Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 31
Nýtt frá Hemm Hemm Tónlistarmaðurinn
Benni Hemm Hemm sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu á
miðvikudaginn. Hún heitir Skot en áður hafa komið út Benni
Hemm Hemm árið 2006, Kajak árið 2007 og Murta St. Calunga
2008. Að þessu sinni er Benni öllu poppaðari en áður í lagasmíð
og textagerð. Um undirleik á plötunni sjá hljómsveitin Retro
Stefson, Róbert Reynisson gítarleikari og Þórarinn Már Baldurs-
son víóluleikari og var platan tekin upp í Sundlauginni í sumar.
Útgáfutónleikar verða á Bakkusi þann 11. desember.
myNdskreytt jólasaga Birgir Sig-
urðsson, myndlistarmaður og rafvirki, verður um næstu
helgi með ljósverkasýningu í íbúð sinni, 002 Gallerí,
ásamt frænku sinni Þóru Björg myndlistarnema sem hefur
myndskreytt frumsamda jólasögu eftir Birgi. Verkið heitir
Ljósverk en Birgir flytur út úr íbúð sinni um helgar til þess
að geta sett upp 002 Gallerí. Sýningin opnar klukkan 14.00,
laugardaginn 4. desember og er opin til 17.00 á laugardag
og sunnudag.
föstudagur
n Fáklæddir jólasveinar á Players
Sigga Kling stjórnar konukvöldi á
Players. Beggi og Pacas sjá um að elda
ofan í gesti og slá á létta strengi. Bjarni
töframaður þeytir skífum og Brynja
Valdís leikkona verður með uppistand.
Síðast en ekki síst munu jólasveinar
fækka fötum og ganga um gólf.
n Hvatningarverðlaun ÖBÍ
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags
Íslands verða veitt í Salnum í Kópavogi
milli kukkan 14 og 16 á alþjóðlegum
degi fatlaðara.
n VAX á Faktorý
Hljómsveitin VAX heldur tónleika á
Faktorý. Leikin verða lög af hljómskífum
sveitarinnar í bland við sígilda standarda
sem hafa verið á lagaskrá sveitarinnar
lengur en menn vilja muna. Tónleikarnir
hefjast klukkan 22.30.
laugardagur
n Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju
Björn Steinar Sólbergsson organisti
Hallgrímskirkju leikur á Klais-orgelið
á hádegistónleikum laugardaginn 4.
desember klukkan 12.00.
n SSSól á Players
„Eru ekki allir sexí?!,“ mun án efa heyrast
frá Helga Björnssyni þegar hann stígur á
svið ásamt SSSól á Players á laugardag-
inn. Ekkert vesen og 1.800 krónur inn.
suNNudagur
n Jóladagskrá
Þjóðminjasafns
Íslands
Hefst með
pompi og prakt
sunnudaginn
5. desember.
Dagskráin hefst
klukkan 14 og er
aðgangur ókeypis.
Fram koma Pollap-
önkararnir Heiðar Örn Kristjánsson og
Haraldur Freyr Gíslason. Grýla, Leppalúði
og jólakötturinn kíkja í heimsókn og
spjalla við börnin um íslenska jólasiði.
Auglýsing án hjarta
David Duchovny og Demi Moore
leika Steve og Kate Jones, ham-
ingjusömustu hjón í heimi sem
eiga tvö fullkomin börn, þau Jenn
og Mick. Jones-fjölskyldan er þó
ekki venjuleg fjölskylda. Hún er
hópur fjögurra fallegra einstakl-
inga sem sendur er í ríkt úthverfi
til að selja lífstíl sinn. Engin í fjöl-
skyldunni er skyldur, allt saman er
þetta eitt stórt söluplott.
Þau eru fljót að afla sér vin-
sælda á meðal nágrannanna og
alltaf eru þau að kaupa sér eitt-
hvað nýtt. Þau eru svo fullkomin
að fólkið í kringum þau langar í
líf þeirra og til þess að eignast það
kaupir það sér sömu hluti og Jo-
nes-fjölskyldan á. Það sem fólkið
veit ekki er að vikulega kemur yfir-
maður þeirra og fer yfir sölutölur
vikunnar. Því fer þó fjarri að „fjöl-
skyldan“ sé fullkomin.
Það er smákaldhæðni í því að
mynd um fjölskyldu sem er ein
stór auglýsing virki í raun sem ein
stór auglýsing. Jones-fjölskyld-
an er svo svakalega köld að mað-
ur nær engri tengingu við hana.
Eigin maðurinn, Steve, er sá eini
sem hefur raunverulegar tilfinn-
ingar í myndinni þannig að hann
heldur uppi því litla hjarta sem
hún hefur upp á að bjóða.
Það verður seint sagt að Demi
Moore eigi einhvern stjörnuleik
og hvað þá krakkarnir sem leikn-
ir eru af Amber Heard og Ben
Hollingsworth. Dóttirin Jenn er
afar lausgirt og kemur mönnum
í vandræði með brókarsótt sinni.
Vandamál hennar eru þó svo til-
gerðarleg að maður fær kjána-
hroll.
Einu atriði myndarinnar þar
sem mér leið eins og ég væri að
horfa á bíómynd en ekki rúmlega
90 mínútna auglýsingu voru þegar
Duchovny og hinn vanmetni Gary
Cole deildu sínum innstu áhyggj-
um. Það samband er þó byggt á
lygum eins og öll Jones-fjölskyld-
an. Tómas Þór Þórðarson
föstudagur 3. desember 2010 fókus 31
Hvað er að
GERAsT?
itt með að finna tónlist sem hún hefði
orðið fullkomlega sátt við.
Eru bæði lífsglöð og forvitin
Blaðamann leikur forvitni á að vita
hvort þau, úr svona ólíkum áttum, eigi
eitthvað sameiginlegt. „Ég held að það
sem við eigum sameiginlegt sé að við
höfum áhuga á svo mörgu í lífinu og
erum mjög lífsglöð. Svo erum við bæði
svo forvitin,“ segir María Sigrún. Reyn-
ir Pétur viðurkennir þó að hann detti
stundum niður í smáþunglyndi, þó
hann sé að öllu jöfnu mjög lífsglaður.
„Þetta eru svona eins og dýfur en þá
reyni ég alltaf að horfa fram á við og
hugsa jákvætt,“ segir hann.
„Þegar þú gekkst hringinn í kring-
um Ísland þá var ég bara lítil stelpa, ég
var 6 ára. Ég man rosavel eftir þessu
þegar ég var heima í Vesturbænum og
fylgdist með þér í sjónvarpinu,“ seg-
ir María Sigrún við Reyni Pétur sem
þykir gaman að heyra það. „Það er
dýrmætt sem við eigum, endurminn-
ingar fortíðar,“ segir hann og María
Sigrún samsinnir því.
„Mér finnst þú eiga svo mikið er-
indi við þjóðina og að þú þurfir að-
eins að deila því. Það er þetta sem þú
ert svo þekktur fyrir, að vera jákvæð-
ur og bjartsýnn og hafa vonina,“ seg-
ir María Sigrún þegar Reynir Pétur
spyr hana hvernig það hafi komið til
að hún ákvað að gera heimildamynd
um hann. Hún segist hafa gengið með
hugmyndina að myndinni í maganum
í nokkur ár en vildi finna rétta tímann.
Í ár vill einmitt svo skemmtilega til að
það eru 25 ár frá göngu Reynis Pét-
urs og Sólheimar eiga 80 ára afmæli.
„Svo small þetta bara einhvern veginn
saman. Ég hafði tíma til að gera þetta
og hann gat gert þetta með mér núna,“
segir María Sigrún sem heillaðist af
fallegu lífsviðhorfi Reynis. „Hann seg-
ir mjög skemmtilega frá og hefur svo
mikið innsæi sem ég held að margir
alheilbrigðir hafi ekki. Hann á brýnt
erindi við þjóðina og ég held að hann
geti veitt okkur innblástur.“
Vinnur við áhugamálið sitt
María Sigrún segir myndina um Reyni
Pétur vera skemmtilegasta verkefni
sem hún hafi tekið sér fyrir hendur.
Hún er í fullri vinnu sem fréttamað-
ur hjá RÚV og segir allan sinn frítíma
hafa farið í gerð myndarinnar síðustu
vikurnar. María Sigrún segist þó aldrei
hafa verið neitt stressuð eða bug-
uð þann tíma sem tók að gera mynd-
ina þó hún hafi þurft að setja önnur
áhugamál sín til hliðar á meðan. „Ég
er þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna
við áhugamálið mitt. Ég hef áhuga á
fólki og öllu mögulegu og ég fæ útrás
fyrir það í vinnunni. Svo hef ég auðvit-
að áhuga á heimildamyndagerð,“ segir
María Sigrún en þetta er önnur mynd-
in sem hún gerir. „Ég vil gjarnan gera
meira af þessu. Mér finnst fínt að vera
í fréttunum en mér finnst gott að hafa
svona hliðarverkefni sem ég get nostr-
að við.“ Þegar María Sigrún er ekki að
vinna sem fréttamaður eða við heim-
ildarmyndir þá finnst henni mjög gott
að vera heima og gera fallegt í kring-
um sig. Hún hefur mikla ástríðu fyrir
matargerð og bakstri og á stóran vin-
kvennahóp sem hún býður reglulega
í mat.
Líður best í joggingallanum
María Sigrún hefur unnið sem frétta-
maður á RÚV í fimm og hálft ár en í
janúar á þessu ári hóf hún einnig að
lesa fréttir og er því fastur gestur heima
í stofu allra landsmanna. Hún seg-
ist ekki hafa orðið vör við að fólk veiti
henni meiri athygli á almannafæri síð-
an hún hóf fréttalestur í sjónvarpinu.
„Ég er með margar vinabeiðnir á Face-
book, það er líklega það eina,“ segir
María Sigrún hlæjandi. Hún hefur það
þó fyrir reglu að samþykkja ekki vina-
beiðnir frá fólki nema hún þekki það.
Hún segist ekki vera alveg þessi týpa
sem birtist okkur á skjánum, stífmál-
uð, með túperað hárið dagsdaglega og
það geti verið að fólk þekki hana ekki
á förnum vegi. „Mér líður best bara
svona í joggingallanum heima, ómál-
uð og þegar ég fer út í búð þá er ég bara
eins og Guð skapaði mig.“ María Sigrún
er fegin því að fá almennt ekki mikla
athygli á almannafæri og vill halda
einkalífi sínu frá sviðsljósinu. „Mað-
ur verður aðeins að setja upp girðing-
ar og hafa sitt fyrir sig, maður má ekki
alveg opna allar dyr.“ Hún laumar því
þó brosandi út úr sér að hún sé að fara
að gifta sig næsta sumar og finnst allt
í lagi að það komi fram. Hinn heppni
er unnusti hennar, Pétur Árni Jónsson
eigandi Viðskiptablaðsins. Það eru því
spennandi hlutir á döfinni hjá Maríu
Sigrúnu en heimildamyndin Reynir
Pétur, gengur betur verður sýnd á RÚV
sunnudaginn 5. desember. solrun@dv.is
á brýnt erindi
við þjóðina
MEStu MátAr
María Sigrún og
Reynir Pétur eiga
það sameiginlegt að
vera bæði lífsglöð og
forvitin.
Mynd róBErt rEyniSSon
á VinnuStoFunni María Sigrún er hér á leirvinnustofunni á Sólheimum ásamt
Reyni Pétri og unnustu hans, Hanný Maríu. Mynd róBErt rEyniSSon
ThE jonEsEs
Leikstjórn: Derrick Borte.
Handrit: Derrick Borte og
Randy T. Dinzler.
Leikarar: David Duchovny,
Demi Moore, Amber Heard,
Ben Hollingsworth, Gary Cole.
Hvað ertu að selja? Líf Jones-fjöl-
skyldunnar snýst um að selja lífstíl sinn.