Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 20
20 ÚTTEKT TEXTI: ATLI STEINN GUÐMUNDSSON atli@atlisteinn.is 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Vestan megin á Noregi liggur Rogaland sem Snorra varð tíðrætt um í Heimskringlu. Hann segir meðal annars frá höfðingjanum Erlingi Skjálgssyni sem bjó á Sóla, þar sem alþjóðaflug- völlur Stavanger er til staðar nú á dög- um. Erlingur leyfði þrælum sínum að vinna sér inn frelsi og gaf leysingjun- um svo jarðir. „Öllum kom hann til nokkurs þroska,“ eru kunn ummæli Snorra um Erling. Það er engum ofsögum sagt að Rogaland-fylki hafi komist til tölu- verðs þroska síðan um 1970 þegar olíuævintýri Norðmanna hófst. Sta- vanger, stærsta borg fylkisins, var gerð að olíuhöfuðborg Noregs vegna hag- stæðrar legu og góðra þyrluflugskil- yrða til Norðursjávarins og nú er svo komið, samkvæmt nýlegri frétt Sta- vanger Aftenblad, að sjöunda hver króna, sem norsk fyrirtæki greiða í skatt, kemur frá Rogaland. Atvinnulíf er því með miklum blóma í Stavang- er og nágrenni og hefur dregið til sín fjölda Íslendinga úr ólíkum starfs- greinum. Stavanger, Sandnes og Hauge- sund eru þau byggðarlög í Rogaland þar sem Íslendingum hefur þótt sér- staklega notalegt að koma sér fyrir og er nú orðið líkt með miðbæ Stavang- er og Strikinu í Kaupmannahöfn, þar má oft heyra mælt á íslenska tungu á röltinu. Eins og á Íslandi 2006 „Aðdragandinn var bara ástandið í þjóðfélaginu, öll þessi neikvæðni og óskaplegar verðhækkanir hvert sem litið var,“ útskýrir Ingibjörg Jónsdótt- ir, 38 ára gamall húsasmíðameist- ari sem hefur búið í Noregi í hálft ár ásamt eiginmanni sínum og jafn- aldra, Pálmari Ægi Pálmarssyni, og 14 ára gamalli dóttur þeirra, Freydísi Ösp. Hjónin búa í Varhaug, litlum bæ suður af Stavanger. Þau eru frá Þor- lákshöfn þar sem þau voru með eig- in rekstur, smíðafyrirtækið Bleika par- dusinn, en segja róðurinn hafa verið orðinn allþungan undir það síðasta: „Oft spurði maður sig hvort útsend- ir reikningar fengjust greiddir,“ segir Pálmar sem er meiraprófsbílstjóri en sinnir þó fjölbreyttari verkum. Hann segir þá reglu hafa komist á hjá þeim hjónum að vinna eina viku í einu og senda þá reikning. Væri hann greidd- ur hélt verkið áfram næstu vikuna og svo koll af kolli. Ingibjörg og Pálmar litu fyrst til Danmerkur en hurfu fljótlega frá því að flytja þangað þar sem atvinnu- möguleikar hefðu verið knappari en í Noregi. „Í Noregi er nóg að gera í byggingariðnaði og varð það því ofan á að fara þangað,“ segir Ingi- björg og Pálmar bætir því við að hann hafi kastað því fram í kaffitímanum í vinnunni hjá sér um daginn að hér væri um að litast eins og á Íslandi árið 2006, frumskógur byggingarkrana. Borgar sig að vinna á íslenskum hraða Ingibjörg starfar hjá smíðafyrirtæk- inu Jadarhus þar sem hún fékk vinnu einum og hálfum mánuði eftir að hún kom til landsins. Pálmar var þá þegar kominn í vinnu hjá verktakarisanum Stangeland sem segja má að sé eins konar Ístak Noregs. Hjá Stangeland starfa um 500 manns, þar af um tutt- ugu Íslendingar, en fyrirtækið keypti heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í sumar til að laða til sín íslenska verka- menn og gröfumenn en Íslendingar eru eftirsótt vinnuafl hjá Stangeland. Pálmar segir frá viðtali við forstjóra fyrirtækisins, Olav Stangeland, í Stav- anger Aftenblad þar sem hann lýsti íslenskum starfsmönnum sínum sem svo, að þeir stæðu uppréttir mót norðanvindinum og kynnu að vinna. „Margir Íslendingar sjá það fljótlega að það borgar sig í vinnunni að vinna á íslenska hraðanum,“ segir Pálmar kíminn og vísar til þess rólegheitayfir- bragðs sem einkennir norskt atvinnu- líf. „Þú getur lifað á laununum sóma- samlega,“ segir Ingibjörg þegar blaða- maður innir hana eftir því hvern hún telji helsta muninn á íslenskum og norskum vinnumarkaði. „Þér er gert kleift að kaupa þér hús hérna og hús- næðislánið lækkar þegar þú borgar af því,“ skýtur Pálmar inn í. Þau hjónin eru þó í leiguhúsnæði enn sem kom- ið er og bjó systir Ingibjargar hjá þeim ásamt sinni fjölskyldu þar til þau fundu sér hús til leigu, einnig í Var- haug. Ingibjörg og Pálmar hefðu flutt fyrr frá Íslandi hefði Ingibjörg ekki verið að ljúka meistaranámi í smíðinni en því lauk hún í desember í fyrra. Hafði hún verið með sveinsprófið í sex ár áður en hún fór í meistaranámið sem hún var alltaf á leiðinni í að eig- in sögn. „Ég ákvað tólf ára gömul að ég ætlaði að verða húsasmiður,“ seg- ir Ingibjörg sem vann í fiski í Þorláks- höfn samhliða smiðsnáminu. „Þið kellingarnar farið að troða ykkur“ Húsasmíði hefur ekki verið mikið kvennafag fram til þessa enda er Ingi- björg eini kvenkyns smiðurinn hjá Ja- darhus og reyndar sá eini í Rogaland öllu fullyrða vinnufélagarnir að henn- ar sögn. Hún játar að hún hafi fengið ýmsar glósur framan í sig heima á Ís- landi þegar hún var ný í faginu og rifj- ar upp sögu af manni nokkrum sem hellti sér yfir hana á þeirri forsendu að nú færu laun hríðlækkandi í smíðinni þegar „þið kellingarnar farið að troða ykkur þangað,“ eins og það var orðað. Ingibjörg er ekki bjartsýn á horf- urnar í sinni atvinnugrein á Íslandi og segir beinlínis ekkert fram undan hjá mjög stórum hópi íslenskra iðn- aðarmanna. Hún þekkir og veit um mjög marga úr iðnaðarstéttum sem eru fluttir eða að flytja. „Eins kannast ég við mörg dæmi um fólk sem leitar sífellt að nýjum afsökunum til að flytja ekki frá Íslandi en á orðið bágt með að halda í sannfæringuna,“ segir hún. Norskan hefur komið fljótt hjá Ingibjörgu og Pálmari og tekur dóttir- in Freydís Ösp í sama streng. „Ég get alveg bjargað mér,“ segir Freydís sem þó kveðst ekki ánægð með skólann sem hún sækir í Varhaug. Fjölskyld- an hóf búsetu sína í Egersund þar sem Freydís lenti í mjög góðum bekk í nokkrar vikur áður en þau fluttu aftur. Hún saknar félaganna þaðan. „Fyrir krakka sem koma hingað um fjórtán ára aldur tekur um það bil ár að læra norskuna almennilega,“ segir Ingi- björg og hrósar norska skólakerfinu fyrir að taka strax á móti erlendum nemendum með miklu norskunámi og veita gott aðhald með það fyrir augum að nýir íbúar falli sem fyrst inn í norskt samfélag. Flýja ekki í enskuna „Ég ákvað frá fyrsta degi í vinnunni að nota enga ensku,“ segir Pálmar. „Með því móti tekur þetta hálft ár, þá er maður orðinn nógu sleipur til að bjarga sér í öllum aðstæðum.“ Hann er nýbyrjaður á norskunámskeiði sem Stangeland greiðir fyrir hann. Eftir áramótin verður eiginkonum allra íslensku starfsmannanna að lík- indum einnig boðið á námskeið. Ingi- björg er einnig á námskeiði en greið- ir fyrir það sjálf. „Ég fann mikið fyrir því þegar ég var að byrja að sækja um störf hér hve nauðsynlegt það er að tala norsku,“ segir Ingibjörg og bæt- ir því við að á einum stað hafi henni einfaldlega verið bent kurteislega á að ekkert þýddi fyrir hana að leggja fram umsókn fyrr en hún gæti tjáð sig á norsku. Hjónin eru á einu máli um að helsti munurinn á íslensku og norsku samfélagi sé hve mjög Norðmenn setji fjölskylduna í fyrirrúm. „Hér er ekkert mál að fá frí frá vinnu og all- an þann sveigjanleika sem á þarf að halda vegna einhverra aðstæðna sem tengjast börnum manns en á Íslandi var maður gjarnan fyrst spurður hvort makinn gæti ekki reddað málunum þegar veikindi eða tannlæknaheim- sóknir stóðu fyrir dyrum,“ segir Ingi- björg og Pálmar segist auk þess taka sérstaklega eftir því mikla skipulagi sem ríkjandi sé í norsku samfélagi. „Hlutirnir eru í svo föstum skorð- um, hérna er fólk til dæmis oft búið að skipuleggja sumarfríin sín þrjú ár fram í tímann,“ segir hann. Innt eftir sínu eigin framtíðar- Hin fornfræga borg Stavanger og fleiri byggðarlög í fylkinu Rogaland á suðvestur- strönd Noregs hafa haft töluvert aðdrátt- arafl á Íslendinga sem haldið hafa utan í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi. DV bankaði upp á hjá nokkrum Íslendingum sem segja frá sýn sinni á vinnumarkaðinn, samfélagið og lífið á þeim slóðum þar sem Haraldur hárfagri Noregskonungur barði niður síðustu uppreisnina gegn sér og sameinaði Noreg á ofanverðri níundu öld. Einn viðmælenda kaus heldur að skilja við konu sína en að flytja aftur til Íslands. SKILDI VIÐ KONUNA FREKAR EN AÐ FLYTJA TIL ÍSLANDS Minna álag og hærri laun Hjúkrunarfræðingurinn Laufey, synirnir Brynjar (t.v.) og Jakob (t.h.). MYND ATLI STEINN GUÐMUNDSSON Fékk vægt hjartaáfall eftir íslenskan vinnumarkað Níls Viggó Clausen við stýrisvöl. MYND ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.