. Það var svipuð stemning í Flensburg. Hér í Berlín hefur enginn hugmynd um hver þú ert. Eina dæmið er göm- ul kona sem er nágranni minn sem hafði séð mynd af mér í dagblaði.“ Dagur: „Hér í Berlín erum við líka í mikilli samkeppni við aðrar íþrótta- greinar. Hér er íshokkí sterkt, körfu- bolti og svo eru tvö fótboltalið. Ein- hver sagði mér að í Berlín væru 126 íþróttalið sem væru í efstu deild. Í Berlín eru svolítið aðrar aðstæð- ur. Füchse Berlin er nýtt lið og ekki nema fimm eða sex ár síðan þetta hófst. En í vetur sem dæmi er árang- ur liðsins búinn að vekja gríðarlega athygli í Berlín. Maður finnur fyrir því. Liðið er orðið þekktara og það hefur orðið gríðarleg vakning. Miða- sala hefur rokið upp. Þetta er líklega ástæðan fyrir því að menn komu til Berlínar. Það var vitað að það væri hægt að byggja upp svona lið í borg eins og Berlín. Borgin er auðvitað mögnuð og það hefur líka áhrif á þá leikmenn sem ákveða að koma til liðsins. Þeir vita að þeir muni spila í flottri höll og búa í flottustu borg landsins. Það hefur auðvitað mikil áhrif. Füchse Berlín þarf því jafnvel ekki jafn mikla peninga og hin stóru liðin í deildinni til að fá til sín leik- menn.“ Eru margir áhorfendur sem fylgja ykkur á útileikina? Dagur: „Þeim fer fjölgandi. Á sumum leikjum er farinn að mynd- ast ákveðinn kjarni. Við erum hins vegar ekki sambærilegir við þessi þekktustu lið í Þýskalandi. Hjá okkur vantar svolítið þessa hefð sem tekur langan tíma að byggja upp. En þetta er að koma.“ Nú varst þú um tíma bæði að þjálfa landslið Austurríkis og síðan Füchse Berlín. Áttir þú einhvern frí- tíma? Dagur: „Þetta var ekkert rosalegt álag. Maður skiptir bara tímanum vel niður.“ Alexander: „Spurðu Sigga [innsk: sonur Dags, sem var með föður sín- um í viðtalinu]. Siggi var pabbi þinn einhvern tímann heima? Dagur: „Jú, jú. Það var alveg nóg að gera. Þetta skaraðist hins vegar ekki mjög mikið tímalega séð. Þegar EM var í janúar var frí í þýsku deild- inni. Þá fór ég frá Þýskalandi og aðrir sáu um Füchse Berlín á meðan. Þegar ég var að þjálfa Füchse Berlín hugs- aði ég nánast bara um það en var lítið að huga að Austurríki. Aðallega þó að fara yfir myndbönd. Ég ætla allavega ekkert að fara að væla vegna of mik- ils álags. Eins og maður segir: Það er betra að vera með tvær evru-vinnur heldur en enga.“ Alexander, nú átt þú íslenska konu og ert með íslenskan ríkisborgararétt. Munt þú flytja til Íslands þegar at- vinnumennskunni lýkur? Alexander: „Já, ég held það, seg- ir Eivor.“ Yrði hún brjáluð ef þú segðir ann- að? Alexander: „Já. Það er fínt að búa á Íslandi. Tengdaforeldrar mínir búa þar. Allt gekk vel þegar ég var þar og síðan er maður með krakka líka.“ Ferð þú oftar til Íslands en Lett- lands? Alexander: „Oftar til Íslands út af landsliðinu. Ég fer til Lettlands einu sinni til tvisvar á ári.“ Nú fóruð þið Ólafur Stefánsson ungir til Wuppertal árið 1995. Er mik- ill munur á ungum íslenskum leik- mönnum sem nú eru að koma til Þýskalands og ykkur? Er umhverfið kannski líka breytt í Þýskalandi? Dagur: „Umhverfið hérna er gjör- breytt. Við komum út fyrsta árið eft- ir Bosman-dóminn. Áður höfðu nán- ast bara Þjóðverjar spilað í deildinni. Það breyttist síðan ár frá ári og út- lendingum fjölgaði. Munurinn á mér og Óla og þeim sem nú eru að fara út er sá að við vorum ekkert ungir, 22 og 23 ára. Samt vorum við yngstir í liði Wuppertal. Ég man að Óli hélt á bolt- apokanum. Á þessum tíma höfðum við verið að spila með meistaraflokki Vals í sex ár og höfðum fimm sinn- um orðið meistarar. Höfðum borið uppi Valsliðið í nokkur ár og borið mikla ábyrgð. Spiluðum líka fimm ár í röð í Evrópukeppni og þar á meðal á móti liðum eins og Barcelona. Auk þess höfðum við spilað 50 landsleiki þannig að við vorum nokkuð sjóaðir miðað við aldur.“ Nú var Logi Geirsson að gefa út bók. Hvað finnst ykkur um bókina og að menn séu að gefa út svona bók? Dagur Sigurðsson þjálfar lið Füchse Berlin sem hefur slegið í gegn í þýsku Bundesligunni í handbolta í vetur. Dag- ur fékk Alexander Petersson til liðs við sig í sumar en hann hafði fengið fá tækifæri með liði Flensburg. Alexander hefur þakkað Degi traustið og átt marga stórleiki með liðinu í skyttuhlutverkinu. Hann spilar þó áfram sem hornamaður með íslenska landsliðinu. Þeir segjast báðir una sér vel í Berlín. ÆVINTÝRALEGUR ÁRANGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.