Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 2
02 fréttir 3. desember 2010 föstudagur Fólkið sem komst á stjórnlagaþing n 25 landskjörnir fulltrúar munu fá það verðuga verkefni að endur- skoða stjórnarskrá Íslands. Þetta kom í ljós á þriðjudag en kosið var síðastliðinn laugardag. Í miðviku- dagsblaði DV voru áherslur 23 þessara fulltrúa birtar en þær voru unnar upp úr spurningum sem DV lagði fyrir hvern og einn frambjóðanda. Fulltrúarnir virðast vera sammála um mörg veigamikil atriði.Meirihluti þeirra sem náðu kjöri er hlynntur persónukjöri. Meiri- hluti vill að forseti hafi áfram málskotsrétt og yfirgnæfandi meirihluti er andvígur því að ráðherrar geti setið á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum telur mikill meirihluti stjórnlagaþingmanna að þörf sé á að breyta stjórnarskránni, eða rúmlega 80 prósent. mál gunnars kemst í hámæli n Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumaður Krossins, steig til hliðar á mánu- dag vegna ásakana nokkurra kvenna um að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega. DV fjallaði ítarlega um málið á mánudag og miðvikudag. Á fimmtudag í síðustu viku sendu fimm konur stjórn Krossins bréf þar sem þær sögðu sögur af misnotkun og niðurlægingu. Þrjár konur voru nafngreind- ar en tvær treystu sér ekki til þess að stíga fram undir nafni og vildu halda nöfnum sínum leyndum. Í vikunni stigu svo tvær konur til viðbótar fram; Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir og Helga Björk Óskarsdóttir. Ólöf Dóra lýsti því í samtali við DV að hún hafi haldið dagbók þegar meint brot Gunnars áttu sér stað. Segir hún hann hafa sagt við sig þegar hún var ung stúlka: „Þú ert ekki lengur stelpa, þú ert kona!“ Gunnar hefur staðfastlega neitað ásökun- um þess efnis að hann hafi brotið gegn konunum. tólF ára stúlka berst Fyrir líFinu n Helga Sigríður Sigurðardóttir, 12 ára stúlka frá Akureyri, hneig niður í sundtíma í skól- anum á miðvikudaginn í síðustu viku vegna rofs á æð við hjartað. María Egilsdóttir, móð- ir hennar, sagði í samtali við DV á mánudag að enginn viti hvað orsakaði rofið. Síðar kom í ljós að Helga hafði fengið kransæðastíflu. María segist ekki vita hvort eða hversu lengi dóttir sín verði að ná sér. Vina- fólk þeirra hefur hafið söfnun fyrir Helgu og fjölskyldu hennar. Helga var í sundi á skóla- tíma en eftir að hafa synt tvær ferðir í sund- lauginni bað hún um leyfi til að fara upp úr henni. Inni í búningsklefanum kastaði hún upp og missti í kjölfarið meðvitund. Hún fékk aðhlynningu fljótt og var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri áður en hún var flutt suður til Reykjavíkur þar sem hún dvaldist fram á sunnudag. Þá var hún var flutt með sérútbúinni gjörgæsluvél frá Reykja- vík til Gautaborgar þar sem hún dvelur enn. 2 3 1 FÓLKIÐ SEM BREYTIR STJÓRNARSKRÁNNI: Miðvikudagur og fiMMtudagur 1.–2. desember 2010 100. árg. 139. tbl. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð le ið b. ve rð KR . 3 95 ,- HVER ERU ÞAU? lEkinn mikliOg Hvað viLJa Þau? Hildur er danmerkurmeistari í rúbbíi: „Maður er aLLtaf Með skráMur“ bandaríkin berstrípuð: léttvigtarmaður keisari án fata batman og robin Hljóðfæri pútíns áHættufælin eins og Hitler erLent 16 OG 25 fimmta konan stígur fram: SkRiFAÐi Um GUnnAR Í DAGBÓkinA fréttir 8–9 fréttir 11 ofsóknaróður Og fLeiri dóMar bókablað fylgir: HVÍTÞVOTTUR ÁRnA mATT bækur 17–24 Umsjón: Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is og Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is 1. desember 2010 n Lífsleikni Gillz n Svar við bréfi Helgu n Ég man þig n Sönn íslensk sakamál: Brasilíufanginn n Jónína Ben n Árni Matt: Frá bankahruni til byltingar MY ND SIG TRY GG UR AR I „LitLir sigrar“ HeLgu n fékk krans-æðastífLu Pítur bráðfitandi neytendur 14–15 n feitasti skyndibitinn forseti Hafi málskotsrétt úttekt 12–13n aLLt uM nýJu stJórnLagaÞingMennina Þjóðin eigi auðlindirnar fleiri Þjóðar- atkvæðagreiðslur ráðHerrar sitji ekki á alÞingi fréttir 10 mánudagur og þriðjudagur 29. – 30. nóvember 2010 dagblaðið vísir 138. tbl.100. árg. – leiðb. verð kr. 395 EignaLauST FÉLag FÉKK 8 miLLjarða Lán n gEiSLaSPiLari Og dEKKn FLÉTTa FL grOuP rannSÖKuð HELGA, 12 ÁRA, VAR SKYNDILEGA Í LÍFSHÆTTU: „EKKi STÓr SÉnS, En Hann Er TiL STaðar,“ SEgir mÓðirin n HELga FÓr Í SKÓLann ELdHrESS En HnEig niður Í SundKLEFanum n LÍF FÉLagSLYndu ÍþrÓTTa- STELPunnar Hangir á BLáþrÆði n „HÚn gETur EKKi Orðið VEiKari“ BERST FYRIR LÍFINU FjÖLSKYLdan SEgir áSaKanirnar VEra BOgnar n jÓnÍna EFaðiST um SaKLEYSi gunnarS n „það Er aLLT BOgið Við þESSar SÖgur“ FrÉTTir 10–11 FrÉTTir 8 krossinn logar – dv birtir sögur kvennanna: nEYTEndur 14–15 50 PrÓSEnT munur á BÓKum FrÉTTir 6 FrÉTTir 4 Fangelsisstjóri rannsakaður: KEYPTi KrÓKa á KOSTnað FangELSiSinS – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar 10 FRÉTTIR 29. nóvember 2010 M ÁNUDAGUR KROSSINN LOGAR: SAGA KVENNANNA Eldar loga í Krossinum þessa dag- ana þar sem Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður hefur verið sakað- ur um kynferðisglæpi. Á fimmtu- dag sendu fimm konur stjórn Kross- ins bréf þar sem þær sögðu sögur af misnotkun og niðurlægingu. Þrjár konur voru nafngreindar en tvær treystu sér ekki til þess að stíga fram undir nafni og vildu halda nöfn- um sínum leyndum. Þær segjast þó ætla sér að stíga fram undir nafni og mynd á næstu dögum. Tvær af þessum þremur konum sem voru nafngreindar eru systur Ingibjarg- ar Guðnadóttur, fyrrverandi eigin- konu Gunnars, þær Sólveig og Sig- ríður Guðnadætur. Við segjum sögu þeirra. Gunnar var föðurímynd Faðir þeirra systra dó þegar Sólveig var tíu ára gömul en hún var alltaf mikil pabbastelpa, enda hafði hún mestan áhuga á íþróttum og úti- veru eins og hann. Nokkrum árum seinna hófst ofbeldið sem hún varð fyrir af hendi Gunnars, segir hún. Það er þó eitthvað á reiki hvenær það hófst nákvæmlega en hún seg- ist hafa verið á aldrinum tólf til fjór- tán ára. Þá passaði hún reglulega fyrir þau hjónin, en þau Gunnar og Ingibjörg eiga saman fjögur börn, þau Guðna, Sigurbjörgu, Jóhönnu og Gunnar Inga, og bjuggu við hlið- ina á skólanum hennar. Hún seg- ir að á þessum tíma hafi Gunnar verið henni einhvers konar föður- ímynd en hún hafi lokað á það eft- ir að hann byrjaði að káfa á henni. Hún segir að hún hafi næstum sofn- að í fanginu á honum þar sem hann lá í sófanum í stofunni seinnipart dags. Þetta hafi verið að vetri til og það hafi verið rökkur úti. Hún hafi verið hálfsofandi þegar hún fann hann káfa á brjóstunum á sér. Hún hafi orðið hissa og þótt þetta skrýt- ið og því hafi hún fært sig og lagst á gólfið við hlið sófans. Fylltist skömm Það tekur svo á hana við að rifja þetta upp að hún tekur pásu á máli sínu, skömmin og vanmátturinn hellist aft- ur yfir hana, segir hún, en þessar til- finningar urðu til þess að hún sagði engum frá því sem gerðist á sínum tíma. Hún heldur síðan áfram að segja frá því hvernig hann hélt áfram. Hann hafi teygt sig til hennar, farið með hönd inn undir peysuna. Hún hafi ver- ið ráðalaus en þóst sofa. Hún hafi bara verið berskjaldaður krakki sem var til þess að gera nýbúinn að missa föður sinni. „Hann hélt áfram að klípa mig og káfa næstu árin, en eingöngu þeg- ar engin vitni voru. Hann passaði sig á því.“ Hún segir að ofbeldið hafi hald- ið áfram langt fram á fullorðinsár eða allt þar til hún hætti í Krossinum. Hún rifjar einnig upp annað atvik sem átti sér stað þegar hún var orðin þriggja barna móðir. Þriðja barnið var nýfætt þegar Gunnar fór að venja komur sína til hennar en fyrir átti hún tvíbura. „Ástæða þessara heimsókna virtist vera áhugi hans á brjóstunum á mér og sagði hann við mig að honum þætti svo flottar svona dökkar geirvörtur, ég með barnið mitt á brjósti. Minnist þess að hann langaði að smakka brjósta- mjólkina, hvort hún væri ekki sæt. Í dag veit ég að hann fór líka til systur minnar á þessu sama tímabili og hefur hún tjáð mér að hann hafi einnig brot- ið á henni, en á þeim tíma hélt ég að ég væri sú eina sem lenti í þessu.“ Söngkonan segir frá Sigríður er yngsta systirin. Hún er söngkona sem gerði garðinn frægan þegar hún söng lagið Freedom með Jet Black Joe. Í síðustu viku kom hún svo fram í Íslandi í dag þar sem hún var að kynna nýjustu plötu sína sem kom út núna fyrir jólin, Sigga Guðna. Hún var þriggja ára gömul þegar Gunnar kom inn í líf hennar. Þar sem faðir hennar dó þegar hún var aðeins sex ára gömul segist hún alltaf hafa lit- ið á Gunnar sem sína föðurímynd. Hún leit upp til hans og henni þótti vænt um hann en hún óttaðist hann líka, segir hún í bréfinu sem stjórn Krossins fékk á fimmtudaginn. Fjórtán ára gömul flutti hún með móður sinni í sama hús og þau Gunn- ar og Ingibjörg bjuggu í en innangengt var úr íbúð þeirra hjóna í íbúð mæð- gnana. Hún segir að fljótlega eftir það hafi hann byrjaði að leita á hana og lýs- ir fyrsta atvikinu svona: „Ég vaknaði við það að hann sat á rúmstokknum mín- um og fór inn undir bolinn minn og káfaði á brjóstunum og fór ofan í nær- buxurnar mínar – ég sneri mér undan og hálffraus, þar sem ég var nývöknuð var ég ekki alveg viss hvað væri í gangi – hann lét staðar numið þegar hann sá mig bregðast við á þennan hátt.“ Hún segir einnig að þetta hafi gerst oftar. Segir hann hafa áreitt í marg- menni Sigríður segir að í gegnum árin hafi hann líka haldið áfram að snerta hana með óviðeigandi hætti, jafnvel eftir að hún komst á fullorðinsár. „Snerta brjóst mín og klípa mig í rassinn.“ Hún segir að oftast hafi það gerst í einrúmi en hann hafi líka áreitt hana í marg- menni, en alltaf varast að nokkur sæi til hans. Auk þess sakar hún hann um að tekið hana á sálfræðinni með því að lítillæka hana með kerfisbundnum hætti og setja út á útlit hennar. Hann hafi sagt að hún væri með stórt nef, lítil brjóst og látið henni líða eins og hún væri einskis virði. Ef hún fitnaði eða grenntist kom hann með athuga- semdir um það. „Þegar ég átti barnið mitt, hvað brjóstin væru stór og þess háttar.“ Allt þetta hafi orðið til þess að hún hafi orðið eins og asni í kringum hann: „Já, eða lítill krakki, þannig talaði hann til mín. Það merkilega er að alltaf varði ég hann með kjafti og klóm, sama hvað gekk á. Hann hefur alltaf eitt- hvert vald yfir mér sem ég skil í dag, en gerði ekki í gegnum tíðina.“ Hún segist ekki vera drifin áfram af heift, henni þyki vænt um börnin hans, en hún geti ekki orða bundist vegna ann- arra kvenna sem hafa svipaða sögu að segja. „Ég hélt alltaf að ég væri sú eina sem hefði lent í honum og því sagði ég engum frá, til að rugga ekki bátn- um svo að segja, en þegar fleiri konur sögðu mér að þær hefðu lent í svipuðu gat ég ekki lengur þagað.“ „Viðbjóðsleg ásökun“ Ingibjörg systir þeirra kom Gunn- ari til varnar og Jóhanna dóttir þeirra Gunnars sendi DV eftirfarandi bréf frá móður sinni: „Ég, Ingibjörg Guðna- dóttir, sendi hér með yfirlýsingu, varð- andi þær ásakanir á fyrrverandi mann minn Gunnar Þorsteinsson til 38 ára, að hann hafi kynferðislega áreitt ung- ar stúlkur. Ég vil taka það skýrt fram að á þessum árum, hefi ég ALDREI séð neitt sem gæti gefið það í skyn. Hann hefur verið frábær faðir og séð vel um okkur, mig og börnin sín, sem og syst- kinin mín, og reynst þeim sem fað- ir. Mér finnst þetta viðbjóðsleg ásök- un og vona ég að fólk taki ekki mark á þessum ásökunum.“ Systur hennar létu yfirlýsingu hennar ekki slá sig út af laginu og stóðu fast við sinn framburð. Þær sögðu afstöðu hennar skýrast af því að þetta væri fjölskylduharmleikur. „Ég veit nú ekki alveg hvað ég á að segja,“ sagði Sigríður, „vegna þess að þó að ég hafi ekki talað um mín mál sérstaklega við hana þá tel ég að hún viti ýmsa hluti, að hún sé bara í þeirri stöðu barnanna sinna vegna að hún hafi tekið þessa ákvörðun. Ég tel bara að ég geti voðalega lítið sagt við því. Ég skil hennar stöðu að vissu leyti en það er ekki þar með sagt að ég sé að ljúga.“ Fyrsti kossinn Þriðja konan sem kom fram und- ir nafni heitir Brynja Dröfn Ísfjörð Ingadóttir. Hún sakar Gunnar um að hafa brotið gegn sér á brúðkaupsdag- inn. Hún hafi verið 19 ára meyja þeg- ar þetta gerðist, tveimur árum eftir að hún gekk í Krossinn. Þar sem hún vildi vera hrein og saklaus frammi fyrri augliti Guðs hafi hún ekki stund- að kynlíf með tilvonandi eiginmanni sínum. Gunnar gaf þau saman en áður en hún gekk niður að altarinu fór hún inn á skrifstofu Gunnars þar sem hún beið, fullbúin brúður í fallegum brúðarkjól. Ingibjörg, fyrrverandi eig- inkona Gunnars, var hjá henni en rétti henni síðan brúðarvöndinn og gekk fram þar sem faðir Birnu beið eftir því að fá að leiða hana niður kirkjugólfið. Hún segir að Gunnar hafi svo svívirt brúðkaup hennar með því að heimta fyrsta kossinn. „Þar sem ég stend með vöndinn minn í fanginu, með brúðar- slörið fyrir andlitinu og bíð eftir að ganga fram til föður míns, gengur Gunnar að mér og segir: „Ég ætla að fá að eiga fyrsta kossinn.“ Hann lyftir upp slörinu mínu og kyssir mig á munninn og lætur svo slörið falla. Hann opnar dyrnar þar sem faðir minn bíður þess brosandi með eftirvæntingu að fá að leiða mig inn kirkjugólfið.“ Saka Jónínu um þöggun Brynja Dröfn segir jafnframt að rúm- lega ári síðar hafi hún sagt manninum Konurnar sem ásaka Gunnar Þorsteins- son, forstöðumann Krossins, segja hann hafa passað að enginn sæi til. Gunnar og Jónína Benediktsdóttir lýsa ófræg- ingarherferð og samsæri. Hér eru sögur kvennanna birtar. Þær lýsa ótta, skömm og nú uppreisn gegn andlegum leiðtoga fyrir meint, holdleg brot. INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Hann hélt áfram að klípa mig og káfa næstu árin, en ein- göngu þegar engin vitni voru. Gunnar og fjölskyldan Fjölskyldan styður Gunnar heilshugar og ákvað að vera með honum á þessari ljósmynd sem tekin var í gær. Frá vinstri: Jóhanna Gunnarsdóttir, Rúnar Ólafsson, eiginmaður hennar, Gunnar Þor- steinsson, Jónína Benediktsdóttir, Aðalsteinn Scheving og Sigurbjörg Gunnarsdóttir, kona hans, Gunnar Ingi Gunnarsson og Svava Ómarsdóttir, eiginkona hans. NÁNAR ER RÆTT VIÐ GUNNAR OG FJÖLSKYLDUNA Á NÆSTU OPNU. M YN D R Ó B ER T RE YN IS SO N MÁNUDAGUR 29. nóvember 2010 FRÉTTIR 11 sínum frá þessu atviki á brúðkaups- deginum. Hún hafi þá verið ófrísk að fyrsta barninu sínu og þau hætt í Krossinum. Gunnar hafi engu að síð- ur hringt í síma eiginmannsins en hún svarað. Hann hafi ekki kynnt sig en þegar hún spurði hver þetta væri hafi hann spurt: „Þykist þú ekki þekkja mig?“ Hún segist hafa þekkt hann en þar sem henni þótti þetta hrokafull framkoma neitaði hún því. Þá hafi hann spurt: „Þekkir þú ekki mann- inn sem er ábyrgur fyrir því að þú ert ólétt?“ Með því hafi þetta áfall rifj- ast upp fyrir henni hversu alvarlega Gunnar hafi svívirt hana, manninn hennar og þeirra nýja heilaga hjóna- band. Gunnar brást við þessum ásök- unum með því að segja þær tilhæfu- lausar með öllu. Hann hafði átt von á þessum ásökunum í þónokkurn tíma og saka konurnar bæði hann og eig- inkonu hans, Jónínu Ben, um að hafa beitt hræðsluáróðri, valdi og kúgun- um til þess að reyna að þvinga þær til þagnar. Í bréfinu sem stjórnin fékk sent segir meðal annars: „Þar sem Gunnar og eiginkona hans hafa nú þegar opinberað þetta mál í fjölmiðl- um, áreitt konurnar með síendur- teknum símtölum og fyrirvaralaus- um heimsóknum á heimili þeirra sem túlka má sem valdbeitingu og tilraun til þöggunar, sjáum við okkur ekki annað fært en að senda samhljóðandi bréf til fjölmiðla til að öðlast stuðning almennings.“ Vöruðu við yfirvofandi „árásum“ Opinberlega vísuðu Gunnar og Jón- ína aðeins lauslega til þess sem væri í vændum í máli og riti. Sögðu þau að hart væri sótt að sér og frekari árás- ir væru hugsanlega í aðsigi. Útskýrðu þau það með ýmsu, útgáfu ævisögu Jónínu, safnaðastríði og sögðu það hættulegt að vera hamingjusöm á opin berum vettvangi. Þau hefðu feng- ið hótanir um að líf þeirra yrði ekki farsælt. „Hópur sem tilheyrir nýju trú- félagi í Reykjavík hefur náð góðum ár- angri með ófrægingarherferð þessari. Þú spyrð hvort þetta geti verið, já, því miður, ég hef staðfestingu á því.“ Ungliðar í kristnum söfnuðum virðast telja að svo geti verið. Á laug- ardag var haldin sameiginleg ung- mennasamkoma nokkurra safnaða í Krossinum þar sem meðlimir úr Veg- inum, Bænahúsinu og Fíladelfíu tóku til máls. Þar sagði Símon Geir Geirs- son úr Fíladelfíukirkjunni að kristið fólk hefði baktalað hvert annað en að Kristkirkja á Íslandi ætlaði „ekki leng- ur að koma illa fram við hvert annað.“ Kirkjupólitík hefði gert kristnu fólki erfitt fyrir. „Það er synd að baktala og það er synd að brjóta hvert annað nið- ur,“ sagði hann og baðst afsökunar á því ef hann hefði einhvern tímann gert einhverjum rangt til. Gunnar sat samkomuna en tók ekki til máls. Ásakanir um samsæri Gunnar greindi fyrst frá ásökunum á safnarfundi en minntist þó ekki á hvers eðlis þær væru. Í kjölfarið sagði hann að þetta væru flökkusögur sem væru einskis eðlis. „Líf og dauði er á tungunnar valdi,“ sagði hann. Í kjölfarið sagði Jónína frá því að hún óttaðist skítaherferð gegn Gunn- ari, að einhver kæmi fram á forsíðu Vikunnar með ásakanir á hendur Gunnari. Í því samhengi tók hún það fram að Hreinn Loftson ætti Birtíng sem gefur Vikuna út og gaf til kynna að hann væri hugsanlega reiður vegna Baugsmálsins og útgáfu ævisögu hennar. Eftir að málið kom upp á yfirborð- ið sagðist Gunnar vera bugaður mað- ur en hann bað menn um að fara sér hægt og gefa sér tíma til að hreinsa nafn sitt og mannorð. Þessar ásakan- ir væru tilhæfulausar. „Því miður er mér kunnugt um að hópur af fólki hef- ur um skeið unnið að því að leita að ávirðingum á mig með logandi ljósi. Menn hafa velt hverjum steini og upp- skeran er komin í hús.“ Vísaði hann þar til þess að engin kvennanna treysti sér til þess að stíga fram ein þannig að þær hafi hvatt hver aðra áfram og fundað reglulega til þess að fara yfir stöðuna og ræða það hvað væri best að gera og hvernig. Gunnar hótaði lögsókn og sagðist myndi leita allra leiða til að hreinsa mannorð sitt. „Ásakanirnar eru fyrst og fremst frá fyrrverandi mágkonum mínum sem tóku afar óstinnt upp mitt nýja hjóna- band og hafa verið með rógstungur í okkar garð. Þetta er fjórða bylgja sögu- sagna sem við höfum glímt við, en nú er gengið svo langt að ég er orðlaus. Ég er viss um ekki er hægt að festa á mann sakir sem eru úr lausu lofti gripnar. Ég treysti því og bið ykkur um að berjast með mér þessari baráttu. Ég bið menn um að gefa mér svigrúm og látum ekki óvandaða menn sundra og skemma eða stela, slátra og eyða. Guð blessi þig,“ sagði Gunnar í yfirlýsingu um málið. Systurnar segja það af og frá að þær beri kala til Gunnars vegna skilnaðar hans og Ingibjargar. „Inga systir hún bað um skilnaðinn. Af hverju í ósköp- unum ættum við þá að vera svona brjálaðar út í hann? Þetta er ekki lóg- ískt.“ „Alltaf þótt vænt um Gunnar“ „Þó að það sé erfitt að horfast í augu við þetta, afskaplega erfitt og mjög þungbært því mér þykir vænt um þessar stúlkur þá er þetta ákveðinn léttir að þetta hafi andlit og að ég geti svarað fyrir málið eins og ég sé það,“ sagði hann í Kastljósinu á föstudag- inn. Þá las hann upp úr bréfi sem Sig- ríður skrifaði honum fyrr á árinu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa tal- að dauða gagnvart honum en ekki líf og því að hún hafi alltaf horft á hann eins og Guð. Hún hafi sett hann á stall sem föðurímynd sína en nú sé hann að skilja við systur hennar en að á milli þeirra Gunnars hafi ýmislegt fallegt farið í gegnum lífið. Lengra las hann ekki en í frásögn Sigríðar í Kastljósinu kom fram að í bréfinu sagði líka að hann hefði oft brugðist henni. Útskýrði hún tilurð bréfsins svona: „Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um Gunnar.“ Hann hafi tekið við sem höfuð fjölskyldunn- ar þegar faðir hennar dó og hafi ver- ið henni hálfgerð föðurímynd. „Fyr- ir mér er þetta í raun og veru litla stelpan í mér, bara ákall. Ég veit ekk- ert hvar ég stend, hann er að skilja við systur mína og hann hefur verið mín föður ímynd, ég hef litið upp til hans og treyst á hann í mörgum málum þó að ég segi líka að oft hafi hann brugð- ist mér. Hann má nota það gegn mér ef hann vill. Mér þykir samt vænt um hann og fer ekkert ofan af því og vinn í því að fyrirgefa honum það sem hann hefur gert mér.“ Andstaða við Jónínu Ben rótin? Pollrólegur svaraði Gunnar fyrir sig í Kastljósinu. Sagði hann meðal annars að hann hefði rætt þessar ásakanir við fyrrverandi eiginmann Sigríðar sem að sögn Gunnars hafði aldrei heyrt af þessum ásökunum fyrr og að Sigga, eins og hann kallar hana, hefði aldrei ýjað að því að nokkuð óeðlilegt hefði gerst á milli hennar og Gunnars. Sjálf staðfesti Sigríður það þegar hún sagð- ist aldrei hafa sagt neinum frá því sem gerðist í samskiptum þeirra Gunnars fyrr en hún uppgötvaði að það væru fleiri í sömu stöðu og hún. „Ég get ekki gert annað í þessari stöðu en að segja það sem í hjarta mínu er. Ég er sorgmæddur í hjarta mínu og þegar ég heyri þessar sög- ur þá blæðir hjarta mitt. En ég verð að segja eins og er að þessir viðburð- ir sem hún lýsir hafa ekki gerst,“ sagði Gunnar. Hann sagði einnig að eðlisbreyting hafi orðið á þeirra samskiptum þeg- ar hann gekk að eiga Jónínu Ben og að Sigríður hafi verið svo reið vegna þessa hjónabands að það hafi sett líf hennar úr skorðum. „Ég kann eng- ar skýringar. Ég verð bara að setja á borðið það sem ég hef og tel líklegt. Í framhaldi af þessu fer hún að dreifa út óhróðri um mig og mína fjölskyldu. Reyndar hefur hún oft gert það áður. En þarna fer hún af stað í töluverða herferð. Hún er búin að segja þrjár eða fjórar mismunandi sögur sem að hún er leiðrétt með. Í framhaldi af því koma þessar ásakanir fram. Ég kann engar skýringar á því, ég get ekkert út- skýrt af hverju, hvað hún hefur upplif- að eða hvað henni finnst. Ég verð bara að horfa á þetta í samhengi hlutanna og það er svona.“ Átti fótum fjör að launa Sögu Sólveigar skýrði hann með því að hún væri að styðja systur sína. Það væri ótrúlegt að hún hefði látið börnin sín í hendur hans ef hann hefði brot- ið gegn henni með þessum hætti. Hún hefði aftur á móti leitað á hann. „Ég hef aldrei misnotað þessa konu en iðu- lega átti ég, líkt og margir aðrir menn og unglingar jafnvel, fótum mínum fjör að launa,“ sagði hann. „Frá 14 ára aldri var ég sem uppalandi henn- ar í vandræðum vegna lifnaðarhátta hennar og þar komu margir drengir inn í myndina. Ég var miður mín yfir óreglu stúlkunnar og það þekkir móð- ir hennar og systir. Hún verður ófrísk 16 ára og á svo fimm börn þétt með manninum sínum. Auk þess á hún eitt barn með manni tvö. Orð hennar um 10 ára misnotkun frá 14 ára aldri halda því ekki frekar en nokkuð annað sem frá þessum systrum kemur,“ sagði hann og bætti því við að þegar hún var í sem mesta ruglinu hafi hún yfirgefið börnin sín og treyst honum fyrir dætr- um hennar. „Sólveig fer með ósann- indi og harma ég hefndarþorsta henn- ar í minn garð.“ „Lömuð af hræðslu“ Tvær aðrar konur sendu líka sögur af meintum kynferðisbrotum Gunn- ars á stjórnarmeðlimi Krossins og til Pressunnar en héldu nafni sínu leyndu. Jónína sagði þau hjónin ekki taka mark á nafnlausum sögum. „Ég lít á þetta sem lygasögur. Ef einhver kona ætlar að bera eitthvað á mann- inn minn verður hún bara að gera það undir nafni. Það er ekki hægt að taka mark á einhverjum nafnlausum sög- um.“ Önnur þeirra, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, kölluð Hanna Rúna, lýsti því yfir að hún myndi stíga fram undir nafni í dag og vildi taka það fram að hún væri ekki eitthvert fylgiskjal held- ur manneskja, venjuleg eiginkona, fjögurra barna móðir og leikskóla- kennari. Hún sagðist hafa verið 18 til 19 ára gömul þegar hún dvaldi tíma- bundið á heimili Gunnars og Ingi- bjargar. Hún hefði vaknað við það að Gunnar sat á rúmstokknum og strauk á henni lærið. „Þegar hann fær- ir höndina að nærbuxnastrengnum brást ég þannig við að ég sneri mér við og þrýsti andlitinu og líkama mínum upp að veggnum lömuð af hræðslu. Hann sat um stund á rúmstokknum á meðan ég lá algjörlega frosin, klesst upp að veggnum. Hann stendur svo upp og gengur út úr herberginu. Á eft- ir lá ég lengi vakandi, gagntekin skelf- ingu og vanlíðan. Ég vil geta þess að hann hafði áður, þegar ég var yngri, sýnt mér kynferðislega áreitni.“ „Ef ég hef sært þig ...“ Hún segir einnig að besti vinur henn- ar hafi farið til Gunnars og spurt hvort þetta væri rétt sem hún hefði sagt honum. Hann hefði þá komið heim til hennar og sagt: „Ef ég hef sært þig, bið ég þig um að fyrirgefa mér.“ Í kjölfarið hafi hún yfirgefið kirkjuna. Í samtali við DV sagði hún að hún vildi bara að hann viðurkenndi þetta. „Mér finnst það mikilvægt að þetta komi fram því að ég hef ekki þá trú að menn sem geri svona stoppi annars. Mig langar til þess að hægja á hon- um eða koma í veg fyrir að hann haldi þessu áfram.“ Hún vonast eftir afsögn hans. „Svona maður á ekki að vera andlegur leiðtogi. Það er bara þannig. Við erum ekki að þessu til þess að ráðast á hann eða fjölskyldu hans, alls ekki. En þetta verður að koma fram.“ Þá segir hún að lygarnar í tengslum við málið séu ótrúlegar. „Það er reynt að gera okk- ur ótrúverðugar. Því er haldið fram að við séum svona og hinsegin og jafnvel geðveikar. Ég veit alveg að ég er ekki geðveik. Ég er bara venjuleg kona.“ „Pabbi okkar er saklaus“ Stjórn Krossins kom saman á sunnu- dag til þess að fara yfir málið, en hún hafði örlög Gunnars í höndum sér. Þar voru lagðar línur fyrir komandi daga en stjórnarmeðlimir vildu ekki gefa það upp hver næstu skref yrðu fyrr en búið væri að fara yfir þeirra til- lögu með söfnuðinum. Auk Gunnars sitja í stjórn, Sigurbjörg dóttir hans og Aðalsteinn eiginmaður hennar, Nils Guðjón Guðjónsson og Björn Ingi Stefánsson, sem neitaði fyrr í vik- unni að hafa nokkuð með söfnuðinn að gera fyrir utan það að sækja ein- staka samkomur. „Ég hef aldrei geng- ið í Krossinn og ég hef aldrei sagt mig úr honum,“ sagði Björn Ingi og ítrek- aði það síðar í samtalinu: „Ég er ekki í Krossinum.“ Börn Gunnars hafa öll sem eitt lýst yfir stuðningi við föður sinn. Í yf- irlýsingu sem þau sendu DV sögðu þau þetta erfiða tíma í sínu lífi og að þau væru full af hryggð. „Pabbi okk- ar er kærleiksríkur maður sem vill öll- um vel. Hann gekk mágkonum sín- um í föðurstað og hefur reynst þeim traustur sem klettur. Ávallt hefur faðmur hans verið opinn fyrir þá sem eiga við sárt að binda og því erum við orðlaus yfir þessum ásökunum. Við vitum öll að pabbi okkar er saklaus og biðlum til fólks að fara varlega í sleggjudóma. Þessi ásökun á pabba okkar er skelfileg því að bæði okk- ur og honum þykir það mesta viður- styggð þegar brotið er á ungum stúlk- um eða börnum. Megi Guð mæta og fyrirgefa þeim sem standa að svona herskárri ófrægingarherferð.“ Und- ir þetta skrifuðu þau Gunnar Ingi, Guðni, Sigurbjörg og Jóhanna. Lofsömuðu föður sinn Fjölmenni var á samkomu í Krossin- um í gær. Þangað þyrptist að fólk sem vildi sýna Gunnari stuðning í verki. Gunnar sagði að framundan væri hátíð sem oftast væri kennd við ljós og frið en í lífi hans yrði þetta hátíð myrkurs og ófriðar. Börnin hans stigu á stokk hvert á fætur öðru og lofsöm- uðu föður sinn og tengdadóttir hans lýsti misnotkun sem hún varð fyr- ir í æsku. Þá fóru safnaðarmeðlimir upp á svið og ítrekuðu það að eng- inn væri syndlaus, enginn væri sak- laus af því að hafa sært annan mann eða gert mistök í lífinu. En þessar ásakanir væru ótrúverðugar og sagð- ist fólk reitt vegna þessara mála. En þetta væri próf Guðs og nú reyndi á það hversu sterk trúin væri. Það væri erfiðara að trúa þegar á reyndi en í lok slíkra prófrauna sæi fólk ljós- ið og myndi finna fyrir meiri styrk en áður. „Ef eitthvað er þá hefur þetta bara þjappað okkur saman. Við finn- um fyrir meiri kærleika hér en áður,“ sagði safnaðarmeðlimur og fleiri tóku í sama streng. Mér þykir samt vænt um hann og fer ekkert ofan af því. FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Sjúkraflutningamenn í Árnessýslu gáfu nýlega út dagatal sem skartar myndum af þeim fáklæddum. Dagatalið hefur vakið mikla lukku og rokselst. Hrönn Arnardóttir sjúkra- flutningamaður segir dagatalið tilkomið vegna áskorunar. hitt málið Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 23.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Sjúkraflutningamenn í Árnessýslu gáfu nýlega út dagatal fyrir árið 2011. Dagatalið prýða myndir myndir af sjúkraflutningamönnunum sjálfum þar sem þeir hafa skipt sjúkraflutn- ingagallanum út fyrir Tarsanklæði og hanga uppi í trjám á Selfossi. Eins og gefur að skilja þá eru Tar- sanklæðin ekki mjög efnismikil og uppátækið hefur vakið mikla lukku. Hópurinn samanstendur af fjórtán karlmönnum og tveimur konum. Hrönn Arnardóttir er önnur þessara kvenna og vinnur í fullu starfi sem sjúkraflutningamaður á Selfossi. Hún segir mjög sjaldgæft að konur hafi sjúkraflutninga að aðalstarfi og í ljósi þess hafi ekki annað komið til greina en að hafa þær á forsíðunni. Þar eru þær í hlutverki Jane, ást- meyjar Tarsans. Góð áskorun Hún segir að dagatalið með þeim fáklæddum sé hálfgerð áskorun. „Þetta hefur verið gert undanfar- in ár og fyrra var þemað til dæm- is húsaskortur, af því að við erum nánast á götunni. Það er verið að byggja hérna björgunarmiðstöð sem gengur ekki neitt. Þá tókum við myndir úti við eld og vorum öll mjög fátækleg en vorum náttúrulega í öll- um fötunum og það var bara ekk- ert vinsælt. Það seldist alveg í fyrra en við fengum samt að heyra að við skyldum hugsa okkur um næst. Þess vegna var áskorunin núna að fara úr fötunum og útkoman er svona og það er alveg að gera sig.“ Búin að ákveða þema fyrir næsta ár Blaðmanni lék forvitni á að vita hvort enginn hafi verið feiminn í tökunum, en Hrönn segir svo ekki hafa verið. Hún segir stemninguna fyrst og fremst hafa verið mjög góða. Myndirnar voru teknar í garði sem staðsettur er beint á móti starfstöð sjúkraflutningamannanna, við aðal- götuna á Selfossi. „Við vorum förðuð og klædd í starfstöðinni okkar og svo þurftum við að hlaupa yfir götuna og hanga þarna uppi í trjám. Þetta var á sunnudegi og vakti vægast sagt mikla athygli. Fólk bara stopp- aði og fór út úr bílunum og enginn skildi hvað var að gerast þarna,“ seg- ir Hrönn hlæjandi. Hún segir þau stefna að því að gera þetta að árlegum viðburði, að fækka fötum fyrir myndavélarnar. „Við erum meira að segja búin að ákveða þema fyrir næsta ár. Við ætl- um að taka þær myndir næsta sum- ar, það er svo mikill hugur í okkur. Þá ætlum við að taka „baywatch“ þema á ströndinni á Stokkseyri. Það er hugmyndin alla vega, en svo veit maður ekkert hvað gerist.“ Nánast uppselt Allur ágóði af sölu dagatalsins fer í að styrkja veikt barn á Árnes- sýslusvæðinu. Barnið sem safnað er fyrir í ár hefur þegar verið valið og á aðfangadag verður fjölskyldu barnsins afhentur ágóðinn. „Hugs- unin á bak við dagatalið er auðvit- að að láta gott af okkur leiða og svo bara að hafa gaman af í leiðinni. Þetta var voða skemmtilegt og bara gott hópefli,“ segir Hrönn. Dagatalið var einungis prentað í 400 eintökum og Hrönn er ansi hrædd um að það klárist fljótlega, en nú þegar hafa um 200 daga- töl verið seld. Um helgina mun hópurinn verða í verslunarmið- stöðinni Kjarna á Selfossi að selja dagatalið og kynna starfsemi sína. Hrönn segir að fólk alls staðar af landinu hafi sett sig í samband við þau út af dagatalinu og viljað ein- tak. Nú þegar hafa fjölmargar pant- anir verið afgreiddar í pósti. Daga- talið kostar 1.000 krónur stykkið og ekki verða prentuð fleiri eintök ef þetta upplag klárast, svo það fer hver að verða síðastur að næla sér í eitt. Dagatalið fæst í Shellskálan- um í Hveragerði, Hlöllabátum og Gleraugnaversluninni Auganu á Selfossi. Fáklæddir uppi í trjám SólrúN liljA rAGNArSdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Fólk bara stopp-aði og fór út úr bílunum og enginn skildi hvað var að gerast þarna janúardrengir ÞessirTarsan- klæddusjúkraflutningamennhefja árið2011.myNd ÁrmANN HöSkuldSSoN Forsíðustúlkur Hrönn Arnardóttirogstarfssystir hennarprýðaforsíðuna. myNd ÁrmANN HöSkuldSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.