Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Page 4
4 fréttir 3. desember 2010 Föstudagur Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Jólauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 6. desember, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Eggert Pétursson Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Boðið verður upp á léttar veitingar: Jólablanda frá Vífilfelli Konfekt frá Góu-Lindu „Helga virðist bera sig vel“ Helga Ingvarsdóttir mætti fyrir dóm aðfaranótt föstudags. Það var í fyrsta skipti sem hún fór út fyrir veggi fangelsisins sem hún hefur dvalið í síðan hún og kærasti hennar, Vickram Bed, voru handtekin í nóvember grunuð um stórfelld fjársvik. Starfsmaður fangelsisins segir Helgu virðast bera sig vel. Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi, sem grunuð eru um stórfelld fjársvik, mættu fyrir dóm í nótt, að- faranótt föstudags. Þetta er í fyrsta skipti sem Helga mætir fyrir dóm vegna málsins, en hún hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 4. nóvember. Helga var flutt úr fangelsinu yfir í dómshús Mount Kisco í New York-ríki klukkan 19.00 að staðar- tíma eða klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma. DV hefur ekki upplýsingar um hvað kom fram í dómhúsinu vegna þess hve seint réttarhöldin hófust. Helgu var hins vegar skylt að mæta þangað ásamt lögmanni sínum. Samkvæmt upp- lýsingum DV voru þrír möguleikar í stöðunni fyrir Helgu; að lögmaður hennar bæði um frest til að vinna lengur í málinu, og málinu yrði þá frestað um óákveðinn tíma; að hún segðist vera að hugsa um að játa sekt sína, sem hefði í för með sér að málið færi yfir á annað dómstig og verjandi og saksóknari reyndu að ná samkomulagi um niðurstöðu málsins; að hún lýsti sig saklausa af hinum meinta glæp. Lítið fangelsi Á meðan réttarhöldin fara fram og ekki er búið að dæma í málinu situr Helga í fangelsinu sem kennt er við Westchester-sýslu. Það er lítið fang- elsi á bandarískan mælikvarða og getur hýst um það bil 2.500 fanga af báðum kynjum. Flestir sem þar eru bíða dóms eins og Helga, en einn- ig er eitthvað um að fólk sitji þar inni fyrir minniháttar glæpi. Sam- kvæmt heimildum DV þykir fang- elsið ágætt og er það ekkert í lík- ingu við hin alræmdu ríkisfangelsi Bandaríkjanna. Helga ber sig vel Starfsmaður fangelsisins sagði í samtali við DV að vistmenn hefðu tiltölulega mikið frelsi og mættu fara inn og út á fangelsislóðina að vild, sem og um álmuna sem þeir eru vistaðir í. Hver og einn hefur sérklefa, en frammi er sameiginleg aðstaða með sjónvarpsherbergi og opnum sal. Öllum er skylt að klæð- ast sérstökum fangelsisfötum. Að- spurður um líðan Helgu gat starfs- maðurinn ekki tjáð sig um hana en tók það þó fram að ekkert sérstakt hefði komið upp á. „Hún virðist bera sig vel,“ sagði hann í samtali við blaðamann. Kærastinn vildi lækkun Vickram Bedi, kærasti Helgu, og lögmaður hans fóru fyrr í vikunni fram á að upphæðin til að fá Bedi lausan gegn tryggingu yrði lækk- uð. Lögmaður Bedi krafðist þess að upphæðin yrði lækkuð í 150 þús- und dali en hún stendur nú í þrem- ur milljónum dala. Saksóknarinn fullyrti hins vegar að Bedi væri afar líklegur til að flýja land og mót- mælti því að tryggingarupphæð- in yrði lækkuð. Hann nefndi nokk- ur dæmi máli sínu til stuðnings. Meðal annars að Bedi hefði fyrir skemmstu fundað með sendiherra Indlands til að fá upplýsingar um hvernig hann gæti gerst ríkisborg- ari þar í landi, við húsleit á heimili hans og Helgu hefðu fundist skjala- töskur með 400 þúsund dölum í reiðufé og að Bedi hafi ætlað að kaupa hús á Íslandi og setjast hér að ásamt Helgu. Bedi ekki treystandi Verjandi Bedis, Michael Lenihan, vildi þó meina að engin hætta væri á að skjólstæðingur sinn myndi flýja land. Hann sagði meðal ann- ars að Bedi og Helga hafi ætlað sér að kaupa íbúð í þorpinu Oss- ining í New York- ríki, en ekki á Ís- landi. Dómari við hæstarétt í White Plains hafnaði beiðni Bedi og lög- manns hans um lækkun trygging- arupphæðarinn- ar og var saksókn- aranum sammála um að hætta væri á að Bedi yfirgæfi Bandaríkin. Sakborningar eiga rétt á að koma einu sinni fyrir dómara til að óska eftir að tryggingarupphæð þeirra verði lækkuð. Helga Ingv- arsdóttir nýtti sér ekki þann rétt. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Helgu, án árangurs. Samkvæmt heimildum DV þykir fangelsið ágætt og er það ekkert í líkingu við hin alræmdu ríkis- fangelsi Bandaríkjanna. Hanna óLafsdóttIr blaðamaður skrifar: hanna@dv.is Helga Ingvarsdóttir ÖrlögHelguráðast ánæstuvikumenhúnmættifyrirdóm aðfaranóttföstudagsásamtkærastasínum, VickramBedi. fangelsið ÍþessufangelsidvelurHelgaígæslu- varðhaldinu.Hennierskyltaðveraífangabúningi. samkomulag í höfn Ríkisstjórnin og lífeyrissjóðir náðu á fimmtudag samkomulagi um aðgerðir vegna skulda heimila og fyrirtækja. Eftir ríkisstjórnarfund sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að enn eigi eftir að klára nokkur atriði. Hún sagðist engu að síður bjartsýn á að skrifað verði undir samkomulag stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, föstudag. Meðal þess sem gert er ráð fyrir er að skuldabyrði skuldugustu heimil- anna verði lækkuð. Almennar aðgerðir muni gagnast 40 þúsund heimilum í landinu. Ofbeldi gegn lögreglu Í fyrra voru skráð 108 tilfelli á landinu öllu þar sem lögreglumenn voru beittir ofbeldi. 65 prósent þessara atvika áttu sér stað á höfuðborgar- svæðinu. Ofbeldisbrotum gegn lögreglumönnum hefur þó ekki fjölgað síðastliðin ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt ríkislögreglustjóra á ofbeldi gegn lögreglumönnum sem dómsmála- og mannréttindaráðherra fól embættinu að gera í sumar. Þar að auki var embættið beðið um að koma með tillögur um hvernig bæta megi öryggi lögreglumanna. Þá var kannað hvort réttlætanlegt væri að lögreglumenn fengju afnot af rafbyssum. Mat ríkislögreglustjóra var að slík tæki eigi ekki að taka í notkun. Arion þarf að borga Arion banki þarf að greiða þrota- búi Samsonar-eignarhaldsfélags hundrað tuttugu og sjö milljónir króna. Þetta er niðurstaða Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Þrotabú Samsonar krafðist þess að fimm hundruð og tuttugu milljóna króna greiðslu, sem Arion tók út af reikningi Samsonar í október árið 2008, yrði rift. Greiðslan var gerð skömmu áður en félagið var lýst gjaldþrota.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.