Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Side 64
n Það virðist ætla að ganga hægt hjá
Eiði Smára Guðjohnsen að festa sig
í sessi hjá enska úrvalsdeildarliðinu
Stoke City. Frá því Eiður gekk til liðs
við Stoke í ágúst hefur hann enn
ekki komist í byrjunarliðið. Þess í
stað hefur hann hreiðrað um sig á
varamannabekknum.
Vísir sagði svo
frá því vikunni
að knattspyrnu-
stjóri Stoke hefði
kosið að láta
leikmann, sem
vildi ekki sjálfur
spila vegna veik-
inda, vera í byrj-
unarliði í síðasta
leik frekar en
gefa Eiði
Smára
tæki-
færi.
Rögnvald heim!
AlltAf á
bekknum
Rúdolf er ómótstæðilegur hreindýraborgari af Héraði,
blandaður apríkósum og gráðaosti.
Borinn fram með sultuðu kanilrauðkáli og eplasalati til hliðar.
Rúdolf er engum líkur og hringir inn jólin á Hamborgarafabrikkunni!
Rúdolf fæst einungis fram að jólum á meðan birgðir endast.
Rúdolf
J Ó L A B O R G A R I N N
K E M U R Á M Á N U D A G I N N
575-7575
fabrikkan@fabrikkan.is
BORÐAPANTANIR
× Mættu á Fabrikkuna og pantaðu
× Taktu matinn með
× Hámarksbiðtími 15 mín.
Meðalbiðtími eftir mat á
Fabrikkunni er aðeins 8 mínútur
frá því að pöntun er tekin
TAKE AWAY FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU
Mánudaginn 1. nóvember fylgir ókeypis Fabrikku DVD diskur með
barnaefni með hverjum seldum Rúdolf á meðan birgðir endast.
n Enn hefur ekki verið tilkynnt um
hver taki við stöðu ritstjóra vefmið-
ilsins Eyjunnar. Þorfinnur Ómars-
son, fráfarandi ritstjóri, er fluttur
til Belgíu ásamt konu sinni. Þessi
mál ættu að skýrast á næstunni, því
leitað hefur verið til Sveins Birkis
Björnssonar um að setjast í stól rit-
stjóra. Sveinn Birkir var áður ritstjóri
götublaðsins Reykjavík Grapevine.
Fastlega er búist við því að samn-
ingar náist á milli
Eyjunnar og Sveins
Birkis á næstu
dögum en rit-
stjóraskipti hafa
verið nokkuð tíð
á vefmiðlinum
frá því honum var
hleypt af stokk-
unum árið
2007.
Sveinn birkir
á eyjunA
n Luis E. Arreaga, nýskipaður
sendiherra Bandaríkjanna hér á
landi, heldur úti einlægu bloggi
þar sem hann lýsir upplifun sinni
af Íslandi og Íslendingum. Ekki er
langt síðan Arreaga kom hingað til
lands en hann lýsir því meðal ann-
ars á bloggi sínu að hann hafi skellt
sér á Bæjarins bestu pylsur. „Ég
verð að segja að þetta var ein besta
pylsa sem ég hef smakkað, en það
besta var að upplifa menninguna
í kringum stað-
inn. Göngutúr
á köldum degi
og panta sér
eina með öllu.“
Hann segist
hafa séð mest
eftir því að hafa
ekki fengið sér
aðra pylsu.
Alþýðlegur
SendiherrA
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Áskriftarsíminn er 512 70 80
Fréttaskot 512 70 70
SólAruppráS
09:01
SólSetur
17:21
Halldóra Harðardóttir vinnur nú að því
ásamt lögfræðingi að fá köttinn sinn til
baka eftir að Kattholt gaf hann. Hún seg-
ir að bæði hún og lögfræðingurinn hafi
komið að lokuðum dyrum hjá Kattholti
þegar spurst var fyrir um köttinn.
Kötturinn, sem heitir Rögnvald-
ur, týndist fyrir tíu dögum og var hon-
um komið í Kattholt af þeim sem fann
hann. Tíu dögum eftir að Rögnvaldur
hafði týnst leitaði Halldóra til Kattholts í
von um að finna hann. Þá fékk hún þau
svör að Rögnvaldi hefði verið fundið nýtt
heimili.
Ástæðu þess að Halldóra leitaði ekki
fyrr til Kattholts segir hún vera að alltaf
hafi gengið á matinn hans og að hann
hafi verið mikið úti. Það hafi ekki verið
fyrr en nágranni hennar spurði hana af
hverju hann hefði ekkert rekist á köttinn
að hún varð áhyggjufull.
Rögnvaldur hafi verið félagslynd-
ur köttur og venjulega farið í göngutúr
með nágrannanum á morgnana. „Hann
var mættur þarna klukkan hálf níu þeg-
ar nágranni minn var kominn út og fór í
göngutúr með honum,“ segir Halldóra.
Hún segist hafa fengið þau svör frá
Kattholti að hafi kettir verið lengur en sjö
daga þar séu þeir gefnir. Hún hefur ekki
fengið neinar upplýsingar um það hvert
kötturinn var gefinn og er ósátt. Halldóra
vill leita allra leiða til að fá einhverjar lykt-
ir í málinu svo að hún geti fengið Rögn-
vald aftur til sín. „Hver vill eiga kött sem á
heimili fyrir?“ adalsteinn@dv.is
Halldóra Harðardóttir vill fá köttinn sinn aftur:
kAtthOlt gAf rögnvAld
Vill köttinn heim Halldóra með
Rögnvald í fanginu.