Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 40
40 ÆTTFRÆÐI UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR 60 ÁRA Á LAUGARDAG Jón Ólafur Jónsson FYRRV. BANKAFULLTRÚI Í REYKJANESBÆ Jón Ólafur fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1957. Jón stundaði verslunarstörf á Ísa- firði 1957–63, vann í versluninni Kyndli hf. í Keflavík 1963–64, var deildarstjóri hjá Kaupfélagi Suður- nesja 1964–70, starfaði við Fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli 1970–81 og var síðan fulltrúi í gjaldeyrisdeild, fyrst Útvegsbanka Íslands í Keflavík, síðan Íslandsbanka, þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Jón Ólafur spilaði knattspyrnu með ÍBK á gullaldartímabili liðs- ins 1963–77, var um skeið landsliðs- maður í knattspyrnu, er áhugamaður um snóker, brids, skák og skíðaiðkun og hefur þrisvar keppt fyrir hönd Ís- lands á Evrópumeistaramóti öldunga í golfi, í Finnlandi 1997, í Sviss 1998 og Slóveníu 2004. Jón Ólafur sat í bæjarstjórn Kefla- víkur 1986–90, var þar varafulltrúi 1978–82, var gjaldkeri hjá Billiard- sambandi Íslands, sat í stjórn Golf- klúbbs Suðurnesja um árabil, sat í Íþróttaráði Keflavíkur, sat í stjórn Landssambands eldri kylfinga og var gjaldkeri þess. Fjölskylda Jón Ólafur kvæntist 8.10. 1966 Sigur- björgu Gunnarsdóttur, f. 8.5. 1946, bankastarfsmanni í Sparisjóði Kefla- víkur. Hún er dóttir Gunnars Sig- urfinnssonar, húsgagnabólstrara í Keflavík, og k.h., Sigrúnar Ólafsdóttur húsmóðir sem bæði eru látin. Börn Jóns Ólafs og Sigurbjargar eru Guðbjörg, f. 8.2. 1967, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en mað- ur hennar var Ómar Ellertsson flug- þjónn og eiga þau tvo syni, Jón Óla og Ellert Björn; Gunnar Magnús, f. 27.8. 1968, íþróttakennari í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þjálfari meistaraflokks Njarðvíkur í knattspyrnu, en kona hans er Björg Ólafsdóttir kennari og eru börn þeirra Tinna Björg, Ólaf- ur Þór og Sigurbjörg Diljá; Thelma, f. 18.9. 1973, markaðsstjóri Háskóla Íslands, en eiginmaður hennar er Steinbjörn Logason, grafískur hönn- uður og eru synir þeirra Máni Mar og Óttar Uni. Hálfsystir Jóns Ólafs, samfeðra, er Auður Þorgerður, f. 7.11. 1938, d. 2009, var búsett í Hnífsdal. Hálfsystkini hans, sammæðra: Sigurður Magnússon, f. 12.1. 1947, d. 21.5. 1974; Finnur Magnússon, f. 13.1. 1948, verslunarmaður á Ísafirði; Guð- rún Bjarnveig Magnúsdóttir, f. 12.6. 1955, fyrrv. skólastjóri Tónlistarskól- ans í Bolungarvík. Foreldrar Jóns Ólafs voru Jón Ól- afur Júlíusson, f. 25.11. 1910, d. 19.2. 1941, frá Atlastöðum í Fljótavík, og Guðbjörg Veturliðadóttir, f. 27.8. 1918, d. 20.9. 1982, húsmóðir. Jón Ólafur og Guðbjörg voru heitbundin þegar Jón lést í sjóslysi. Skömmu síðar giftist Guðbjörg Magn- úsi Guðnasyni, f. 26.8. 1914, d. 1999, frá Seljalandi í Álftafirði, sjómanni. Magnús reyndist Jóni Ólafi ætíð sem faðir. Guðbjörg og Magnús bjuggu lengst af á Ísafirði eða til 1970. Þá fluttu þau til Keflavíkur. Skömmu eft- ir andlát Guðbjargar flutti Magnús til Bolungarvíkur þar sem hann bjó fyrst hjá dóttur sinni, Guðrúnu, en var síð- an á sjúkraskýlinu í Bolungarvík. 70 ÁRA Á SUNNUDAG Haraldur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Innan við fermingu byrj- aði hann til sjós en það hefur síð- an verið hans aðalstarf. Haraldur var á Sæfaxa AK-57, þá á fjórtánda ári. Hann var síðan á ýmsum ver- tíðar- og nótaskipum frá Akranesi og má þar m.a. nefna Rán AK-34, Sigurborgu SI-275, Harald AK-10, Höfrung III AK-250, Skírni AK-16 og Sólfara AK -170. Á skipum utan Akraness hefur Haraldur m.a. starf- að á Þorra ÞH-10, Haferni VE-23 og Jóni Finnssyni RE. Í mörg ár var Haraldur á loðnuveiðum á Rauðsey AK-14 og Höfrungi AK-91. Frá 1992 hefur Haraldur verið á frystitogar- anum Höfrungi III AK-250. Haraldur og kona hans hafa búið á Móum í Innri-Akranes- hreppi frá 1998 þar sem kona hans starfrækir gistiheimili. Haraldur er góður sagnamaður og hefur sagt margar reynslu- og skemmtisögur á þeim skipum og bátum sem hann hefur verið á í gegnum árin. Fjölskylda Kona Haralds er Sólveig Jóna Jó- hannesdóttir, f. 17.11. 1961, gisti- húsaeigandi. Foreldrar hennar voru Jóhannes Þorsteinsson, bif- reiðstjóri á BSR, og Amelía Magn- úsdóttir húsmóðir en þau eru bæði látin. Dóttir Haralds og Sólveigar: Ásta Laufey, f. 29.3. 1989, d. 16.4. 1989. Systkini Haralds eru Helga, bú- sett á Akureyri; Elísabet, búsett í Reykjavík; Guðrún, búsett í Hraun- gerði í Hraungerðishreppi; Guð- mundur Páll, búsettur á Akranesi. Foreldrar Haralds: Jón E. Guð- mundsson, f. á Þingeyri 16.9. 1912, d. 17.7. 1995, sjómaður, ættaður frá Lokinhömrum í Arnarfirði og Ingj- aldssandi í Önundarfirði, og Ásta L. Haraldsdóttir, f. 15.7. 1920, d. 25.6. 2005, frá Reyni í Innri-Akranes- hreppi. Haraldur Jónsson SJÓMAÐUR Á MÓUM Í INNRI-AKRANESHREPPI 50 ÁRA Á LAUGARDAG Anna fæddist á Hólmavík og átti þar heima til 1965. Þá flutti hún til Bolungarvíkur þar sem hún átti heima til 1970. Fjölskyldan flutti þá til Keflavíkur þar sem Anna átti heima til 1989 er hún flutti í Hafn- arfjörð þar sem hún býr enn. Eftir grunnskólanám stundaði Anna nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík, lauk prófi frá Skrifstofu- og ritaraskólanum 1990, mat- sveinsnámi 2002 og útskrifaðist á skrifstofubraut við Menntaskólann í Kópavogi 2010. Anna starfaði hjá Ræsi 1990–96 og 2003–2008 og er nú kokkur við Kaffi Dix. Fjölskylda Anna giftist 8.5. 1993 Elfari Jó- hannesi Eiríkssyni, f. 2.2. 1963, skipstjóra. Þau skildu 2003. Dóttir Önnu og Elfars Jóhann- esar er Kolbrún Ágústa Elfarsdótt- ir, f. 13.1. 1997. Hálfbróðir Önnu, sammæðra: Sigurður, f. 9.7. 1951, d. 5.2. 1968. Hálfsystir Önnu, samfeðra: Hólmfríður, f. 4.3. 1955, bókasafns- fræðingur á Amtsbókasafninu, bú- sett á Akureyri. Alsystkini Önnu: Kolbrún Svala, f. 15.5. 1955, d. 11.3. 1992; Bára, f. 10.8. 1956, starfar hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum, búsett í Reykja- nesbæ; Oddur, f. 24.9. 1957, vél- stjóri, búsettur í Hafnarfirði; Guð- mundur, f. 18.11. 1963, vélstjóri, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Önnu eru Anders Guðmundsson, f. 23.1. 1928, d. 1.7. 2007, vélstjóri, og Guðrún Sigur- laug Þóroddsdóttir, f. 23.3. 1929, d. 25.3. 2010, húsmóðir. Anna Guðrún Andersdóttir KOKKUR Í HAFNARFIRÐI 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Vala fæddist á Akranesi og ólst þar upp til sjö ára aldurs en síð- an í Reykjavík. Hún var í Brekku- bæjarskóla og Álftamýrarskóla, stundaði nám við Kvennaskólann og lauk stúdentsprófi frá Verk- menntaskólanum á Akureyri, lauk BSc.-prófi í tölvunarfræði frá Há- skólanum í Reykjavík 2005 og lauk prófi í kennslufræði frá sama skóla 2008. Vala hefur verið tölvukennari og kerfisstjóri við Ísaksskóla frá 2005. Fjölskylda Unnusti Völu er Ingólfur Bjarni Sveinsson, f. 8.4. 1980, tæknimað- ur. Dóttir Völu og Bjarna er Helena Kristín Bjarnadóttir, f. 25.1. 2008. Bræður Völu eru Oli- ver Pálmason, f. 1.2. 1971, framkvæmda- stjóri í Reykjavík; Pálmi Sveinn Pálmason, f. 26.10. 1976, fram- kvæmdastjóri á Miami í Banda- ríkjunum. Foreldrar Völu eru Pálmi Pálmason, f. 23.4. 1951, skrif- stofustjóri, búsettur í Víetnam, og Helga Ólöf Oliversdóttir, f. 18.3. 1954, sjúkraliði við Landspítalann. Matthildur Vala Pálmadóttir TÖLVUNARFRÆÐINGUR OG KENNARI VIÐ ÍSAKSSKÓLA Anna Dagmar Daníelsdóttir HÚSMÓÐIR Í HAFNARFIRÐI Davíð Freyr Sigurvinsson VERKAMAÐUR Á ÁLFTANESI Anna fæddist á Kolmúla í Reyðar- firði og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf en útræði var einnig frá Kolmúla. Hún naut forkennslu nokkra mánuði á ári, oftast á Vatt- arnesi. Anna var í vist í Vestmannaeyj- um einn vetur og á Seltjarnarnesi hjá Guðna Jóhannssyni skipstjóra og Jóhönnu Þorsteinsdóttur, auk þess sem hún starfaði á sauma- stofu. Eftir að Anna gifti sig, annað- ist hún barnmargt heimili en vann auk þess utan heimilis við ýmis störf. Þá starfaði hún við St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði frá 1980. Anna var einn af stofnendum Hrundar í Hafnarfirði 1964, kven- félags eiginkvenna iðnaðarmanna, sat í stjórn þess frá upphafi, var þar gjaldkeri og lengi formaður, og for- maður Bandalags kvenna í Hafnar- firði í tvö ár. Fjölskylda Eiginmaður Önnu er Sigurður Kristinsson, f. 27.8. 1922, d. 4.9. 2009, málarameistari í Hafnar- firði, sonur Maríu Albertsdóttur og Kristins J. Magnússonar málara- meistara þar í bæ. Börn Önnu og Sigurðar eru María Kristín, f. 8.2. 1947, skrif- stofumaður í Hafnarfirði, gift Kristni G. Garðarssyni húsasmíða- meistara og eiga þau tvö börn; Dag- ný Bergvins f. 1.6. 1948, þroskaþjálfi í Hafnarfirði, gift Guðmundi Þórar- inssyni rafvirkjameistara og eiga þau fjögur börn; Kolbrún Jóhanna, f. 20.12. 1949, starfsmaður hjá Öss- uri, gift Elíasi Rúnari Elíassyni mál- arameistara, og eiga þau þrjú börn; Albert Júlíus, f. 5.5. 1951, málara- meistari í Hafnarfirði, og á hann tvö börn með fyrrv. konu sinni, Vilhelmínu Ólafsdóttur; Daníel, f. 18.7. 1952, hönnuður í Garðabæ, kvæntur Ethel B. Sigurvinsdótt- ur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn; Hafdís, f. 9.10. 1954, skrifstofumaður í Hafnarfirði, gift Pálma Helgasyni blikksmíðameist- ara og eiga þau þrjú börn; Hjördís Anna, f. 10.8. 1959, skrifstofumað- ur í Hafnarfirði, gift Vilhelm Péturs- syni flugvélavirkja, og eiga þau þrjú börn. Systkini Önnu eru Sigrún f. 16.12. 1911, d. 23.11. 2001, hús- móðir og ekkja á Reyðarfirði; Guð- jón, f. 18.3. 1913, fyrrv. bóndi á Kol- múla; Guðbjörg, f. 16.2. 1915, d. 1.1. 2000, húsmóðir í Hafnarfirði; Elís, f. 14.2. 1917, nú látinn, bóndi í Dölum í Fáskrúðsfirði. Foreldrar Önnu voru Daníel Sig- urðsson, f. 12.2. 1882, d. 13.3. 1960, bóndi á Kolmúla, ættaður úr Breið- dal og Papey, og k.h., Guðný Jóns- dóttir, f. að Viðborði á Mýrum 8.5. 1886, d. 25.5. 1964, húsfreyja. Anna tekur á móti ættingjum og vinum í Hamri, Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði, laugardaginn 4.12. kl. 12.00. Davíð fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Fellaskóla. Davíð starfaði hjá Gatnamála- stjóra Reykjavíkurborgar í Breið- holti 1991–96, starfaði hjá Timbri og stáli 1996–97, vann síðan hjá Eimskipum í fimm ár til 2006 og starfaði síðan hjá Íslenskum aðal- verktökum í Helguvík. Fjölskylda Systir Davíðs er Kristín Soffía Kristmarsdóttir, f. 31.3. 1978, bú- sett á Álftanesi. Foreldrar Davíðs eru Sigurvin Þorkelsson, f. 1956, búsettur á Sel- fossi, og Áslaug Guðný Jónsdóttir, f. 27.6. 1958, fyrrv. dagmóðir. 85 ÁRA Á LAUGARDAG 30 ÁRA Á FÖSTUDAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.