Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 37
föstudagur 3. desember 2010 viðtal 37 afabörn. Og hann langar til að verða betri afi en hann var sem pabbi. „Það er eitt af því sem ég er að reyna að gera, að verða betri en ég var. Reyna að vera góð manneskja í alla staði. Ég veit að það hljómar eins og klisju- kenndur frasi en þetta er það sem all- ir eru alltaf að reyna að gera. Það er æðislegt að vera afi, ég er að læra það núna. Ég hef nú ekki fengið að passa enn þá. Svala og Krummi eiga eng- in börn enn. En Sigurður á tvö börn, eldri dóttir þeirra er ellefu ára en sú yngri er tíu mánaða gömul. Þau misstu strákinn sinn á fyrsta árinu hans, hann dó vöggudauða í vagnin- um sínum. Það var og er mjög sorg- legt, það er bara rúmt ár síðan þetta gerðist. En þau tókust á við það eins og hetjur og eru komin með nýtt barn, litla prinsessu.“ Alltaf jafnskotinn í henni Eiginkonunni, Ragnheiði Björk Reyn- isdóttur, kynntist hann í kringum árið 1974 en hann er alltaf jafnskot- inn í henni. „Ég er svo heppinn að ég á góða konu. Við vorum í sama vinahópi og ég féll strax fyrir henni. Síðan gerðist þetta bara af sjálfu sér. En við erum búin að vera saman í rúm þrjátíu ár og ég er enn skotinn í henni. Okkar samband gengur vel og við höfum enn um margt að tala. Ég tek tillit til hennar og hún tekur tillit til mín. Eftir svona langt hjóna- band snýst sambandið um tillitssemi, væntumþykju og virðingu. Og það er allt til staðar. Hún hefur haft skilning á því að mestanpart af okkar samveru hef ég verið að syngja á tónleikum og böllum hér heima og erlendis og úti um allt. Oft er það ekkert skemmti- legt en þetta er eins og að vera með sjómanni. Pabbi, blessuð sé minn- ing hans, var sjómaður og þau voru teljandi á fingrum annarrar handar þau jól sem hann var heima. Auðvit- að var það leiðinlegt þegar hann kom ekki heim en það gerði það bara enn skemmtilegra þegar hann var heima.“ Alltaf hippi Síminn hans pípir. „Bíddu góðan dag- inn,“ segir hann um leið og hann opn- ar skilaboðin. „Fjölmiðlar,“ útskýrir hann. Það eru víst fleiri fjölmiðlar á leiðinni hingað í kvöld.“ Ég spyr hvort hann sé enn hippi. „Einu sinni hippi, ávallt hippi,“ svar- ar hann og hlær. „Það snýst bara um viðhorf. Ég er hægra megin við miðj- una. Frjáls í skoðunum og svona. Ég hef þessar gömlu lífsskoðanir sem eru alveg ókei enn þá þótt það sé sagt að mín kynslóð hafi sett landið á haus- inn. Ég er enn ég. Og ég er enn með þetta,“ segir hann og réttir höndina að mér til að sýna mér armböndin. „Sjáðu. Þetta er mantra,“ segir hann og bendir á orðin sem rituð eru á ann- að armbandið sem er úr silfri. Hitt er úr trékúlum, líkt og búddamen. „Þetta er frá Tíbet,“ útskýrir hann. „Beggi Morthens var að opna æðislega búð á Strandgötunni þar sem hann selur alls konar helgigripi. Þar fást rosalega falleg föt fyrir konur, alls konar muss- ur og svoleiðis og svo fyllir reykelsis- lyktin búðina. Þetta er alveg magnað,“ segir hann brosandi. Óþolinmóður vinnufíkill Ég spyr hvort hann iðki búddatrú eða hugleiði. „Nei, ekki í orðsins fyllstu merkingu. Ekki eins og Búdda. En ég reyni að slaka vel á og fæ mér oft smá kríu á daginn. Það virkar eins og hugleiðsla og er mér mikilvægt því ég er vinnufíkill. Ég er alltaf að. Í morg- un var ég kominn eldsnemma á fæt- ur til að undirbúa æfinguna, breyta og bæta og sinna alls konar hlutum. Dagurinn hefst oftast snemma hjá mér. Við eigum fjórar kisur. Aðalkött- urinn heitir Jökull Ljónshjarta og er stór hvítur persi. Hann er alltaf kom- inn upp í rúm að vekja mig klukkan sjö. Þá fer ég fram úr, þvæ mér, helli upp á og kíki í blöðin áður en vinnu- dagurinn hefst. Síðan er ég að allan daginn. Ég verð alltaf að vera að gera eitthvað, ég er svo óþolinmóður. Þeg- ar ég fer í frí er ég alltaf að hugsa um tónlist. Ég get ekki legið bara í sólinni og slakað á. Ekki nema þegar ég er að veiða. Þá næ ég að slaka alveg á, enda er ég stangveiðifíkill.“ Hann er í veiðiklúbbi með félög- um sínum og ferðast um landið með þeim. „Ég er búinn að fara um allt og spila á stöðum sem þú veist örugg- lega ekki hvað heita eða hvar þeir eru. En þegar ég byrjaði að veiða þá fór ég að kynnast landinu, sjá hvað var hin- um megin við fjallið við þjóðveginn. Félagsskapurinn, veðrið og náttúran gefa mér orku. Þetta er besta leiðin til þess að slaka á og endurnærast, hlaða batteríin. Og þetta er rosa gaman.“ Fær kraft frá unga fólkinu Stundum þarf hann að hvíla sig á tón- listinni. „Ég hef verið svo heppinn að mér hefur gengið vel en ég er alltaf að reyna að toppa mig. Þegar ég var að byrja voru Raggi Bjarna og álíka tapp- ar á undan okkur. Þá var fullt af ágæt- isspilurum en færri voru færir. Núna eru færir menn úti um allt, menn á heimsmælikvarða. Ég fagna því. Enda var ég að gefa út plötu þar sem ég syng dúett með Mugison, Siggu Thorlaci- us, Jóhönnu Guðrúnu og fleirum. Ég fæ rosalega mikið út úr því að vinna með ungu fólki. Það gefur mér kraft. Ég reyni að velja alltaf fólk með mér sem er betra en ég. Ég verð bara betri fyrir bragðið. Ég er líka miklu betri í dag en ég var þegar ég var yngri. Ég var ekkert sérstakur. Svala og Krummi eru bæði miklu betri en ég var á þeirra aldri. Enda er ég enn að reyna að meika það,“ segir hann og hlær. „Ég meika það einhvern tímann. “ Stælarnir eru vörn Stærsti lærdómurinn fólst í því að læra að vinna með fólki segir hann. „Að læra að sýna samstarfsfólkinu virðingu. Það er nú eiginlega aðal- málið. Ég reyni líka að betrumbæta mig og verða betri maður dag frá degi. Ég held að mér hafi tekist það á sum- um sviðum. En ég er stundum óþolin- móður og skapmikill. Ég er fljótur upp en enn þá fljótari niður. Ég hef pott- þétt verið meiðandi einhvern tímann og er að reyna að passa mig á því. En ég er kannski svolítið fljótfær stund- um. Fólki finnst ég vera með stæla en það er mín gríma. Eitthvað sem ég nota til þess að brynja mig, líkt og all- ir gera.“ Sér ekki eftir neinu Fyrir tuttugu árum lærði hann að undirbúa sig fyrir æfingar. „Áður en ég geng inn og hitti fólk staldra ég aðeins við, tel upp að tíu og ákveð að hafa æfinguna góða og segi „yes“! Er svo jákvæður og kraftmikill þeg- ar ég kem inn. Ég á það nefnilega til að mála skrattann á vegginn og þykja allt alveg ómögulegt en ef ég hugsa þannig verður allt ómögulegt. Vanda- mál eru bara til þess að leysa þau.“ Sjálfur hefur hann lært af reynsl- unni. „Ég hef verið í skóla lífsins sem er besti skóli í heimi. En ég hefði kannski átt að vera aðeins lengur í skóla og mennta mig. Menntun er nefnilega stórmál. Í gamla daga var það ekki þannig. Þetta var ekki svona mikið mál þegar ég leiddist út í músík. Þá hafði ég bara gaman af þessu. En ég sé ekki eftir neinu. Það þýðir ekkert að dvelja við þetta.“ ingibjorg@dv.is Við erum búin að vera saman í rúm þrjátíu ár og ég er enn skotinn í henni. m yn d r Ó b er t re yn iS So n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.