Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 15
föstudagur 3. desember 2010 fréttir 15 islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Þú getur lækkað greiðslubyrðina á láninu þínu Ræddu við ráðgjafann þinn í útibúinu þínu um úrræði Íslandsbanka Það bar til tíðinda nýlega í Fljótshlíðinni að bændur í sveitinni urðu varir við framkvæmdir við glæsisum- arhús Lýðs Guðmundssonar Bakkavararbróðurs. Bóndinn sagði framkvæmdir standa yfir í neðanjarðar- byrgi hússins, sem samkvæmt heimildum, hýsir að minnsta kosti nokkra bíla. Gólfflötur byrgisins mun vera um 350 eða 400 fermetrar svo ljóst er að ýmislegt má geyma þar. Bændur í Fljótshlíðinni urðu ný- lega varir við framkvæmdir í glæsi- sumarhúsi Lýðs Guðmundssonar Bakkavararbróðurs sem staðsett er þar. „Það er eitthvað verið að djöflast þarna. Þeir eru að draga eitthvað drasl þarna út úr kjallaranum og eru þarna með flutningavagn og gröfu til að hífa eitthvað upp,“ sagði bóndi á svæðinu í samtali við DV. Hann sagð- ist þó ekki sjá nógu vel hvað verið var að hífa upp. Bóndanum sýndist sem þeir væru aðallega að vinna í kjall- aranum á húsinu, en gólfflötur hans mun vera 350 eða 400 fermetrar og er meira í ætt við neðanjarðarbyrgi en kjallara. „Hann er undir öllu hús- inu og alveg norður af barðinu. Það er fullt af bílum og dóti þarna inni og alls konar drasl,” sagði bóndinn Aðstaða fyrir þjónustufólk Framkvæmdir við glæsihúsið hófust í miðju góðærinu, árið 2006, en DV fjallaði um framkvæmdina haust- ið 2008, rétt eftir að kreppan skall á. Þá var landsvæðið í kring undirlagt af vinnuvélum, meðal annars stór- um byggingarkrana. Bygging neð- anjarðarbyrgisins var þá greinilega að hefjast og gröfumenn unnu þar hörðum höndum við að grafa sig niður í jörðina. Húsið sem talið er að sé fullbúið um þúsund fermetr- ar, virtist að mestu leyti tilbúið utan- frá. Á sínum tíma hafði DV það eft- ir heimildarmönnum sem tengdust byggingariðnaðinum að sumarhúsið væri líklega eitt það veglegasta sem nokkur Íslendingur hefði ráðist í að byggja. Þeir sögðu jafnframt að erfitt væri að gera sér grein fyrir kostnaði við bygginguna en miðað við teikn- ingar og ljósmyndir af húsinu gæti hann hlaupið á hundruðum milljóna króna. Það var arkitektinn Guðmund- ur Jónsson sem teiknaði glæsihúsið. Neðanjarðarbyrgið mun ekki hafa verið á fyrstu teikningum hans en var bætt við eftir á. Samkvæmt heimild- um DV átti að nýta byrgið sem bíla- geymslu og aðstöðu fyrir þjónustu- fólk. Nú er ljóst að þar eru að minnsta kosti geymdir nokkrir bílar en ekki er vitað hvernig aðstaða þjónustufólks- ins hefur verið nýtt. Lifa hátt Lýður Guðmundsson stofnaði Bakkavör Group árið 1986 ásamt Ágústi Guðmundssyni bróður sín- um og föður þeirra, Guðmundi Lýðssyni. Það var upphaflega stofn- að sem sérhæft hrognavinnslu- fyrirtæki til að útvega Svíum og Norðmönnum söltuð þorskhrogn. Fyrirtækið óx þó hratt og árið 1994 hófst útrás til Bretlands. Þeir bræð- ur auðguðust mikið og lifðu hátt, keyptu lystisnekkjur og einka- þotur. Þeir virðast lítið hafa látið kreppuna á sig fá þó svo að minnstu hafi munað að fyrirtækið yrði gjald- þrota í kjölfar fjármálakreppunn- ar. Það gerðist þó ekki og í mars á þessu ári fögnuðu þeir með við- eigandi hætti, nauðasamning- um Bakkavarar, í einum frægasta einkaklúbbi Lundúna, Annabels. Klúbburinn mun vera einn sá dýr- asti og flottasti þar í borg. Þess ber að geta að Lýður Guð- mundsson var, ásamt bróður sín- um Ágústi, á lista DV yfir arkitekta bankahrunsins, sem var birtur um síðustu áramót. Framkvæmdir haFnar aFtur við lúxussetrið SóLrún LiLjA rAGnArSdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Þeir eru að draga eitthvað drasl þarna út úr kjallaranum og eru þarna með flutn- ingavagn og gröfu til að hífa eitthvað upp. Glæsilegt sumarhús Framkvæmdirviðhúsiðhófustígóðærinu2006. Óslesið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.